Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 10. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Vissu ekki af íbúðinni í húsinu 2. 22 þúsund lítra eldsneytisstuldur 3. Fannst ofan í svefnpoka sínum 4. Rannsókn lokið á áverkum … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir leggur undir sig Café Rosenberg og heldur tónleika þar í kvöld, annað kvöld og á laugardagskvöld. Hálfvit- arnir munu leika lög af nýjustu plötu sinni, Hrísey, í bland við gamlar hálf- vitalummur. Tónleikarnir byrja kl. 21 í kvöld en 22 hin kvöldin. Tónleikaþrenna hjá Ljótum hálfvitum  Frásagnar- háttur í Íslend- ingasögunum er efni fyrirlestrar sem William Ian Miller heldur á vegum Miðalda- stofu í stofu 132 í Öskju, húsi Há- skóla Íslands í dag klukkan 16.30. Miller er prófess- or við lagadeild Michigan-háskóla og heiðursprófessor við sagnfræðideild St. Andrews-háskóla og hefur kennt og skrifað um Íslendingasögur. Fjallar um frásagn- arhátt í Sögunum  Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival hefst í kvöld kl. 20 á Kex hosteli og er það Elín Ey sem ríður á vaðið. Hátíðin stendur til 12. mars og auk Elínar koma fram á henni Valdi- mar Guðmundsson, Örn Eldjárn, Högni Egilsson, Ellen Kristjánsdóttir, Ey- þór Gunnarsson, Ragga Gröndal, Bangoura Band, Ingunn Huld, Skuggamyndir frá Býzans og Sóley. Reykjavík Folk Festi- val hefst í kvöld Á föstudag Suðvestan 15-23 m/s og éljagangur, hvassast á Vest- fjörðum en úrkomulítið fyrir norðaustan. Hægari og suðlægari og dregur úr éljum um kvöldið. Hiti um og undir frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-20 m/s með éljum um og eftir hádegi, fyrst fyrir vestan. Kólnar í veðri. Hiti víða 1 til 7 stig. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann til brons- verðlauna í Algarve- bikarnum í knattspyrnu í gær með því að leggja Nýja- Sjáland að velli. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en Ísland hafði betur í víta- spyrnukeppni, 6:5, þar sem leikmenn Íslands nýttu allar sínar spyrnur. Þetta er í þriðja sinn í tólf tilraunum sem Ísland vinnur til verð- launa á mótinu. »3 Unnu til verð- launa í þriðja sinn „Riðlakeppnin er galopin enda aðeins tvær umferðir að baki af sex. Mögu- leikar okkar eru enn fyrir hendi. Við erum meðvituð um mik- ilvægi leiksins við Sviss. Hann skiptir okkur miklu máli ef við ætlum að ná markmiði okk- ar sem er lokakeppni EM í Sví- þjóð,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálf- ari í hand- knattleik kvenna. Ís- lenska lands- liðið mætir landsliði Sviss ytra í undankeppn- inni í kvöld. »4 Mikilvægur leikur til að ná markmiði okkar Hannes Þór Halldórsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/ Glimt að láni frá hollenska félaginu NEC Nijmegen, samkvæmt frétt norska miðilsins Avisa Nordland í gærkvöld. Lánssamningurinn er sagður gilda til 17. júlí og Hannes mun samkvæmt því spila í Noregi fram að EM í Frakklandi. »2 Hannes líklega í Noregi fram að EM í Frakklandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Páll Halldór Halldórsson, fyrsti starfsmaður bifreiðaumboðsins Öskju, hefur ákveðið að snúa sér að því að reka eigið fyrirtæki, Jópal ehf., og fara með ferðamenn á fjöll. „Ég kann vel við mig á gatnamótum og er óhræddur við að taka beygj- ur,“ segir sölustjóri atvinnubíla hjá Öskju undanfarin 12 ár og söngvari í Fjallabræðrum. Bílar, einkum stór tæki, hafa átt hug Páls frá barnæsku í Hnífsdal. Hann rifjar upp að hann hafi alltaf dáðst að Ármanni Leifssyni þegar hann ók framhjá í flutningabílum sínum á leið frá eða til Bolungar- víkur og seinna verið bílstjóri hjá honum. Páll tók þátt í ísakstri, var þekktur rallökumaður og var meðal annars Íslandsmeistari 1998. Hann hefur lengi verið mikill jeppakarl og var frumkvöðull í því að breyta Benz Sprinter og setja á 46 tommu dekk. Hann áréttar að hann sé pabbi og sé góður fjölskyldubílstjóri auk þess sem hann hafi nokkrum sinnum orð- ið Íslandsmeistari í ökuleikni og eigi mótókrosshjól. „Í sveitinni keyrði ég Hanomak, Ferguson og Willys- jeppa löngu áður en ég hafði aldur til og Jói Júl. verkstjóri setti mig um fermingaraldurinn á lyftara í Íshús- félagi Ísfirðinga.“ Símanúmer og gemsi Þegar Páll sótti eiginkonuna í vinnuna hjá Félagi íslenskra at- vinnuflugmanna fyrr í vikunni segist hann hafa fengið spurningu: „Af hverju varðstu ekki flugmaður?“ „Því var fljótsvarað. Mér líkaði bíl- arnir betur. Ég er jarðbundinn og bílarnir eru nær jörðinni. Þeim fylgir fjör, ákveðin áreynsla, að drífa, eins og við segjum í jeppa- bransanum, vera fljótur.“ Á keppnisárunum í rallinu var Páll á Mitsubishi Lancer sem bif- reiðaumboðið Hekla aðstoðaði hann við að gera út. „Hann kostaði jafn- mikið og raðhúsið mitt 1997,“ segir hann og bætir við að þegar Hekla hafi tekið við umboðinu fyrir Daiml- er-bíla hafi honum verið boðið sölu- stjórastarfið. „Tryggvi Jónsson, þá- verandi forstjóri Heklu, sýndi mér nýtt rými og sagði að þar ætti Askja að vera. Þá hringdi síminn hjá hon- um og hann fór út. Ég beið en hann kom ekki aftur. Þá hugsaði ég með mér hvað þyrfti að gera við stofnun nýs fyrirtækis. Við þurfum að fá okkur símanúmer, ég þarf að fá mér gemsa og tryggja netfangið askja.is var það fyrsta sem mér datt í hug.“ Páll sagði upp vegna þess að hann langar til þess að standa á eigin fót- um og snúa sér að því að fara með ferðamenn um hálendið á Benz Sprinter á 46 tommu hjólum. „Ef ég geri það ekki núna geri ég það aldr- ei,“ segir hann. „Það er mjög sér- stakt að segja upp starfi sem ég kann sérlega vel við, fara frá frábær- um vinnufélögum og viðskiptavin- um, en ég er ekki alveg horfinn, verð áfram á kantinum sem hálfgerður erindreki.“ Frumkvöðull á fjöll  Hættur í inni- vinnu til að sinna ferðamönnum Tímamót Páll Halldór Halldórsson til hægri afhenti Ólafi Erlingssyni öflugasta Mercedes Benz-dráttarbíl sem flutt- ur hefur verið til landsins áður en hann sneri sér að rekstri eigin fyrirtækis. Nú ætlar hann að fara á fjöll. Þórsmörk Páll Halldór Halldórsson fer með ferðamenn um hálendið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.