Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Aðdráttarafl Esjunnar Vel dúðuð börnin virða fyrir sér Esjuna sem stendur tignarleg í vetrarbúningi við Reykjavík og láta sig eflaust dreyma um fjörug og mögulega háskaleg ævintýri. Eggert Á fundi í lögmanna- félaginu fyrir skömmu sagði einn reyndasti hæstaréttarlögmaður landsins eitthvað á þá leið að góður dómur væri afrakstur góðrar vinnu sækjanda, verj- anda og dómara. Til þess að ná fram góðri dómsniðurstöðu yrðu allir þessir aðilar að rækja hlutverk sitt vel. Mál nr. 824/2012 Í nýlegum hæstaréttardómi varð- andi markaðsmisnotkun í Lands- bankanum lagði ákæruvaldið fram yfir 8.000 blaðsíður af skjölum og hljóðupptökur af fjölmörgum sam- tölum. Til að setja þetta magn í sam- hengi geta þeir sem hafa klárað fjög- urra ára nám í framhaldsskóla velt fyrir sér hvað þeir lásu margar blað- síður á þeim tíma. Þær ná sennilega ekki helmingi af þess- um blaðsíðufjölda. Til að fara yfir þetta skjalamagn fékk ákæruvaldið úthlutað eina og hálfa klukku- stund fyrir Hæstarétti og verjendur eina klukkustund hver. Nið- urstaðan var sú að far- ið var yfir örlítið brot af gögnum málsins á hundavaði, sem er mið- ur því sambærilegt mál hefur ekki komið til kasta réttarins áður. Dómur Hæsta- réttar var síðan kveðinn upp 20 dög- um síðar. Á þessum 20 dögum kvað Hæstiréttur einnig upp dóma í stóru skattamáli, stóru samkeppnismáli og stóru tollamáli. Yfirferð gagna Í verjendastörfum er algengt að fara sérstaklega yfir þau gögn sem kunna að vera mótdræg fyrir um- bjóðandann. Í þessu máli lá fyrir skriflegur útdráttur úr samtali um- bjóðanda míns við forstöðumann Verðbréfamiðlunar bankans. Í sam- talinu kom m.a. fram að stefna ætti að því að hækka gengi bréfanna þannig að það yrði svipað og árs- lokagengið, en samtalið átti sér stað um miðjan marsmánuð. Þegar hlust- að er á samtalið í heild sinni kemur í ljós að forstöðumaður miðlunar bankans er staddur á erlendum flug- velli og er að stíga út í flugvél. Við hlustunina heyrist greinilega að um- mælin eru ekki sett fram af neinni alvöru. Þá er ljóst af viðskiptum sem áttu sér stað í framhaldinu að þau eru ekki í neinu samræmi við sam- talið, hvorki á þeim degi sem sam- talið átti sér stað né næstu daga þar á eftir. Skýrslutaka yfir umbjóðanda mínum fyrir héraðsdómi tók samtals 22 klukkustundir, sem er sennilega Íslandsmet. Hvorki sækjandi, verj- endur né fjölskipaður dómur héraðs- dóms spurði umbjóðanda minn út í þetta samtal. Ég dró þá ályktun að sækjandinn hefði hlustað á samtalið í heild sinni, skoðað viðskiptin í kjöl- farið og komist að þeirri sömu nið- urstöðu og ég að samtalið skipti engu máli. Hvorki í málflutningi fyr- ir héraði né Hæstarétti var minnst einu orði á þetta samtal og enginn dómari Hæstaréttar spurði út í það. Í niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar kveðinn upp sakfelling- ardómur yfir umbjóðanda mínum og vísað til útdráttar úr umræddu sam- tali í forsendum dómsins. Framlagning gagna Það óhóflega gagnamagn sem lagt er fram í málum sem tengjast bankahruninu er ekki aðeins óþarft heldur beinlínis til þess fallið að tor- velda yfirsýn og draga athygli frá því sem máli skiptir. Þá er einnig hætta á að samhengislaus gögn geti verið villandi ef þau fá ekki prófun fyrir dómi. Í greinargerðum og málflutningi í málinu var einungis vísað til örlítils brots af því skjalmagni sem lagt var fram. Til að tryggja réttláta máls- meðferð skiptir máli að gætt sé hófs í framlagningu skjala. Þar skipta ákæruvaldið og verjendur mestu máli en dómstólar hafa einnig heim- ildir til þess að hafa áhrif á gagna- framlagningu og leggja áherslu á þau gögn sem fyrirhugað er að prófa fyrir réttinum. Það að byggja refsidóm á út- dráttum úr samtölum sem ekki hafa verið sérstaklega prófuð fyrir rétti er varasamt og samræmist illa grunnreglum um réttláta máls- meðferð. Eftir Helga Sigurðsson » Það að byggja refsi- dóm á útdráttum úr samtölum sem ekki hafa verið sérstaklega prófuð fyrir rétti er varasamt og samræmist illa grunnreglum um rétt- láta málsmeðferð. Helgi Sigurðsson Höfundur er hrl. og verjandi í umræddu máli. Hraðferð í Hæstarétti Á undanförnum misserum hafa birst á samfélagsmiðlum nokkrar ófagrar lýs- ingar á þjónustu við aldraða, meðal annars á hjúkrunarheimilum landsins. Langflest þeirra eru aðilar að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu þar sem unnið er markvisst að því alla daga ársins að veita öldr- uðum þá bestu þjónustu sem völ er á. Stöðugur árangur þeirrar viðleitni er meðal annars sá að sums staðar er- lendis er litið til Íslands sem fyrir- myndar í þjónustu við aldraða. Þeir sem kynna sér málið af eigin raun komast að því sanna í þeim efnum. Það er því leitt þegar birtast ljótar lýsingar þar sem alhæft er um heila starfsgrein eins og því miður hefur gerst að undanförnu. Undirritaður hefur starfað í öldr- unarþjónustu í átta ár. Vinnustað- urinn telur rúmlega eitt þúsund starfsmenn. Á landinu öllu má gera ráð fyrir að vel á fimmta þúsund manns starfi í greininni. Í starfsliðinu eru hjúkr- unarfræðingar, sjúkra- liðar, félagsliðar, læknar, sjúkraþjálf- arar, iðjuþjálfar, íþróttakennarar, fé- lagsráðgjafar, skrif- stofufólk, matreiðslu- menn, tómstunda- og félagsmálafræðingar, iðnaðarmenn, umönn- unaraðilar og svona mætti lengi telja. Erum ekki hafin yfir gagnrýni Flest erum við venjulegt fólk sem höfum metnað fyrir daglegum störf- um okkar sem felst í því að varðveita lífsgæði íbúa hjúkrunarheimila og annarra sem sækja þangað daglega þjónustu. Við erum synir og dætur, feður og mæður, systur og bræður, frænkur og frændur, vinir og kunn- ingjar, rétt eins og raunin er með starfsfólk í öðrum atvinnugreinum. Í mínu starfi vinn ég með miklum fjölda fólks sem ég myndi hiklaust treysta fyrir eigin velferð og minna nánustu ef svo bæri undir. Þrátt fyrir það erum við í öldrunarþjónustunni alls ekki hafin yfir gagnrýni. Við er- um ekki fullkomin frekar en annað fólk. Þess vegna er það markmið okk- ar og ásetningur að hlusta vel á mál- efnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur má fara í störfum okkar. Við verðum jafnframt að vera óhrædd við að gera breytingar þegar við sjáum fram á jákvæð áhrif þeirra á lífsgæði íbú- anna. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mis- tök. Við vitum til dæmis að sumum hentar ekki að starfa við umönnun aldraðra og sem betur fer hverfa slík- ir einstaklingar oftast fljótt til ann- arra starfa sem henta þeim betur. Þjónusta við aldraða krefst fag- mennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum. Reglulegar gæðamælingar Engri starfsstétt hefur tekist að ráða undantekningarlaust rétta starfsmanninn. Það verða alltaf ein- hverjir sem ekki uppfylla væntingar okkar, íbúa hjúkrunarheimilanna og aðstandenda þeirra. Það er eins í okkar atvinnugrein sem öðrum. Til að sporna sem mest gegn neikvæðum tilvikum hafa hjúkrunarheimilin inn- leitt í æ ríkara mæli reglulegar gæða- mælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við bestu rannsóknir á hverjum tíma sem sýna hvernig hægt er að auka lífsgæði í öldrunarþjónustunni. Mikið álag Það er ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskil- yrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til bú- setu á hjúkrunarheimili, hafa aukið mjög álag á starfsfólk. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta í störfum okkar. Okkur þykja því sárar þær alhæf- ingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og bendum öllum á að kynna sér starfsemina af eigin raun. Fyrsta skrefið í þeirri við- leitni gæti til dæmis verið heimsókn á Facebook-síður heimilanna eða heimasíður, sem eru fjölmargar. Bendi ég til dæmis á síðu Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Handverksheimilis Hrafnistu, Öldr- unarheimils Akureyrar, Ísafoldar og margra annarra, þar sem nær dag- lega berast skemmtilegar fréttir úr starfseminni. Það yrði gaman að upp- lifa þann dag þegar landsmenn deildu í hundraða tali frétt um nýtt tímamótatæki í hreyfiþjálfun aldr- aðra á einhverju heimilanna eða þeg- ar Laddi fer á kostum á þorrablóti heimilismanna. Það eru forréttindi að fá að vinna með öldruðum sem vita hvað það er sem er mikilvægast í líf- inu. Alhæfingar um starfsemi hjúkrunarheimila Eftir Pétur Magnússon » Okkur þykja því sárar þær alhæf- ingar sem af og til birt- ast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Pétur Magnússon Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.