Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Frægasti skákmaður 31.Reykjavíkurskákmótsins,þar sem 235 skákmenn ogkonur hófu keppni í Hörpu á þriðjudaginn, er án efa Al- exander Beljavskí fæddur í Lviv í Úkraínu nú búsettur í Slóveníu. Hann varð heimsmeistari unglinga árið 1973, varð efstur á sovéska meistaramótinu ásamt Tal ári síðar en vann innbyrðis uppgjör þeirra, tefldi á 1. borði fyrir Sovétríkin á Ól- ympíumótinu í Grikklandi haustið 1984 þar sem hann fékk 8 vinninga af 10 mögulegum, varð í 2. sæti á eft- ir Kasparov á heimsbikarmótinu í Reykjavík haustið 1988 og hefur tvisvar unnið stórmótið í Tilburg í seinna skiptið árið 1986 byrjaði hann á því að tapa tveim fyrstu skákum sínum. Beljavskí hefur nokkrum sinnum gert atlögu að heimsmeist- aratitlinum. Að mæta honum við skákborðið er eins og að tefla á móti skáksögu ofanverðrar 20. aldar. Kópavogsbúinn Bárður Örn Birki- sson sem varð 16 ára í byrjun febr- úar lét orðspor þess fræga skák- manns – og meira en 600 elo-stiga mun – ekki villa um fyrir sér og var hársbreidd frá því að leggja kapp- ann að velli og sætti sig ekki við jafn- tefli fyrr en allar tilraunir voru þrautreyndar: Reykjavíkurskákmótið; 1. um- ferð: Alexander Beljavskí – Bárður Örn Birkisson Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 9. De2 Bg6 10. e4 0-0 11. Bd3 Bh5 12. e5 Rd5 13. Rxd5 cxd5 14. De3 He8 15. Re1 Bg6 16. Be2 Rb8! Þessi leikur sýnir að Bárður hefur mætt vel undirbúinn til leiks. Ridd- arinn stendur vel á c6 og svartur hefur færi eftir c-línunni. 17. Db3 Rc6 18. Be3 Db6 19. Rd3 a5 20. Rxb4 Dxb4 21. Dc3 Hec8 22. Hfc1 Db6 23. Dd2 Rb4 24. Ha3 Rc2! Lamar samspil hvítu mannanna. 25. Hc3 Dxb2 26. Hxc8+ Hxc8 27. Dxa5 h6 28. h4 Hc3! 29. Db5 Hb3 30. De8+ Kh7 31. Bf4 Kannski hefur Beljavskí ætlað að leika 31. h5 en svartur getur svarað með 31. … Hxe3! sem vinnur. 31. … Rxd4 32. Bf1 Hc3 33. He1 Hc2 Gott var einnig 33. … Rc6 eða jafnvel 33. … Hh3! 34. h5 Be4? Bárður var orðinn tímanaumur. Best er 34. …Bxh5! 35. Bd3 Bg6 36. Bxc2 Dxc2 og hvítur er varnarlaus. 35. Be3 Hann gat náð jafntefli með 35. Hxe4 dxe4 36. Dxf7 o.s.frv. 35. … Re2+ 36. Hxe2 Hxe2 37. Bxe2 Dxe2 38. Dxf7 38. … Dd1+? 38. … d4! vinnur. Eina leiðin er 39. Df4 en þá kemur 39. … Dd1+ 40. Kh2 Dxh5+ 41. Kg1 Dg6! 42. f3 dxe3 43. fxe4 De8! með vinnings stöðu. 39. Kh2 Dg4 40. f3 Dh4+ 41. Kg1 De1+ 42. Kh2 Dh4+ 43. Kg1 De1+ 44. Kh2 Dxe3 45. fxe4 Dxe4 46. Dxe6 d4 47. Dd6 d3 48. e6 Dh4+ 49. Kg1 De1+ 50. Kh2 Dh4+ 51. Kg1 De1+ 52. Kh2 Dh4+ 53. Kg1 De1+ – Jafntefli. Í 2. umferð vakti einnig mikla at- hygli að Einar Valdimarsson vann sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Svíinn lenti í mátgildru eftir að hafa lengi reynt að vinna jafna stöðu: Einar – Grandelius 44. Re7+ Kg4?? Hann varð að sætta sig við jafn- tefli með 44. … Ke5 45. Rg6+ Kf5 46. Re7+ o.s.frv. 45. Kf2! Hc1 46. h3+ Kf4 47. Rg6+! svartur er óverjandi mát, 47. .. Kf5 48. g4 mát. Í þriðju umferð sem hófst snemma dags í gær ákváðu nokkrir af okkar bestu mönnum að taka ½ vinnings yfirsetu. Örn Leó Jó- hannsson vann ítalska stórmeist- arann Danyyil Dvirnyy og er einn fjölmargra keppenda með 2 vinn- inga. Eins og að tefla við skáksöguna – 16 ára Kópavogsbúi gerði jafntefli við Beljavskí Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurskákmótið Bárður Örn Birkisson að tafli á mótinu, efnilegur skákmaður úr Kópavogi. Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is Skíðabogar Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10 Heimildarmyndin The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og fram- leidd af Margréti Jónasdóttur og Sagafilm, hefur verið valin inn á hina virtu kvikmyndahátíð Tribeca sem haldin er árlega í New York. Myndin hefur fengið mjög góða dóma og uppskar m.a. fjórar stjörn- ur í The Guardian og The Times. Þá fékk myndin góða dóma í Sunday Times. The Show of Shows verður frum- sýnd á Tribeca 17. apríl nk. en myndin fer með áhorfandann bak- sviðs í heimi fjöllistahúsa og skemmtigarða. Um klippingu myndarinnar sá Davíð Alexander Corno. Eftir sýningu myndarinnar á há- tíðinni mun leikstjórinn svara spurningum áhorfenda, ásamt Fré- déric Boyer, listrænum stjórnanda Tribeca-kvikmyndahátíðarinnar. „Við erum auðvitað himinlifandi með að myndin okkar hafi verið val- in inn á þessa virtu kvikmyndahátíð en Tribeca-hátíðin er á þeim stalli að hún er lofuð af fólki innan kvik- myndageirans og vekur líka athygli fjölmiðla og áhugafólks um kvik- myndir,“ segir Margrét Jónasdóttir framleiðandi í fréttatilkynningu. Tónlist myndarinnar var unnin af Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni úr Sigur Rós en þetta er fyrsta samstarfsverkefni félaganna utan hljómsveitarinnar og voru þeir til- nefndir til Edduverðlaunanna 2016 ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni og Kjartani Degi Hólm fyrir framlag sitt til myndarinnar. Mynd Benedikts fer á Tribeca í NY  The Show of Shows hefur fengið góða dóma erlendis Sirkuslífið Aðstandendur heimild- armyndarinnar íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.