Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópusam-bandinu erlíkt við brennandi hús og ekki illa til fundið. En það er umhugs- unarefni hve langt er síðan kviknaði í kofanum. Flest hús, sem logað hefði í svo lengi, væru löngu brunnin til grunna. Kannski verður síðasta fréttin um bálför ESB líkust þeiri sem birtist forðum um bruna í Borg- arfirði. Eldur komst í sumarhús og langt að fara fyrir slökkvilið. Í frétt um atburðinn sagði á þessa leið: „Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsið fyrir nokkru brunnið til kaldra kola. Varðstjóri slökkviliðsins sagði að slökkvistarfið hefði gengið vel eftir það.“ Hvaða skoðun sem menn hafa á ESB, þá gleðst enginn yfir því, að líking við brennandi hús sé svo sláandi. Evrópusam- bandið hefur smám saman seilst til mikilla valda og lamað full- veldi og getu aðildarríkja sem því nemur. En skrifræði þess og innra sundurlyndi gerir það ófært um að fara með þau völd. Fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, Mervyn King, sagði nýlega og ítrekaði svo í „Hard talk“-þætti BBC í fyrra- dag að tilraunin með eitt mynt- svæði fyrir ólík ríki væri tilræði við stöðugleika í álfunni og skaðaði einnig þau ríki hennar sem utan standa. King bendir á að elítan, sem kom kerfinu á, geti ekki stolts síns vegna hugs- að sér að játa sig sigraða í slag við beinharðar staðreyndir. Sú sé meginástæða þess, hversu langvarandi skaðinn af evrunni verður. Vextir standi öfugir í áratug, en lágt vaxtastig og peningaprentun sé aðeins hugs- að sem öflugt verkjalyf sem að- eins má gefa um skamma hríð, á meðan unnið er á undirliggjandi meinum. Allt er þetta rétt. En svo slæmt sem myntsvæð- ið er, þá er það aðeins óveruleg- ur hluti af öðru öngþveiti sem einnig má rekja til yfirstjórnar ESB sem í oflæti hefur farið sínu fram. Eftir að vorhreingerningar Nato í löndum fyrir botni Mið- jarðarhafs og á strönd Norður- Afríku höfðu leitt til upplausnar og flóttamannabylgjur tóku að skella á Evrópu hefði strax átt að taka Schengen-samstarfið svokallaða úr sambandi. En sama stoltið og King vísar til, að láti búrókrata í Brussel hanga eins og hunda á evruroðinu, gerði þá óhæfa að horfast í augu við seinni vandann. „Ef evran hrynur, þá hrynur Evrópa,“ sagði Merkel og ruglaði álfunni saman við spilaborgina sem rumpað hafði verið upp. Þegar flóttamannastraumurinn hófst og Merkel fagnaði honum ákaft í stundar vanmati á stöðunni, hrópaði Juncker, forseti framkvæmda- stjórnar ESB: „Falli Schengen, fellur evran og þá fellur Evrópa!“ Í þrjú ár hafa ótal neyðarfundir tilkynnt nýjar reddingar, allar vitagagns- lausar. Og ástandið versnar. Nú er svo komið að ESB set- ur allt sitt traust á Tyrkland. Leiðtogar ESB hafa síðustu ár- in talað niður til Tyrkja. Þar séu mannréttindi fótum troðin, jafnréttismál í ógöngum og spilling landlæg. Þegar spurt var á lokuðum fundum hvort Tyrkir væru líklegir til að ganga í ESB og þá hvenær, var sniðuga svarið þetta: „Það þarf ekki að efast um að Tyrkland gangi í ESB. Tyrkland verður fyrsta landið sem fær aðild að ESB eftir að Suður-Kórea er komin inn.“ En dæmið hefur snúist við. Tyrkir hafa kverkatak á hinum fyndnu fýrum í Brussel. Ýi þeir að því að lækka þurfi flótta- mannastífluna, er allt sam- stundis gefið eftir. Tyrkir hafa á aðeins 4 vikum pínt ESB til að hækka greiðslur fyrir geymslu flóttamanna úr 3 milljörðum evra í 6 milljarða. ESB lofar nú á hnjánum að hefja „raunveru- legar aðildarviðræður“ við Tyrkland ekki seinna en í júní. Leiðtogar ESB lofa að hleypa 82 milljónum Tyrkja inn á lask- að og höktandi Schengen- svæðið eftir fáeinar vikur. Ekk- ert af þessu er borið undir þjóð- þing aðildarríkjanna. Þau eru einskis spurð, enda einskis virt. Á sama tíma leysa Tyrkir upp mótmælafundi og lögreglusveit- ir með táragassprengjur gera innrás í stærsta dagblað lands- ins. Stjórnkerfið er að færast í átt til sjaríalaga og frá grunn- gildum Kemal Atatürk lands- föður. Hingað til, þegar þróunin hefur orðið þessu lík, hefur tyrkneski herinn tekið að ókyrrast. En þess má geta að þegar Tyrkir verða komnir í ESB verða þeir fjölmennasta ríki þess (um milljón fleiri en Þjóð- verjar) og eru þá Tyrkir í Þýskalandi ekki taldir með. Tyrkland er rúmlega helmingi stærra að flatarmáli en Þýska- land og Tyrkland verður með langfjölmennasta landher allra ríkja ESB. Það verður söguleg stund þegar þetta gamla ríki soldán- anna marsérar loks inn fyrir tollmúrana. Það skyggir kannski aðeins á gleðina að þá er óvænt komið að sótsvörtum brunarústum, ef marka má þá sem best þykjast þekkja til. Það er sérkennilegt að sjá hrokafulla herra haltra á fund þeirra sem þeir hrakyrtu áður} Stjórnlaus uppgjafarskortur Þ að er einkennandi fyrir ungar áhrifa- konur í viðskiptalífinu að láta aldrei ná í sig,“ sagði samstarfsmaður í vikunni að gefnu tilefni. Ég brást við eins og ungri konu sem er umhugað um orðspor kynsystra sinna sæmir og bað samstarfsmanninn um að nefna dæmi. Tvær konur voru taldar upp. Ég gæti varið þessari grein í að telja upp karl- kyns viðmælendur sem erfitt er að ná í en ætla að sleppa því. (Til upplýsingar fyrir lesendur má þó nefna að vænlegasta leiðin til að ná í forsætis- ráðherra er að senda honum skilaboð í gegnum Snapchat.) Getan til þess að svara í síma hefur hins vegar lítið með kyn að gera. Ekki frekar en getan til þess að stjórna fyrirtæki eða gegna öðr- um störfum. Í vikunni var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur og er því ekki úr vegi að líta yfir stöðu kvenna í atvinnulífinu. Ég efast um að mikil umhugsun hafi legið fyrrgreindri athugasemd að baki og ekki var hún illa meint, en samt er hún ágætlega í takt við nýlega rannsókn á hlut íslenskra kvenna í stjórnunarstöðum. Samkvæmt rannókninni þykir kyn nefnilega skipta ein- hverju máli í ýmsu samhengi. Karlkyns svarendur, sem sjálfir eru stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja, útskýrðu helst skertan hlut kvenna í stjórnunarstöðum með þeim rökum að þær réðu verr við álagið. Þá fengju þær síður tækifæri til starfs- frama vegna ábyrgðar þeirra á heimilisstörfum. Raunin er sú að færri en einn af hverjum tíu æðstu stjórnendum stærstu fyrirtækja landsins eru konur. Tvær konur sem erfitt er að ná í eru því vissulega stórt hlutfall af heildinni. Sú stað- reynd gæti skekkt viðhorf samstarfsmannsins nokkuð. Ljóst er að konur á Íslandi standa mjög vel í ýmsu tilliti og betur en kynsystur þeirra í flest- um löndum. Það er hins vegar alveg jafn ljóst að það dugir ekki til á meðan viðhorf til getu eða hæfni litast að einhverju leyti af tólunum sem leynast undir nærbuxum manna. Samkvæmt nýlegri úttekt alþjóðaefnahags- ráðsins verður jafnrétti karla og kvenna á heimsvísu líklega ekki náð að fullu fyrr en árið 2133 miðað við þróun síðustu ára. Óútskýrður kynbundinn launamunur verður þar með vonandi óþjált hug- tak sem barnabörnum okkar þykir erfitt að skilja. Ég ræð mér varla fyrir spennu og er þegar byrjuð að telja niður dagana. Mig langar hins vegar að bera upp hugmynd, sem ef til vill er langsótt, en getum við ekki stytt okkur stund- ir í biðinni og unnið að hugarfarsbreytingu á meðan? Sleppt því að kenna kyni fólks um vanhæfni af einhverju tagi. Þeir sem svara sjaldan í síma gera það einfaldlega bara vegna þess að þeir vilja það ekki. Eða kunna það ekki eða eru jafnvel alltaf að týna símanum. Ekki vegna þess að það sé týpískt fyrir karla eða konur. sunnas@mbl.is Pistill Kunna konur ekki á síma? Sunna Sæmunds- dóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þetta er mikil hvatning fyriralla sem starfað hafa aðþessu verkefni og aðrastarfsmenn Isavia. Við er- um stöðugt að reyna að halda okkur í fremstu röð við þjónustu og tækni- nýjungar til þess að vera samkeppn- isfær því þetta er orðin ákveðin sam- keppnisstarfsemi,“ segir Ásgeir Páls- son, framkvæmda- stjóri flugleið- sögusviðs Isavia. Hann og fleiri stjórnendur Isavia veittu í vikunni viðtöku alþjóð- legum verðlaun- um, IHS Jane’s-verðlaununum, í flokki þjónustu. Notar gögn frá flugvélunum Frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík er stýrt flugumferð í einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Það nær yfir Ísland og meirihluta Græn- lands og tengir saman þrjár heims- álfur, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Um þetta svæði ferðast yfir 30 milljónir manna á ári. Verðlaunin eru veitt fyrir inn- leiðingu ADS-B aðskilnað en Isavia er fyrsti aðilinn í heiminum til að taka kerfið upp í alþjóðlegu loftrými. Kerfið grundvallast á nákvæm- um upplýsingum um öll loftför sem fara um svæðið. Þeirra er aflað með ratsjám sem settar hafa verið upp á Íslandi og Færeyjum og nú einnig á Grænlandi. Með því tókst að loka göt- um sem voru í ratsjárdrægi. Nýi búnaðurinn, ADS-B-tæknin byggist á GPS-gögnum frá flugvél- unum og gefur nákvæmari og örari upplýsingar um staðsetningu véla heldur en ratsjáin. Ásgeir Pálsson bendir á að kögunarbrúin nær nú yfir allt íslenska flugstjórnarsvæðið og inn á aðliggjandi flugstjórnarsvæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Það er stundum nefnt hraðbraut milli heims- álfa þótt flugvélarnar fari ekkert hraðar en áður. Minni kostnaður og mengun Innleiðing þessa nýja búnaðar hefur jákvæð áhrif fyrir flugfélögin sem reka flug á milli Evrópu og Am- eríku. Hægt er að minnka aðskilnað flugvéla sem fljúga yfir umferðar- mesta hluta íslenska flugstjórnar- svæðisins úr 50 til 120 sjómílum niður í 10 sjómílur. Ásgeir bendir á að flug- félögin geti í mun ríkara mæli valið sér hagkvæmustu flugleið. Það dreg- ur úr eldsneytiskostnaði sem er einn stærsti kostnaðarliður flugfélaganna og dregur úr mengun. Verðlaunuð fyrir brú á milli heimsálfa Mynd/Isavia Kögunarbrú Ekkert gat er lengur í ratsjárdrægni á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir Ísland og megin- hluta Grænlands. Kerfið tengist beint flugstjórnarsvæðum Evrópu og Ameríku. Ásgeir Pálsson Ásgeir Pálsson segir að Jane’s- verðlaunin séu virt alþjóðleg verðlaun og líkir þeim við Ósk- arsverðlaunin í flugleiðsögu- þjónustu. Að baki þeim standa alþjóðleg samtök flugleiðsögu- þjónustuaðila. Valin eru fimm verkefni af fjölda sem send eru inn og þau tilnefnd. Isavia var með tvö verkefni af fimm í þjón- ustuflokknum og varð ASB-D- verkefnið hlutskarpast. Verðlaunin voru afhent í kvöldverðarboði sem markaði upphaf sýningar sem haldin er árlega í Madríd á Spáni. Þar er Isavia á meðal þátttakenda ásamt dótturfélagi sínu, Tern Systems, sem vinnur að þróun- armálum og markaðssetur vör- urnar erlendis. Ásgeir segir að þetta hafi vakið athygli á Isavia og starfi beggja fyrirtækjanna. Margir hafi komið í sýningarbásinn til að óska þeim til hamingju. Óskarinn í flugleiðsögu IHS JANE’S-VERÐLAUNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.