Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þingið í ár er í stærra lagi,“ segir Margrét Guðmundsdóttir, verkefn- isstjóri hjá Hugvísindastofnun Há- skóla Íslands um Hugvísindaþing sem hefst á morgun og stendur í tvo daga. Á þinginu verður boðið upp á 150 erindi í samtals 38 mál- stofum. „Nú eru 20 ár frá því Hug- vísindaþing var fyrst haldið, en þingið hefur verið haldið árlega síð- an 1999,“ segir Margrét og bendir á að þingið hafi mjög mikla þýðingu fyrir bæði fræðasamfélagið og al- menning, en þingið er öllum opið. „Það er mjög mikilvægt fyrir hugvísindin að kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi. Hugvísind- um er ekkert mannlegt óviðkom- andi og almenningi er heldur ekk- ert mannlegt óviðkomandi,“ segir Margrét og nefnir að meðal þess sem rætt verði á þinginu sé framtíð íslenskunnar, dauðinn, landnámið, fátækt á Íslandi, fötlun, hinsegin saga og kvennasaga. Meðal fyrirlesara má nefna að Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, fjallar um berkla og bókmenntir, Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menn- ingarsögu, fjallar um þurfalinga á Íslandi, Eiríkur Rögnvaldsson, pró- fessor í íslenskri málfræði, fjallar um utanaðkomandi aðstæður ís- lenskrar málþróunar, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður við Reykjavíkur- Akademíuna, fjallar um takmark- anir kosningaréttar kvenna 1915, Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki, fjallar um Aristóteles á miðöldum, Helga Kress, prófessor emeritus í bókmenntafræði, fjallar um karnival kynjanna í Njálu, Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði, fjallar um afstöðu sjálf- stæðismanna til fjölmiðlamálsins 2004 og synjunarvalds forseta Ís- lands og Silja Pálmarsdóttir list- fræðingur fjallar um rýmisnotkun í list Ólafs Elíassonar. Áhersla á umhverfishugvísindi Aðspurð hvernig þingið sé skipu- lagt segir Margrét að auglýst sé eftir erindum og hugmyndum að málstofum meðal fræðimanna jafnt innan sem utan Háskóla Íslands. „Skipulagið hefur þannig á sér yf- irbragð grasrótarstarfs þar sem fræðimenn tala sig saman og koma með hugmyndir að málstofum,“ segir Margrét og bendir á að dag- skrá þingsins endurspegli bæði rótgróin rannsóknasvið hugvísinda og nýrri viðfangsefni. „Þegar við fórum að setja saman dagskrána sáum við að spurningar um umhverfis- og loftslagsmál reyndust áberandi í ár,“ segir Mar- grét og nefnir í því samhengi mál- stofurnar „Að lifa af andlega: Orð- ræður um loftslagsbreytingar“ þar sem m.a. Guðni Elísson, prófessor í bókmenntum, veltir upp þeirri spurningu hvort bókmenntir séu einhvers megnugar í umræðunni um loftslagsbreytingar, „Víðáttur og (villi)dýr“ þar sem m.a. Soffía Auður Birgisdóttir, sérfræðingur við Rannsóknasetrið á Hornafirði, fjallar um dýrafræði Þórbergs Þórðarsonar og „Náttúra og trú – umhverfisguðfræði og forsendur hennar“ þar sem m.a. Hjalti Huga- son, prófessor í kirkjusögu, fjallar um umhverfisguðfræði á árnýöld. „Þegar við sáum þessa áherslu á umhverfis- og loftslagsmál ákváð- um við að fá Steven Hartman til að vera hátíðarfyrirlesari. Hann flytur fyrirlestur sinn um umhverfisvís- indi strax í kjölfar þess að Guð- mundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í Há- tíðarsal HÍ á morgun kl. 12.30,“ segir Margrét og upplýsir að Hart- man er prófessor í enskum bók- menntum við Háskólann í Mið- Svíþjóð þar sem hann stjórnar mið- stöð um umhverfishugvísindi (ECOHUM). „Hann leiðir norrænt net í þver- faglegum umhverfisvísindum (NIES) og er meðstjórnandi sam- starfsnets um norðurskautssvæðið (Circumpolar Networks). Undan- farið hefur Steven fengist við kort- lagningu umhverfismeðvitundar og umhverfisminnis í bókmenntum og unnið að því að auka vægi hugvís- inda í rannsóknum á hnattrænum breytingum og að hvetja fólk, í gegnum samstarf vísinda- og lista- manna, til að bregðast við loftslags- breytingum.“ Að sögn Margrétar taka málstof- urnar allt frá hálfum öðrum klukkutíma upp í heilan dag. „Á hverjum tíma eru níu til tíu mál- stofur í gangi með allt frá tveimur upp í tíu fyrirlesara. Við reynum að raða dagskránni þannig saman að ekki sé of margt í gangi sem fellur innan sama áhugasviðs svo áheyr- endur geti flakkað á milli málstofa,“ segir Margrét og tekur fram að að- sókn síðustu ára á þingið hafi verið mjög góð. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Hugvísindaþings má nálgast á vefnum hugvis.hi.is/ hugvisindathing. Leiklistarfræðingar þinga Samhliða Hugvísindaþinginu í ár halda Samtök norrænna leiklistar- fræðinga (Association of Nordic Theatre Scholars) og Bókmennta- og listfræðastofnun ráðstefnuna Theatre and the Popular sem hefst á morgun, föstudag, kl. 10 og stend- ur til sunnudagsins 13. mars kl. 16.30. Ráðstefnan samanstendur af átta málstofum og vinnustofu með Elaine Aston, prófessor við Lancas- ter háskóla. Málstofur ráðstefn- unnar eru öllum opnar, en vinnu- stofan er aðeins opin skráðum þátttakendum og fer skráning fram á vefnum theatreandthepopular.- wordpress.com Meðal þeirra sem halda erindi eru Jonas Eklund frá Háskólanum í Stokkhólmi, Jurgita Staniskyte frá Vytautas Magnus háskólanum í Kaunas, Jon Nygaard frá Óslóarhá- skóla, Anna Blekestad Watson frá Háskólanum í Bergen, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir frá Háskóla Íslands, Zane Radzobe frá Háskól- anum í Lettlandi, Martin Regal frá HÍ, Jason Price frá Sussex-há- skólanum, Magnús Þór Þorbergs- son frá HÍ, Laura Gröndahl frá Há- skólanum í Tampere og Terry Gunnell frá HÍ. „Ekkert mannlegt óviðkomandi“  Hugvísindaþing fagnar 20 ára afmæli  150 erindi í 38 málstofum Guðni Elísson Soffía Auður BirgisdóttirHelga Kress Terry Gunnell Hönnuðirnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse í Or Type munu umbreyta menningarhúsinu Mengi í lesstofu á sýningu sem verður opnuð kl. 18 í dag og er hluti hátíðarinnar HönnunarMars. Ný leturgerð þeirra félaga verður sýnd í fyrsta sinn. Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands og hefur þróað nokkrar leturgerðir á undanförnum árum sem hafa ver- ið seldar til stórblaða á borð við The New York Times og tónlistar- tímaritið The Wire auk þess sem opinbert letur Sundance-kvik- myndahátíðarinnar 2015 var eftir Or Type. Mismunandi leturgerðir verða í forgrunni innsetningar í Mengi auk þess sem Atli Bollason sýnir vídeóinnsetningu í 13 gömlum túbusjónvörpum og verkið „Ambi- ent Thoughts“, sem unnið er af finnska hönnuðinum Sebastian Jansson í samstarfi við Or Type, verður sýnt, eins og segir í tilkynn- ingu. Hermigervill mun þeyta skíf- um við opnunina og boðið verður upp á veitingar. Að opnunarhófi loknu, kl. 21, efna myndlistarkonan Zata Banks og hljóð- og myndlistarmaðurinn Joe Banks til hlustunarteiti og kvik- myndasýningar í lesstofu OR-type í Mengi. Banks hefur starfað undir listamannsnafninu Disinformation og vinnur hljóð- og vídeóverk sem hann hefur gefið út undir merkjum plötuútgáfunnar Ash International. Zata Banks sýnir 13 stuttmyndir eftir ólíka myndlistar- og kvik- myndagerðarmenn sem eiga það sammerkt að fléttast í kringum ást- ina og við sögu koma m.a. kvik- myndir byggðar á ljóðum TS Eliots, ljóðasöngvum Schuberts og inni- legum bréfaskiptum á milli fata- hönnuðanna Dolce og Gabbana. Morgunblaðið/Styrmir Kári Innsetning Atli Bollason sýnir víd- eóinnsetningu í 13 gömlum túbu- sjónvörpum í Mengi í kvöld. Mengi umbreytt í les- stofu á HönnunarMars Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. Tilboðsdagar 10.-17. mars 40% afsláttur af völdum vörum, silkiblómum og gjafavöru LISTHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.