Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 12
Um páska, þegar flestir eiga nokk- urra daga frí, fer tilveran í annan takt. Fólk er oft að bralla eitthvað á kvöldin og sefur síðan út. Mikil- vægt er þó, segir Erla Björnsdóttir, að snúa ekki sólarhringnum við. Það sé í góðu lagi að sofa meira þessa daga og vinna upp uppsafn- aða hvíldarþörf. Slíkt verði þó að vera innan einhvers ramma – og jafnhliða þurfi að gæta að matar- æði og hreyfingu og halda uppi daglegri rútínu. MARGIR SOFA ÚT UM PÁSKA 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Svefnvandamál eru algeng ínútímasamfélagi og umþriðjungur fullorðinnaglímir við svefnleysi ein- hvern tímann á ævinni. Þá er kæfi- svefn algengt vandamál, en einkenni hans eru gjarnan háværar hrotur, óvær svefn og dagsyfja,“ segir dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur. Erla er doktor í líf- og lækna- vísindum við Háskóla Íslands og hef- ur í störfum sínum og rannsóknum einbeint sér að svefnrannsóknum. Síðastliðinn föstudag, 18. mars, var alþjóðlegur dagur svefnsins þar sem sérfræðingar kynntu þessi mál. Þema dagsins var Góður svefn - ekki bara draumur. Skilaboðin voru þau að það að sofa illa og vera sífellt syfj- aður á daginn væri ekki eðlilegt ástand, en það mætti laga. Unnið úr áreiti dagsins Til skamms tíma hafa vísinda- menn ekki getað svarað því með góðu móti hvers vegna fólk sofi. Margt er þó vitað, svo sem að með svefni endurnærist líkaminn og fær nauðsynlega hvíld. Í svefni á sér líka stað endurnýjun líkamans, unnið er úr áreiti dagsins og alls kyns eitur- efni og fleira slíkt er losað út. – En svo eru sumir sem ná ekki að sofna og verða að leita sér aðstoðar. Í því efni hefur hugræn atferlismeðferð gefið góða raun. „Þegar svefnleysi er langvar- andi er fólk í vítahring. Hugsanir og atferli sjúklinga viðhalda vandanum. Sé hann langvarandi er hugræn at- ferlismeðferð árangursríkasta úr- ræðið sem býðst og skilar árangri í 80 til 90% tilvika. Fólk lærir eftir markvissum aðferðum að breyta Endurnæring líkama og nauðsynleg hvíld Þegar svefnleysi er langvarandi er fólk í vítahring sem þarf að rjúfa. Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur er sérhæfð á sviði svefnrannsókna og aðstoðar fólk sem nær ekki að festa blund. Árangur af slíkri meðferð er oftast mikill. Morgunblaðið/Styrmir Kári Svefn Ef við sofnum ítrekað yfir sjónvarpinu, á fundum eða slíkt ætti fólk að leita til læknis og fá ráð,“ segir Erla Björnsdóttir hér í viðtalinu. Getty Images/Wavebreak Media Blundur Þá líður hugur þinn um undraheima, segir í laginu. Dr. Emily Lethbridge, sérfræðingur við Miðaldastofu innan Hugvísinda- sviðs Háskóla Íslands, heldur erindi kl. 16.30 í dag, þriðjudaginn 22. mars, í Öskju 132. Hún beinir athygl- inni að Landnámabók og ber hana saman við 16. og 17. aldar bók- menntategund sem heitir „choro- graphy“ annars vegar og hins vegar landakort eða landabréf til að nálg- ast ritverkið og ritun þess frá nýju sjónarhorni. Landnámabók er einstætt ritverk sem margir hafa skoðað og skrifað um. Veigamiklum spurningum er þó enn ósvarað, ekki síst hvað varðar uppruna Landnámabókar. Chorography á rætur í klassískum bókmenntahefðum þar sem ferðum, löndum, svæðum og stöðum var lýst, en einnig í miðaldatextum frá Evrópu svo sem króníkum og öðrum textum þar sem landafræði er grundvöllur uppbyggingar þeirra. Chorography varð samt vinsælt sem ein af þremur greinum innan landafræði sem urðu sérstakt fagsvið á 16. öld. Á Íslandi skrifaði Árni Magnússon slíkt verk sem hann kallaði „Chorographica Is- landica“. Það er athyglisvert að við- fangsefnið og efnisskipun í bókum sem eru flokkaðar sem „choro- graphy“ á mikið sameiginlegt með því sem finnst í Landnámabók. Rætt verður um hvernig kort og bókmenntir eiga ýmislegt sameigin- legt og þjóna að mörgu leyti sam- bærilegum tilgangi. Bæði kort og frá- sagnir eru grindur eða formgerðir sem notaðar eru til að skipuleggja upplýsingar eða fræði, með það að markmiði að hjálpa okkur að skynja heiminn og okkar stað í honum betur. Lethbridge lýkur erindinu með hug- leiðingum sem snúast um að túlka Landnámabók sem landakort eða landabréf. Emily Lethbridge hlaut doktorsgráðu í forníslenskum bók- menntum frá Háskólanum í Cam- bridge. Rannsóknasvið hennar eru m.a. íslensk handrit, samspil milli bókmennta og landslags, sérstaklega hvað varðar Íslendingasögurnar. Miðaldastofa Háskóla Íslands Morgunblaðið/Kristinn Rannsóknir Emily Lethbridge hefur m.a. rannsakað íslensk handrit. Landnáma sem „chorography“ og landakort Myndasögunámskeið fyrir 12 - 99 ára hefst kl. 16.15 í dag, þriðjudaginn 22. mars, í Bókasafni Reykjanes- bæjar. Námskeiðið sem er ókeypis stend- ur yfir í fjórar vikur, alltaf á þriðju- dögum frá klukkan 16.15 - 17.15. Kennari er Jóna Björk Þórudóttir. Jóna Björk er með gráðuna B.A. Combined Humanities í sagnfræði og enskum bókmenntum. Hennar helstu áhugamál eru að teikna, skrifa sögur og spila tölvuleiki. Afraksturinn er sýning sem sett verður upp í safninu. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið í afgreiðslu safnsins eða á vefsíðunni: www.sofn.reykjanesbaer.is. Bókasafn Reykjanesbæjar Myndasögu- námskeið fyrir 12 til 99 ára Myndasögur Á námskeiðinu er ung- um sem öldnum kennt að teikna. „Snæfellsjökull er talsverð ögrun og göngufólk þarf að vera í þokkalegu formi, því þetta er átta tíma ferð og hækkunin er um 1.100 metrar,“ segir Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands. Á laugardag stendur FÍ fyrir göngu á Snæfells- jökul. Árleg hefð er fyrir því að félag- ið sé á þessum degi páskahelgar- innar með leiðangur á þetta tilkomumikla fjall sem margir telja að búi yfir ómót- stæðilegum krafti og kynngimagni. Garpar sem ætla á Snæfells- jökul leggja upp frá Reykjavík klukkan 7 að morgni. Farið er á einkabílum að Sönghellli upp af Arnarstapa á Nesinu sunnanverðu. Þar er lagt á brattann – en ætla má að gangan á toppinn taki fjórar til fimm klukkustundir. Þegar komið er á hjarnbreiður jökulsins sameinast fólk í litla hópa og þá verða 6 til 7 manns saman í öryggislínum „Fólk þarf að vera með brodda, ísöxi og vera í öryggislínu. Þennan búnað þarf fólk að eiga eða leigja ætli það með okkur,“ segir Hjalti sem bætir við að hér sé allur varinn góður. Á þessum tíma vors sé jökull- inn nokkuð sprunginn og aðgæslu þörf. Í það heila tekur gangan á jökulinn átta klukkustundir og ætti fólk að hafa náð í bæinn síðla kvölds. Hjalti vekur athygli á því að ef ekki viðri til uppgöngu á laugardag séu páskadagur og annar í páskum til vara. Endað á Sikiley? Snæfellsjökull er 1.446 metra hár og sést víða frá, rétt eins og útsýni af jöklinum er einstakt. „Ég hef nokkrum sinnum farið á jökulinn í blíðskaparveðri á björtum vordegi. Þarna var stórkostleg sýn yfir Breiðafjörðinn, til fjalla á sunnan- verðum Vestfjörðum og inn í Dali. Til suðurs sést yfir Faxaflóa, Borgar- fjörð, höfuðborgarsvæðið og suður á Reykjanes,“ segir Hjalti sem kveðst ekki vilja kveða upp úr um hvort jök- ullinn búi yfir þeim seið sem sagt er. Í því efni má þó nefna skáldsögu Jul- es Verne, Leyndardómar Snæfells- jökuls. Þráður hennar var í stuttu máli ferðasaga manna sem fóru nið- ur í iður jarðar um gíg jökulsins og komu upp í öðru eldfjalli, Stromboli undan strönd Sikileyjar. „Það er vissulega nokkur fyrirhöfn að komast á efstu bungu Snæfells- jökuls. En sé fólk – þegar það hefur náð á toppinn – þokkalega á sig komið eftir prílið og iði í skinninu af forvitni munu sjálfsagt einhverjir kanna leyndardóma jökulsins. Þó er frekar ósennilegt að hinir sömu endi ferðalagið suður við Sikiley,“ segir Hjalti að síðustu. sbs@mbl.is Gengið á Snæfellsjökul um páska Átta tímar á toppinn Hjalti Þór Björnsson Sólarhringnum sé ekki snúið við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.