Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Garðar SUMARHÚS - FERÐAÞJÓNUSTUHÚS Bjálkaklæðningarhúsin frá Jabohús eru með einangrun í veggjum, þaki og gólfi. Stærð 26.5 m2. Hagstætt verð á gæðahúsum. Jabohús Háaleitisbraut 26 Rvk. S: 5814070 / 6996303 jabohus.is Iðnaðarmenn Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Ýmislegt Glæsilegur sund- fatnaður Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Nýir litir Vandaðir þýskir JOMOS herra- skór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum sóla TEG.315208 81 230 Stærðir: 41 - 47 Verð: 15.750.- TEG. 204203 23 322 Stærðir: 40 - 48 Verð: 14.850.- Teg:206202 23 000 Stærðir: 40 - 48 Verð: 14.850.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Smáauglýsingar GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD Vorið 1974 lá ástin í loftinu í Provence í Suður-Frakklandi. Sigríður vinkona var komin aftur heim í litlu paradísina okkar, „Bór- una“, eftir stutta heimsókn til Unn- ar systur í Cambridge. Með henni í för var splunkunýr kærasti, Krist- inn að nafni, hárprúður og skeggj- aður með afar breskan húmor. Loftið angaði af rósmarín og timí- an, trjátítlurnar sungu og roða sló á fjallið fagra, St. Victoire. Hjóna- leysin sáu ekki sólina hvort fyrir öðru og ekki laust við að við lags- konur Sigríðar værum í örlitlum skugga. Enda leystist fyrsta ís- lenska kommúnan í „Bórunni“ fljótlega upp eftir þetta og hver fór í sína áttina, nema Kristinn og Sig- ríður fóru í þá sömu. Stefnan var sett á Cambridge í Englandi þar sem Kristinn lagði stund á jarð- fræði og Sigríður leirlistina. Þannig liðu árin uns öll komum við aftur til móðurjarðarinnar. Segja má að það hafi verið fyrst nú, sem með okkur Kristni tókust kynni, og fór ekkert sérstaklega vel á með okkur um hríð. Eiginlega vorum við bæði í stanslausri samkeppni um sömu konuna uns hárréttu jafnvægi var náð eftir því sem við eltumst og þroskuðumst. Skugga bar á líf hjónanna skömmu eftir að þau eignuðust óskabarnið Iðunni, en þá veiktist Kristinn alvarlega og var vart hugað líf. Þungbærir tímar fóru í hönd, en hann stakk þá af í það skiptið, og bætti á sig 40 gæfu- ríkum árum. Ýmislegt hafa hjónin tekið sér fyrir hendur í gegnum tíð- ina, m.a. fluttust þau búferlum til Akureyrar þar sem Kristinn gegndi stöðu forstöðumanns Nátt- úrufræðistofnunar. Þau bjuggu sér fagurt heimili í Munkaþverárstræti þangað sem gott var að koma – setjast í fallegu stofuna – hlusta á ljúfa tóna og lyfta svalandi for- drykk að frönskum sið, meðan Kristinn stóð fyrir matseld í opna eldhúsinu á milli þess sem hann skaut inn jarðtengdum athuga- semdum. Í einum af þessum túrum kom upp úr dúrnum að hjónin áttu sér draum, en hann var að reisa sér hús með óskertu útsýni yfir allan Eyjafjörð. Voru þau með augastað á landspildu í Vaðlaheiði. Upphóf- ust miklar bollaleggingar, vett- vangs- og skemmtiferðir upp á „Venusarhæð“ – vinnuheitið á landinu – og ánægjuleg samvinna um hönnun útsýnishússins góða. En þegar allt var komið á sinn stað og húsið risið á blaði og tilbúið til samþykktar skall hrunið fræga á. Þannig fór um þá sjóferð. En hjón- in lögðu ekki árar í bát, sneru sér að „Munkanum“ og sniðu sér stakk eftir vexti. Skömmu síðar festu þau kaup á sumarhúsi undir Heklurót- um, þar sem þau tóku til óspilltra mála og hönnuðu sjálf og smíðuðu innréttingar, kenndu sér smíði á efri árum sem nýttist þeim síðar í nýju íbúðinni, sem þau festu kaup á er þau færðu sig suður í Hafnar- fjörð, eftir 15 ára dvöl á Akureyri. Þau voru komin aftur á byrjunar- reitinn, í þetta sinn í fokhelda blokkaríbúð á efstu hæð, sem þau fóru létt með að gera mannvæna. Héðan var óhindrað og firnafagurt útsýni til hafs og fjalla – útsýnis- draumurinn raungerður. Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda, sem hafið misst mikinn höfðingja, góðan dreng, bróður, maka, föður og afa. Ragnheiður Ragnarsdóttir. Það eru liðin meira en 40 ár frá því að ég hitti Kristin og Siddý fyrst í Cambridge. Þið Gísli minn Kristinn J. Albertsson ✝ Kristinn J. Al-bertsson jarð- fræðingur fæddist 23. janúar 1948. Hann lést 1. mars 2016. Útför Kristins var gerð 8. mars 2016. höfðuð styrkt ykkar vinskap þegar hann fór til náms í Nor- wich. Segja má að kunningsskapur ykk- ar úr Hafnarfirði hafi breyst í það að þið urðuð að sálufélög- um. Mér er ógleym- anlegt hvað allt var skemmtilegt og framandi hjá ykkur. Indversku réttirnir voru ósjaldan á boðstólum. Þið vor- uð svo skemmtilegir hippar í mín- um augum. Siddý bar með sér andblæinn frá listnáminu í Aix en Provence. Þarna varð til vinátta sem hélst þótt við værum lengi bú- sett í sitthvoru landi. Efldist er við urðum fyrst nágrannar í Vestur- bænum meðan við Gísli vorum í Háskólanum og Kristinn við kennslu þar. Það dró reyndar fljótt ský fyrir sólu er Kristinn greindist með krabbamein í fyrra sinn innan við þrítugt. Ég minnist þess er hann var að koma úr meðferð af Landakoti og tók sér hvíldar- og upplyftingarstund hjá okkur á Ás- vallagötunni. Við urðum síðar nágrannar í Hafnarfirði. Samverustundir urðu enn fleiri og tónlistin og bækurnar voru í öndvegi. Þetta voru frábærir tímar og auðvelt að eiga sterka samleið. Það reynir hins vegar mest á vináttu þegar á móti blæs. Er Gísli háði sína áralöngu baráttu við ólæknandi sjúkdóm voru Siddý og Kristinn ómetanlegir bakhjarl- ar. Kristinn var á þessum tíma orð- inn mikið tölvugúrú. Tölvan var lykiltæki í fræðimennsku Gísla. Einu sinni sem oftar „hrundi“ tölv- an eftir síendurtekið fikt sonar okkar. Nú var ákveðið að kenna dreng lexíu. Þegar Kristinn var bú- in að eyða öllum lausum stundum í nokkra daga við að koma tölvunni í samt lag var hann vinsamlegast beðinn að koma með reikning. Kristinn aftók að fá borgað, frekar en venjulega, en þegar búið var að gera honum grein fyrir að þetta væri uppeldislegt atriði kom hann með platreikning með hæsta taxta tölvunarfræðinga. Drengnum var illa brugðið við að sjá hann og bauðst til að borga með því að láta afmælisgjafir og væntanlega ferm- ingarpeninga ganga upp í þetta og jafnvel fresta töku bílprófs. Sonur- inn var bara 10 ára þegar þetta gerðist. Kristinn var alveg friðlaus yfir því að við værum að láta barnið engjast yfir þessu í lengri tíma. Stuðningur Kristins og Siddýjar birtist á marga vegu. Siddý var að fara með börnin í sund, Kristinn heimsótti Gísla oft í viku og færði honum það nýjasta í tónlist og ann- að sem mætti létta honum lífið. Matarboðin voru reglulega haldin fyrir okkur. Er þau fluttu til Ak- ureyrar var komið frábært tilefni til að fara til þeirra í upplyfting- arferðir og nutu ég og börnin mín enn einu sinni þeirra frábæru gest- risni. Þegar ég hitti Kristin í hinsta sinn í janúar stakk ég upp á því að þau Siddý kæmu til Parísar og þótt Kristinn væri fársjúkur tók hann vel í það að koma eftir lyfjameð- ferðina. Þetta sýndi glöggt að það var engin uppgjöf í honum. Ég og börnin mín minnumst Kristins sem trausts vinar og hve hann var drengur góður. Elsku Siddý og fjölskylda, votta ykkur mína innilegu samúð á þess- um erfiða tíma. Berglind Ásgeirsdóttir. Ég kynntist Kristni er við deild- um skrifstofu þegar við vorum í framhaldsnámi við jarðfræðideild- ina í Cambridge. Kristinn var trú- lega fyrsti víkingurinn sem nokkur í fjölskyldu minni hafði kynnst í þúsund ár. Hann kom hins vegar ekki með þeim ásetningi víkinga að ræna og rupla. Hann kom til að vinna, þessi stórkostlegi húmoristi sem átti svo auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- arnar. Við sem þekktum hann best minnumst svo margra skemmti- legra atvika sem ógerningur væri að fara að telja upp en óborganleg- ur var hann þegar nýr deildarfor- seti var settur inn í embætti á jarð- fræðideildinni forðum daga. Fyrir nokkrum árum áttum við Angela þess kost að heimsækja Kristin og Siddý til Akureyrar og er ógleymanlegt kvöldið, reyndar ein af merkilegustu upplifunum lífs okkar, þegar við sátum í heita pott- inum þeirra með bjór og horfðum á norðurljósin dansa eftir himninum, að mér skilst í óvenju langan tíma, en þessu gat Kristinn að sjálfsögðu stjórnað. Kristinn var skemmtilegur mað- ur, það var gaman að vera með honum. Það kemur enginn í hans stað, góður vinur sem var tekinn frá okkur allt of snemma. Hans verður sárt saknað. Við munum alltaf minnast hans og okkar gömlu góðu daga í Cambridge. Það hefur slokknað á einni af skærustu stjörnunum. Francis Wray, Cambridge. Það var í júlí 2015 að Kristinn og Siddý fluttu í íbúðina sem þau höfðu fest kaup á í Hafnarfirði. Langþráður draumur okkar, að fá þau aftur í Fjörðinn, var að ræt- ast. Útsýnið úr þakíbúðinni er mik- ilfenglegt. Kristinn þuldi upp fjalla- nöfnin og gat þess sérstaklega að það sæist líka í Kaplakrika þarna út um austurgluggana. Einhvern veginn skynjaði maður að honum fyndist gott að vera kominn suður. Alltaf þegar við fórum norður litum við inn til Kristins og Siddýj- ar. Þá var skrafað og málefnin krufin, Kristinn var maður sem setti sig vel inn í hlutina. Það var magnað að fá að elda með honum og sjá hvernig hann var búinn að kanna allt sem hægt var að kynna sér varðandi t.d. indverska matar- gerð. Og þannig var hann á öllum sviðum. Hvort sem það voru veiði- flugur eða náttúruöflin, kvikmynd- ir eða skáldsögur, þá leitaði hann uppi það sem lesa mátti um efnið og hafði upplýsingar á reiðum höndum. Hann hafði málefnin á valdi sínu. Og ef það voru pólitísk mál þá máttu froðusnakkar passa sig. Glettnin var oftar en ekki í aug- unum, bros á vör, létt spaug þar sem hann gerði ekki síst grín að sjálfum sér. En djúp alvaran var líka til. Við áttum margar góðar stundir saman. Öflugastar voru þegar fundir voru haldnir í Sigríðarfélag- inu en í því vorum við fjórir kallar, sem allir áttum það sameiginlegt að vera giftir Sigríðum. Við karl- peningurinn vorum félagar en þær heiðursfélagar. Starfsemi þessa fé- lags fór sérlega á flug þegar haldin voru veislukvöld. Félagsmenn höfðu ólík hlutverk. Paul sá iðulega um forrétti eða eftirrétti. Við Krist- inn sáum um að elda, helst mat sem tók heilan dag eða tvo að elda. Sig- ríður, Sigga, fékk stundum að taka þátt í því. Aðrir, Gísli, Sigríður Berglind (Berglind), Sigríður (Siddý) og Sigríður (Sigga Þor- varðar) áttu að segja okkur sögur, lognar eða sannar, helst vel stíl- færðar eða svo ótrúlegar að þær hlutu að vera sannar. Einnig skyldi séð fyrir góðum drykkjum. Með slíkan hóp í kringum sig, sagnagleðina, tónlistarpælingarn- ar, hlátrasköllin og allt það sem því fylgdi mátti þakka fyrir að það tækist að elda yfirleitt. Veislan stóð lengi, borðhaldið fór eftir því hvernig stóð á í sögunum, rökræð- unum og hlátrinum. Aldrei var rif- ist til vandræða en rökrætt af list og gaman að fylgjast með. Úr þess- um hópi eru nú tveir látnir. Það er okkar hinna að halda áfram. Við sendum Siddý, Iðunni Elsu, Sverri og barnabörnunum innileg- ar samúðarkveðjur. Þegar við segj- um við þá eru börnin okkar hluti þeirrar kveðju. Sérstaklega þó Gulli og Sandra, sem voru við nám á Akureyri hluta þess tíma sem Siddý og Kristinn bjuggu þar. Með Kristni er horfinn dýrmæt- ur þáttur úr lífskaðli okkar. En minningarnar lifa. Og þær er gott að eiga. Sigríður og Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.