Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 ✝ Guðrún EstherHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 27. október 1933. Hún lést á Land- spítalanum 5. febr- úar 2016. Guðrún Esther var dóttir hjónanna Halldórs Ísleifsson- ar og Magneu Ósk- ar Tómasdóttur. Systkini Guðrúnar Estherar: Birgir, f. 11.1. 1927, d. 22.4. 2014, Ísleifur, f. 26.9. 1934, og Kristborg, f. 30.5. 1935, d. 10.7. 1935. Börn Guðrúnar Estherar eru: Hall- dór, f. 1953; Trausti, f. 1955; Óskar, f. 1956, d. 1975; Esther Eygló, f. 1960; Kristborg, f. 1961; Ingi Karl Ágúst, f. 1962; Guð- mundur, f. 1965; Ingibjörg Magnea, f. 1968. Barnabörn- in eru 23, þar af eru tvö látin, barnabarnabörnin eru 25. Útför Guðrúnar Estherar hef- ur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma, nú ertu búin að fá hvíldina. Ert örugglega bú- in að hitta pabba, Þóru, Óskar og alla hina sem fóru á undan þér. Ég sakna þín óskaplega mikið mamma mín. Það var nú oft gaman hjá okkur, mikið hlegið, sérstaklega þegar við komum saman, þú, ég og Eygló systir. Manstu hvað það var gaman hjá okkur þegar við fór- um saman til Danmerkur. Átt- um saman yndislega viku hjá Dóra bróður og Sigrúnu mág- konu. Sem betur fer gat ég verið hjá þér alveg fram á síðustu stundu. Við áttum síðustu dag- ana með þér, ég, Eygló systir og Trausti bróðir, sem er ómetan- legt. Sjáumst seinna elsku mamma mín. Knúsaðu alla frá mér. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Þín dóttir Kristborg. Það er komið að leiðarlokum hjá elsku mömmu minni og ömmu og langömmu barna minna. Það þótti öllum vænt um mömmu, með sitt fallega bros, hún vildi alltaf vera vel tilhöfð, hún var með einstaklega falleg- ar hendur og neglur sem hún hugsaði vel um. Hún vildi líka hafa allt fínt í kringum sig og hafði einstakt lag á að fá vini og ættingja til að koma og hjálpa sér kannski bara að hengja upp eina mynd, það mættu kannski fimm til að hengja upp þessa mynd, ekki fannst henni það leiðinlegt. Hún hafði mjög góðan húmor og var þá oft kátt á hjalla í litlu íbúðinni á Álfaskeiði. Nú síðustu þrjú árin hafði heilsu hennar hrakað mikið eftir heilablóðfall sem hún fékk. En alltaf á föstudögum vildi hún fá rúllur í hárið, plokkaðar auga- brúnir og lakkaðar neglur, alltaf svo fín þótt hún væri fangi í eig- in líkama. Ég minnist þess þeg- ar ég var lítil táta og fékk að af- greiða með henni í Bryndísarsjoppu, hún vann í yfir fjörutíu ár í sjoppu og hætti ekki fyrr en hún var sjötíu og tveggja ára gömul. Ég vil þakka þér allt, elsku mamma mín, vona að þú sért komin í fang elsku pabba, Þóru og Óskars, kysstu þau frá mér og alla hina sem tóku á móti þér. Ég vil þess biðja vina mín þér veitist gæfa er aldrei dvín. Hvar sem liggur leiðin þín. Hún liggur þar sem sólin skín. Þín dóttir, Eygló. Fallin er nú frá elskuleg stjúpa mín. Þú varst sko engin stjúpa úr ævintýri, því þú varst mér alla tíð svo góð og vil ég þakka þér það. Þú varst með einstaklega fallegt og blítt bros og vildir öllum vel. Alla tíð stóð heimili þitt opið fyrir mig og börnin mín. Líf þitt var ekki alla tíð dans á rósum, þú varðst þrisvar sinnum ekkja og lífsbar- áttan stundum erfið, en þú brostir í gegnum lífið, svo hæg- lát og góð. Ég vona að þú sért búin að hitta pabba sem fór allt- of ungur. Ég votta systkinum mínum og aðstandendum samúð mína. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (JÁ) Þín stjúpdóttir, Hulda. Guðrún Esther Halldórsdóttir ✝ Pálína ErnaÓlafsdóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1947. Hún lést 13. febr- úar 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Halla Inga Ein- arsdóttir, f. 11. febrúar 1920, d. 26. júní 2009, og Ólaf- ur Emil Ingimars- son, f. 26. september 1921, d. 27. mars 1971. Systkini Pálínu eru Marsibil, f. 1949, gift Stefáni Árnasyni, f. 1944, Sigrún, f. 1953, gift Pétri Jónssyni, f. 1953, og Ingimar, f. 1958, kvæntur Guðlaugu Halldórs- dóttur, f. 1960. Pálína Erna giftist Þorsteini Sigurður Óli, f. 13. desember 1979, í sambúð með Moniku Ju- stynu Radowska, f. 8. júní 1980. Börn þeirra eru Ísak Óli, f. 2007, og Nína, f. 2008. Pálína Erna lauk grunnskóla- göngu í Reykjavík og fór í hús- mæðraskóla. Vann hún ýmis þjónustustörf, meðal annars á hótelum nokkur sumur, bæði innanlands og erlendis. Lengst af vann hún sem matráður á leikskólanum Gullborg. Síðustu árin vann hún í heimaþjónustu Reykjavíkur og við aðhlynningu í Sóltúni. Pálína Erna var mikil útivistarkona og stundaði göngu, sund og hlaup af miklum móð og vann hún meðal annars til verðlauna í Reykjavíkur- maraþoni í sínum aldursflokki. Hún var mikil handavinnukona og liggja fjölmörg falleg verk eftir hana. Pálína Erna lést á hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför Pálínu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Ingólfssyni, f. 19. febrúar 1950, d. 1. desember 2015. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Halla Dröfn, f. 11. janúar 1974, eiginmaður hennar er Sigurjón Þ. Guðmundsson, f. 4. mars 1965. Börn Höllu eru Erna Hörn Davíðsdóttir, f. 1997, faðir Davíð Þór Valdimarsson, f. 1973, og Hilmir Bjólfur Sigurjónsson, f. 2008, og Huginn Breki Sigur- jónsson, f. 2011. 2) Ásta Ingi- björg, f. 31. maí 1977, eigin- maður hennar er Róbert Grímur Grímsson, f. 3. desember 1972. Synir þeirra eru Grímur Þór, f. 2000, og Grettir Þór, f. 2005. 3) Elsku besta mamma mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elska þig alltaf. Ástan þín, Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Þá hefur Erna systir kvatt þetta jarðlíf. Að okkar mati sem eftir erum var hún allt of ung, því hún vildi svo gjarnan geta notið samvista lengur við sín kæru börn og barnabörn. Hún var kletturinn í lífi barna sinna, ól þau þrjú að mestu leyti upp sjálf því þau Þorsteinn faðir þeirra skildu eftir stutt hjónaband. Þá tíðkuðust því miður lítt pabba- helgar líkt og nú á tímum né stuðningur af öðrum toga. Erna bjó samt sem áður sínum mann- vænlegu börnum tryggt heimili með bæði útsjónarsemi og mikl- um dugnaði. Þess má geta að við ólumst lengst af upp á Eikjuvoginum í Reykjavík. Þá hópuðust allir þangað á meðan móðir okkar var og hét. Þangað var gott að koma, garðurinn stór og hjartarúmið mikið. Við erum komin af mikilli spilafjölskyldu og vart er hægt að koma saman án þess að gripið sé í spil. Pabbi var mikill bridsspilari og hann spilaði vist og marías af miklum móð við okkur systkinin. Einnig minnist ég þess er brunað var í Hrútafjörðinn þar sem ætt- boginn á sinn uppruna að við systurnar sungum bæði hátt og snjallt í aftursætinu. Stundum lengi, lengi sama lagið. Seinna var uppáhaldslagið hennar Ernu minnar Pretty Woman. Hún varð aldrei leið á því. Systir mín bjó lengst af með börnum sínum í Vesturbænum og vann þar sem matselja á leik- skóla. Hún var bæði vinnusöm og áreiðanleg. Þá var hún vel liðin, bjó til góðan mat og voru brauð- bollurnar hennar sem við í fjöl- skyldunni fengum oft að njóta af- skaplega góðar. Úti á Seltjarnarnesi var starf- ræktur hlaupahópur sem hún dreif sig í. Hún naut sín vel í þeim félagsskap, var alltaf létt á fæti og spretthörð. Hún eignaðist góða hlaupafélaga þar, tók þátt í ýmsum opinberum hlaupum og átti meðal annars mjög góðan tíma í hálfmaraþoni. Medalíurnar hennar eru ófáar og var hún á þessu sviði góð fyrirmynd fyrir okkur öll í stórfjölskyldunni. Einnig minnist ég þess er hún fór með okkur Stefáni manni mínum með Göngu-Hrólfi til Ítalíu. Þeg- ar skipta átti hópnum upp þá fór hún ætíð með þeim ferðafélögum sem lögðu mest á sig og fóru bæði hæst og lengst. Hún blés ekki úr nös eftir þær ferðir, en kom sæl og glöð aftur á áfangastað. Erna fór flestar sínar ferðir gangandi eða á hjóli. Hún kom því reyndar þannig fyrir að vinna ætíð nálægt heimili sínu. Mikill sam- gangur var á milli okkar systra er börnin voru smá og eitt sinn er við hjónin bjuggum í Danmörku kom hún í heimsókn með Sigga yngsta son sinn. Vel fór á með okkur öll- um og nutum við þess að hjóla í dönsku skógunum, heimsækja Bakken, teyga í okkur sólargeisl- ana og dönsku sumarblíðuna. Það var samt ekki alltaf blíða í lífi Ernu, hún hvarf okkur smátt og smátt í heim þagnarinnar. Þetta var sérstaklega erfitt í byrj- un þessa tímabils þegar minnið fór að hverfa. Hún varð áttavillt og afar óörugg. Við vildum svo gjarnan að hún hefði getað notið þessa síðasta tímaskeiðs síns bet- ur og átt góðar og gefandi sam- verustundir með okkur öllum. Hugur minn er hjá börnum hennar þeim Höllu, Ástu og Sigga sem misstu föður sinn snögglega fyrir aðeins þremur mánuðum. Það er mikið á þau lagt, en ég treysti því og trúi að við munum öll standa þétt saman í stuðningi við þau, maka þeirra og afkomendurna alla. Með innilegum samúðar- kveðjum, Marsibil Ólafsdóttir. Pálína Erna Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þín dóttir, Halla Dröfn. Elskulegur afi okkar er kominn á betri stað. Við sjáum hann fyrir okkur spilandi brids með ömmu Nönnu og fleiri heiðursmönnum á milli þess sem hann slær 18 holur og borðar humar. Brekkugerðið var miðstöð stórfjölskyldunnar þegar við vorum börn og þaðan eigum við margar góðar minningar. Þar eyddi fjölskyldan aðfangadags- kvöldi og sem oft áður fengum við krakkarnir að leika lausum hala og húsið breyttist í æv- intýraland. Við fengum að klæða okkur í gömlu fötin og slæðurnar, halda tískusýningar og sýna leikrit. Þá var alltaf hægt að elta afa niður í búr og fá Mackintosh-mola, sleikjó eða saltpillur. Afi lagði sig alltaf í sófanum í 10 mínútur eftir hádegismat og við dáðumst að því hvað hann gat safnað kröftum á stuttum tíma. Þá hrundu smá- peningarnir úr vösunum barna- börnum til mikillar gleði sem fengu að hirða fjársjóðinn. Afi var brosmildur húmor- isti og hláturinn hans smitaði okkur öll. Hann gaf sér alltaf Guðmundur Gunnar Einarsson ✝ GuðmundurGunnar Ein- arsson fæddist 11. október 1931. Hann lést 20. febrúar 2016. Útför hans fór fram 26. febr- úar 2016. tíma til að hlusta og var áhugasam- ur um það sem við barnabörnin tók- um okkur fyrir hendur. Afi var dugnaðarforkur sem áorkaði miklu á lífsleiðinni en var alltaf sann- kallað ljúfmenni sem gafst ekki upp þó á móti blési. Hann kenndi okkur svo margt og ekki síst hve dýr- mætt það er að eiga fjölskyldu og mikilvægi þess að hlúa vel að sínum nánustu. Við munum hugsa til afa þegar við borðum humar, erum í bústaðnum, sjáum golf í sjónvarpinu og þegar við fjölskyldan hlæjum saman. Hann verður ætíð í hjarta okkar. Barnabörnin, Ásta María, Margrét Rós, Ragnhildur, Nanna Björk, Harpa Hlín, Helga Katrín, Aron Ingi, Guðmundur Gunnar og Ragnheiður Milla. Ég þekkti Guðmund Gunnar Einarsson alla tíð sem Gunna bró eða Gunna rauða, en þau nöfn notuðum við gjarnan hvor um annan í okkar vinahópi inn- an skátanna. Báðir vorum við rauðhausar og aðeins tæpt ár á milli okkar í aldri. Okkar nánustu kynni og samvera stóð yfir á aldrinum 14 til 20 ára, en næstu 10 árin þar á eftir urðu samverustundir okkar strjálli vegna námsdvalar minnar í München og starfa þar. Á fyrra tímabilinu stunduð- um við mikið helgarferðir í skátaskálana í Skarðsmýrar- fjalli á Hellisheiði; við bygg- ingu skála á sumarmánuðum og skíðaferðir á vetrum. Móðir mín sagði einhverju sinni að ég hefði eytt þar 54 helgum á ári. Einnig vorum við áhuga- samir og komum mikið við sögu við uppbyggingu skátaheimilis- ins við Snorrabraut, en það var innréttað í félagsheimilisbrögg- um ameríska hernámsliðsins við Snorrabraut. Á þeim árum spiluðum við hjónin einnig tölu- vert bridge saman. Þetta var nánast allt á sama stað, Gunni bró í Einholti, ég í Lönguhlíð og skátaheimilið var við Snorrabraut. Það var siður okkar, þegar við komum í bæinn úr Skarðs- mýrarfjallinu á sunnudags- kvöldum, að við hittumst klukkan 20.30 í Gúttó – Góð- templarahúsinu, sem stóð sunnan við Alþingishúsið, og dönsuðum þar í tvo til þrjá tíma. Aldrei var vín haft um hönd, fæstir okkar reyktu og við vorum komnir heim fyrir miðnætti. Þarna var besta dansgólfið í bænum, góð stemmning, og fjörug hljóm- sveit Skafta Ólafssonar. Eftir hverja syrpu kallaði Skafti; „fylgið dömunni til sætis“ nema eftir síðustu syrpuna, þá hét það „berið dömuna til sætis“. Einn úr þessum þrönga vinahópi, dansarinn og módelsmiðurinn Egill Strange, sá um að við mættum alltaf í stífpússuðum skóm. Á námsárum Gunna bró tók hann mig stöku sinnum með í verk, sem hann vann í eigin reikning. Þar kenndi hann mér leyndardóma húsamálun- ar og gerði mig jafnvígan í að mála með vinstri hendi og hægri. Síðar á ævinni var ég svo heppinn að mega ráða hann til að mála gestarými Þjóðleik- hússins, er ég hafði umsjón með endurbótum þar. Þetta var flókið verkefni og vandasamt, sem byggðist á sérviskulegum hugmyndum arkitektsins, Guð- jóns Samúelssonar. Þetta leysti Gunni bró með afbrigðum vel og getur enginn séð að þetta hafi verið málað árið 1990, en ekki fyrir vígslu leikhússins ár- ið 1950. Rúmum áratug síðar kom næsta kynslóð, Gunnar Örn Guðmundsson, og málaði gestarými í Þjóðleikhússkjall- aranum og var ljóst hjá hvaða góða kennara hann hafði lært handtökin. Þótt vegir okkar hafi ekki skorist eins oft síðar á ævi okkar vegna mismunandi starfsvettvangs og nýrra, krefjandi verkefna beggja rauðhausanna, þá hélst vin- áttan óbrotin. Ég harma það að við skyldum fjarlægjast hvor annan og samverustund- um fækkaði en fagna því um leið að vinátta okkar var fölskvalaus alla tíð. Ég sendi þinni myndarlegu og fallegu fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Skátaskálann, sem við ætl- uðum að byggja í Fremstadal með Agli og Braga, reisum við saman þegar við hittumst aftur í öðru lífi. Farðu vel, kæri vinur og bróðir. Gunnar Torfason. Guðrún Júl- íusdóttir, skólasyst- ir okkar, er látin eftir erfið veikindi. Hún var borin og barnfædd hér í Reykjavík og átti þar heima alla sína ævi. Hún stund- aði nám í Húsmæðraskólanum á Laugum, Hússtjórnarkennara- skólanum og Handíða- og mynd- listarskólanum og lauk prófi frá þeim öllum. Lengst af kenndi hún mynd- list við Hvassaleitisskóla og var Guðrún Kristbjörg Júlíusdóttir ✝ Guðrún Krist-björg fæddist 26. maí 1933. Hún lést 6. febrúar 2016. Útför Guðrúnar fór fram 19. febr- úar 2016. vel látinn kennari. Guðrún var mjög drátthög og hafði yndi af að mála og peysurnar sem hún prjónaði voru mjög sérstakar. Okkur reyndist hún góð vinkona. Gaman var að koma í sauma- klúbbinn til hennar, veitingarnar frá- bærar og húsmóðirin hlý og notaleg. Þannig var Guðrún, kurteis, glaðleg, veitul og trygglynd. Við söknum hennar og sendum að- standendum hlýjar kveðjur. Ásta Jónsdóttir og Ingibjörg Þórarins- dóttir, skólasystur úr Hússtjórnarkenn- araskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.