Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er eitt umfangsmesta verkefni kórsins frá því ég tók við stjórnar- taumunum,“ segir Sveinn Arnar Sæ- mundsson, organ- isti og stjórnandi Kórs Akranes- kirkju, sem flytur St John Passion eða Jóhannesar- passíu eftir Bob Chilcott í vöru- húsi á Kalmans- völlum á Akranesi í kvöld kl. 20.30. Einsöngvarar eru Gissur Páll Giss- urarson, Hafsteinn Þórólfsson, Örn Arnarson og Elfa Margrét Ingva- dóttir, en um hljóðfæraleik sjá Aðal- heiður Þorsteinsdóttir á orgel, Örn- ólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Ein- arsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og trompetleikararnir Vil- hjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson. „Bob Chilcott kom til Íslands sl. haust og hélt námskeið fyrir organ- ista í Skálholti,“ segir Sveinn Arnar og bendir á að enska kórtónskáldið Bob Chilcott hafi byrjað feril sinn sem atvinnusöngvari. „En um tólf ára skeið söng hann með hinum heims- fræga sönghópi, King’s Singers. Undanfarin ár hefur hann unnið með kórum og sönghópum og samið fjölda kórverka,“ segir Sveinn Arnar og rifjar upp að Chilcott hafi kynnt fjölda verka sinna á fyrrnefndu nám- skeiði. „Ég féll strax fyrir þessu verki, því þetta er áhrifamikil saga og fallegt tónmál. Mig langaði því til að flytja a.m.k. hluta þess, en síðan vatt verkefnið upp á sig og ákveðið var að ráðast í það umfangsmikla, stóra verkefni að flytja það í heild sinni,“ segir Sveinn Arnar, en Jóhnnesar- passían tekur rúma klukkustund í flutningi. Kórinn í stóru hlutverki „Verkið samdi Chilcott árið 2013 og er textinn tekinn beint upp úr Jó- hannesarguðspjalli og fjallar um handtöku og krossfestingu Jesú Krists. Sagan er sögð af guðspjalla- manni sem sunginn er af tenór og hlutverk Jesú og Pílatusar eru sung- in af barítónum. Inn í verkið fléttar hann glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengj- ast þessum dramatísku atburðum, þannig að kórinn er í stóru hlut- verki,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að verkið hafi aldrei verið flutt hérlendis áður. Hlutverk guðspjallamannsins syngur Gissur Páll, Hafsteinn túlkar Jesú, Örn syngur hlutverk Pílatusar. Sveinn Arnar hefur stjórnað Kór Akraneskirkju frá árinu 2002. „Þegar ég hóf hér störf voru 25 félagar í kórnum, en í dag eru þeir um fimmtíu talsins,“ segir Sveinn Arnar og bend- ir á að sami kjarninn hafi verið í kórn- um sl. átta ár. Spurður um tónleika- staðinn segir Sveinn Arnar að kórinn hafi nokkrum sinnum haldið tónleika í vöruhúsinu á síðustu árum, en húsið rúmar um 300 gesti. „Húsið hefur staðið autt með hléum frá 2008. Um jólin það ár héldum við okkar fyrstu tónleika þar og höfum síðan haldið þrenna tónleika í húsinu. Í gegnum árin höfum við auðvitað líka haldið tónleika í kirkjunni, safnaðarheim- ilinu, tónlistarskólanum og bíóhöll- inni. Vöruhúsið býr yfir góðum hljómburði og býður auk þess upp á að við getum leikið okkur með húsið til að skapa réttu stemninguna,“ seg- ir Sveinn Arnar og bendir á að fyrir tónleikana verði gluggar byrgðir með svörtu efni. „Við munum varpa bæði myndum og íslenskri þýðingu Guð- mundar Kristjánssonar, hirð- ljóðskálds kórsins, á enska sálma- textanum á tjald svo tónleikagestir geta fylgst með. Þannig viljum við skapa sterka sjónræna upplifun sam- hliða tónlistarflutningnum.“ Forsala miða er í verslunni Bjargi á Akranesi, en þeir verða einnig seldir við inn- ganginn. Metnaður Sveinn Arnar hefur stjórnað Kór Akraneskirkju frá árinu 2002 og eru félagar nú fimmtíu talsins. „Féll strax fyrir verkinu“  Kór Akraneskirkju flytur Jóhannesarpassíu á Akranesi Sveinn Arnar Sæmundsson Listasafn Íslands tók við 33 mynd- verkum að gjöf á laugardag. Tvíeyk- ið Cooper & Corfer, Sarah Cooper (f. 1974 í Bandaríkjunum) og Nina Gorfer (f. 1979 í Austurríki), afhenti safninu þá 27 verk úr seríunni „In a House of Snow, SEEK Volume 01 Iceland,“ frá 2008. Verkin byggjast á ljósmyndum sem þær Cooper og- Gorfer tóku á ferðalagi um landið ár- ið 2005. Dulrænar frásagnir, íslensk- ar fyrirsætur og eyðilegt landslag einkenna þennan myndaflokk sem markaði tímamót á ferli þeirra. Nýj- asta verkefni þeirra Gooper & Gor- fer, „The Weather Diaries“ (Veður- dagbækurnar), sem sýnir áhrif náttúru og veðurfars á listsköpun, má nú sjá á sýningu í Norræna hús- inu í Reykjavík. Þóra Sigurðardóttir (f. 1954) af- henti safninu um leið sex olíu- málverk að gjöf. Annars vegar verk- ið Skammdegi frá 1988-1989 og hins vegar fimm verka seríu frá 1990- 1992 sem ber heitið Ferli og hún vann á árunum 1990-1992. Í verk- unum kannar Þóra tvívíðan flöt mál- verksins og möguleika hans, lífræn form og geómetrísk. Í tilkynningu frá Listasafni Ís- lands segir að um 75% af safneign- inni hafi verið gjafir til safnsins, eða um 8.400 verk af um 11.300. Íslandsmyndir Hluti myndraðarinnar sem Cooper & Corfer gáfu Listasafni Íslands. Þá gaf Þóra Sigurðardóttir safninu sex málverk frá 1988 til 1992. Listasafninu gefin verk  Cooper & Corfer og Þóra gáfu Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16 www.facebook.com/gaborserverslun Dömuskór í úrvali Gæði & glæsileiki IB ehf • Fossnes 14 • 800 Selfoss • ib.is Sími 4 80 80 80 • Varahlutir • Sérpantanir • Aukahlutir • bílasala • Verkstæði 2016 Ram Black Edition 2016 GMC Sierra SLT og Denali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.