Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er orðið tímabært að þú hafir samband við vini þína þótt þeir hafi látið vera að hafa samband við þig. Einnig máttu eiga von á að þurfa að verja málstað þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að ganga í það að hreinsa til jafnvel þótt þú hafir ekki valdið glundroð- anum. Hlutirnir taka óvænta stefnu og áætl- anir fara út í veður og vind. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt áríðandi stefnumót. Kannski er það vegna þess að þú hefur fengið þinn skerf af mótlæti og hefur lifað nógu lengi til þess að njóta þess þegar eitthvað kemur upp í hendurnar á þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur þurft að taka á honum stóra þínum til þess að ráða fram úr hlut- unum. Láttu það ekki koma þér á óvart þeg- ar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú skalt grafast fyrir um skattamálin, sameiginlegt eignarhald, tryggingar og skuldir. Vertu tilbúinn að aðstoða vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt ekki að hika við að segja þína skoðun, hver sem í hlut á. Skelltu þér á það, það er að segja ef þú átt peninga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Já, þú sækist eftir fullkomnun. Nú er rétti tíminn til að stefna félögunum saman til fundar og leggja á ráðin. Gerðu sömu kröfur til annarra og þú gerir til sjálfs þín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert með fulla skrifblokk af markmiðum og ert að endurskoða þau, henda út og bæta við nokkrum nýjum og spennandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það leitar sterkt á þig að kaupa litla og fallega gjöf fyrir einhvern í fjölskyld- unni. Reyndu að greina það hvers vegna og hvernig þú spyrnir á móti ástinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gamall vinur getur sagt þér ýmis- legt um þig sjálfan en varastu að taka allt bókstaflega sem sagt er. Undirferlið er alls- ráðandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekkert að fyrirverða þig fyrir tilfinningar þínar, ef þær eru sannar og án sársauka fyrir aðra. Að hoppa um með frábæra framtíðarsýn og miklar vonir er oft gott, en ekki núna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ástin getur enst lengur en allt annað. Vonandi byggist eðlisávísun þín ekki bara á þægindum því það góða er þá utan seilingar. Davíð Hjálmar Haraldsson settisnjallar „Veðurvísur“ á Leir- inn á þriðjudag: Opnar dyrnar upp á gátt Ingveldur í Sogni. Naumast blæs þar nokkur átt nema í stafalogni. Leiðist mest í logni og yl Leopold á Hóli, hann vill fimbulfellibyl en fárviðri í skjóli. Á Stafni fellur steypiregn stöðugt. Þó að linni blotnar þvottur þar í gegn í þurrkklefanum inni. Þurrast veit ég veðurfar í vindinum á Grundum. Fyllibyttur þorna þar á þremur klukkustundum. Svalt er oft við Syðri-Skörð. Sauður var þó heppinn; frusu bara fjórtán spörð á ferð úr vömb í keppinn. Við Seylu er á sumrin heitt. Sjóði vatn í kílum er með hneif og agni veitt ögn af krókódílum. Það er margt um ferðamanninn og hefur löngum verið. Ingi Viðar Árnason skólabróðir minn frá Syðri-Á í Ólafsfirði kenndi mér þessar limrur: – Gísli Jónsson menntaskólakennari orti um Stefán Þorláksson kollega sinn: Hann Stefán lét ekki á sér stúr festa þó steyptist á rigningarskúr versta, – kvikur í bragði á brattann hann lagði og teymdi á eftir sér túrhesta. Stefán bætti við: Margt erlent er sniðugt og eggjandi hvort orðmælt það fer eða hneggjandi; það má hefja upp glaum, það má taka í taum en á túrista er ekki leggjandi. Lárus Þórðarson kennari frá Grund í Svínadal bætti við: Margur er krenktur og kvíðandi við hvimleiða túrhesta stríðandi, en á afviknum stað mætti athuga það hvort einhverjum væri ekki ríðandi. Og úr annarri átt. Páll Imsland heilsaði Leirliði í hádeginu á mánu- dag: „Nú eru farfuglarnir byrjaðir að hópast til landsins, eitt árið enn og sífellt í vaxandi mæli.“ Túristar lokkast til landsins og larfast um vegina sandsins. Þeir spígspora’ og góna og Geysi þeir sjóna, en hraunbreiður finna til hlandsins. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margt ber við á bæjarrölti – líka túrhesta Í klípu „ÞETTA ER ÚR. VILTU EYÐA SMÁTÍMA MEÐ MÉR?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ GETUM EKKI FLÚIÐ AÐ HEIMAN, ÉG Á EKKI FERÐATÖSKU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið deilið nafni. ÉG HELD AÐ ÉG MUNI EYÐA SMÁTÍMA MEÐ JÓNI ÉG ÞURFTI SVEFNINN GÆTTU ÞÍN Á VATNSGILDRUNNI!! Frú Víkverji er komin á steypirinn.Settur dagur nálgast óðfluga og Víkverji hefur ekki undan því að svara spurningum forvitinna vinnu- félaga og ættingja um það hvernig gangi, hvort hún sé nú ekki örugg- lega búin að eiga, hvort hún sé ekki alveg örugglega að fara að eiga og hvers vegna Víkverji sé ekki hrein- lega lagður af stað á fæðingardeildina fyrst stóri dagurinn er svona skammt undan. x x x Þetta áreiti væri svo sem í lagi, efVíkverji hefði ekki komist að því að frú Víkverji fær engar af þessum spurningum sjálf. Líklega er það vegna þess að frúin ber það utan á sér, bókstaflega, að hún er ekki búin að eiga. Víkverji er aftur á móti far- inn að geta svarað spurningunni „hvernig gengur þetta allt saman?“ í svefni með: „Jú, jú, bara bærilega.“ x x x En það er ekki bara spurt að þvíhvernig gangi. Allir í kringum Víkverja eru mjög forvitnir að heyra hvað króginn eigi að heita. „Byrjar nafnið kannski á L?“ heyrist spurt, auk þess sem einhverjir samstarfs- menn Víkverja virðast hafa sett pen- ing á að nafnið komi úr Stjörnustríðs- myndunum. „Heitir hann nokkuð Logi? En Hans Óli? En Loðinn?“ Víkverji bendir þeim oftast á að einn af forfeðrum Ingólfs Arnarsonar hafi nú heitið Svarthöfði og að það sé al- veg full ástæða til þess að hefja það rammíslenska nafn aftur til vegs og virðingar. x x x En það er í ýmis horn að líta þegarbarn er í vændum. Víkverji og frú hafa sjaldan eytt meiru í húsgagna- kaup en þessa dagana, að ótöldu því sem ættingjar hafa verið svo ynd- islegir að skaffa fyrir hjónakornin. Víkverji og frú hafa hins vegar ekki undan því að hafna boðum um að fá meiri föt gefins frá vinum og vanda- mönnum. Víkverji yngri á nú þegar fleiri og fínni föt en væntanlegur faðir hans mun nokkurn tímann eignast, þar á meðal dýrindis United-treyju. Eru nokkrir vinir hans því komnir á „samfellu-biðlista,“ svona þangað til Víkverji veit hvað hann þarf í viðbót. víkverji@mbl.is Víkverji Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð. (Jós. 1.9) Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.