Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Um bænadagana verður tónlistarhá- tiðin „Músík í Mývatnssveit“ haldin í nítjánda sinn. Að sögn Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara, sem hefur skipulagt og stýrt hátíðinni frá upphafi, verður þetta sú fjölmenn- asta frá upphafi því karlakór Þing- eyinga, Hreimur, mun ásamt stjórn- andanum Steinþóri Þráinssyni hefja upp raust sína. Þá mun Sesselja Kristjánsdóttir messósópran syngja með Aladár Rácz píanóleikara og kórnum, og einnig kemur fram Tríó Sírajón, skipað þeim Einari Jóhann- essyni á klarínett, Laufeyju Sigurð- ardóttur á fiðlu og Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur píanóleikara. Tvennir tónleikar verða á hátíð- inni eins og fyrri ár; þeir fyrri verða í Skjólbrekku á skírdag, 24. mars, og hefjast klukkan 20. Seinni tónleik- arnir verða síðan í Reykjahlíðar- kirkju á föstudaginn langa klukkan 21. Miðasala er við innganginn. Laufey segir að alltaf sé gaman ef heimamenn geti komið að dag- skránni á einhvern hátt og nú geri þeir það heldur betur því Hreimur, karlakór sýslunnar, kemur fram á fyrri tónleikunum, í Skjólbrekku á skírdag. „Sesselja syngur einsöng á tónleikunum, Sígaunaljóðin dásam- legu eftir Dvorák, auk þess sem hún syngur líka með karlakórnum.“ Hún segir kórinn flytja klassísk karlakóralög, íslensk og erlend, og í nokkrum þeirra syngur hún með kórnum. „Þá leikum við líka á þessum fyrri tónleikum tvö tríó, eftir Khatsa- túrían og Menotti. Verk sem ég er nokkuð viss um að hafi ekki heyrst áður í Mývatnssveit á tónleikum, ekki frekar en Sígaunaljóðin,“ segir Laufey. Skapa eina heild úr verkunum Seinni tónleikarnir, á föstudaginn langa, verða með allt öðrum hætti. Hátíðlegri og verkin flutt sem ein heild og gestir eru til að mynda beðnir um að klappa ekki á milli. „Anna Áslaug spilar þá til að mynda úr Franskri svítu eftir Jo- hann Sebastian Bach, þau Einar leika saman Adagio eftir Mozart og við Aladár spilum úr fiðlusónötu eft- ir Mozart. Þá syngur Sesselja falleg lög með Aladár, meðal annars við kveðskap Hallgríms Péturssonar og eftir Kurt Weil, og tríóið leikur,“ segir Laufey. „Við reynum að skapa á þessum tónleikum úr ólíkum en fallegu verk- um eina heild,“ bætir hún við. Allir listamennirnir komi með hugmyndir að verkum að flytja. Nú er þetta í nítjánda skipti sem Laufey skipuleggur hátíðina og hún segist vinna að undirbúningnum allt árið. „Þetta mallar allt árið,“ segir hún enda þarf að finna samstarfs- fólk, velja verk og æfa. Eins og al- þjóð veit hafa undanfarin ár verið miklar breytingar á mannlífinu í Mývatnssveit, þar sem yfir hálf milljón ferðamanna kom þar við í fyrra – og margir eru á ferðinni á veturna. Koma þeir á tónleika? „Það verður forvitnilegt að sjá núna, því vissulega eru margir ferðamenn í Mývatnssveit. Ef ég væri uppi í sveit erlendis þá myndi ég leita uppi tónleika og listviðburði hjá heimamönnum,“ segir Laufey. „Í fyrra var mjög góð aðsókn á tónleikana en þegar ég er að undir- búa tónleikana þá er ég ekki að hugsa um aðsóknina. Fyrst og fremst setjum við saman tónleika með tónlist sem við viljum sjálf heyra og við höldum að öðrum finn- ist skemmtileg.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Tríó Sírajón Einar Jóhannesson, Laufey Sigurðardóttir og Anna Áslaug Ragnarsdóttir koma fram bæði kvöldin. Falleg og skemmtileg tónlist  Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit haldin í 19. sinn Á dögunum var opnuð í virtu galleríi í New York, Galerie Perrotin, sýn- ing á fimmtán völdum verkum eftir Erró, mörgum flennistórum, frá árinu 1959 til dagsins í dag. Galleríið er auk New York rekið í París og Hong Kong. Sýningin var opnuð í byrjun mán- aðarins og hefur notið talsverðrar athygli í fjölmiðlum í New York. Opnunin var samtímis opnun nýrrar samtímadeildar Metropolitan- safnsins í Breuer-byggingunni á næsta horni, sem áður hýsti Whin- ey-safnið, og er þess gjarnan getið í skrifum um framkvæmdina og þá að þessi þekkti evrópski listamaður, Erró, sem sé stjarna í Frakklandi en hafi notið lítillar athygli til þessa vestanhafs, sé á verðskuldaðan hátt kominn þar í kastljósið. Menningarblaðamenn segja viða- mikla yfirlitssýningu um hina ýmsu geira pop-listarinnar, evrópskrar jafnt þeirrar bandarísku, sem fyrst var sett upp í Minneapolis en er nú í Philadelphia-listasafninu, hafa sýnt fram á mikilvægi Errós í sögu þess- arar liststefnu og því sé vel til fundið hjá Perrotin-galleríinu að halda nú sýningu á þessum vel völdu verkum. Erró og Rosenquist saman Fyrir helgi birtist í The New York Times samtal Errós og James Ros- enquist, en segja má að hann sé einn eftirlifandi hinna þekktustu frum- kvöðla bandaríska popsins. Þar kemur fram að þeir hafi kynnst strax á sjöunda áratugnum þegar Erró fór að koma reglulega til New York-borgar, þar sem hann varð fyr- ir miklum áhrifum og þar tók hann að vinna að fullu úr myndefni fjölda- menningarinnar, nokkuð sem hann hefur stundað allt til þessa dags. Auk Rosenquist kynntist Erró þá og vann með listamönnum á borð við Robert Rauschenberg, Jasper Johns, Marcel Duchamp, Andy War- hol og Roy Lichtenstein. Hann hélt þá fyrstu sýningu sína í borginni, í galleríi Gertrude Stein, og skrifaði rýnir Art Voices þá að verkin væru „sannur pop-súrrealismi“. Þrátt fyrir að verk eftir Erró hafi af og til ratað á sýningar í New York á síðustu áratugum, og lítil yfirlits- sýning hafi verið sett upp í Grey Gallery í New York-háskólanum ár- ið 2004, þá skrifa flestir blaðamenn á þá leið nú að loksins geti Banda- ríkjamenn kynnt sér verk þessa merka 83 ára gamla listamanns sem hefur á mikilvægan hátt haldið áfram að takast á við samtíma okkar í verkum sínum. efi@mbl.is Verk Errós í New York Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Erró við eitt af stóru málverkunum sínum um listasöguna. Í New York eru sýnd 15 vel valin verk frá löngum og afkastamiklum ferli.  Umtöluð sýning í Galerie Perrotin 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 10/4 kl. 19:30 aukasýn Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn Síðustu sýningar! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Sun 22/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Þri 3/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Mið 4/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 27/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Þri 10/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Lau 14/5 kl. 14:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Þri 17/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Fös 8/4 kl. 20:00 Frums. Lau 16/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 8.sýn Lau 9/4 kl. 20:00 2.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 9.sýn Fim 14/4 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 6.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 3.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 7.sýn Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson Njála (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn. Síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl. Bítillinn Paul McCartney hefur byrjað nauðsynlegt um- sóknarferli til að hreppa aftur sinn hluta útgáfuréttar Bítlalaganna í Bandaríkjunum en hann er nú í eigu Sony/ATV. Lennon og McCartney misstu snemma tökin á útgáfuréttinum, árið 1963, en lögin segja að listamenn geta fengið hann aftur í hendur 56 árum eftir upp- haflega útgáfu og því hefur McCartney sótt um að fá réttinn yfir fyrstu 32 lögunum árið 2018. Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, hefur hins vegar samið við Sony/ ATV um að hennar hlutur verði áfram hjá fyrirtækinu. Árið 1985 súrnaði vinskapur McCartney og Michaels Jackson þegar sá síðarnefndi keypti útgáfurétt Bítlalag- anna og sameinaði hann síðan Sony-veldinu árið 1995. McCartney sækir um að fá lögin sín Paul McCartney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.