Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. M A R S 2 0 1 6 Stofnað 1913  68. tölublað  104. árgangur  NÁTTHRAFN- AR ERU LITNIR HORNAUGA MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT KEMUR FRAM MEÐ VINUM DÓRA Á BLÚSHÁTÍÐ TRÍÓ SÍRAJÓN 39 CHICAGO BEAU 41ERLA OG SVEFNRANNSÓKNIR 10 Lykilfjárfestar í VÍS hugðust nýta reglur um kynjakvóta til að tryggja sér meirihluta stjórnarmanna og jafnframt sæti stjórnarformanns á aðalfundi í liðinni viku. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgun- blaðsins. Þannig hugðist einn þriggja karl- kyns frambjóðenda draga framboð sitt til baka og með því tryggja að hinir tveir yrðu sjálfkjörnir. Við þær aðstæður hefðu fjárfestarnir getað beitt öllu atkvæðavægi sínu í þágu kvenkyns frambjóðanda á þeirra vegum. Með því hefði verið mögu- legt að tryggja viðkomandi fleiri atkvæði en einhverri þeirra þriggja kvenna sem buðu sig fram til stjórn- arstarfa með tilstyrk þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins. Þegar ljóst var að Jostein Sørvoll, varaformaður stjórnar VÍS, hugðist ekki styðja hugmyndina um að Her- dísi D. Fjeldsted yrði skákað úr stóli stjórnarformanns, brugðu tveir fjár- festanna á það ráð að draga framboð sín til stjórnar til baka og frestuðu þannig stjórnarkjöri. Kynjakvótar í vopnabúri fjárfesta  Fjárfestar í VÍS ætluðu að tryggja sér þrjú stjórnarsæti á grundvelli kvótans Stjórnarkjör Átök eiga sér nú stað bak við tjöldin hjá tryggingafélaginu. Sumir eru augljóslega tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til þess að ná rétta sjónarhorninu fyrir fullkomna mynd. Þessi ágæti herramaður lá t.a.m. kylliflatur fyrir dömunum sem hann myndaði fyrir framan Hallgríms- kirkju í gærdag. Vonandi var þarna fönguð góð minning til framtíðar. Ljósmyndari lá kylliflatur Morgunblaðið/Styrmir Kári Ýmislegt er á sig leggjandi fyrir góða mynd Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur á síðustu árum hafið framleiðslu tveggja stórra verkefna án þess að líta til Íslands sem töku- staðar. 20% endurgreiðsla úr ríkis- sjóði, samkvæmt lögum um endur- greiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, hefur ekki fengist greidd að fullu vegna myndarinnar Noah sem framleidd var af Paramount í sam- starfi við íslenska framleiðslufyrir- tækið True North. Samkvæmt upplýsingum frá at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu þurfti að fara ítarlega yfir verk- efnið áður en greiðsla gæti farið fram vegna umfangs þess. Endurgreiðslur vegna kvik- myndaverkefna hér á landi námu á síðasta ári um 800 milljónum króna vegna 47 verkefna alls, en gert er ráð fyrir 1.137 milljóna króna fjárheim- ild vegna endurgreiðslna á þessu ári að meðtöldum rekstrarkostnaði vegna þeirra. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytingar á lögum um endurgreiðslu vegna kvikmynda- gerðar hér á landi þar sem áformað er að endurgreiðslan hækki í 25%. Í greinargerð frumvarpsins segir að mikil samkeppni sé milli landa, enda séu verkefni af þessu tagi góð landkynning auk þess að vera bæði atvinnu- og gjaldeyrisskapandi. »4 Horft framhjá Íslandi tvisvar  Endurgreiðsla úr ríkissjóði vegna er- lendrar kvikmyndar ekki greidd að fullu Tökustaður Kvikmyndin Oblivion var tekin upp hér á landi árið 2012.  Breskir ullar- sokkar úr merinóull eru seldir eins og þeir séu fram- leiddir á Íslandi. Að því komust prjónakonur frá Ullarvinnslunni í Þingborg sem fóru á garnsýningu í Edinborg á dögunum. Á miðanum sem fylgir sokkunum segir að um sé að ræða íslenska ullarsokka úr merinóull og mynd af Jökulsárlóni höfð með. „Þeir hafa líklega ekki áttað sig á því að það er ekkert merinósauðfé hér á landi,“ segir Margrét Jóns- dóttir, ein Þingborgarkvenna. Eina tenging sokkana við Ísland er í munstrinu en hluti þess er átta- blaðarósin. „Okkur fannst þetta óskammfeilið,“ segir Margrét. »4 Breskir ullarsokkar seldir sem íslenskir  Páll Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður vinnur nú að veiga- mesta verkefninu sem hann hefur lagt í að eigin sögn. Það fjallar um uppfinningu Ólafs Jónssonar sem Páll kallar „jarðorkuvélina“. „Þetta verkefni varðar framtíð allra jarðarbúa,“ sagði Páll. Hann sagði að í nýju heimildarmyndinni yrði stiklað á stóru um nýtingu jarðefnaorkugjafa. Jarðarbúar viti að komið sé að þolmörkum vegna mengunar sem þessi efni valda. Því sé komið að vistvænni orkugjöfum eins og sólar-, vatns-, sjávarfalla- og vindorku. „Myndin sem ég stefni að hefur aldrei átt brýnna erindi en nú,“ sagði Páll. »6 „Varðar framtíð allra jarðarbúa“ Páll Hefur gert um 70 heimildarmyndir.  Áfengis- og tóbaksneysla ís- lenskra unglinga er lítil miðað við jafnaldra þeirra í heiminum sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerði á árunum 2013 og 2014. Menningarlegir og félagslegir þættir hafa mest áhrif að mati Sveinbjörns Kristjánssonar, verk- efnastjóra hjá Embætti landlæknis. „Tæknin hefur líka áhrif, krakkar eru inni á kvöldin og um helgar og hafa samskipti við sína félaga um netið. Færri tækifæri skapast þá til að verða fyrir áhrifum af félags- skapnum en fiktið gerist í félags- hóp.“ Þessi breytta umgjörð sé hluti af góðu gengi undanfarið. »4 Tæknin hafi áhrif á áfengisneyslu ungra Þingsályktunartillaga að fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, sem lögð var fram fyrir helgi, gerir ráð fyrir framkvæmdum við Land- eyjahöfn sem eiga að draga úr sandburði við höfnina til fram- búðar. Gert er ráð fyrir því að þær framkvæmdir hefjist þegar það liggur fyrir að farið verði í smíði nýrrar ferju. Reiknað er með að hún komi árið 2018. Einnig er gert ráð fyrir árlegu framlagi til viðhaldsdýpkunar Landeyjahafnar upp á 290 milljónir kr. þar til ný grunnristari ferja kemur. Gert er ráð fyrir 383,5 millj- ónum króna til viðhaldsdýpkunar á þessu ári en eftir það er gert ráð fyrir að hið árlega framlag muni lækka. Umfang samgönguáætlunar árin 2015-2018 er alls upp á rúm- lega 125 milljarða króna. »10 Gert er ráð fyrir framkvæmdum til að draga úr sandburði í Landeyjahöfn Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Framkvæmdir hefjast þeg- ar ákveðið verður að smíða nýja ferju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.