Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Eyjafjörður
Starfsmenn Ríkisútvarpsins á Ak-
ureyri hafa reglulega klórað sér í
kollinum frá áramótum. Þá var
nefnilega merki RÚV, sem rækilega
var fest utan á húsið á Sólborg, stol-
ið og hefur ekki sést síðan.
Rétt er að taka fram að merkið
er engin smásmíði. RÚV flytur ein-
hvern tíma á næstu mánuðum í
miðbæinn, á efri hæðina í húsinu
sem gjarnan er nefnt Zion. Spenn-
andi verður að sjá hvort safnarinn
verður þá orðinn leiður á merkinu og
hengir það jafnvel utan á nýju heim-
kynni RÚV-ara fyrir flutninginn.
Gífurlega hefur snjóað á Akur-
eyri í vetur, eins og flestum lands-
mönnum er líklega vel kunnugt.
Flestar húsagötur hafa nú verið
mokaðar og geymslustaðir bæjarins
eru flestir vel nýttir, til dæmis lónið
við Glerárvirkjun, neðarlega í ánni,
eins og sést á myndinni.
Snjóhaugurinn sem skagar
þarna út í lónið við Skarðshlíð segir
sitt um ástandið. Uppfyllingin hefur
í vetur nýst sem stæði fyrir fjölda
bíla.
Ferðaskrifstofan Nonni á Ak-
ureyri hefur verið með beint flug
milli Akureyrar og Ljubljana, höf-
uðborgar Slóveníu, síðustu sumur.
Nú er ákveðið að framhald verður á.
Slóvenar hafa mikinn áhuga á
Íslandi, að sögn forráðamanna
Nonna. Slóvenar hafa fyllt vélina til
Akureyrar undanfarin ár og áhuginn
ekki verið minni hér. Ferðadagar í
ár verða 28. júní og 6. júlí.
Slóvenarnir sem koma til Ís-
lands dvelja bæði á Akureyri og
ferðast um landið. Nonni býður upp
á nokkra mismunandi möguleika í
þeim efnum. Þeir sem fara út geta
líka valið um nokkra möguleika í
Slóveníu auk þess sem boðið er upp
á dvöl á króatísku ströndinni.
Flogið verður með 144 sæta Air-
bus frá slóvenska flugfélaginu Adria
Airways eins og undanfarin ár.
Viðtalsbókin … úr rústum og
rusli tímans kemur út á laugardag-
inn en þar ræðir Guðbrandur Sig-
laugsson við listamanninn Jón Lax-
dal Halldórsson. Texti bókarinnar er
þýddur á ensku, hollensku, grísku
og latínu, en hún er gefin út í
tengslum við samnefnda sýningu
Jóns Laxdal sem staðið hefur í
Listasafninu á Akureyri síðan 16.
janúar og lýkur næsta sunnudag.
Um vinnuna segir Guðbrandur, í
tilkynningu frá Listasafninu: „Þó
svo einfalt virðist er það ekki
áhlaupaverk að skrifa texta í kver
eins og það sem út kemur í tilefni
sýningarloka Jóns Laxdal Halldórs-
sonar. Upphaflega var ætlunin að
samtal okkar færi fram í góðu tómi,
sem það reyndar gerði, og úr nægu
væri að moða og orðin röðuðu sér
einfaldlega af sjálfsdáðum. Einatt
verður svo endir annar á en upp með
er lagt. Útkoman er þessi. Traust-
lega útfært umbrot Aðalsteins
Svans Sigfússonar, elja prentara og
þýðenda auk liðlegheita starfsfólks
Listasafnsins á Akureyri gerir þetta
kver að því sem það er.“
Af þessu tilefni verður stutt
fyrirlestraröð í Listasafninu á Ak-
ureyri. Sá fyrsti var reyndar í gær
en í dag kl. 17.15 flytur Guðrún Erla
Geirsdóttir, myndhöfundur og list-
fræðingur, Gerla, fyrirlesturinn Frá
týndum myndlistarkonum til Guer-
rilla Girls og á sama tíma á morgun
flytur Reynir Axelsson stærðfræð-
ingur erindið Fáguð hreyfikerfi. Að-
gangur er ókeypis.
Enn einn veturinn gera áhuga-
mannaleikfélög á svæðinu vel við
áhorfendur. Fullyrða má að óvíða
séu fólki boðnar ámóta kræsingar.
Leikfélag Hörgdæla frumsýndi
um daginn Með vífið í lúkunum að
Melum og á laugardaginn verður
Saumastofan eftir Kjartan Ragn-
arsson frumsýnd í Freyvangsleik-
húsinu. Verkið er m.a. þjóðfélags-
ádeila þar sem staða konunnar er
þungamiðja leikritsins og þegar
Leikfélag Reykjavíkur setti það upp
á sínum tíma urðu sýningarnar yfir
200 á þremur árum!
Saumastofan er 50. uppsetning
Freyvangsleikhússins. Leikstjóri er
Skúli Gautason en um tónlistar-
stjórn sér Helga Kvam. Leikmynd
gerir Þorsteinn Gíslason og um bún-
inga og leikmuni sér Anna Bryndís
Sigurðardóttir. Níu leikarar koma
fram og fjórar skipa hljómsveit.
Nótan, uppskeruhátíð tónlistar-
skóla, fer nú fram í sjöunda sinn.
Tónlistarskólar á Norður- og Aust-
urlandi hafa valið atriði til þátttöku í
tvennum Svæðistónleikum sem fram
fara í Hofi á morgun, kl. 14 og 16.
Hljómsveitirnar Elín Helena og
Rythmatik leika á tónleikum á
Græna hattinum á föstudagskvöld.
Rythmatik sigraði í Músíktil-
raunum á síðasta ári og hefur spilað
víða síðan. Agent Fresco verður svo
með tónleika á Græna hattinum á
laugardagskvöldið.
Áhugamenn um leiklist og snjó gleðjast
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Af nógu að taka Snjór hefur gjarnan verið geymdur í lóninu við Glerárkirkju eftir hreinsun gatna bæjarins en aldrei í jafn miklu magni og nú.
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8:30 - 17:00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
NJÓTTU
LÍFSINS
Regatta er meðfærileg og góð rafskutla
með einföldum stillingum
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir
innan endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja.
Sérhæft starfsfólk leggur metnað sinn
í að finna réttu rafskutluna fyrir þig.
Hafðu samband við Svövu iðjuþjálfa
í síma 580 3911 fyrir frekari upplýsingar
REGATTA 8
TILBOÐSVERÐ
552.500,- m.vsk.
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is