Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 H reinn fæddist á Mið- skeri í Hornafirði 10.3. 1931 og ólst þar upp. Hann lauk próf- um frá Iðnskólanum í Reykjavík, sveinsprófi í húsasmíði 1968, öðlaðist meistararéttindi 1974 og lauk kennaraprófi frá Kennara- háskóla Íslands 1992. Hreinn vann við húsasmíðar og smíðakennslu til 1987, var fastráðinn kennari við Nesjaskóla 1987-96, kennari við Mýrarhúsaskóla 1996-97 og var síðan aðstoðarskólastjóri við Nesjaskóla 1997-2001. Hreinn var um skeið byggingar- fulltrúi og fasteignamatsmaður í Nesjahreppi og virðingamaður fyrir Brunabótafélag Íslands. Hann sat í barnaverndarnefnd um árabil, situr í sóknarnefnd, er meðhjálpari og söng í Samkór Hornafjarðar um árabil. Hreinn æfði og keppti í íþróttum á yngri árum, var virkur í starfi íþrótta- og ungmennafélagshreyf- ingarinnar, starfaði í Lionsklúbbn- um Hæni í Nesjum, sat í stjórn Menningarfélags Austur-Skaftfell- inga um skeið, var fyrsti formaður Leikfélags Hafnarkauptúns og síðar í Leikhópi Mána. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum leiksýningum í Nesjum og á Höfn og samið gam- anmál í bundnu máli og flutt við ým- is tækifæri. Hreinn er heiðursfélagi ung- mennasambandsins Úlfljóts. Hreinn Eiríksson, kennari og fyrrv. aðstoðarskólastjóri – 85 ára Færeysk stemming Hreinn og Kristín með börnum sínum og barnabörnum á Ólafsvöku fyrir nokkrum árum. Samrýnd og lífsglöð Sæl í sólinni Hreinn og Kristín slaka á og sóla sig í Flatey á Breiðafirði.Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Erla MargrétGunnars-dóttir er stödd á ferðalagi á Suðurlandsundir- lendinu með nemum úr bandarískum há- skólum. „Ég er hópstjóri hjá bandarísku fyrirtæki sem heitir The Green Program, en mark- miðið með því er að kynna háskólanemum endurnýjanlega orku. Ferðirnar hér á landi eru í samstarfi við Há- skólann í Reykjavík og svo sér ferðaþjón- ustufyrirtækið Mid- gard Adventure um að skipuleggja ferð- irnar, sem eru blanda af ævintýrum og lær- dómi. Við förum í virkjanir en skoðum síðan staði eins og Reykjadal og fossa til að sýna orkuna í sínu náttúrulega umhverfi. Ég er núna í átta daga ferð og verð líklegast í jöklagöngu og ýmsum skemmtilegum stöðum á Suðurlandinu á afmælisdaginn.“ Erla er einnig í Leiðsögumannaskólanum í MK og starfar sem leið- sögumaður fyrir fyrirtækið Goecco og fer aðallega í tveggja daga ferðir austur að Jökulsárlóni. Svo vinnur hún sem barþjónn á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Erla er nýhætt sem formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands en hún er framkvæmdastjóri Steinsteypufélags Íslands. „Þetta er félag einstaklinga, fyrirtækja, félaga og stofnana sem hafa áhuga á stein- steypu og að það sé góð steinsteypa í umferð á Íslandi. Ég lærði tæknifræði og þekki innviðina og sé um fyrir hönd stjórnarinnar að skipuleggja fundi og gefa út fréttabréf.“ Helstu áhugamál Erlu eru tónlist og að hitta gott fólk. Uppáhalds íslenski tónlistarmaðurinn hennar er Hemúllinn. „Ég fer mikið á tón- leika og var að kaupa mér miða á Secret Solstice.“ Eiginmaður Erlu er Logi Bjarnason myndlistarmaður. Fósturdóttir hennar er Embla Sól Logadóttir 15 ára. „Fyrst ég verð ekki heima hjá mér á afmælinu þá ætlum við að halda sameiginlegt afmæli í Marokkó um páskana.“ Kynnir nemum endurnýjanlega orku Erla Margrét Gunnarsdóttir er 35 ára í dag Vetur Erla á Jökulsárlóni í desember sl. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.