Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 35
stofunni Fjölhönnun sumarið 1980 og starfaði síðan hjá Mennta- málaráðuneytinu frá 1982. Hún hélt síðan til Kaupmannahafnar í framhaldsnám í byggingarverk- fræði í Danmarks Tekniske Uni- versitet haustið 1984 og útskrif- aðist þaðan sem Civil Ingeniør (MSc) vorið 1986. Eftir að Guðrún kom heim starfaði hún áfram við Mennta- málaráðuneytið 1992. Hún hóf síð- an störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún vann til ársins 1999. Næstu fjögur árin starfaði hún á Hönnun verk- fræðistofu og síðar á Eski verk- fræðistofu en árið 2003 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og starfaði þar þangað til í apríl 2015 er hún hóf störf í Borgarbyggð. Slæm umgengni ferðafólks „Ég er afskaplega ánægð með starfið og við erum í sjöunda himni hér í Borgarnesi. Borgar- fjörðurinn er engu líkur, blómleg byggð, náttúran einstök og fögur fjallasýn. Auk þess er starfið afar fjöl- breytt og skemmtilegt en mér leiðist einhæfni. Hér þarf ég að huga að öllu, frá holum í malbiki að áhyggjum af illri umgengni ferðamanna, t.d. á Grábrók. Það verður að segjast eins og er að ferðamenn ganga almennt illa um landið. Þeir bera ekki sama skyn- bragð á landið og við Íslendingar, skynja ekki hættur og virða ekki náttúruna eins og okkur er þó í blóð borið. Í þessum efnum þarf að spyrna við fótum en ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg viss um hvað er best til ráða í þessum efnum. Ég held samt að skilti hér og þar skili litlum ár- angri. En við þurfum enhvern veginn að koma skýrari skila- boðum til ferðamanna um að þeir séu ekki í erlendri stórborg þegar þeir virða fyrir sér íslenska náttúru.“ Guðrún hefur áhuga á ferðalög- um, tónlist, myndlist, skógrækt og almennri útiveru. Auk þess spilar hún brids: „Ég hef sungið í nokkr- um kórum og gekk til liðs við Freyjukórinn nú í vetur. Við hjón- in erum með skika norður í Skíða- dal í Eyjafirði þar sem við höfum verið með skógrækt frá 1990 og erum byrjuð að byggja þar sum- arbústað. Ég hef mjög gaman af myndlist og stefnan er að draga eiginmanninn með mér á nokkur söfn í París í afmælisferðinni. En hvergi er samt betra en að vera í faðmi íslenskri náttúru og þar er Skíðadalurinn ofarlega á blaði.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Gunnar Sigurjónsson, f. 27.10. 1958, kennari og skrifstofumaður. Foreldrar hans: Sigurjón Sigurðs- son, f. 4.3. 1925, d. 6.1. 2008, bóndi að Syðra-Hvarfi í Skíðadal, og Elínborg Gunnarsdóttir, f. 3.10. 1927, fyrrv. húsfreyja að Syðra- Hvarfi, nú búsett á Dalbæ á Dal- vík. Börn Guðrúnar og Gunnars eru Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, f. 26.11. 1989, BA í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og starfsmaður á leikskólanum Sólborg í Reykjavík en maður hennar er Ólafur Snorri Ottósson, matreiðslunemi Reykja- vík, og Jóhann Hilmir Gunnaron, f. 16.9. 1994, starfsmaður í eldhúsi Frederiksen Ale House, búsettur í Reykjavík. Bræður Guðrúnar eru Jóhannes Hilmisson, f. 2.12. 1959, rafmagns- tæknifræðingur á Álftanesi, og Eiríkur Hilmisson, f. 5.4. 1963, hljóðmaður í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar eru Hilmir Jóhannesson, f. 24.5. 1936, mjólkurfræðingur og leikskáld á Sauðárkróki, og Hulda Jónsdóttir, f. 3.4. 1937, húsfreyja og dagmóðir á Sauðárkróki. Úr frændgarði Guðrúnar S. Hilmisdóttur Guðrún S . Hilmisdóttir Hólmfríður Eiríksdóttir húsfr. á Húsavík Pétur Jónsson verkam. á Húsavík Guðrún Pétursdóttir verkakona á Húsavík Jón Guðmundsson verkstj. í Neskaupstað Hulda Jónsdóttir húsfr. og dagmóðir á Sauðárkróki Guðný Jóhannsdóttir húsfr. á Þrasastöðum Guðmundur Bergsson b. á Þrasastöðum í Fljótum Katrín Jónsdóttir sjúkraliði Stefán Pétursson útgerðarmaður Eiríkur Eiríksson b. Djúpadal Júlíus Stefánsson útgerðarmaður Valgerður Eiríksdóttir Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Nanna Þorbergsdóttir húsfr. í Djúpadal í Akrahreppi Andrés Magnús- son geðlæknir Nanna Rögnvaldardóttir matreiðslubóka- höfundur Jón Magnússon tölvufræðingur Guðrún Rögnvaldardóttir verkfræðingur Ásmundur Magnússon tæknifræðingur Kristín Jónsdóttir húsfr. á Skinnalóni Stefán Jónsson b. á Skinnalóni á Melrakkasléttu Ása Stefánsdóttir verkakona á Húsavík Jóhannes Ármannsson smiður á Húsavík Hilmir Jóhannesson mjólkurfræðingur og leikskáld á Sauðárkróki Hálfdánía Jóhannesdóttir húsfr. í Hraunkoti Ármann Þorgrímsson b. í Hraunkoti í Aðaldal Sigríður Jónsdóttir verslunarm. á Sauðárkróki ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Dómhildur fæddist á Akureyri22.3. 1926. Foreldrar henn-ar voru Kristín Mýrdal Karlsdóttir húsfreyja, og Jón Hallur Sigurbjörnsson húsgagnabólstrari. Bróðir Dómhildar var Karl Ómar Jónsson verkfræðingur sem lést 2014. Eiginmaður Dómhildar var sr. Pétur Þ. Ingjaldsson sem lést 1996, sóknarprestur í Höskuldsstaða- prestakalli og prófastur í Húna- vatnsprófastsdæmi og eignuðust þau tvo syni, viðskiptafræðingana Jón Hall og Pétur Ingjald. Dómhildur lauk gagnfræðaprófi frá MA 1944 og stundaði síðan nám í Húsmæðraskóla Akureyrar. Hún var mjög virk í skátastarfi á ung- lingsárunum, lauk húsmæðrakenn- araprófi frá Húsmæðrakennara- skóla Íslands 1948 og stundaði framhaldsnám við háskólann í Árós- um 1952-53. Dómhildur kenndi við Húsmæðraskóla Akureyrar 1948-49, við Kvennaskólann á Blönduósi 1950-52., var forstöðukona þar 1951- 52, kenndi við Húsmæðraskólann á Laugalandi 1953-56, var heimilis- fræðikennari við Höfðaskóla á Skagaströnd 1976-81 og bókavörður við bókasafn Höfðahrepps í Austur- Húnavatnssýslu 1970-79. Dómhildur starfaði í Kvenfélagi Höskuldsstaðasóknar og Kvenfélag- inu Einingu á Skagaströnd. Hún var um tíma formaður Sambands hún- vetnskra kvenna og formaður Sam- bands norðlenskra kvenna. Auk þess var hún formaður barnaverndar- nefndar og átti sæti í sóknarnefnd Höfðasóknar. Dómhildur annaðist barna- og æskulýðsstarf í Höskuldsstaða- prestakalli (nú Skagastrandar- prestakalli) í fjölda ára, ásamt eig- inmanni sínum og aðstoðarfólki, auk þess sem hún var alltaf virk í öllu starfi kirkjunnar. Hún var safnaðar- systir í Hallgrímskirkju og stjórnaði starfi aldraðra þar 1982-92. Hún stundaði djáknanám við HÍ 1995-98 og vann sjálfboðaliðastarf fyrir aldr- aða á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi í fjölda ára. Dómhildur lést 18.10. 2012. Merkir Íslendingar Dómhildur Jónsdóttir 85 ára Hulda Eiríksdóttir Svava Sigurðardóttir Þórný Þórarinsdóttir 80 ára Oddný S. Óskarsdóttir Óttar Geirsson Ragnar Imsland 75 ára Agnar Traustason Guðmundur Reynir Guðmundsson Hafsteinn Þór Rósinkarsson 70 ára Alda B. Indriðadóttir Edda G. Norðdahl Rannveig Árnadóttir Þorkell Þorkelsson 60 ára Anna GuðrúnSigurðardóttir Ása Sigurrós Jakobsdóttir Bryndís Óskarsdóttir Erna Geirsdóttir Gunnar Örn Sveinsson Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir Jóhanna Birna Grímsdóttir Júlíana Gunnarsdóttir Kristín Aðalsteinsdóttir Kristín Sveinsdóttir Kristján Sævar Þorkelsson Magnús L. Sigurðsson Ragnheiður L. Harðardóttir Reynir Karlsson Sigrún Ólafsdóttir Sigurður G. Sigurðsson Sólveig Kristjánsdóttir 50 ára Anna J. Hinriksdóttir Auður Ásta Hallsdóttir Ágúst Sverrir Egilsson Ásta Samúelsdóttir Bára M. Benediktsdóttir Berglind A. Guðjónsdóttir Inga Dóra Halldórsdóttir Jónína Baldursdóttir Leifur Kolbeinsson Maria H. da Silva Abranja Nanna M. Haraldsdóttir Pawel Tomasz Bedzieszak Ragnar Baldursson Sigurður Jón Björnsson Sonja Clara Engley Ulla Rolfsigne Pedersen Þráinn Maríusson 40 ára Einar Pétursson Elvar Örn Reynisson Eva Dóra Kolbrúnardóttir Guðrún B. Unnsteinsdóttir Guðrún Sveinbjarnardóttir Hjördís S. Sigurðardóttir Ligita Dambrauskiené Maren Albertsdóttir Mariusz Józef Koczon Nesma Khenafi Medaguine Sverrir Jan Norðfjörð Tomasz Kisielewski 30 ára Anastasia M. Sveinsdóttir Anna Veronika Bjarkadóttir Atli Már Ólafsson Björg Sonde Þráinsdóttir Géraldine M. Pascale Saltel Guðmundur Sigurjónsson Henrik C. van de Ven Inga Stamere Ingunn Eyjólfsdóttir Margrét H. Hallgrímsdóttir Marjan Henderika Venema Oscar A.P. Melendez Rafal Edward Kalinski Rakel Ómarsdóttir Sara Fanney Hilmarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þorvarður ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, stundar BA- nám í sagnfræði við HÍ og starfar við Landsbankann. Maki: Stefán Sveinn Ólafsson, f. 1984. Systkini: Kolbrún Silja, f. 1974; Hinrik Már, f. 1978, og Sigríður Dagbjört, f. 1991. Foreldrar: Ásgeir Þor- varðarson, f. 1952, stjórn- arform., og Sólveig Hrafnsd., f. 1957, bókari. Þorvarður H. Ásgeirsson 30 ára Guðbergur ólst upp í Stykkishólmi og Vestmannaeyjum og býr í Los Angeles. Hann lauk MSc-prófi í tölvunarfræði og starfar við það. Maki: Sigríður Harðar- dóttir, f. 1986, lögfræð- ingur. Dætur: Hanna María, f. 2013, og Ragnheiður Sara, f. 2015. Foreldrar: Hanna María Siggeirsdóttir, f. 1950, og Erlendur Jónsson, f. 1948. Guðbergur Geir Erlendsson 30 ára Bjarney býr á Akureyri, lauk prófi í við- skiptafræði frá HA og er verkefnastjóri í Hofi. Maki: Steindór Kristinn Ragnarsson, f. 1983, vall- arstjóri við GA. Dóttir: Saga Kristín, f. 2015. Stjúpdóttir: Emilía, f. 2003. Foreldrar: Ólína Aðal- björnsdóttir, f. 1958, leik- skólakennari, og Sigurður Björgvin Björnsson, f. 1951, húsasmiður. Bjarney Sigurðardóttir ERU ÞAÐ HEITU LAUGARNAR? „ “ HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.