Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, segir að brátt ljúki vinnu við lokafrágang á þjón- ustusamningi við Ríkisútvarpið í ráðuneyti hans. „Það liggur í hlutarins eðli, að það verða gerðar ákveðnar breyt- ingar á samningnum, því það verða minni fjármunir úr að spila,“ sagði Illugi í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir alveg ljóst að samn- ingurinn verði innan þeirra marka sem Alþingi Íslendinga hafi sett, með ákvörðun um fjárframlög til RÚV og ákvæðum fjárlaga um þjónustugjöldin, enda sé ráðuneyt- inu ekki stætt á neinu öðru. Efnislega vildi menntamálaráð- herra ekki úttala sig um helstu breytingar á samningnum. Sagði að það biði þess að vinnu við samninginn væri lokið. „Í umræðum um þjónustu- samninginn við RÚV á Alþingi fyrir jól sagði ég, að þegar hann væri tilbúinn myndi ég vilja flytja þinginu skýrslu um samninginn, svo þingmenn fengju tækifæri til þess að tjá sig um hann. Þetta hefur ekki verið gert áður, en ég tel þetta vera eðlilegan framgangsmáta,“ sagði Ill- ugi. Hann segir að þessi áform hans hafi í engu breyst, og hann muni óska eftir því við forseta Alþingis að hann búi til rými í dagskrá þingsins til þess að ræða samninginn. Styttist í þjón- ustusamninginn  Ráðherra flytur þinginu skýrslu Illugi Gunnarsson Fyrir fermingarnar Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi BeChristensen & Industrial Jewellery STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Nýjar vörur Við erum á facebook Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Glæsilegur sund- fatnaður Vertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? Félög sjálfstæðismanna í Breiðholti boða til málfundar á laugardaginn kemur, 12. mars. Fundurinn fer fram í Félagsheimili sjálfstæðismanna í Breiðholti við Álfabakka 14a (Mjódd) og hefst klukkan 12:00. Húsið opnar kl. 11:30. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi mun fjalla um borgarmálin ásamt því að fara yfir skipulags- og samgöngumál í Breiðholti. Spjallfundur um borgar- og skipulagsmál Boðið verður upp á súpu auk þess sem heitt verður á könnunni. Allir velkomnir. Félög sjálfstæðismanna í Breiðholti. Í tilefni af Hönnunarmars verða hlutar Laugavegar og Skólavörðu- stígs tímabundið gerðir að göngu- götum og er það gert til að mæta þörf vegna fjölmargra viðburða sem verða í miðborginni. Hönnunarmars er haldinn 10.- 13. mars og verða göngugötur opnar eftir kl. 15.00 á fimmtudag og föstudag, en allan daginn á laugardag og sunnudag. Göngu- götur vegna Hönnunarmars verða annars vegar Laugavegurinn frá Vatnsstíg að gatnamótum Banka- strætis og Þingholtstrætis og hins vegar Skólavörðustígur frá gatna- mótum Bergstaðastrætis að Bankastræti. Auk þessa verður hluti Bergstaðastrætis frá Skóla- vörðustíg eingöngu fyrir gangandi vegfarendur, en Smiðjustígur, sem kemur í beinu framhaldi af Berg- staðastræti, er lokaður vegna framkvæmda. Hönnunarmars á göngugötum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hitti ásamt leikmönnum og forráðamönnum Evrópumeistara Þýskalands Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel bauð þeim til fund- ar við sig eftir að þeir urðu meistarar í lok janúar en fyrst nú varð af fundi þeirra. Merkel fylgdist grannt með gangi þýska liðsins á Evr- ópumótinu og hafði m.a. í tvígang samband við Dag landsliðsþjálfara til þess að árna honum og liðinu heilla. Leikmenn færðu Merkel áritaða keppnistreyju og tóku „selfie“ með kanslaranum. Dagur er í efstu röð, annar frá vinstri. AFP Gleði á fundi Merkel og drengjanna hans Dags mbl.is alltaf - allstaðar Gunnar Bragi Sveinsson, utanrík- isráðherra Íslands, opnaði rakara- stofuráðstefnu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær en ráðstefnan er haldin í tengslum við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin að baki ráðstefn- unni er að virkja karla í barátt- unni fyrir jafnrétti kynjanna en fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin fyrir ári hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Fyrr í vik- unni var efnt til rakarastof- uráðstefnu hjá Atlantshafs- bandalaginu (NATO) en markmiðið er að halda slíkar ráð- stefnur í öllum helstu alþjóða- stofnunum sem Ísland á aðild að. Rakarastofuráðstefnu í höfuðstöðvum SÞ í Genf Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Jafnrétti Ráðstefnan var fjölsótt í húsakynnum SÞ í Genf í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.