Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hlæjandi hress börn sjást nú á vappinu um borg og bý enda páskafrí frá skóla gengið í garð um land allt. Nóg er þá svigrúmið til að gæða sér á súkkulaðipáskaeggjum og öðru góðgæti sem fylgir með. Veðrið mun þó ekki leika við lands- menn í fríinu en allar líkur eru á veglegu páska- hreti, samkvæmt Veðurstofunni. Búast má við éljagangi á skírdag og föstudaginn langa. Hret verður fyrir norðan á páskadag ásamt frosti. Páskafrí með súkkulaðiívafi hafið um land allt Morgunblaðið/Eggert Veðrið mun ekki leika við landsmenn yfir páskana í ár Ríkisútvarpið efnir í kvöld til borg- arafundar um heilbrigðismál. Í til- kynningu kemur fram að boðið verði upp á málefnalegan umræðuvett- vang þar sem leitað verði svara við spurningum almennings um heil- brigðiskerfið og framtíð þess. Sérfróðir gestir sem og fulltrúar stjórnmálaflokkanna munu sitja fyr- ir svörum. „Ég er enginn sérfræðingur“ Athygli hefur þó vakið að Kári Stefánsson er ekki á meðal auglýstra gesta fundarins, en hann er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og upp- hafsmaður söfnunarinnar þar sem safnast hafa um 85 þúsund undir- skriftir, til stuðnings endurreisn heilbrigðiskerfisins. Í samtali við mbl.is skýrði Kári frá því að hann hefði upphaflega komið með hugmyndina að fundinum á borð til Ríkis- útvarpsins. Út- varpsstjóri hefði gripið hugmynd- ina á lofti. „Svo hafa þau samband við mig og segjast vera búin að skipuleggja þetta. Þau ætli að hafa tvö pallborð, í öðru borðinu verði ýmsir sérfræðingar og í hinu borðinu verði pólitíkusarnir. Þeir buðu mér að taka þátt með sérfræð- ingunum og ég sagði þeim að það kæmi ekki til greina, ég væri enginn sérfræðingur og hefði ekki unnið í ís- lensku heilbrigðiskerfi í fjörutíu ár.“ Fyrst að ekki hefði staðið til boða að vera í pallborði með stjórnmála- mönnunum hefði hann því sagst ekki vilja taka þátt í fundinum. Honum finnist hann þó verða að koma þeim skilaboðum til þeirra sem skrifað hafi undir í söfnuninni að honum hafi ekki staðið til boða að vera þátttakandi í fundinum. „RÚV vill okkur ekki í þessu og það er í sjálfu sér allt í lagi því það verða um- ræður um heilbrigðismál en ekki um mig, aðstandendur söfnunarinnar eða hana sem slíka.“ Þá tekur Kári fram að honum þyki myndarlegt af RÚV að halda borgarafundinn. „En ég hefði haldið að skemmtilegasta sjónvarpið væri að etja mér gegn stjórnmálamönn- unum í þessum hópi. En RÚV er með svolitla drottningarstæla og þeir vilja stjórna og þeir vilja ráða. Þeir lúta ekki einu sinni „common sense“.“ „Ekki pólitísk uppákoma“ Ingólfur Bjarni Sigfússon, vef- og nýmiðlastjóri RÚV, segir í samtali við mbl.is að Kára hafi vissulega ver- ið boðið til fundarins. „Við buðum honum og hann vildi ekki þiggja það boð. Þetta er í sjálfu sér ekki pólitísk uppákoma heldur borgarafundur, þar sem við erum að leita svara en ekki að setja þumal- skrúfur á menn eða vinna að ein- hverjum tilteknum málstað,“ segir Ingólfur, en ekki sé um að ræða fund þar sem Kári, eða einhver annar, herji á stjórnmálamenn. „RÚV hef- ur allt annað hlutverk og lagaramma heldur en þann.“ sh@mbl.is „RÚV með drottningarstæla“  Kári Stefánsson ekki á meðal gesta á borgarafundi RÚV um heilbrigðismál  Hafnaði boði um að vera í pallborði sérfræðinga  „RÚV vill okkur ekki“ Kári Stefánsson Viðar Guðjónsson Freyr Bjarnason Velferðarráðuneytið tilkynnti í gær að Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefði undirritað samn- ing við fjórar heilbrigðisstofnanir um þátttöku þeirra í skipulögðu átaki til að stytta bið sjúklinga eftir brýnum aðgerðum. Áformað er að verja 1.663 m.kr. til þessa verkefnis á árunum 2016 – 2018, þar af um helmingi fjárins á þessu ári. Fram kemur á vef vel- ferðarráðuneytisins, að liðskipta- aðgerðum verði fjölgað um 530 en 1.336 sjúklingar bíða eftir liðskipta- aðgerð. Augasteinsaðgerðum verð- ur fjölgað um 2.890 en 3.893 bíða eftir augasteinsaðgerð. Hjartaþræðingum fjölgar um 50 en áætlað er að framkvæma 1.725 aðgerðir á tímabilinu. Í janúar voru 92 einstaklingar á biðlista. Í tilkynningu frá velferðarráðu- neytingu segir að áskilið sé að framkvæmd aðgerða sem heyra undir átakið leiði ekki til þess að bið eftir öðrum valkvæðum aðgerð- um lengist. Þá þurfa aðilar sem taka þátt í átakinu að skila mán- aðarlegri greinargerð um fram- vindu átaksins. Langir biðlistar gífurleg sóun Fréttamannafundur var haldinn í gær í tilefni af átakinu. Birgir Jak- obsson landlæknir segir langa bið- lista vera gífurlega sóun og því hafi verið nauðsynlegt að ráðast í skipu- legt átak til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum. „Ég er ánægður með að það skuli vera ráðist í þetta núna og reynt að koma þessum biðtíma í það horf þar sem hann er bestur í nágrannalönd- unum. Þetta er gífurleg sóun að hafa svona langa biðlista,“ segir Birgir. Stytting biðlista boðuð Átak Ráðherra og forstöðumenn heilbrigðisstofnana skrifa undir.  1.663 milljónir kr. á þremur árum Enskur barnataugalæknir, dr. Wa- ney Squier, sem hefur veitt sér- fræðiálit í fjölda dómsmála sem varða svonefndan barnahristing (e. shaken baby syndrome) hefur verið sviptur lækningaleyfi. Squier kom meðal annars fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í slíku máli árið 2014. Enska eftirlitsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Squier hefði af- vegaleitt dómstóla með framburði sínum. Skoðanir Squier stangast á við meirihluta sérfræðinga sem telja að bólgur í heila, blæðingar á milli höf- uðkúpu og heila og blæðingar á sjón- himnu séu merki um áverka á börn- um. Slíkt hefur verið nefnt barnahristingur á íslensku. Squier er á öndverðum meiði og hefur verið kvödd til sem sérfræðing- ur í fjölda mála þar sem sakborn- ingar eru sakaðir um að hafa valdið dauða ungra barna með Árið 2014 kom Squier fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur og gaf skýrslu í tengslum við mögulega endurupp- töku máls Sigurðar Guðmundssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals barns á daggæslu í Kópavogi árið 2001. Þar hélt Squier því fram að aðrir þættir hefðu getað skýrt dauða drengsins og frekari rannsóknir hefði þurft að gera til að skera úr um dánarorsök hans. Endurupptöku- nefnd samþykkti að taka mál Sig- urðar upp aftur í fyrra. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar, segir að niðurstaða ensku eftirlitsnefndarinnar ógildi ekki allar niðurstöður hans. Matsgerð læknis- ins var grundvöllur endurupptöku. „Hins vegar er alveg ljóst að þessi úrskurður nefndarinnar ómerkir ekki sjálfkrafa allt það sem frá henni hefur komið enda væri það afar sér- stakt,“ segir Sveinn Andri sem bendir á að matsgerðir frá Squier hafi m.a. legið til grundvallar sakfell- inga í barnahristingsmálum. Svipt lækningaleyfi Sveinn Andri Sveinsson  Lögmaður telur sviptingu ekki þurfa að ógilda vitnisburð  Endurupptaka barnahristingsmáls m.a. fyrir tilstilli SquierMál íbúa Kjósarhrepps og Hval-fjarðar gegn Silicor Materials Inc., Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að fá ógilta þá ákvörðun að ekki þurfi umhverf- ismat vegna fyrirhugaðrar kísilverk- smiðju fyrirtækisins á Grundartanga verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stefnendur eru fimmtíu og tveir talsins og er Skúli Mogensen, for- stjóri WOW air, þeirra á meðal. „Stefnendur vilja ógilda þá ákvörðun að stærsta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum sem beitir byltingarkenndum nýjum að- ferðum í náttúruperlu sem þegar er komin að þanmörkum hvað varðar mengun, þurfi ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður stefn- enda. Það var Skipulagsstofnun sem tók þá ákvörðun að fyrirhuguð fram- kvæmd Silicor Materials á Grundar- tanga skyldi ekki háð umhverfismati. „Ekkert kom fram við meðferð málsins sem benti til þess að starf- semin kynni að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og þyrfti þar af leiðandi að sæta umhverfismati,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar 29. apríl 2015. laufey@mbl.is Fyrirtaka 52 stefnendur vilja ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar. 52 stefna í máli gegn Silicor Materials

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.