Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samgönguáætlun fyrir árin 2015- 2018 var lögð fram á Alþingi sem þingsályktunartillaga fyrir síðustu helgi. Með henni er verkefnaáætlun fyrir annað tímabil stefnumótandi samgönguáætlunar fyrir árin 2011- 2022 endurskoðuð og uppfærð. Umfang samgönguáætlunar ár- anna 2015-2018 er upp á rúmlega 125 milljarða króna. Þar af er veg- og hafnaáætlun upp á samtals 105,9 milljarða, framlög til hafn- arframkvæmda eiga að verða 4,3 milljarðar og rúmlega 8,5 milljarðar eiga að fara til flugvalla og flug- leiðsöguþjónustu. Til reksturs Sam- göngustofu fara 6,4 milljarðar. Almenn verkefni vegna stofn- kostnaðar vega var 4,4 milljarðar 2015, verður 3,2 á þessu ári, hækkar í 6,8 milljarða 2017 og 7,7 árið 2018. Áfram Reykjavíkurflugvöllur Í áætluninni eru skilgreind ýmis markmið og áherslur varðandi sam- göngumál. Þar á meðal eru fimm markmið um greiðar samgöngur. Þau eru m.a. að bæta aðgengi og hreyfanleika í samgöngukerfinu fyr- ir fólks- og vöruflutninga innan og á milli svæða. Einnig að skilgreind verði vinnusóknarsvæði í samræmi við sóknaráætlun landshluta. Þá á uppbygging og rekstur samgangna að efla atvinnulíf innan og milli landshluta. Huga á að samgöngu- bótum með tilliti til uppbyggingar og þróunar ferðaþjónustu. Auk þess verði gáttir landsins skilgreindar og styrktar og unnið verði að opnun fleiri gátta til og frá landinu í þágu jákvæðrar byggðaþróunar. Meðal áherslna til að ná mark- miði um greiðar samgöngur er m.a. að „viðræðum ríkisins og Reykja- víkurborgar verði framhaldið með það markmið að Reykjavíkur- flugvöllur geti áfram þjónað innan- landsflugi á fullnægjandi hátt.“ Endurskoða á almennings- samgöngur á grundvelli nýrra laga um farþegaflutninga á landi. Skipu- lag þeirra miðist við heildstætt kerfi. Áfram á að vinna að forgangi þeirra í umferðinni með uppbygg- ingu sérreina, forgangi á umferða- ljósum og öðrum aðgerðum. Einnig eru sett fram markmið um hag- kvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur, öryggi í samgöngum og jákvæða byggðaþró- un. Varðandi öryggi í samgöngum er t.d. nefnt að hraðamyndavélum verði fjölgað. Einnig verði hugað að upptöku sjálfvirks meðalhraðaeftir- lits. Meðalhraði ökutækis á nokk- urra kílómetra kafla verður þá mældur en ekki einungis hraði á einstökum stöðum eins og hingað til. Ný aðferð við hraðamælingar  Um 125 milljörðum króna varið til samgöngumála á árunum 2015-2018  Ný samgönguáætlun 2015-2018 lögð fram á Alþingi  Skilgreind markmið og áherslur varðandi samgöngur í landinu Morgunblaðið/Ómar Vegakerfið Auka á fjárframlög til almennra verkefna við stofn- og tengivegakerfið á árunum 2017 og 2018. Þau verða 3,2 milljarðar á þessu ári en fara í 6,8 milljarða á næsta ári og svo 7,7 milljarða á árinu 2018. Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur Stefnt er að því að flugvöllurinn geti áfram þjónað innanlandsfluginu á fullnægjandi hátt í þágu greiðra samgangna. Lagt er til í þingsályktunartillögu að samgönguáætlun 2015-2018 að framkvæmdir við jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði boðnar út seint á þessu ári. Fram- kvæmdir við jarðgöngin hefjist eft- ir mitt ár 2017 og að þeim ljúki árið 2020. Áætlað er að Dýrafjarð- argöng muni kosta um 9,2 milljarða króna. Jarðgöngin munu stytta Vestfjarðaveg um 27 kílómetra. Gert er ráð fyrir því að vinna að jarðfræðirannsóknum í væntanlegu gangastæði Seyðisfjarðarganga fari fram á árunum 2015-2018. Framkvæmdir við Norðfjarð- argöng hófust árið 2013 og þeim mun væntanlega ljúka á næsta ári. Jarðgöngin munu kosta um 12,5 milljarða króna, samkvæmt jarð- gangaáætlun. Framkvæmdir eru hafnar við jarðgöng að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík og munu þau kosta um 3,1 milljarð. Sú fram- kvæmd er utan þjóðvegakerfisins. Heildarlengd jarðganga Vega- gerðarinnar er nú 37,6 kílómetrar og 43,4 að viðbættum Hvalfjarð- argöngum sem Spölur rekur. Fram kemur í athugasemdum að í fyrri samgönguáætlunum hafi verið miðað við að aðeins væri unn- ið að einum jarðgöngum á hverjum tíma. Ákveðið var með samþykkt viðauka samgönguáætlunar 2007- 2010 að unnið yrði að gerð tveggja jarðganga samtímis. gudni@mbl.is Framlög til jarðganga Heimild: Samgönguáætlun 2015-2018.Upphæðir eru í milljónum króna. 2015 2016 2017 2018 Norðfjarðargöng 3.000 3.000 2.230 Dýrafjarðargöng 1.500 3.000 Seyðisfjarðargöng 70 70 Jarðgangarannsóknir 10 10 Jarðgöng undir Húsavíkurhöfða 850 1.490 670 Ný jarðgöng fyrir austan og vestan  Dýrafjarðar- og Seyðisfjarðargöng Hefðu gjaldskrár markaðra tekjustofna Vegagerðarinnar verið hækkaðar til samræmis við verðlag, eins og flestar aðr- ar opinberar gjaldskrár, myndu tekjustofnarnir skila hátt í 23 milljörðum króna á ári í stað 16 milljarða nú. Þetta kemur m.a. fram í athugasemdum við þingsályktunartillögu um sam- gönguáætlun 2015-2018. Vegagerðin fær bæði fé af mörkuðum tekjustofnum og bein framlög úr ríkissjóði. Hafnarframkvæmdir fá hins vegar aðeins bein framlög úr ríkissjóði. Bein framlög úr ríkis- sjóði 2015 voru samtals 7.833 milljónir króna. Þar af 6.994 milljónir til Vegagerðarinnar og 839 milljónir til hafnarfram- kvæmda. Samsvarandi tala á þessu ári er 7.206 milljónir, á næsta ári 10.025 milljónir og 8.658 milljónir árið 2018. Áætl- aðar sértekjur Vegagerðarinnar eftir sameiningu stofnana eru 395 milljónir króna á ári. Á síðasta ári, 2015, er áætlað að markaðar tekjur Vegagerðar- innar hafi verið bensíngjald 7.310 milljónir, kílómetragjald eða þungaskattur 770 milljónir, olíugjald 8.140 milljónir og vita- gjald 274 milljónir. Samgöngu- áætlunin gerir ráð fyrir árlegum hækkunum þessara gjalda. Þannig skili bensíngjaldið 9.150 milljónum árið 2018, þunga- skatturinn rúmum milljarði, olíugjaldið 9.925 milljónum og vitagjaldið 354 milljónum. Markaðar tekjur og framlög VEGAGERÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.