Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 • AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita • 3 ára ábyrgð á verpingu • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna • Nothæf fyrir allar eldavélar • Má setja í uppþvottavél • Kokkalands- liðið notar AMT potta og pönnur Úlfar Finnbjörnsson notar AMT potta og pönnur WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association * Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Þýskar hágæða pönnur frá AMT Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Hlemmur er bara í endurnýjun líf- daganna ef svo má að orði komast og verður orðinn miklu flottari þegar þessum framkvæmdum lýkur,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, spurður um fyrirhug- aðar breytingar á Hlemmi og að- stöðu fyrirtækisins þar. Til stendur að opna matarmarkað og veitinga- sölu í húsnæðinu sem hýst hefur bið- stöð Strætó. Til lengri tíma litið er gert ráð fyrir að starfsemi fyrirtæk- isins færist að Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Miðasalan þegar komin annað „Fólk mun áfram geta farið þarna inn og beðið. Það er gert ráð fyrir því að því ég best í þessum tillögum. Það verður náttúrlega lokað þarna á meðan framkvæmdir standa yfir en í dag er þetta opið til sex. Síðan erum við með aðstöðu þarna fyrir vagn- stjórana sem færist þegar fram- kvæmdirnar byrja í annað hús,“ seg- ir Jóhannes. Miðasalan hafi hins vegar fyrir nokkru verið flutt úr húsnæðinu við Hlemm og yfir í verslun 10-11. „Mér skilst að þarna verði jafnvel aukin þjónusta. Það verði þarna almenningssalerni og fleira,“ segir Jóhannes en í dag sé aðeins salerni staðsett fyrir utan húsnæðið. „Þannig að það er alveg hægt að færa rök fyrir því að þarna verði ekki verri þjónusta en verið hefur og jafnvel miklu betri og þá miklu meiri möguleikar í boði fyrir þá sem bíða. Ég held að þetta sé mjög sniðug leið sem Reykjavíkurborg er að fara í þessum efnum og mun klárlega nýt- ast okkar farþegum vel.“ Fólk geti áfram beðið á Hlemmi  Þjónusta sögð verða betri en áður Morgunblaðið/Þórður Strætó Miklar breytingar eru fyr- irhugaðar á Hlemmi í Reykjavík. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Við erum að yfirgefa miðbæinn. Þetta eru í rauninni bara ruðnings- áhrif túrismans. Við fengum það gott tilboð í húsnæðið okkar að við gátum ekki hafnað því,“ segir Ragn- ar Símonarson gullsmiður en skart- gripaverslunin Jón Sigmundsson, sem hann rekur ásamt föður sínum, Símoni Ragnarssyni, og verið hefur eitt af kennileitum Laugavegarins í Reykjavík um margra áratuga skeið, fer þaðan í maí. Ragnar segir að ekki sé verið að loka fyrirtækinu enda hafi rekst- urinn gengið mjög vel. Hins vegar hafi tilboðið í húsnæðið komið með skömmum fyrirvara og því liggi ekki endanlega fyrir hvert verslunin flytji, sennilega þó annaðhvort í Kringluna eða Smáralind. Hann segir fleira hafa áhrif á þá ákvörðun að hætta verslun í miðbæ Reykja- víkur og þar á meðal ákvarðanir um að loka Laugaveginum á sumrin fyrir bílaumferð. Ferðamannaverslun í staðinn Skartgripaverslunin Jón Sig- mundsson hefur sem fyrr segir um margra áratuga skeið verið eitt af helstu kennileitunum við Laugaveg- inn. Hefur verslunin verið þar til húsa ásamt smíðaverkstæði í meira en öld eða allt frá árinu 1907. Lengst af á Laugavegi 8 en frá 1984 í núverandi húsnæði á Laugavegi 5. Sjálft fyrirtækið er þó enn eldra, en það var sett á laggirnar heimastjórnarárið 1904 af Jóni Sig- mundssyni sem gerir það að einu af elstu starfandi fyrirtækjum lands- ins. Fyrst í stað rak Jón Sigmundsson vinnustofu og seldi gripi sína í Grjótaþorpinu í Reykjavík þar sem hann bjó áður en hann flutti starf- semina á Laugaveg 8 sem og heimili sitt. Fyrirtækið hefur þannig verið starfandi í núverandi húsnæði í tæp- lega þrjá áratugi. Staða verslunar- innar sem kennileitis, bæði við Laugaveg 8 og síðar 5, sést meðal annars vel í gömlum dagblöðum þar sem auglýstar eru samkomur af ýmsu tagi í nágrenninu og tekið fram í sviga hvar staðsetningin er í afstöðu við hana. „Miðbærinn er í rauninn bara að breytast í túristaverslanir og veit- ingastaði,“ segir Ragnar. Hann bendir þannig á að fleiri gamlar og rótgrónar verslanir hafi verið að yf- irgefa Laugaveginn af sömu ástæð- um. Þessi þróun sé ekki góð. Þannig verði ferðamannaverslun opnuð í húsnæðinu þar sem Jón Sigmunds- son er nú til húsa. „Við fengum þetta tilboð með það skömmum fyrirvara og eigum að af- henda það fljótt þannig að það ligg- ur ekki fyrir endanlega hvert við förum. En núna erum við bara með útsölu í gangi til að gleðja kúnnann í ljósi þess að við erum að segja skilið við Laugaveginn.“ Kennileiti hverfur af Laugaveginum  Fengu tilboð í eignina sem ekki var hægt að hafna Morgunblaðið/Golli Gullsmiðir Feðgarnir Ragnar Símonarson og Símon Ragnarsson fyrir utan skartgripaverslunina Jón Sigmundsson sem rekin hefur verið í rúma öld. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Velferðarráðuneytið flytur úr Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu í Reykja- vík vegna vísbendingar um að loft- gæðum innandyra í suðurhluta 4. hæðar hússins sé ábótavant, þar sem rakavandamál eru víða og myglu- vöxtur er kominn í byggingarefni á nokkrum stöðum. „Ég get ekki sagt til um það núna hvað þarf að ráðast í miklar fram- kvæmdir. Við höfum ráðið verk- fræðistofuna EFLU til að gera heildarúttekt á ástandinu og niður- stöður hennar ættu að liggja fyrir með vorinu,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri en húsið er í eigu Faxa- flóahafna. Þar sem ekki liggur fyrir hversu viðamiklar framkvæmdir á húsinu verða, bæði innandyra og utan, segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsinga- fulltrúi velferðarráðuneytisins, ekki hægt að fullyrða að ráðuneytið flytji aftur í húsið. „Á þessari stundu erum við að leita að nýju húsnæði fyrir alla starf- semi ráðuneytisins. Hvort við eigum afturkvæmt í Hafnarhúsið get ég ekki sagt á þessari stundu. Eins og staðan er í dag eru engin áform um annað en að ráðuneytið fari í nýtt húsnæði.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Viðgerð Velferðarráðuneytið leitar sér núna að nýju húsnæði þar sem raka- skemmdir og mygluvöxtur er kominn í byggingarefni Hafnarhússins. Ráðuneyti flýr undan myglu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því á Facebook í gær- morgun að hún myndi ekki bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Jafnframt segist hún vona að kosn- ingabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í embættið veljist góður þjónn þjóð- arinnar, sem beiti sér fyrir mann- réttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu. Katrín segir margt gott fólk hafa komið að tali við sig, fólk af öllum stéttum, konur og karla og fólk hvaðanæva af landinu. Hún segir að það standi upp úr mörg góð orð frá stórum og fjöl- breyttum hópi fólks, sem hún ber virðingu, fyrir í sinn garð. Þá hvatningu vill hún þakka fyrir. Katrín Jakobsdóttir ætlar ekki í framboð Katrín Jakobsdóttir Skartgripaverslunin Jón Sig- mundsson var sett á laggirnar árið 1904 af Jóni Sigmundssyni gullsmiði. Jón fæddist árið 1875 á Skarfsstöðum í Hvammssveit. Hann tók sveinspróf í gullsmíði árið 1897 og stundaði í fram- haldinu nám í úrsmíði. Jón lést árið 1942 og tóku þá ekkja hans, Ragnhildur Sigurðar- dóttir, og fjölskylda við rekstri fyrirtækisins. Símon Ragnars- son, sonarsonur Jóns, tók síðan við rekstrinum árið 1969 en sonur Símonar, Ragnar, hefur séð um daglegan rekstur und- anfarin ár. Fjölskyldan starfað lengi JÓN SIGMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.