Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Vegna þrengsla af völdumyfirstandandi Kjarvals-sýningar í húsi meistaransá Klambratúni fóru kammertónleikar KSR á þriðju- dagskvöld í staðinn fram í Listasafni Reykjavíkur, fyrrum Glaumbæ, við ágæta aðsókn. Það voru góð skipti, því trúlega er aðalsalur gamla ís- hússins við Tjörnina með þeim bezt hljómandi sem völ er á hér á höf- uðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað. Dagskráin var í senn fjölbreytt og skemmtileg áheyrnar, helguð fjór- um helztu „B-um“ 20. aldar – Ben- jamin Britten, Béla Bartók, Alban Berg og Luciano Berio – og að auki það laus við afluktustu sérkenni framúrstefnu að hefði átt upplagt erindi við mun stærri hlustendahóp en þann er jafnan sækir tilrauna- músík seinni tíma. Átti það jafnvel við „erfiðasta“ höfundinn, Schön- berg-nemandann Berg, er birti í Vier Stücke Op. 5 afstrakt fjarræna fegurð sem menn tengja sjaldan við seinni Vínarskólann. Að vísu örstutt verk [alls 10’] en líka eitt hið mest flutta úr þeirri arfleifð, og skyldi kannski engan undra um þennan ljóðrænasta meðlim tónskáldahóps- ins. Færði fáguð túlkun Arngunnar og Önnu Guðnýjar stykkin í æðsta veldi að verðleikum. Óbókvartett hins aðeins 19 ára gamla Brittens frá 1932 [15’] kraum- aði og sauð af dreifbýlum brezkum hásumargáska í líflegum flutningi fjórmenninga en náði þó ekki meist- aratöktum Contrasts Bartóks frá 1938 [20’] fyrir bandaríska sveiflu- kónginn Benny Goodman, er mynd- aði ósunginn hápunkt kvöldsins í frábærri meðferð Unu, Einars og Önnu. Hér var sannarlega farið á kostum í jafnt blíðu sem stríðu. Að fyrra leyti ekki sízt í hæga miðþætt- inum er geislaði af bráðheillandi tví- söngsharmóníu við hæfi lengra kom- ins Debussys, og í lokaþætti við bullsjóðandi Balkanþjóðlegð svo stappaði nærri íkveikju. Kvöldinu lauk með Folk Songs, syrpu 11 þjóðlaga frá 1964 úr ýms- um áttum í útsetningum Lucianos Berios fyrir bandarísk-armenska konu sína Cathy Berberian [24’]. Átti atriðið sammerkt með flestu undangengnu að beina huga hlust- enda að bjartari sumartíð, í sam- ræmi við fregnir af nýkomnu söng- vænu vorboði svartþrasta eftir hvimleiðan glerungsvetur, enda upphafslöndin öll á hlýlegri breidd- argráðum en okkar – Bandaríkin, Armenía, Frakkland, Ítalía og Aserbaídsjan. Útsetningarnar voru litríkar með afbrigðum og spilamennskan að sama skapi, jafnt sem söngur Hönnu Dóru er lék á alls oddi í síð- ustu þremur lögum – tveimur kunn- um próvensölskum númerum úr safni Canteloubes, Chants d’Au- vergne, og loks eldfjörugu 6/8 ást- arlagi frá Aserbaídsjan við Ka- spíahaf. Allt undir ötulli stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, er fyrst vakti athygli fyrir forystu strengjasveitarinnar Skarks í Saln- um ágúst 2009 – og hefur maður beðið annars eins æ síðan! Sumarnæturkukl Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstillt Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í vikunni með stjórnandanum Bjarna Frímanni Bjarnasyni . Listasafn Íslands Kammertónleikar bbbbm Britten: Phantasy Quartet op. 2 f. óbó og str.tríó (1932). Bartók: Contrasts f. fiðlu, klarínett & píanó (1938). Alban Berg: 4 verk Op. 5 f. klar. & píanó (1913). Berio: Folk Songs f. mezzosópr- an, flautu, klar., víólu, selló, hörpu og 2 slagverksmenn (1964). Meðlimir Kammersveitar Reykjavíkur: Una Svein- bjarnardóttir fiðla, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víóla, Sigurður Bjarki Gunn- arsson selló, Martial Nardeau flauta, Matthías Birgir Nardeau óbó, Arngunn- ur Árnadóttir klarinett (Berg) Einar Jó- hannesson klarinett (Bartók & Berio), Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Katie Buckley harpa, Frank Aarnink & Steef van Ousterhout slagverk. Ein- söngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Stjórnandi í Berio: Bjarni Frímann Bjarnason. Þriðjudaginn 8. mars 2016. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Úkraínski píanóleikarinn Alexander Romanovsky flytur Píanókonsert nr. 1 eftir Sergej Rakhmanínov á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) í kvöld undir stjórn Dima Slo- bodeniouks. Hljómsveitin mun einn- ig leika fyrstu sinfóníu Beethovens og Ofviðrið, svítu nr. 2, eftir Jean Sibelius. Romanovsky er rétt rúmlega þrí- tugur en var á 18. aldursári þegar hann vann til 1. verðlauna í Busoni- píanókeppninni á Ítalíu, að því er segir í tilkynningu frá SÍ. „Á und- anförnum árum hefur hann leikið verk Schumanns, Brahms og Rak- hmanínovs inn á fjóra geisladiska fyrir hljómplötuútgáfuna Decca og fengið frábæra dóma fyrir yfir- burðatækni og tilfinningaríkan flutning,“ segir um píanóleikarann. Rússneski hljómsveitarstjórinn Dima Slobodeniouk stundaði tónlist- arnám í Moskvu og síðar við Sibeli- usar-akademíuna þar sem hann nam hljómsveitarstjórn og þá m.a. hjá Jorma Panula og Leif Segerstam. Hann hefur stjórnað mörgum þekkt- um hljómsveitum, m.a. Fílharmóníu- sveit Lundúna, sinfóníuhljóm- sveitunum í Baltimore og Cinn- cinnati og helstu hljómsveitum Finnlands þar sem hann býr. Rakhmanínov, Beethoven og Sibelius á tónleikum SÍ Morgunblaðið/Eggert Innlifun Romanovsky á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í gærmorgun. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 22/4 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 12/3 kl. 22:30 48.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 52.sýn Fös 11/3 kl. 20:00 45.sýn Fim 17/3 kl. 20:00 49.sýn Lau 19/3 kl. 22:30 53.sýn Fös 11/3 kl. 22:30 46.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 50.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 54.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 47.sýn Fös 18/3 kl. 22:30 51.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Kvika (Kassinn) Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Lau 12/3 kl. 21:00 4.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 10/3 kl. 20:00 Fors. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 14:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Lifandi tónlist og leikhúsmatseðill frá kl 18 Njála (Stóra sviðið) Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 17/4 kl. 20:00 Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Flóð (Litla sviðið) Sun 13/3 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 Styrktarsýning Allra síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fim 10/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.