Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 27
Við Þrúður sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur, sérstak- lega Eric, en þeir voru einstak- lega samrýndir. Guð blessi minningu Kris Stefanson. Atli Ásmundsson, fv. ræðismaður í Winnipeg. Það var í desember 2005 sem ég hitti Kristjan Stefanson í fyrsta sinn. Ég hafði verið boð- aður á fund bróður hans Erics, en hann vildi viðra við Ice- landair hvort ekki væri grund- völlur til meira flugs til Kanada og þá sérstaklega til Winnipeg sem augljóslega er áhugavert fyrir íslenskt flugfélag. Ég var á þeim tíma framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Ice- landair og því sendur til fundar við Vestur-Íslendingana. Eric forfallaðist fyrsta kvöldið og fékk hann því bróður sinn Kris til að hlaupa í skarðið og hafa ofan af fyrir mér. Ég var boð- aður til fundar á veitingastað- inn 529 Wellington og þegar ég kom þangað tók Kris á móti mér og sá um að hvorki skorti veitingar né umræðuefni. Við áttum eftirminnilegt kvöld og með okkur tókst náin vinátta sem hefur haldist síðan. Kris var einstakur maður. Hann var hrókur alls fagnaðar og fangaði athygli manns óskipta í hvert sinn sem maður hitti hann. Að eyða með þeim bræðrum, Eric og Kris, kvöld- stund var eitthvað sem við hjónin gerðum gjarnan. Kris sá alltaf til þess að engum leiddist og stýrði umræðum af mikilli festu. Skipti þá engu máli hvort umræðuefnið var alvar- legt eða á léttu nótunum, hann var alltaf miðdepillinn, með skemmtilega frásagnargáfu. Hann hafði einstakt lag á að láta mann hlusta af mikilli at- hygli eða hlæja dátt að því sem rætt var. Brosið hans og augnaráðið var þess eðlis að maður hreifst með og tíminn með þeim bræðrum var alltaf fljótur að líða. Kris var afar fróður um öll möguleg mál og hafði sterkar skoðanir á mörg- um málum. Maður fann að hann þekkti til margra mála betur en meðalmaðurinn, enda upplifað margt á áratugalöng- um ferli sem dómari í Winni- peg. Við Linda erum þakklát fyrir allar stundirnar með Kris og Er- ic, sem hafa verið margar þar sem þeir bræður voru einstak- lega duglegir að koma til Ís- lands. En við áttum líka frábær- ar stundir með þeim í Manitoba. Sú síðasta var árið 2014 þegar við nutum gestrisni þeirra bræðra og þeir fóru með okkur á heimaslóðir sínar sem kallast Nýja-Ísland. Þeir leiddu okkur um æskuslóðirnar í Gimli og til eyjunnar Heklu, kynntu okkur fyrir fólki á staðnum og merki- legri sögu forfeðra sinna. Þetta var einstakur tími og okkur afar verðmætur, sérstaklega núna þegar við kveðjum vin okkar Kris. Ómetanlegur stuðningur þeirra bræðra við að afla flug- réttinda fyrir íslensk flugfélög í Kanada er aðdáunarverður og meira mál en flestir gera sér grein fyrir. Þeir eiga mikinn heiður af þeim einstöku samn- ingum sem náðust við kanadísk yfirvöld um flugréttindi milli landanna. Fyrir það eiga þeir heiður skilinn. Fyrir það og ein- staka vináttu verð ég alltaf þakklátur. Við Linda sendum Eric, Myrnu og öðrum ættingjum Kris innilegar samúðarkveðjur og biðjum alla góða vætti að styðja þau í sorginni. Missir þeirra er mikill, sérstaklega Erics, en þeir bræður voru einstaklega nánir og góðir vinir. Við geymum skemmtilegar minningar um Kris í hjarta okkar á meðan við lifum. Gunnar Már Sigurfinnsson. Kristján Stefanson var alltaf brosandi, alltaf kátur, vildi allt fyrir aðra gera, gestgjafi eins og þeir gerast bestir, öðlingur, kurteis fram í fingurgóma, höfð- ingi höfðingjanna, skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar. Það er mikil eftirsjá að slíkum manni. Kris naut alls hins besta og vildi svo sannarlega deila veislu- réttunum með öðrum. Æ sér gjöf til gjalda en Kris var hald- inn þeirri áráttu að vilja alltaf borga reikninginn og gjarnan þurfti að beita brögðum til þess að lauma inn greiðslu. Stundum tókst það en miklu oftar átti hann síðasta orðið. Kris var mikill matgæðingur og það var hrein unun að vera með honum á góðum veitinga- stað. Hann vildi alltaf það besta og starfsfólk veitingastaða lagði áherslu á að þjóna honum enda launaði hann því ætíð vel. Eitt sinn sem oftar gleymd- um við okkur í spjalli og þegar klukkan var farin að ganga sjö á föstudagskvöldi spurði Kris hvort við ættum ekki að fá okk- ur eitthvað að borða, hringdi á 529 Wellington, eitt besta veit- ingahúsið í Winnipeg, kynnti sig og spurði hvort laust væri borð fyrir tvo. Sá sem svaraði heyrði ekki nafnið og sagði að því miður væru öll borð upp- tekin. Kris heyrði líka illa í hon- um og endurtók: „Þetta er Kris Stefanson. Áttu laust borð fyrir tvo?“ „Fyrirgefðu, herra Kris Stefanson. Ég heyrði svo illa í þér. Það er alltaf laust borð fyr- ir þig.“ Það var gaman að fylgjast með því hvað Kris var annt um fjölskylduna og sérstaklega voru þeir bræður, hann og Eric, nán- ir. Þeir tóku þátt í golfmótum til styrktar góðum málefnum og þegar nokkrir frændur söfnuðu liði til þess að vera með í ís- hokkímóti á Íslandi fóru hann og Eric að sjálfsögðu með sem „þjálfarar“. Hann lét sig íslensk málefni miklu skipta og lagði ofuráherslu á traust samskipti Íslands og Manitoba. Vann að þeim með Eric og gerði allt sem hann gat til þess efla þau og styrkja. Um árabil var hann í stjórn vest- uríslenska tímaritsins Lögbergs- Heimskringlu, á þeim tíma ræddum við oft blaðið og framtíð þess og hann stuðlaði öðrum fremur að því að ég tók við rit- stjórninni fyrir rúmum áratug. Kris var móttökustjóri á Ís- lendingadagshátíðinni á Gimli í áratugi og þar sá hann til þess að dagskráin riðlaðist ekki. Heiðursgestir frá Íslandi hafa átt það til að vilja staldra lengur við á einum eða öðrum stað en gert var ráð fyrir en þá hefur Kris tekið í taumana á sinn kurt- eisa en örugga máta. „Þetta er skemmtilegt en við þurfum að halda áfram,“ hljómar í hugan- um. Það er eins og það hafi gerst í gær. Það var samt fyrir um tveimur og hálfu ári, miðviku- daginn 7. ágúst, að ég sá brosið, sem aldrei gleymist, í síðasta sinn. Við Kris kvöddumst á flug- vellinum í Winnipeg eftir enn eina vel heppnaða Íslendinga- dagshátíð á Gimli og hétum því að hittast fljótlega aftur. En enginn má sköpum renna. Við sendum fjölskyldu Kris innilegustu samúðarkveðjur. Hún sér á eftir einstökum manni, Manitoba hefur misst dýrmætan son og Ísland öflug- an liðsmann. Minningin um Kristján Stefanson lifir. Steinþór Guðbjartsson. Kris Stefanson var fæddur 14. maí 1944, rúmum mánuði fyrir stofnun íslenska lýðveldisins. Hann talaði oft um þetta og sagði að ef hann hefði getað haft raunveruleg áhrif á tímasetn- inguna hefði hann kosið að eiga 17. júní sem fæðingardag. Þetta er táknrænt fyrir þá ást sem hann hafði á Íslandi og íslensk- um uppruna sínum. Það upphófst nýr kafli í lífi okkar hjóna þegar við komum fyrst til Manitoba árið 1998 til að taka þátt í hátíðahöldum Íslend- ingadagsins í Gimli. Þar opnaðist okkur ný sýn þegar við kynnt- umst fjölmörgum þegnum Kan- ada og Bandaríkjanna sem áttu það sameiginlegt að forfeður þeirra fóru vestur um haf til að freista gæfunnar fjarri Íslandi. Kris Stefanson hafði breiðan faðm og umvafði hann okkur frá fyrsta augnabliki. Við bundumst sterkum vináttuböndum við hann, bræður hans og fjölskyld- ur. Eric, yngri bróðir hans, ferð- aðist mikið með Kris og komu þeir oft til Íslands jafnvel tvisvar á ári. Sú ánægjulega hefð mynd- aðist síðustu árin að þeir bræður komu alltaf í morgunmat til okk- ar í Hafnarfirði, beint eftir lend- ingu. Kris var mjög vinsæll maður enda alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til málefna sem heilluðu hann. Sambandið milli Íslands og afkomenda landnem- anna í Kanada var honum hjart- ans mál, svo og varðveisla ís- lenska menningararfsins í Vesturheimi. Hans verður minnst sem eins ötulasta sjálf- boðaliða í starfi Íslendingadags- nefndarinnar í Gimli um áratuga skeið. Hann heillaðist, eins og Eric bróðir hans, af hugmyndum sem kynntar voru 1998 um að stofna Snorraverkefnið til að efla þátt ungs fólks í varðveislu ís- lenska menningararfsins og studdu þeir við verkefnið með ráðum og dáð. Í minningum okkar lifir það þegar við hjónin áttum þátt í að skipuleggja með þeim bræðrum, Kris, Eric og Dennis, ferð á slóð- ir forfeðra þeirra í Þingeyjar- sýslum að Klömbum í Aðaldal og Ás og Undirvegg í Kelduhverfi. Það er ógleymanlegt þegar við áðum við bæjarstæðið að Klömb- um og snæddum skrínukost og drukkum svo kaffið undir vegg þar sem bærinn Undirveggur stóð. Kris var mjög glaðsinna og frábær sögumaður. Hans verður sárt saknað en minningin um kæran vin lifir. Almar Grímsson, Anna Björk Guðbjörnsdóttir. Sumir á lífsleiðinni eru þeim eiginleikum búnir að aðeins þarf stutt kynni til að sannfær- ast um mannkosti þeirra. Þeir hafa „áru“ sem vekur strax dá- læti og traust. Slíkur maður var Kris dómari Stefanson, kær vinur sem lést 2. þessa mán- aðar. Kris lagði ómælt af mörk- um til að styrkja tengsl Vestur- Íslendinga við „gamla“ landið. Eins og margir Kanadamenn af íslenskum ættum var hann stoltur af upprunanum. Hann sótti Ísland heim meira en fjörutíu sinnum. Hann var sannur vinur vina sinna, heil- steyptur og ljúfur, húmoristi af Guðs náð og með afbrigðum skemmtilegur. Í stórfjölskyld- unni Stefanson var hann hrókur alls fagnaðar og traustur ráð- gjafi bræðrabarnanna sem nú eru uppkomin og eru að taka við ýmsum keflum hinna at- kvæðamiklu Stefanson-bræðra. Bróðursonurinn Grant hefur t.d. verið stjórnarformaður hjá Lögbergi-Heimskringlu og verður forseti Íslendingadags- ins eftir tvö ár. Ég átti því láni að fagna að kynnast Kris fyrir 16 árum á ferðalagi hér í Mani- toba og mun betur eftir að við hjónin fluttum til Ottawa 2001 til að opna þar fyrsta sendiráð Íslands í Kanada. Lágu leiðir okkar þá árlega á hátíðina í Gimli þar sem Kris var lykil- maður í áratugi. Vinátta okkar Kris var þannig, að þegar við hittumst var það alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Þannig var það líka þegar við Anna fluttum hingað til Winni- peg fyrir tæpum þremur árum. Kris tók okkur opnum örmum, boðinn og búinn til að aðstoða, höfðingi heim að sækja og haf- sjór af fróðleik, líkt og Eric bróðir hans. Þá höfðum við ekki sést síðan Kris kom í eftir- minnilega heimsókn til okkar í NY. Ekki er hægt að hugsa sér skemmtilegri gest en Kris. Í þau níu skipti sem ég hef verið á Íslendingadeginum í Gimli kom Kris alltaf við sögu sem formaður gestgjafanefndarinn- ar. Í því hlutverki tók hann á móti mörgum af helstu ráða- mönnum Íslands. Í þessu óeigingjarna hlutverki nutu hæfileikar hans sín vel. Gest- irnir fundu fljótt fyrir fölskva- lausri gleði sem hann hafði af að láta allt ganga upp svo þeir nytu hátíðarinnar sem best. Samræðulist hans var mikil og rökföst hugsun dómarans á bak við glettni og gáska. Það voru forréttindi að fá að ávarpa Kris og flytja honum jafnframt kveðjur vina frá Íslandi á hátíð í Gimli sem haldin var honum til heiðurs fyrir tveimur árum. Þá var hann gerður að heiðurs- félaga Íslendingadagsins fyrir einstakt starf. Við það tækifæri voru margar skemmtisögur sagðar og gleðin réð ríkjum. Í lok janúar síðastliðinn heim- sóttum við Janis Johnson Kris á nýja heimilið hans og fórum svo út á uppáhaldsveitingastað hans. Gleðigjafinn Kris lék við hvern sinn fingur og virtist á mjög góðum batavegi eftir erfið veikindi. En seinna komu ný áföll. Við Anna minnumst vinar okkar með mikilli hlýju og þakklæti. Hans verður sárt saknað. Hann átti farsæla ævi og gaf samferðamönnunum ríkulega af þeim jákvæðu kost- um sem hann var gæddur. Fyr- ir það er nú þakkað. Ævi og störfum hans verður fagnað hér í Winnipeg síðar í dag í hans anda. Þar verður mikið fjöl- menni og tregablandin gleði mun ríkja. Hjálmar W. Hannesson. Það er með miklum trega sem ég kveð minn kæra vin Kristjan Stefanson. Kris, eins og hann jafnan var nefndur, er ógleym- anlegur öllum sem honum kynntust. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa notið væntumþykju hans og eðlislægr- ar einlægni. Það var alltaf sólskin í návist Kris og hans sérstaka skopskyn létti hverjum lund. Hann var ör- látur svo af bar. Því fékk ég og fjölskylda mín að kynnast í rík- um mæli. Kris ræktaði íslenska arfleifð sína af einskærri ást og virðingu. Á Íslendingadeginum í Gimli var hann á heimavelli. Það var sérkennilegt að mæta þar virðulegum hæstaréttardómara frjálslegum í fasi í stuttbuxum og gulri skyrtu með vatnsflösku í hendi. Í áratugi annaðist hann íslenska boðsgesti á Íslendinga- deginum af mikilli reisn. Svo samofinn var hann Íslendinga- deginum að aðeins einu sinni frá fæðingu fór hann á mis við hátíð- ina og þá sökum veikinda. Ísland var honum ætíð ofar- lega í huga eins og fjölmargar heimsóknir hans til Íslands bera vitni um. Hér eignaðist hann marga vini og naut þess að ferðast um landið í samfloti með Eric bróður sínum. Bræðrunum var alla tíð afar hugleikið að efla tengslin á milli Kanada og Ís- lands og varð þeim í mörgu ágengt. Kris var ókvæntur og barn- laus en átti kærleiksríkar fjöl- skyldur þriggja bræðra sinna þar sem mikil og gagnkvæm væntumþykja ríkir. Missir þeirra er mikill. Við Anna Björg söknum sárt góðs drengs og mikils öðlings. Blessun Guðs fylgi minningu hans. Halldór Árnason. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG JÓNATANSDÓTTIR frá Nípá, síðast til heimilis á Dalbraut 27, Reykjavík, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars klukkan 13. . Finnur Jón Nikulásson, Edda Björk Þorvaldsdóttir, Gunnar Magnús Nikulásson, Anna Nikulásdóttir, Jóhann Filippusson, Kristján Nikulásson, Katrín Guðlaugsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Álmskógum 1, Akranesi, andaðist fimmtudaginn 3. mars á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 11. mars klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. . Gísli Runólfsson, Inga Ósk Jónsdóttir, Sigurveig Runólfsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigurjón Runólfsson, Brynja Guðmundsdóttir, Runólfur Runólfsson, Margrét Þóra Jónsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EGILL ÞORVARÐARSON frá Söndum í Miðfirði, Hamrabergi 24, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 11. mars kl. 13. . Sigríður Eggertsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Steindór Ingi Kjellberg, Erla Björk Stefánsdóttir, Sólrún Margrét Stefánsdóttir, Stefán Gunnar Stefánsson, Aldís Inga Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Kvígindisfelli, Tálknafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði 1. mars, verður jarðsunginn frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 12. mars kl. 14. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað frá kl. 12.00 í dag vegna jarðarfarar SOPHUSAR NIELSEN Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR JÓHANNSSON frá Kirkjubæjarklaustri á Síðu, síðar til heimilis að Blásölum 24, Kópavogi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund síðastliðinn föstudag, 4. mars. Útförin fer fram laugardaginn 12. mars klukkan 13 frá Prestbakkakirkju á Síðu. . Margrét Ísleifsdóttir, Árni Jóhann Steinþórsson, Hulda Jónasdóttir, Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, Tryggvi Þórhallsson, Sif Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.