Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Páll Steingrímsson kvikmyndagerð- armaður vinnur nú að veigamesta verkefninu sem hann hefur lagt í að eigin sögn. Það fjallar um uppfinn- ingu Ólafs Jónssonar sem Páll kallar „jarðorkuvélina“. „Þetta verkefni varðar framtíð allra jarðarbúa,“ sagði Páll. „Hug- myndina að jarðorkuvélinni á Óli uppfinningarmaður, Ólafur Jónsson. Hún byggist á varmanotkun sem Ís- lendingar þekkja öðrum þjóðum bet- ur, sem sagt jarðhita. Óli hyggst nota sjó í stað ferskvatns til gufu- myndunar. Enginn vafi er á að þetta er hægt, jafnvel alls staðar þar sem land liggur að sjó. Það er bara mis- langt og dýrt að sækja hitann. Þar sem skilyrði eru best eru fáir tugir metra frá sjávarbotni niður á kjör- hita jarðskorpunnar.“ Páll sagði að þegar búið væri að fella salt og önnur snefilefni úr guf- unni yrði til ferskvatn. Það mundi í sumum tilfellum reynast mikilvæg- ara en raforkan sem gufan skapaði. Hann sagði að ferskvatn væri víða á þrotum og fólk farið að flýja svæði þar sem fornir brunnar væru gengn- ir til þurrðar. Jarðyrkja er mjög vatnsfrek og með síaukinni ræktun er víða farið að bera á vatnsskorti og sumstaðar í heiminum er vatnið komið að þrotum. Víða er ekki hægt að endurnýta áveituvatn vegna þess hve mengað það er af skordýraeitri. „Jarðorkuvélin“ gæti í tilfellum gjörbreytt því ástandi. Merkileg nýjung í Frakklandi Páll fór nýlega til Frakklands vegna undirbúnings heimildarmynd- arinnar um „Jarðorkuvélina“ og virkjun jarðvarma og sjávar til orku- myndunar. Þar heimsótti hann ITER og skoðaði samrunaorkustöð sem sjö þjóðir standa að. Orkustöðin er að öllum líkindum dýrasta orku- tilraun sem gerð hefur verið í heim- inum, að sögn Páls. Samferðamaður hans var dr. Þorsteinn Ingi Sigfús- son, forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Hann ætlar að halda utan um fræðilega hluta heim- ildarmyndarinnar. „Það kom mér á óvart hve að- gangur okkar að orkuverinu var auðfenginn og fyrirgreiðsla öll eins og við værum velkomnir á staðinn,“ sagði Páll. „Ástæðan fyrir þessu við- horfi er tvíþætt. ITER er samstarf þar sem allir aðilar hafa jafnan rétt. Engin ákvörðun er tekin nema allir séu henni hlynntir. Sama er að segja um kynningu fyrirtækisins, áhersla er lögð á að allir sem vilja geti heimsótt það. Daglega er farið með gesti um svæð- ið undir leiðsögn og hvergi farið í manngreinarálit. Þetta spyrst vel út og fjölmargir skoða ITER. Leið- sögumaður okkar nefndi þetta mannlega þáttinn í samskiptum ITER við fólkið.“ Aldrei brýnna en nú Páll sagði að í nýju heimild- armyndinni yrði stiklað á stóru um nýtingu jarðefnaorkugjafa í dag, það er kola, olíu og gass. Jarðarbúar viti að komið sé að þolmörkum vegna mengunar sem þessi efni valda. Því sé komið að vistvænni orkugjöfum eins og sólar-, vatns-, sjávarfalla- og vindorku. Sagan um Óla uppfinn- ingamann og hugmynd hans verður leiðandi söguþráður heimildarmynd- arinnar. „Myndin sem ég stefni að hefur aldrei átt brýnna erindi en nú,“ sagði Páll. „Allir vita að það er stórhætta á ferð ef ekki verður strax gripið til róttækra aðgerða. Það stefnir í koll- steypu í lífríkinu ella og ekki bara á landi. Súrnun hafanna verður æ aug- ljósari og það mun vissulega koma þungt niður á Íslendingum.“ Jarðorkuvél sem framleiðir rafmagn  Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd um vistvæna orkugjafa  Páll heimsótti nýlega ITER-samrunaorkuverið sem verið er að byggja í Frakklandi Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Jarðorkuvél Páll Steingrímsson (t.v.) undirbýr heimildarmynd um Ólaf Jónsson (t.h.) sem hefur fundið upp aðferð til að framleiða vatn og orku. Tölvueikning/ÓJ Orka og vatn Hugmyndin byggist á því að nota jarðhita til að hita upp sjó. Gufan er notuð til að framleiða rafmagn og ferskt vatn er aukaafurð. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hingað hafa borist erindi frá sveit- arstjórnum sem lýsa óánægju með þessa breytingu. Við að sjálfsögðu hlustum á þau sjónarmið en ákvörð- un okkar stendur,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður hjá Póstinum. Íslandspóstur hefur fengið leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar til að fækka dreifingardögum á pósti í dreifbýli. Verður pósti, frá og með 1. apríl næstkomandi, dreift þrjá daga í viku aðra vikuna og tvo daga í hinni. Höfum enga valkosti „Samkvæmt skilgreiningu er þetta lágmarksþjónusta en Póstur- inn mun áfram leitast við að veita sem besta þjónustu í samræmi við óskir hvers viðskiptavinar,“ segir Brynjar. „Þó verður að segjast að kostnaður við póstdreifingu úti í sveitunum er mjög hár og meðgjöfin er mikil. Það er á engan hátt hlut- verk Íslandspósts að niðurgreiða þessa þjónustu og við höfum því í raun enga aðra kosti í stöðunni.“ Brynjar bætir við að halda verði því til haga að áfram verði haldið uppi daglegum póstflutningum um allt land, það er á pósthús og aðra af- greiðslustaði. Þangað geti dreif- býlisfólk nálgast sendingar ef mikið liggur við, ella beðið til næsta dags eða pantað heimsendingu strax gegn aukagjaldi. Stólað á póstinn Fækkun póstdaga í sveitinni kem- ur illa við íbúa þar og „er algjörlega ólíðandi,“ eins og segir bókun sem sveitarstjórn Flóahrepps gerði á dögunum. Þá hafi póstkassar nýlega verið færðir út að þjóðvegi í stað þess að vera heima við bæi. „Það væri strax til bóta ef pósti væri dreift þrjá daga í hverri viku, en ekki tvo daga í annarri vikunni,“ segir Árni Eiríksson, oddviti Flóahrepps, í samtali við Morgunblaðið. Póstmál komu einnig til umræðu á aðalfundi Búnaðar- og framfara- félags Landmannahrepps í Rangár- þingi ytra ný nýlega. Þar segir að fólk í sveitum stóli á póstinn til dæm- is að reikningar berist í tæka tíð, sé fólk ekki með heimabanka. „Net- samband er víða hvergi nærri í neinu lagi og enginn vilji hjá símafyrir- tækjum að þjónusta landsbyggðina eins og vert sé,“ segir Sigurbjörg Elimarsdóttir á Galtalæk á Landi. Engin niðurgreiðsla  Ákvörðun um fækkun póstdaga stendur  Landsbyggðarfólk er ósátt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landpóstur Vestfirðingurinn Anna Benkovic með bréfin til Bíldudals. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Áfengis- og tóbaksneysla íslenskra unglinga er lítil miðað við jafnaldra þeirra í heiminum samkvæmt niður- stöðu könnunar sem Alþjóða heil- brigðisstofnunin (WHO) gerði árin 2013/2014. Könnunin nær til 42 vel stæðra þjóða og hefur fjöldi þeirra sem prófa að reykja og drekka fyrir 14 ára aldur dregist saman í öllum löndunum, sérstaklega meðal stúlkna. Minnsta tóbaksnotkunin var á Íslandi en 3% 15 ára íslenskra ung- linga reykja einu sinni í viku eða oft- ar á meðan um 50% grænlenskra jafnaldra þeirra reykja. Ásamt Ís- landi var minnst reykt í Albaníu, Kanada, Noregi og á Spáni. „Þetta er bæði jákvætt og ánægju- legt, sérstaklega í ljósi þess að öllum þeim mælingum, sem eru gerðar, ber saman um þetta,“ segir Viðar Jens- son, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. „Hjá 10. bekk- ingum mældust daglegar reykingar árið 2009 í kringum 10% en mælast núna í dag um 2%. Við sjáum líka að í framhaldsskóla hefur orðið mikill ár- angur, yfir 20% nemenda reyktu daglega í kringum 2000 en 2013 er þetta komið niður í 7,6%,“ segir Við- ar en hann telur að breytt viðhorf til reykinga hafi þarna mest að segja. Tæknin hefur áhrif Þegar kemur að áfengisneyslu unglinga er Ísland líka neðarlega. Aðeins 6% 15 ára unglinga hefur drukkið tvisvar sinnum eða oftar á meðan tæplega 40% danskra jafn- aldra þeirra hafa gert það. Ísland er líka neðst á lista 15 ára sem drekka a.m.k. einu sinni í viku, en 2% stelpna og 3% stráka gera það. „Áfengis- neysla hefur verið að dragast saman jafnt og þétt alveg frá 1974 þegar þessar rannsóknir á 10. bekkingum hófust,“ segir Sveinbjörn Kristjáns- son, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis. „Menningalegir og fé- lagslegir áhrifaþættir hafa þarna mest að segja, t.d. að foreldrar fylgj- ast miklu betur með unglingum í dag en var og þá er hægt að ná í barnið á hvaða tíma sem er í gegnum síma. Tæknin hefur líka áhrif, krakkar eru inni á kvöldin um helgar og hafa samskipti við sína félaga í gegnum netið. Færri tækifæri skapast þá til að verða fyrir áhrifum af félags- skapnum en fiktið gerist í félagshóp. Sjálfræðisaldurinn hefur hækkað og það urðu líka ákveðnar breytingar þegar grunnskólinn fór til sveitarfé- laganna, foreldrar fóru að koma meira inn í skólastarfið. Þessi um- gjörð í kringum unglingana okkar hefur verið að breytast á síðustu ár- um og er það hluti af skýringunni á því hversu vel hefur gengið.“ Eini listinn sem Ísland vermir ekki neðsta sætið á er yfir kannabis- neyslu, þar sem það er fimmta neðst. 7% 15 ára stráka og 5% stelpna sögð- ust hafa prófað kannabisefni. „Þetta hlutfall hefur staðið í stað, það er ákveðinn hópur sem er tilbúinn að prófa en langflestir sem hafa prófað hafa gert það einu sinni til tvisv- ar,“segir Sveinbjörn. Reykja og drekka lítið miðað við jafnaldra  Íslenskir unglingar koma vel út úr könnun WHO á áfengis- og tóbaksneyslu Íslensk ungmenni í alþjóðasamanburði 2013/2014 15 ára sem reykja a.m.k. einu sinni í viku DrengirStúlkur Grænland Búlgaría Króatía Ítalía Ungverjaland Frakkland Rúmenía Slóvakía Litháen Lúxemborg Pólland Austurríki Grikkland Lettland Þýskaland Tékkland Finnland Slóvenía Rússland Belgía Eistland Malta Úkraína Ísrael Holland Portúgal Skotland Sviss Spánn Írland Danmörk Wales Moldóva England Svíþjóð Kanada Albanía Noregur Ísland Armenía Heimild: WHO 0 20 4010 30 50 60 Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.