Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 8
Á lofti Dew-dýnan hefur vakið mikla lukku í Bláfjöllum. Að sögn rekstr-
arstjóra er stanslaus röð í að stökkva af stökkpalli og lenda á dýnunni.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum
hefur gengið vonum framar það sem
af er vetri. Veður hefur verið með
besta móti og eins og sakir standa er
allt á bólakafi í snjó í fjöllunum að
sögn Einars Bjarnasonar rekstrar-
stjóra. „Það eru bara rúmir tveir
mánuðir liðnir af árinu og við höfum
núna haft opið 24 fleiri daga en á
sama tíma í fyrra,“ segir Einar. Í
heild hefur verið opið í 57 daga sem
vekur athygli í ljósi þess að einungis
voru búnir 69 dagar af árinu í gær.
Alla jafna eru tveir bestu skíðamán-
uðirnir eftir. „Veðrið er búið að vera
betra núna. Það var mun hvassara í
fyrra en nú hefur snjóað á okkur
tvisvar eða þrisvar í viku og allt kom-
ið á bólakaf,“ segir Einar. Í fyrra var
opið fram í fyrstu vikuna í maí og
Einar er vongóður um að hægt verði
að hafa opið lengi í ár. „Það gefur
augaleið að fleiri dagar sem opið er
kalla á meiri tekjur. Það hefur aukist
rosalega að fjölskyldufólk komi og
barnasvæðið er alltaf troðfullt.“
Sjö sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu standa að rekstri Bláfjalla
og greiða fyrir skíðasvæðin í hlutfalli
við íbúafjölda. „Það hefur verið nán-
ast sama hvernig veður er; alltaf er
mjög góð mæting,“ segir Einar. Mest
hafa komið um 5.000 manns á einum
degi en að meðaltali koma á bilinu
1.100 til 1.250 manns þá daga sem op-
ið er. Að sögn Einars finna skíðafé-
lögin einnig fyrir mikilli fjölgun iðk-
enda og þá sér í lagi í barnastarfinu.
Dýnan vakið mikla lukku
Nýlega var tekin í notkun svoköll-
uð Dew-dýna sem er loftdýna þar
sem iðkendur geta spreytt sig á
stökkum á skíðum eða snjóbretti.
Langalgengast er að brettafólk nýti
sér dýnuna, sem vakið hefur mikla
lukku að sögn Einars. „Dýnan er
meiriháttar og það er röð í hana allan
daginn,“ segir Einar. Hann segist
ekki vita til þess að neinn hafi slasað
sig á dýnunni, sem er hönnuð með
það í huga að lendingin sé mjög
mjúk.
Allt á bólakafi
í Bláfjöllum
Þegar opið 24 fleiri daga en á sama
tíma í fyrra 5.000 manns á dag
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016
Eins og áður hefur verið bent áeinskorðast áhugi vinstri
manna á heilbrigð-
ismálum við and-
stöðu við einka-
rekstur. Svandís
Svavarsdóttir lagði
sig fram um að
staðfesta þetta í
gær þegar hún
lagði fram á Alþingi
fyrirspurn til heil-
brigðisráðherra „um einkarekstur
í heilbrigðisþjónustu“.
Þingmenn vinstri flokkannastanda höllum fæti þessi miss-
erin eftir hraksmánarlega fram-
göngu síðustu ríkisstjórnar og dap-
urlega stjórnarandstöðu í tíð
þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.
Ein þeirra leiða sem þingmenn-irnir vinstri sinnuðu telja sig
sjá út úr ógöngunum er að færa
einkarekstur eða einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu sem oftast og
mest í tal í þeirri von að með því
lyfti þeir sér upp á kostnað núver-
andi stjórnvalda.
Ef þeir halda áfram á þessaribraut munu þeir þó reka sig á
að það eina sem þeir hafa upp úr
þessu stagli gegn reksti einkaaðila
í heilbrigðiskerfinu er að afhjúpa
þá staðreynd að þeir hafa engar
lausnir fram að færa í heilbrigðis-
málum.
Það eina sem þeir leggja til á þvísviði er óbreytt ástand þegar
þörf er á að leitað sé allra leiða til
að nýta takmarkaða fjármuni sem
allra best og að veita bestu mögu-
lega þjónustu.
Væri ekki farsælla fyrir þá aðlosa sig við fordómana og
leggjast á árarnar í þágu öflugri
heilbrigðisþjónustu?
Svandís
Svavarsdóttir
Mega fordómarnir
ekki fara að víkja?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 alskýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 2 skýjað
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 5 heiðskírt
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 7 heiðskírt
Dublin 8 skýjað
Glasgow 7 upplýsingar bárust ek
London 8 skýjað
París 7 skýjað
Amsterdam 7 heiðskírt
Hamborg 7 heiðskírt
Berlín 7 léttskýjað
Vín 6 skýjað
Moskva 5 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 12 skýjað
Mallorca 11 skúrir
Róm 10 léttskýjað
Aþena 13 skúrir
Winnipeg -7 snjókoma
Montreal 3 alskýjað
New York 18 heiðskírt
Chicago 17 skýjað
Orlando 24 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:02 19:15
ÍSAFJÖRÐUR 8:09 19:17
SIGLUFJÖRÐUR 7:52 19:00
DJÚPIVOGUR 7:32 18:44
High Tech rafgeymar.
Er jeppinn tilbúinn fyrir páskaferðalagið?
95 Ah, 800 Amper.
Endurhlaðast allt að 50% hraðar (Carbon boost).
Nýjar blýgrindur (3DX) = lengri ending.
Alveg lokaðir og viðhaldsfríir.
Mikið kaldræsiþol, örugg ræsing í miklum kulda.
Góðir fyrir jeppa með miklum aukarafbúnaði.
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta.
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér
viðvörun vegna úrkomu og vatna-
vaxta. Spáð er talsverðri rigningu
um landið sunnan- og vestanvert
fram yfir hádegi. Fram kemur í til-
kynningunni að búast megi við
mestri úrkomu í kringum fjöll og
jökla á þessum svæðum og þar gæti
sólarhringsúrkoma farið vel yfir 50
mm. Varar Veðurstofan við vexti í
ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu,
bæði vestur og suður af Langjökli,
kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjök-
ul og við sunnanverðan Vatnajökul.
Um helgina er útlit fyrir áfram-
haldandi suðlæg-
ar áttir með
vætusömu og
mildu veðri og
eru líkur á að á
sunnudaginn
verði fyrsta asa-
hláka ársins með
miklum hlýind-
um. Því má gera
ráð fyrir vatna-
vöxtum um mest-
allt land og að afrennsli gæti orðið
mjög mikið. Við slíkar aðstæður gæti
skriðuhætta aukist. benedikt@mbl.is
Hlýindi og asa-
hláka á sunnudag
Vætutíð í spákortum Veðurstofunnar
Blautt Hita og
hláku er spáð.