Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016
Skafti Harðarson
verzlunarmaður skrif-
ar grein í Morgun-
blaðið 8. marz um af-
stöðu Félags
atvinnurekenda til
áfengisfrumvarps Vil-
hjálms Árnasonar og
fleiri þingmanna.
Greinin er því miður
full af rangfærslum
og útúrsnúningum.
Hér verður reynt að leiðrétta það
helzta og ítreka afstöðu FA til
frumvarpsins eins og hún kemur
fram í umsögn til Alþingis.
Gallað frumvarp
FA er andsnúið ríkiseinokun og
styður markaðs- og viðskiptafrelsi
á öllum mörkuðum, líka áfengis-
markaðnum. Félagið hefur ekki
treyst sér til að lýsa stuðningi við
áfengisfrumvarpið vegna þess að
með samþykkt þess í óbreyttri
mynd yrði umhverfi viðskipta með
áfengi áfram mjög óheilbrigt. Það
er í fyrsta lagi vegna þess að flutn-
ingsmenn frumvarpsins virðast
ekki skilja til hlítar núverandi
lagaumhverfi, í öðru lagi vegna
þess að ekki er gert ráð fyrir að
ganga nógu langt í að aflétta höml-
um á sölu og markaðssetningu
áfengis og í þriðja lagi vegna þess
að settar eru á nýjar hömlur með
frumvarpinu. Þetta gengur þvert á
þau rök flutningsmanna að áfengi
sé almenn neyzluvara.
Misskilningur um áfengisgjald
Þegar frumvarpið var lagt fram
í fyrsta sinn kom í ljós að flutn-
ingsmenn þess héldu að smásalan,
ÁTVR, stæði skil á áfengisgjaldi til
ríkissjóðs. Þannig er það ekki; það
eru heildsalar áfengis sem standa
skil á áfengisgjaldinu við afhend-
ingu eða innflutning vörunnar. FA
benti strax á að ef smásalan færð-
ist af höndum ÁTVR og yfir til al-
mennra verzlana yrði að gera
breytingu á þessari gjaldheimtu og
innheimta áfengisgjaldið á smá-
sölustiginu; annað
myndi hafa afar nei-
kvæð áhrif á sjóð-
streymi og rekstrar-
hæfi framleiðslu- og
innflutningsfyrirtækja
vegna mun lengri
gjaldfresta á almenn-
um smásölumarkaði.
Þegar frumvarpið var
lagt fram að nýju kom
í ljós að flutnings-
menn þess eru enn
haldnir sama mis-
skilningi, þrátt fyrir
að hafa oftsinnis verið leiðréttir.
Breyting á skattlagningu áfengis
um áramót, þar sem áfengisgjaldið
var hækkað á móti lækkun virð-
isaukaskatts, magnar enn upp nei-
kvæð áhrif þessa galla á frumvarp-
inu.
Ónýtt auglýsingabann
FA hefur lagt ríka áherzlu á að
samhliða afnámi ríkiseinkasölu á
áfengi yrði bann við áfengisauglýs-
ingum afnumið. Félagið hefur lagt
fyrir allsherjar- og menntamála-
nefnd Alþingis tillögur um hvernig
hægt væri að leyfa auglýsingar
með skýrum takmörkunum. Fram-
leiðendur og innflytjendur væru þá
reiðubúnir að undirgangast siða-
reglur um áfengisauglýsingar og
siðanefnd, sem gæti tekið hart á
brotum á þeim reglum. Auglýs-
ingabannið er hriplekt og kemur
aðallega niður á hagsmunum inn-
lendra framleiðenda. Auglýsingar
um erlendar áfengistegundir birt-
ast landsmönnum í gegnum ýmsa
erlenda miðla sem þeir hafa að-
gang að. Lagaumhverfið gerir ráð
fyrir að áfengisauglýsingar séu
ekki til og fyrir vikið eru ekki til
neinar reglur um hvernig þær eigi
að vera úr garði gerðar, að hverj-
um þær megi beinast, hvort þeim
skuli fylgja áminning um ábyrga
áfengisneyzlu o.s.frv.
Hvorki þingnefndin né flutnings-
menn frumvarpsins hafa tekið
nokkurt mark á þessum tillögum.
Þvert á móti er hnykkt á núver-
andi auglýsingabanni og viður-
lögum við því í endurskoðuðu
frumvarpi. Það sætir furðu, af því
að flutningsmenn þess ganga út
frá að áfengi sé almenn neyzluv-
ara. Þá er hvorki ástæða til að tak-
marka aðgengi að því með einka-
rétti ríkisins á smásölu né með því
að banna að það sé auglýst og
kynnt fyrir neytendum.
Auglýsingabannið mismunar
Skafti Harðarson segir í grein
sinni að FA sé ofarlega í huga „sú
raunhæfa hætta sem innmúruðum
innflytjendum áfengis stafar af
samkeppni, enda er varað við
áformum innlendra verslana að
flytja inn þær vörur sem varðmenn
einokunarinnar hafa setið að um
áratugaskeið.“ Hér er farið rangt
með. FA varar ekki við einu eða
neinu í þessum efnum. Félagið
bendir eingöngu á að færist smá-
sala áfengis úr ríkiseinokunar-
umhverfi yfir í fákeppnisumhverfi
smásölumarkaðarins án þess að
auglýsingabannið sé afnumið, eru
stóru smásölukeðjurnar komnar í
mjög sterka stöðu til að ráða því
hvaða áfengistegundir seljast og
hverjar ekki, vegna þess að inn-
flytjendum og framleiðendum er
bannað að auglýsa vöru sína.
Í umsögn FA er vísað til áforma
verzlanakeðja um að flytja sjálfar
inn áfengi. Síðan segir þar orðrétt:
„Eigin innflutningur stóru verzl-
anakeðjanna yrði þá áberandi í
áfengishillum stórmarkaðanna.
Þetta er staða sem er kunnugleg
fyrir heildsala í matvöru og ann-
arri dagvöru. Stóri munurinn er sá
að innflytjendur slíkrar vöru geta
vakið athygli á eigin vörumerkjum
og ýtt undir áhuga neytenda með
auglýsingum. Gangi frumvarpið
fram óbreytt munu áfengisheild-
salar hins vegar ekki eiga neinn
slíkan kost. Að óbreyttum ákvæð-
um frumvarpsins myndi því enn
halla á heildsölustigið gagnvart
smásölustiginu.
Með því að áfengi verði selt í al-
mennum verzlunum kemur það
oftar og víðar fyrir sjónir almenn-
ings en nú. Í útstillingum og kynn-
ingum í verzlunum felst bein og
óbein auglýsing, sem enn og aftur
verður á forræði smásöluverzlan-
anna. Ekkert væri óeðlilegt við
það ef framleiðendum og innflytj-
endum áfengis væri jafnframt
frjálst að auglýsa vöru sína.“
Nýjar hömlur
FA bendir á að frumvarpshöf-
undar vilja koma á nýjum hömlum
á sölu og markaðssetningu áfengis
með því að skikka verzlanir til að
loka sterkt áfengi af í sérstökum
rýmum eða á bak við búðarborð.
Enginn rökstuðningur er fyrir
þessari mismunun í greinargerð
frumvarpsins. Ef tilgangurinn er
forvarnir verður því markmiði
varla náð með þessu, því að ekki er
síður hætta á misnotkun léttvíns
og bjórs en sterks áfengis.
Óttinn við meira frelsi
Skafti Harðarson segir í grein
sinni: „Af stuðningsyfirlýsingu við
ríkisrekstur, sem umsögn félagsins
sannarlega er, má ráða, að einna
helst vill félagið tryggja aukið að-
gengi að auglýsingum og lægri op-
inberar álögur á vörur félags-
manna sinna svo lengi sem ríkið
annist áfram sölu þess [svo].“
Þetta er bull. FA leggur áherzlu
á að afnámi ríkiseinokunar fylgi af-
nám auglýsingabanns og endur-
skoðun á öðrum þeim hömlum sem
lagðar eru á sölu og markaðs-
setningu þessarar vöru umfram
aðrar, auk skattpíningarinnar sem
er komin út úr öllu korti með ein-
hverjum hæstu áfengisgjöldum í
heimi.
Það er annars merkilegt hvað
margir frjálshyggjumenn, eins og
Skafti segist oft vera, eru við-
kvæmir fyrir gagnrýni á áfeng-
isfrumvarp Vilhjálms Árnasonar,
sérstaklega þegar hún gengur út á
að það gangi of skammt í frjáls-
ræðisátt. Það mætti stundum
halda að frumvarpið væri einhvers
konar helgur frjálshyggjutexti,
sem Hayek og Friedman hefðu
skrifað saman og væru helgispjöll
að hrófla við. Flutningsmenn þess
vilja helzt ekki hnika til orði og
harðneita að taka til greina at-
hugasemdir FA og fleiri hags-
munasamtaka fyrirtækja, vilja
ekki einu sinni hlusta á leiðrétt-
ingar á staðreyndavillum og mis-
skilningi. Er það leiðin til að koma
á langþráðu viðskiptafrelsi?
Eftir Ólaf
Stephensen » Það mætti stundum
halda að frumvarpið
væri einhvers konar
helgur frjálshyggju-
texti, sem Hayek og
Friedman hefðu skrifað
saman og væru helgi-
spjöll að hrófla við.
Ólafur Stephensen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Er áfengisfrum-
varpið helgur texti?
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklumeira, en bara ódýrt
frá 3.995
frá 795
Hjólkoppar
12” 13” 14” 15” 16”
Jeppa/fólksbíla
tjakkur 2,25T
lyftihæð 52 cm
Sonax vörur
í úrvali á
frábæru
verði
12V fjöltengi
m/USB
Straumbreytar
12V í 230V,
margar gerðir
4.995
Bílabónvél
Hjólastandur
f/bíl
Viðgerðarkollur,
hækkanlegur
frá 4.995
8.995
Loftdæla
12V 35L
2.995
Loftmælir
Bíla- og glugga-
þvottakústar
frá 6.995
Þjöppumælar
Mössunarvél 1200W,
hraðastýrð með púðum
Avomælar
frá 1.695
7.999
19.995
Verðmæta-
skápar
mikið úrvalfrá 6.995
Það þótti nokkur
höfuðburður að því til
sveita í gamla daga að
eiga virðulegan hana á
bæjarhólnum. Hanar
eru hetjur. Það get ég
borið vitni um. En þá
verð ég að segja sögu
frá unglingsárunum.
Það er nú reyndar ekki
falleg saga, en hún
hverfur ekki af synda-
lista mínum þótt ég þegi.
Mamma átti alltaf nokkrar hænur.
Nú bar svo við, að enginn var haninn.
Við bræðurnir sögðum það ótækt
með öllu og ekki vansalaust. Og hvort
sem það var rætt lengur eða skemur
varð það úr að fengnir voru nokkrir
ungar, þar var í einn hani.
Þessi ungi hani var ekki gamall
þegar hann fór að bera sig til við að
gala. Það varð hin mesta hörmung því
greyið var í mútum. Þá fór ég að
herma eftir honum og hafði þó ívið
hærra. Hann svaraði hiklaust til
baka. Þannig gekk þetta nokkuð lengi
og ávallt átti haninn síðasta orðið.
Ég gerði þetta alltaf í laumi og
hafði gaman af. Þó fannst mér skrítið
að geta ekki haft betur en þessi tán-
ingshani. Hann gafst aldrei upp.
Því var það einn daginn að ég
reyndi að ógna honum með því að ota
að honum fæti. Það var sama sagan.
Haninn réðst umsvifalaust á fótinn og
galaði svo á eftir mér þegar ég hætti.
Nú var hann orðinn stærri. Varð ég
að hætta þessum leik, því ég var orð-
inn aumur um ökklana eftir sporana
sem enn voru þó litlir.
Ekki fannst mér nóg að gert og
óþolandi að geta ekki niðurlægt þenn-
an litla keppinaut. Leitaði ég þá til
Snata og sagði honum að stugga við
hænsnahópnum. Snati brá við hart en
varð að snúa til baka með hanann á
afturendanum. Næst þegar ég sagði
Snata að reka hænsnin leit hann í all-
ar áttir aðrar og þóttist ekki sjá neitt
verkefni.
Þetta endaði með döprum hætti.
Haninn var orðinn svo illur, að ekki
þótti rétt að eiga hann lengur, því
hann gæti ráðist á ná-
grannabörnin sem oft
komu heim til okkar. Þá
skammaðist ég mín.
Ekki er öll sagan sögð
um hanana. Bjargföst
trú var á því að þeir
gætu látið vita hvar lík
lægi í vatni. Var þá farið
með hana á báti yfir
svæðið. Galaði fuglinn
þegar báturinn var yfir
líkinu. Hefi ég lesið fjór-
ar frásagnir um þetta
frá 19. öld. Ein var frá
Suðausturlandi þar sem leitað var
líka á grunnsævi eftir sjóslys í lend-
ingu. Önnur saga samskonar frá
Vatnsleysuströnd, ein frá Suðurlandi
og sú fjórða frá Tungulæk í Borg-
arfirði. Í öll þessi skipti stóðust han-
arnir prófið. Væri gaman að vita
hvaðan þessar tiltektir eru runnar.
Ég ætla nú að reyna að bæta mál-
stað minn með litlu ljóði sem vonandi
getur orðið mín höfuðlausn í þeirri
sök sem ég á við þennan konung
fuglanna.
Haninn
galar þöndu brjósti
upp í morgunsólina
stæltur bæjarsóminn
stígur svo í vænginn
og bælir
en bóndinn
nýkominn heim
á þeim blesótta
svitablautum
hefur sprett af klárnum
og sofnað við hnakkinn
í gulnaðri töðunni
haninn galar aftur
og blimskakkar augum
til bóndans.
Haninn er
kóngur og hetja
Eftir Helga
Kristjánsson
Helgi Kristjánsson
»Haninn var orðinn
svo illur, að ekki
þótti rétt að eiga hann
lengur...
Höfundur býr í Ólafsvík.
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is