Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Það er nauðsynlegt að fólk geti fundið sér íbúð að búa í á þeim tíma sem það flytur úr foreldrahúsum og að íbúðin sé á þeim kjör- um að viðkomandi ráði við þau. Að undanförnu hafa verið umræður um að hvorugt þetta sé til staðar í íslensku þjóð- félagi. Þetta er ekki síð- ur æskilegt fyrir þjóð- félagið, til að halda í sitt unga fólk, sem er að hefja sitt ævistarf og á að standa undir velferð þegnanna í náinni framtíð. Fjárfestum í fyrstu íbúðinni með unga fólkinu okkar Þörf fyrir nýjar íbúð- ir er innan við tvö þús- und á ári að mati þeirra sem hafa fjallað um þörfina að undanförnu. Hvað ætli stór hluti þeirra sem kaupa þær þurfi aðstoð við fyrstu skrefin? Eigum við að giska á ¼ eða u.þ.b. 500. Erfiðasti hjallinn fyrir þann hóp er að leggja fram peninga í upphafi, sem þarf að gera nú vegna hámarks á lán- um í hlutfalli við verðmæti eignar- innar. Sé gert ráð fyrir að framlagið sé sex milljónir kr. á íbúð og 500 íbúð- ir, þá er um að ræða 3.000 milljónir á ári. Þessa peninga getum við auðveld- lega lagt fram úr sameiginlegum sjóð- um okkar gegn því að eignast sam- svarandi hlut í íbúðunum til skemmri tíma. Á íbúðunum væri kvöð um að rekstur þeirra og viðhald væri að fullu á vegum kaupandans og hann myndi kaupa hlutinn innan tíu ára eða selja íbúðina ella. Á upphæðina væru reikn- aðir hóflegir vextir, sem þá væru gerðir upp, t.d. vextir samsvarandi verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Ís- lands á hverjum tíma. Ef íbúðin væri seld innan þess tíma væri upphæðin gerð upp á sömu forsendum. Árleg útgjöld kaup- enda lækka umtals- vert fyrstu tíu árin Með þessu væri stórum hluta þessara að- ila gert kleift að kaupa sína fyrstu íbúð. Kostn- aður kaupendanna vegna íbúðarlána myndi lækka um a.m.k. 20% fyrstu tíu árin miðað við 30 milljóna króna eign, sem myndi fleyta mörg- um og kannski flestum þeirra yfir erfiðasta hjallann við íbúðar- kaupin. Við sem þjóðfélag myndum leggja til þessa peninga árlega, en upp- hæðin samsvarar 0,09% af eignum lífeyrissjóð- anna sem dæmi. Vegna takmörkunar á tíma og miðað við ofangreindar forsendur myndi upp- hæðin í heild aldrei verða meiri en 0,9% af þessari sömu eign og líklega umtals- vert lægri vegna líklegra kaupa íbúð- areigenda á þessum hlut á tímabilinu. Þetta er fjárfesting, ekki gjöf Fjármunirnir væru áfram eign okk- ar og þeir bæru vexti og því ekki um útgjöld að ræða, eingöngu bindingu þessara fjármuna. Málið er einfalt þannig að ekki þarf að koma á fót sérstakri stofnun vegna þessa með tilheyrandi kostnaði. Íbúðalánasjóður gæti auðveldlega séð um málið, enda er það skylt verk- efnum sjóðsins. Hann myndi gæta hagsmuna okkar sameiginlega sjóðs við þessi viðskipti, svo sem að gæta þess að kaupverð viðkomandi eigna sé rétt og eðlilegt í hverju tilviki og að sala á eignarhlutnum og uppgjör fari fram í samræmi við kvöðina. Auðleystur vandi ungs fólks við kaup á sinni fyrstu íbúð Eftir Sigurð Ingólfsson Sigurður Ingólfsson » Það er æski- legt fyrir þjóðfélagið að halda í sitt unga fólk, sem er að hefja sitt ævi- starf og á að standa undir velferð þegn- anna í náinni framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Gullsmárinn Spilað var á 10 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 17. mars. Úrslit í N/S: Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 203 Ragnar Jónsson – Lúðvík Ólafsson 188 Pétur Antonsson – Guðl. Nielsen 181 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 179 A/V Auðunn Guðmss. – Björn Árnason 217 Kristín G. Ísfeld – Óttar Guðmss. 198 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 197 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 178 Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 14. mars var spilað á 18 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S: Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 392 Logi Þormóðss. – Kristinn Sölvason 365 Trausti Friðfinnsson – Guðl. Bessason 360 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 337 A/V Óli V. Thorstensen – Anna L. Agnarsd. 371 Björn Arnarson – Magnús Hjartarson 370 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 367 Sigurður Kristjánss. – Jörgen Halldss. 364 Fimmtudaginn 17. mars var spilað á 14 borðum. Efstu pör í N/S: Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 367 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 364 Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnsson 359 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 356 A/V Trausti Pétursson – Ingvi Traustason 425 Óli V. Thorstensen – Anna L. Agnarsd. 377 Kristján Guðmss. – Magnús Hjartarson 348 Sigurður Þórhallss. – Sigr. Benediktsd. 332 Sverrir sterki sterkastur Hraðsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs lauk sl. fimmtudag. Tíu sveitir öttu kappi fjóra fimmtudaga og urðu helstu úrslit þessi. Sverrir sterki 2102 Bingi og feðgarnir 2054 Hjálmar 2029 Þorsteinn Berg 1980 Þórður Jörunds 1963 Að loknu súkkulaðihúðuðu páskafríi hefst svo Impa-keppni Bakarameistarans sem verður þriggja kvölda butler-tvímenn- ingur. Allir velkomnir. Það er sagt að til- laga Stjórnarskrár- nefndar um breyt- ingar á stjórnarskrá Íslands eigi að auka og efla lýðræði í land- inu. Þá er nauðsyn- legt að skilgreina hvað menn meina með orðinu lýðræði. Hér skal gerð smá tilraun til þess. Lýðræði felst í því að hver maður ráði sjálfum sér og þá engum öðrum, nema um það sé samið af frjálsum vilja hverju sinni. Lýðræði felst þannig í samn- ingum en ekki kúgun. Þó er það hefðbundin og lögformleg regla að meirihlutinn ráði þegar sam- komulag næst ekki. Stjórnmálaflokkarnir eru hinn formlegi vettvangur stjórnmála- umræðunnar í landinu meðal al- mennings. Allir eru meira en vel- komnir í flokkinn. Þar eru öll þjóðfélagsmál rædd og það á mörgum stigum: Í flokksfélög- unum, á kjördæmisþingum og loks á landsfundum þar sem ályktanir félaganna eru samræmdar og heildarstefna mynduð. Oftast eru heitar umræður í flokkunum um einstök málefni, allar athugasemd- ir og breytingatillögur teknar til greina og afgreiddar, samkvæmt fundarsköpum. Þannig er reynt að semja um öll mál svo að sem allra flestir geti samþykkt. Þetta gildir um alla flokkana. Vilji menn „hafa áhrif“ þá eru flokkarnir rétti vett- vangurinn til þess. Það er of seint að ætla sér að hafa áhrif þegar ákvörðun hefur verið tekin og mál- ið komið fyrir þingið til að lögfesta það. Því má jafnvel segja að þjóð- aratkvæðagreiðsla sé fyrirfram, á vegum flokkanna, um öll meirihátt- ar löggjafarmálefni, og vafasamt hvort fleiri myndu nýta atkvæðis- rétt sinn í allsherjar atkvæða- greiðslu. Kjósi menn að nýta ekki atkvæðisrétt sinn er það á þeirra ábyrgð en ekki kerfinu að kenna. Stjórnmálaflokkarnir eru þannig hornsteinar lýðræðisins. Þar er samið um málin, allir geta verið með sem vilja. Flokkarnir bjóða svo fram lista í þing- kosningum og þegar á þing er komið byrja samningar milli þing- flokkanna, sem enda með samningi um meirihlutasamstarf og myndun ríkisstjórnar. Lýðræðið byggist á því að menn semji um hvað rétt skuli teljast í hverju tilviki svo að sem flestir geti verið ánægðir með nið- urstöðuna. Það verða þó aldrei allir ánægðir samtímis, en sem flestir þó. Þetta er lýðræðið að verki! En það eru alltaf einhverjir í minnihluta hvort sem þjóðaratkvæðagreiðsla er við- höfð eða ekki. Þeir, sem ekki þola að lenda í minnihluta hljóta að vera lýðræðislega heftir. Alþingi endurspeglar yfirleitt það sem þjóðin hefur komið sér saman um og því væri það ólýð- ræðislegt ef einhver einstakur embættismaður eða stofnun gæti breytt því. Beint lýðræði, sem kallað er, er ekki lýðræði í sjálfu sér heldur stjórnleysi. Ef fólkið á að stjórna stjórnvöld- unum, er þá nokkur stjórn? Hver ætti þá að bera hina pólitísku ábyrgð á því sem ákveðið yrði í allsherjar atkvæðagreiðslu? Það getur enginn borið ábyrgð á því sem hann ræður engu um, stjórn- völd geta því ekki borið ábyrgð á því, sem ákveðið er á þann hátt, en yrðu kúguð til að sjá um fram- kvæmd þess og fólkið mundi samt örugglega kenna stjórnvöldum um ef illa tækist til. En ef lögin eru felld, hvað þá? Þegar efnt er til allsherjarat- kvæðagreiðslu gagngert til að hnekkja ákvörðun Alþingis, getur þingið engan veginn sætt sig við það og hlýtur að biðjast lausnar, þá verður að rjúfa þing og efna til kosninga (en getur þjóðin „beðist lausnar“). En hvað um forsetann? Þá er einnig felld hans staðfesting. Hann staðfestir lög fyrir hönd þjóðarinnar, allt sem hann gerir opinberlega gerir hann fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Það yrði þá vantraust á forsetann jafnframt og þá hlyti hann að biðjast lausnar um leið. Þetta yrði ein hringavit- leysa þar sem enginn stæði við neitt: Kjósendur stæðu ekki við kosningu til Alþingis, þeir sömu kjósendur stæðu ekki við kosningu forsetans, þannig yrði útkoman stjórnleysi á stjórnleysi ofan, ábyrgðarleysi, öryggisleysi og óvissa, erfitt yrði, ef ekki ómögu- legt með öllu að halda ákveðinni stjórnarstefnu, sem aftur mundi leiða til misræmis í lagasetningu með tilheyrandi réttaróvissu. Hæg- lega gæti farið svo að sömu flokkar fengju meirihluta á þingi aftur, því fæstir láta eitt afmarkað mál ráða sinni grundvallar lífsskoðun. Þá gæti Alþingi samþykkt frumvarpið aftur sem hafnað var, og þá væri komið upp hið hlálegasta þrátefli! Hvort ætti þá að ráða þetta um- rædda ákvæði eða fyrsta grein stjórnarskrárinnar? Mundi það efla lýðræði ef lítill minnihluti kjósenda gæti svipt Alþingi lög- gjafarvaldinu hvenær sem er. Án rökstuddrar ástæðu? Vilji menn af- nema þingræðið þá er hætt við að það yrði að breyta stjórnarskránni í mörgum greinum T.d. fyrstu greininni, þeirri þrítugustu og sjöttu og fertugustu og áttundu. Þessar greinar útiloka að hægt sé að kúga Alþingi yfirleitt. Tillaga stjórnarskránefndar um þjóðar- atkvæðagreiðslu felur, í raun, í sér afnám þingræðis, En það hefur aldrei verið talað um þetta mál á þeim nótum. Menn hljóta að sjá að bezt færi á því að Alþingi héldi sínu löggjafarvaldi – óskertu. Flokkarnir og lýðræðið Eftir Pétur Guðvarðsson Pétur Guðvarðsson » Þeir sem ekki þola að lenda í minnihluta hljóta að vera lýðræðis- lega heftir. Höfundur er fv. bóndi og rökhyggjumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.