Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Krybba kom óvænt í afmælis … 2. Baráttan um Bessastaði harðnar 3. Fyrrverandi kærasti Oliviu … 4. Ekki nóg að vera bara reiður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýning með tólf mannamyndum Steinunnar Þórarinsdóttur mynd- höggvara, úr járni og gleri, hefur verið sett upp við Purdue-háskóla í Indianapolis í Bandaríkjunum. Sýn- ingin nefnist „Horizon“ og munu verkin verða á skólalóðinni næstu 18 mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Mannamyndir Stein- unnar í Indianapolis  Kvartett munn- hörpuleikarans Þorleifs Gauks Davíðssonar kem- ur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Auk Þorleifs skipa kvartettinn Hunt- er Burgamy á gít- ar, Colescott Rubin á kontrabassa og Nick Sanchez á trommur. Þorleifur leikur einnig á tónleikum Blúshátíðar í Reykjavík sem hófst um helgina. Kvartett Þorleifs leikur á djasskvöldi  Sönghópurinn Lux Aeterna flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í dymbilviku í Hafnarfjarðarkirkju, þriðja árið í röð. Flutningur sálm- anna er upprunaflutningur þar sem sálmarnir verða sungnir við gömlu íslensku þjóðlögin sem þjóðin kunni. Sálm- arnir verða fluttir alla daga dymbilviku kl. 17-19 og er frítt inn. Upprunaflutningur á Passíusálmum Á miðvikudag Austan 3-8 og víða dálítil rigning eða skúrir. Hiti 2 til 8 stig. Á fimmtudag Norðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast á Vest- fjörðum. Rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 8-18, hvassast syðst. Rigning, en þurrt á norðaustanverðu landinu fram eftir degi. VEÐUR Mikil spenna ríkir í 8 liða úr- slitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik og jókst enn frekar í gærkvöldi. Liðin úr Suðvesturkjördæmi sóttu þá bæði sigur í Suður- kjördæmi. Stjarnan vann Njarðvík 82:70 í Njarðvík og Haukar unnu Þórsara í Þor- lákshöfn 76:65. Staðan í rimmu liðanna er í báðum tilfellum 1:1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslitin. »1, 2 og 3 Spennan jókst enn frekar „Ég þekki hana mjög vel sem leik- mann og persónu og það er alveg óhætt að segja að María er bar- áttuhundur. Hún er rosalega dugleg bæði í vörn og sókn,“ segir Gunn- hildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, um samherja sinn Maríu Björns- dóttur sem leik- ið hefur með nýkrýndum bikar- meisturum síðustu vikur. »3 María er baráttuhundur í vörn og sókn Handknattleiksmarkvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson sem leikur með ÍR hefur skrifað undir tveggja ára samn- ing við danska handknattleiksliðið Randers. Liðið er í efsta sæti B- deildarinnar en virðist eiga sæti í úr- valsdeildinni næsta víst á næsta keppnistímabili þegar einni umferð er ólokið í deildinni. Lokaumferðin fer fram á laugardaginn. »1 Arnór Freyr yfirgefur ÍR og fer til Danmerkur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Robben Ford, heimsþekktur gítar- leikari og plötuframleiðandi, fram- leiðir næstu plötu Björns Thorodd- sen gítarleikara og verður hún tekin upp með þekktu tónlistarfólki í Nashville í Tennessee í Banda- ríkjunum um miðjan maí. Anna Þuríður Sigurðardóttir, efnileg söngkona í Bolungarvík, syngur með Birni eða Bjössa Thor, eins og hann er gjarnan nefndur, og lög verða eftir hann, Robben Ford, Bob Dylan og fleiri. „Þegar Robben Ford hringir segir maður bara já,“ segir Bjössi. Bætir við að hann hafi sett upp Gítarveislu Bjössa Thor vestra og kynnst mörgum þekktum tónlistar- mönnum á löngum ferli. Þar á með- al Robben Ford, sem hafi skotist upp á frægðarhimininn, þegar hann túraði með George Harrison í svonefndri Bangladesh-ferð eftir að Bítlarnir hættu og hefur síðan spilað með mörgum mjög þekktum tónlistarmönnum. „Ég samþykkti allt sem hann sagði og þegar hann vildi fá íslenska söngkonu stakk ég upp á Önnu, óslípuðum demanti í Bolungarvík. Eftir að hafa heyrt hana syngja, féll hann algerlega fyrir henni og sagði að þetta væri röddin.“ Í fótspor ömmu Anna segist ekki enn vera búin að meðtaka það að vera á leið til Nashville í upptökur. „Uppá- stungan kom mér algerlega í opna skjöldu,“ segir hún. „Ég er bara lítil sveitastelpa að vestan og hef aldrei farið út fyrir Evrópu. Þetta er rosalegt tækifæri sem ég fæ bara einu sinni á ævinni og því er ég mjög spennt, málið er í for- gangi, þó að ég verði að sinna nám- inu. En ég tek bara eitt skref í einu.“ Anna, sem er á fyrsta ári í Kenn- araháskólanum, segist hafa sungið alla ævi en byrjað að æfa söng 12 ára. Hún var með í söngkeppni framhaldsskólanna og Samfés auk þess sem hún tók þátt í Röddinni á Stöð 2 fyrir um sjö árum. Í fyrra- sumar spilaði Bjössi Thor á tón- leikum í Bolungarvík. Þá sungu nokkrar heimastúlkur með honum og þar á meðal Anna. Árilía Jóhannesdóttir, amma Önnu, var klassískur söngvari, gaf út einn disk og hvatti hana til dáða. „Hún fór í bændaferð til Kanada 1975 og söng þar. Talaði oft við mig um það að ég hefði fengið sönghæfileika hennar og ég ætti að nýta þá en hún gat ekki klárað sinn söngferil vegna anna við búskap- inn. Það hefur alltaf verið draumur að syngja inn á plötu og nú er ég á leið til Norður-Ameríku sem hún talaði svo mikið um til þess að láta drauminn rætast.“ Gert er ráð fyrir að platan fari á markað í haust. „Þetta verður plata sem kemur mjög á óvart,“ segir Bjössi. „Hún verður mjög ólík öllu sem ég hef gert til þessa og á örugglega eftir að vekja athygli, þó að heimsfrægðin sé aukaatriði.“ Heimsfrægðin aukaatriði  Bjössi Thor og Anna Þuríður á leið til Nashville Morgunblaðið/Eggert Æfing Anna Þuríður Sigurðardóttir söngkona og Bjössi Thor gítarleikari stilltu saman strengina um helgina. Gítarveisla Bjössa Thor verður næst í Chicago í Bandaríkjunum laugardaginn 16. apríl. Íslenski gítarleikarinn kemur þar fram með Bandaríkjamanninum Rami Gabriel og Juan Dies – Sones De Mexico. „Ég er líka að vinna tón- list við nýja íslenska kvikmynd auk þess sem margar uppá- komur eru skipulagðar á næst- unni en aðaláherslan er á Nash- ville,“ segir Bjössi Thor. Gítarveislan byrjaði í Kópavogi og hefur verið árlegur viðburður í Reykjavík og í kanadísku borg- unum Winnipeg og Edmonton undanfarin ár. Bjössi Thor hefur gefið út margar plötur, ýmist einn eða með öðrum. Samvinna hans og Richards Gillis í Kanada hefur varað um árabil, en hann hefur auk þess leikið með tónlistar- mönnum eins og Niels-Henning Ørsted Pedersen, Kazumi Wat- anabe, Tommy Emmanuel, Al Di Meola, Robben Ford og Larry Co- ryell. Gítarveislan næst í Chicago GÍTARLEIKARINN BJÖRN THORODDSEN FÆRIR ÚT KVÍARNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.