Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Hugsaðu um heyrnina! Hjá Dynjanda færðu heyrnarhlífar og eyrnartappa. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Hæstiréttur hefur gert karlmanni sem grunaður er um mansal í Vík að sæta nálgunarbanni í fimm mánuði. Á þeim tíma getur hann ekki kom- ið að, verið nálægt, heimsótt eða sett sig í samband við eiginkonu sína. Hún er á meðal þeirra sem munu bera vitni í dómsmálum gegn hon- um, bæði hvað varðar meint ofbeldi gegn eiginkonunni sjálfri og í man- salsmálinu þar sem tveimur systrum var haldið föngnum á saumastofu í húsi mannsins. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu hérðasdóms fyrir utan það að héraðsdómur kvað á um sex mánaða nálgunarbann. Í úrskurði héraðsdóms frá 14. mars kemur fram að málið hafi haf- ist 31. október á síðasta ári þegar eiginkona mannsins óskaði aðstoðar lögreglu vegna ofbeldis sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu mannsins. Neitaði maðurinn sök, en lögreglustjóri vísaði manninum af heimili þeirra beggja og setti hann í þriggja vikna nálgunarbann. Þann 30. nóvember var ákært í málinu og 18. febrúar var gerð húsleit á heimili þeirra vegna gruns um mansal. Þar fundust konurnar tvær. Maðurinn var svo hnepptur í gæsluvarðhald en hann var talinn líklegur til að reyna að hafa áhrif á afstöðu konunnar. Nálgunar- bann í man- salsmáli  Settur í 5 mánaða nálgunarbann Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Bannað Grunaði í mansalsmáli í Vík má ekki heimsækja eiginkonu sína. RÚV þarf að greiða 250.000 króna stjórnvaldssekt vegna áfengis- auglýsingar sem var birt í Ríkis- sjónvarpinu í október í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar sem segir að RÚV hafi brotið fjölmiðla- lög með birtingu auglýsingarinnar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Foreldrasamtökum gegn áfengis- auglýsingum 16. október í fyrra vegna meintra áfengisauglýsinga á RÚV. Í kvörtuninni var vísað til auglýsinga frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni á Egils Gulli. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með birtingu auglýs- ingar fyrir Egils Gull hafi Ríkis- útvarpið brotið lög um fjölmiðla. þar sem kveðið er á um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Glerflaska eða álumbúðir Í niðurstöðum fjölmiðlanefndar segir að í auglýsingunni sé í raun ekki vísað til vörutegundar sem hefði minna en 2,25% áfengis- innihald, heldur vörutegundar sem hefði hlotið verðlaun World Beer Awards árið 2011 og hefði 5% áfengisinnihald. Jafnframt væri vísað til áfengrar vörutegundar með því að birta myndir af gler- flösku en ljóst væri að Egils Gull með 2,25% áfengisinnihald stæði neytendum einungis til boða í ál- umbúðum. RÚV mótmælti harðlega þeirri niðurstöðu að birting auglýsingar hefði brotið í bága við lög en fjöl- miðlanefnd taldi ekki augljóst að vísað væri til óáfengs drykkjar. RÚV sektað um 250.000 kr. Morgunblaðið/Eggert Bann RÚV greiðir stjórnvaldssekt vegna birtingar áfengisauglýsingar.  Brutu fjölmiðlalög með birtingu áfengisauglýsingar Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til að svara neyðarbeiðni Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna, ACT Alliance, um 627 milljónir króna til að aðstoða Eþíópa sem eru á barmi hungursneyðar vegna þurrka og upp- skerubrests. Þetta kemur fram í til- kynningu á vef samtakanna. Þar segir jafnframt að neyðar- ástand í norðan- og austanverðri Eþí- ópíu nú megi rekja til þess að ekki rigndi á venjubundnum regntíma í mars á síðasta ári. Ekki rigndi heldur í ágúst og september þannig að haustuppskera brást, dýr drápust úr þorsta og milljónir íbúa urðu háðar matar- og drykkjaraðstoð. Eþíópía á barmi hung- ursneyðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.