Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Nú líður að því að alvöru forsetaframbjóðendur fari að láta á sér kræla. Því er ekki seinna vænna en koma þess- ari vísu á framfæri í blaði allra landsmanna: Afskaplega utan gátta áfram skunda nú með hraði jólasveinar einn og átta, eru á leið á Bessastaði. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Forsetafíkn Samkvæmt fréttum frá Íran hafa fjörutíu ríkisreknar fréttastof- ur tekið höndum sam- an um að leggja aukið fé til höfuðs Salman Rushdie, höfundi bók- arinnar Söngvar Sat- ans. Þessi bók (The Satanic Verses) var fyrst gefin út í Bret- landi árið 1988 og hlaut mikið lof um all- an heim, nema auðvitað í múslima- heiminum. Margir múslimar töldu bókina móðgun við hina miklu menningu sem þeir nefna íslam (undirgefni) og snýst um sharia, ji- had og fatwa. Vegna útkomu bókar- innar í Bretlandi, urðu uppþot og manndráp víða um heim. Höfuðklerkur Írans, Ayatollah Khomeini, lýsti yfir fatwa á hendur Rushdie og skyldi hann drepinn hvar sem til hans næðist. Samtímis því var lagt mikið fé til höfuðs hon- um og öllum sem kæmu nærri út- gáfu á Söngvum Satans. Þetta „fatwa“ var gefið út 14. febrúar 1989 og á 27 ára afmæli þessa óhæfuverks ákváðu ríkisfréttastofur Írans að bæta um betur. Morðféð var aukið um 75 millj- ónir króna og nemur heildarupphæð þess núna yfir 500 milljónum króna. Vafalaust telja ofsatrúar-múslimar, að Vesturlandamenn séu orðnir þurfandi fyrir góðan skammt af hatri úr arabísku eyðimörkinni – enda eru hryðjuverk Mújahida á Vesturlöndum að falla í gleymsku! Minnast stærsta afreks þjóð- hetjunnar Ayatollah Khomeini Þessi 27 ár sem liðin eru frá 1989, hefur lögreglunni tekist að vernda líf Salman Rushdie, en marga aðra hafa múslimar reynt að drepa og má nefna eftirfarandi tilræði: (1) Hitoshi Igarashi, japanskur þýðandi – drepinn 1991; (2) Ettore Capriolo, ítalskur þýðandi – alvarlega særður 1991; (3) William Nygaard, norskur bókaútgefandi – alvarlega særður 1993; (4) Aziz Nesin, tyrkneskur þýðandi – slapp frá tilræði 1993, en 35 voru drepnir (Sivas morðin). Heiti bókarinnar Söngvar Satans vísar til ákveðinna versa (söngva) sem upphaflega var að finna í Kór- aninum, en voru að hluta fjarlægð eins og fleira sem ekki þótti fylgja alræðisboðskap íslams. Bókin er raunverulega þrjár sögur, sem skipt er á níu kafla, en ekki í samhang- andi röð þannig að við fyrstu sýn er bókin ákaflega ruglingsleg. Í köfl- um 2 og 6 birtir Rushdie sögu sem segir frá draumi um Muhammad og það er þessi saga sem fer fyrir brjóstið á bókstafstrúar-múslimum. Kaflarnir heita Mahound (mann- hundur) og Return to Jahilia (end- urkoma til Mekka). Mahound er fornt enskt heiti yfir Muhammad, sem vafalaust er til komið vegna hræðslu múslima við hunda, sér- staklega svarta. Jahilia er nafn sem Rushdie notar yfir Mekka og er greinilega arabíska orðið jahiliyyah, sem merkir fáfræði. Orðið hefur sterka trúarlega tilvísun í íslam, sem „fáfræði um leið- sögn Allah“ og sem „tímabil fáfræðinnar, áður en Allah opinber- aði Kóraninn fyrir Muhammad“. Trúðu á endur- holdgun og Heilaga þrenningu líkt og kristnir Muhammad var af ættbálki kaupmanna sem nefndist Quraysh og réð fyrir Mekka og þá um leið Kubbnum (Ka’aba) sem er tákn heimsmyndar sem greinilega var fyrrum mjög út- breidd og byggist á teningnum (kubbnum). Ráðamenn Quraysh voru ekki beint fúsir að varpa fyrir róða hinum fornu trúarbrögðum, en létu þó tilleiðast, með því skilyrði að þeir fengju áfram að halda ein- hverju af trúarlegum siðum sínum. Þeir voru vanir að ganga naktir sjö hringi andsælis umhverfis Kubbinn og hafa yfir eftirfarandi trúarjátn- ingu: „Við lútum al-Uzzá og al-Lát auk al-Manát, sem saman mynda Heil- aga þrenningu. Sannarlega eruð þið himinverur (al-gharaniq) og fyrir- bænir ykkar eru eftirsóknar- verðar.“ Að ganga sjö hringi naktir um- hverfis heimsmynd sína (teninginn) vísaði til trúar þátttakenda á sjö endurfæðingar. Himinverurnar þrjár ber að líta á sem þrískiptan guðdóm, sem líklega hver fyrir sig táknaði ákveðið æviskeið manneskj- unnar, en þrenningin táknaði upp- haflega þrjár höfuðáttir teningsins. Ennþá eru þrjár súlur í Kubbnum sem tákn fyrir hina Heilögu þrenn- ingu og ennþá er til siðs í íslam að ganga sjö hringi andsælis umhverfis Kubbinn. Vegna blygðunarsemi Muhammads eru göngumennirnir ekki lengur naktir. Vesturlönd ættu að fordæma fatwa og banna súnní-íslam Hin Heilaga þrenning lifir auðvit- að í kristni og ásatrú, en það gerir hún líka í átrúnaði Ala-verja (Alawi- tes) í Sýrlandi. Ala-verjar eru ekki múslimar, þótt þeir segist vera það og tali arabísku. Þessi staða er skiljanleg í ljósi þess, að þeir hafa lengi verið fámennir og umkringdir af súnní-múslimum. Trúarbrögð Ala-verja hafa aldrei verið skil- greind opinberlega af trúar- leiðtogum þeirra og ástæðan er aldalangar ofsóknir af hendi bæði súnní-múslima og sjía. Ala-verjar trúa einnig á sjö endurholdganir manna. Súnní-múslimar hafa í 1400 ár verið álitnir geðveikir ofsatrúar- menn, en sjía-múslimar fremur hóf- samir. Viðbrögð sjía-múslima í Íran við Söngvum Satans styðja ekki þá söguskoðun. Eitt er víst, að morð af þeirri ástæðu einni að Heilagrar þrenningar er getið í Kóraninum, hlýtur að teljast subbulegt siðferði. Ef alvöru leiðtogar réðu á Vestur- löndum, myndu þeir fordæma fatwa og beita sér fyrir banni á súnní- íslam. Söngvar Satans – sígilt efni í múslimaheiminum Eftir Loft Altice Þorsteinsson »Ennþá eru þrjár súl- ur í Kubbnum sem tákn fyrir hina Heilögu þrenningu og ennþá er til siðs í íslam að ganga sjö hringi andsælis um- hverfis Kubbinn. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. hafðu það notalegt Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 FINGERS 70x120 cm Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm Ryðfrítt stál Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.