Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, segir fráleitt að bandarísk stjórn- völd skuli tengja Atlantshafsþorsk við áhættumat vegna ólöglegra veiða. „Raunin er kannski sú að það kerfi eftirlits og rekjanleika sem við erum með er eitt það besta í heiminum. Við höfum því unnið að því og lagt ríka áherslu á að Bandaríkin orði hlutina eins og þeir eru og séu ekki að draga svona hluti inn í nauðsynlega vinnu við að uppræta ólöglegar veiðar á heims- vísu og auka rekjanleika fisktegunda í heiminum.“ Vinna á alþjóðavísu Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Bandaríkin hafa sett Atl- antshafsþorsk á lista yfir tegundir í hættu vegna ólöglegra og eftirlits- lausra veiða. Sigurður segir það mjög flókið í framkvæmd ef hvert markaðssvæði fer að setja sér sínar eigin reglur í stað þess að vinna að eftirliti og rekjanleika á alþjóðavísu „Núna vinnum við með öðrum þjóðum í því að fá Bandaríkin af þessari vegferð og vinna frekar með okkur og öðrum í að setja alþjóð- legar reglur.“ Fráleitt að tengja þorskinn við áhættu vegna ólöglegra veiða Golþorskur Ráðherra segir ís- lenska eftirlitskerfið eitt það besta.  Unnið er að því að fá Bandaríkin af vegferð sinni Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Framleiðendur kvikmyndarinnar Noah hafa ekki fengið fulla endur- greiðslu framleiðslukostnaðar sem féll til við gerð myndarinnar hér á landi að því er heimildir Morgun- blaðsins herma, en hún var tekin upp hér á landi árið 2012. Samkvæmt tölum á vefsíðu Kvik- myndamiðstöðvar Íslands, hafa um 137 milljónir króna verið endur- greiddar vegna Noah, en enn eru eft- ir um 100 milljónir. Lög um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi kveða á um að 20% framleiðslukostnaðar fá- ist endurgreidd úr ríkissjóði. Félag var stofnað um verkefnið í eigu kvikmyndaframleiðandans Pa- ramount Pictures og íslenska fyrir- tækisins True North, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Paramount litið framhjá Íslandi í tveimur tilvikum í kjölfar þessa, en um tvö stór verkefni var að ræða. Tafðist vegna umfangs Að sögn Kristjáns Skarphéðins- sonar, ráðuneytisstjóra atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, stafar dráttur greiðslunnar af um- fangi verkefnisins. „Þetta var mjög stórt verkefni og við fórum ítarlega í gegnum það frá öllum hliðum. Annað slagið tökum við stikkprufur og þurf- um að fara betur í gegnum það. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að taka lengri tíma,“ segir hann. Ekki er í lögum sérstakur tímarammi um endurgreiðslurnar. Hækkun úr 20% í 25% Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, lagði í síðustu viku fram frumvarp um breytingar á áðurnefndum lögum. Þar er meðal annars áformað að endurgreiðslan hækki úr 20% og í 25%. Helsta markmið breyt- inganna er að tryggja sam- keppnis- hæfni Íslands sem tökustaðar fyr- ir kvikmyndir, en í Noregi er endur- greiðslan til að mynda 25%. Hvorki náðist í iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra né forsvars- menn True North við vinnslu fréttarinnar. Morgunblaðið /Birkir Fanndal Tökustaður Nú er í tökum myndin Fast and the furious 8. Endurgreiðslur vegna hennar nema yfir 500 milljónum. Hundrað milljónir ekki fengist greiddar  Ekki hefur fengist full greiðsla úr ríkissjóði vegna Noah Mikil gróska hefur verið í kvik- myndagerð hér á landi síðustu ár og erlendir framleiðendur í auknum mæli litið til Íslands. Alls voru endurgreiddar um 800 milljónir kr. vegna 47 verkefna á síðasta ári, en fjárheimild til endurgreiðslna er í ár 1.137 millj. kr. að meðtöldum rekstrarkostnaði sem er 30 milljónir. Vegna óvenju stórra verkefna í ár er fjárheimild til endurgreiðslna hærri, en tímabundin hækkun hennar nemur um 300 milljónum. Í því samhengi má nefna er- lendu kvikmyndina Fast and the Furious 8 þar sem endurgreiðslan er um 520 m.kr., en tökur myndar- innar standa nú yfir hér á landi. Fjárheimild hærri í ár VINSÆLL TÖKUSTAÐUR Kvikmyndin Noah var tekin upp hér á landi árið 2012. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hóp prjónakvenna frá Ullarvinnsl- unni í Þingborg rak í rogastans á garnsýningu í Edinborg á dögunum þegar þær rákust á ullarsokka úr merinóull sem voru fram settir eins og þeir væru íslenskir. Á miðanum sem fylgdi sokkunum stóð „Merino Icelandic Wool Socks“ og hann skreytti mynd af Jökulsárlóni til að tengja sokkana Íslandi enn frekar. Margrét Jónsdóttir, ein af Þing- borgarkonum, segir að það mætti al- veg skilja framsetninguna á sokk- unum sem svo að þeir séu úr íslenskri merinóull en slík ull er ekki til á Ís- landi. „Þeir hafa líklega ekki áttað sig á því að það er ekkert merinósauðfé hér á landi, það er bara einn fjárstofn á Íslandi,“ segir Margrét og bætir við að eina tenging sokkana við Íslands sé í munstrinu. „Þessir sokkar eru símunstraðir og hluti af munstrinu er áttablaðarósin sem er norræn. Þeir vísa í að munstrið sé íslenskt sem það er ekki nema að mjög litlu leyti. Okk- ur fannst þetta óskammfeilið. En ég hugsa að þeir noti Íslandstenginguna vegna vinsælda íslenskra ullarvara og að hingað kemur mikið af Bret- um.“ Sokkarnir eru framleiddir af John Arbon Textiles í Englandi. Margrét er búin að senda athugasemd til fyrir- tækisins, annað er ekki hægt að gera. Merinófé er vinsælt vegna ullar sinnar sem er mjúk, fíngerð, hára- löng, jöfn og laus við tog. „Hún er ekkert lík íslensku ullinni en íslenska þelið er ekkert langt frá merinóull, í dag er tog og þel ekkert skilið í sund- ur,“ segir Margrét. Ullarvinnslan í Þingborg í Flóa- hreppi er við hringveginn og þar stoppar mikið af erlendum ferða- mönnum í leit að íslenskum lopavör- um. „Þeir eru mjög margir meðvit- aðir um að kaupa íslenska vöru, unna hér á landi. Við erum með sérvalda ull í náttúrulegum litum og hún er unnin á Íslandi, frá A til Ö.“ Ullarsokkar sem sigla undir fölsku flaggi  Mætti halda að þeir væru íslenskir  Símunstraðir og úr ull af merinófé Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir Ullarsokkar Þessir sokkar eru merktir Íslandi með nafni og mynd. Landssamtök sauðfjárbænda kynntu nýverið sér- stakt upprunamerki fyrir allar íslenskar sauðfjár- afurðir, bæði kjöt- og ullarafurðir. Tilgangur merkis- ins er að draga fram og benda á sérstöðu, hrein- leika og gæði íslenskra sauðfjárafurða, segir á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda. Með sérstökum ullarmiðum er gerð grein fyrir því að lagskipt ullin af íslenska fénu fyrirfinnst hvergi annars staðar og lopaklæði og gærur hafa haldið hita á þjóðinni í óblíðri íslenskri veðráttu í meira en þúsund ár. Stefnt er að því að hver einasta lopapeysa sem seld er í verslunum hérlendis verði merkt, sé hún sannarlega úr ís- lenskri ull. Ullin upprunamerkt LANDSSAMTÖK SAUÐFJÁRBÆNDA Upprunamerkið. Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.