Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við leggjum upp í þessa keppni af bjartsýni. Það er viðurkenning að fá að vera með pitsuna okkar á þessari stærstu ráðstefnu í faginu sem hald- in er í heimi. Að fá að taka þátt er í sjálfu sér heilmikill sigur,“ segir Sig- mar Vilhjálmsson veitingamaður. Hann er nú staddur í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem nú er hald- in stærsta pitsuráðstefna í heimi, PizzaExpo. Keppnin Non Traditional Pizza of the Year er stór hluti af þessari sýn- ingu. Um 450 fyrirtæki í pitsuiðn- aðinum taka þátt í þessari sýningu, sem hefur verið haldin í 32 ár. Með Sigmari vestra er Vilhelm Einarsson. Hann er pitsugerðar- stjóri á Shake&Pizza, nýjum veit- ingastað í Keiluhöllinni í Egilshöll sem var opnaður í september síðast- liðnum. Sigmar og Jóhannes Ás- björnsson, best þekktir sem Simmi og Jói, eru eigendur staðarins, ásamt Jóhannesi Stefánssyni í Múla- kaffi. Sextíu lið tóku þátt Hugmyndafræðin á bak við Shake&Pizza er að bjóða upp á gæðapitsur með öðruvísi samsetn- ingu í bland við hefðbundnar. Flagg- skipið á matseðlinum er beikon- sultupitsa og það er einmitt hún sem er tillegg þeirra í keppninni í Las Vegas, það er í flokki flatbaka af óvenjulegri gerðinni. Um sextíu lið tóku þátt í þessari keppni í Las Ve- gas í gær. Úrslitin lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Beikonsultupitsan er í alla staði óvenjuleg. Í stað hefðbundinnar pitsusósu er hún með beikonsultu sem gefur bökunni einstakt bragð. Annað álegg er jalapenjó, íslenskt pepperoni, fajitas-kjúklingur og sér- löguð ostablanda frá Mjólkursam- sölunni. Ofan á hana eftir bakstur eru síðan settar handgerðar nachos- flögur og hvítlaukssósa. Vel heppnað bragð „Bragðsamsetningin er mjög vel heppnuð, að okkar mati. Við fáum til dæmis sætu úr beikonsultunni, styrkinn úr jalapenjóinu, seltu úr pepperoníinu og römmum þetta inn með kjúklingnum og stökku nachos- inu. Við höfðum reyndar talsvert fyrir að kynna þetta hér í Bandaríkj- unum. Komum til dæmis með ís- lenskt beikon og ostablöndu að heiman og náðum því í gegnum toll- inn,“ segir Vilhelm Einarsson sem er reynslubolti á sínu sviði. Er til dæmis stofnandi Wilson pitsa og því gamalreyndur í faginu – og veit svo sannarlega hvað klukkan slær. Íslenska pitsan nú í alþjóðlegri keppni  Beikonsulta var framlag Sigmars og Vilhelms í Las Vegas  Með ostablöndu að heiman  Eins konar heimssýning Pitsumenn Sigmar Vilhjálmsson, til vinstri, og Vilhelm Einarsson. Þeir eru nú vestur í Bandaríkjunum og kynna þar og keppa um óvenjulega pitsu. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en þar er ákært fyrir meinta markaðsmisnotkun fyrir hrun bank- ans. Málið verður þingfest 15. apríl næstkomandi, en málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum mbl.is er bæði ákært fyrir markaðsmisnotk- un og umboðssvik. Ákærðir í málinu samkvæmt vef héraðsdóms eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jó- hannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta, auk þeirra Jónasar Guð- mundssonar, Valgarðs Más Val- garðssonar og Péturs Jónassonar. Saksóknari í málinu er Björn Þor- valdsson og dómstjóri er Arngrímur Ísberg. Hafa þeir Lárus og Jóhann- es áður fengið dóma fyrir önnur hrunmál. Héraðssaksóknari hefur haft mál- ið til rannsóknar undanfarin ár, en henni lauk seint á síðasta ári. Hefur málið síðan þá verið í ákæruferli. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Lárus í fimm ára fangelsi í Stímmálinu svokallaða fyrir um- boðssvik. Jóhannes sem var fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis var dæmdur í 2 ára fangelsi. Lárus hafði áður verið sýknaður í tveimur málum, Vafningsmálinu og Aurummálinu. Lárus hafði verið dæmdur í héraði í 9 mánaða fangelsi í Vafningsmálinu, en Hæstiréttur sýknaði hann svo. Í Aurummálinu var hann sýknaður ásamt öðrum ákærðu, en Hæstiréttur ógilti nið- urstöðu héraðsdóms í því máli og verður málið aftur tekið fyrir á þessu ári. Jóhannes hlaut áður dóm í BK-44 málinu svokallaða, en í héraði var hann dæmdur í fimm ára fangelsi, en Hæstiréttur mildaði dóminn í þriggja ára fangelsi. thorsteinn@mbl.is Ákært í markaðs- misnotkunarmáli Glitnis banka www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.