Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 lÍs en ku ALPARNIR s FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Tollalækkun Salomonskór á ennbetra verðien áður!Salomon Speedcross 3 herraskór Stærðir 36-41 Verð áður 29.995 kr. nú 24.995 kr. MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Forstöðumaður siglingasviðs Vega- gerðarinnar hefur stigið fram og við- urkennt að um verulegt ofmat hafi verið að ræða á gæðum á allri rann- sóknarvinnu er lúti að Landeyja- höfn,“ segir Sveinn Rúnar Valgeirs- son, skipstjóri á Lóðsinum í Vest- mannaeyjum, en brösuglega hefur gengið að dýpka Landeyjahöfn frá því að belgíska dýpkunarskipið Gali- leo 2000 var fengið til landsins síðla í febrúar. „Núna segir forstöðumaðurinn að það taki 10 til 15 ár að gera nauðsyn- legar endurbætur á höfninni og það takist jafnvel aldrei.“ Vandinn liggur í hönnun dælu- skipa sem notuð hafa verið við Land- eyjahöfn að sögn Sveins en Galileo er 80 metra langt og undir miðju skipsins fer dæluhausinn niður. „Þetta þýðir að skipið er með 40 metra bæði fyrir framan og aftan dæluhausinn en til að komast inn í höfnina þarf að taka sandbakka við innsiglinguna og þannig þarf að sigla skipinu 40 metra upp á bakkann áð- ur en hægt er að dæla af honum. Þetta getur valdið vandræðum þar sem straumurinn er oftast í vestur þvert við hafnarmynnið og þá stend- ur annar hluti skipsins í straumnum en hinn inn í lygnuna.“ Ráðum ekki veðrinu Sigurður Áss Grétarsson, for- stöðumaður siglingasviðs Vegagerð- arinnar, segir verkið við Landeyja- höfn fyrst og fremst ganga hægt vegna veðurs. „Þetta er ekki mikill tími sem hef- ur farið forgörðum en samt einhver. Veðrið er helsta ástæða þess að þetta gengur hægar og ég vildi feg- inn að þetta verk myndi ganga betur og hraðar en við ráðum ekki veðr- inu.“ Jafnframt vísar Sigurður til byrj- unarörðugleika og segir menn að sjálfsögðu fara varlega við nýjar og erfiðar aðstæður, líkt og þær sem eru við Landeyjahöfn. Andrés Sigurðsson, hafnsögu- maður í Vestmannaeyjum, tekur undir með Sigurði og segir fáa góða daga hafa verið undanfarið. „Skipið fer út þegar veður leyfir og aðstæður eru hentugar. Það hafa ekki verið margir góðir dagar í vetur en þegar skipið fer út og aðstæður eru ásættanlegar eru afköstin mjög góð.“ Ekki náðist í skipstjóra Galileo 2000 en hann starfar hér á landi í þrjár vikur í einu og þá tekur nýr við næstu þrjár. Brösuglega gengur að dýpka Landeyjahöfn  Ofmat var á gæðum rannsókna við Landeyjahöfn að sögn skipstjóra Lóðsins  Vegagerðin segir veðurfar og byrjunarörðugleika fyrst og fremst valda töfum á dýpkunarframkvæmdum Landeyjahöfn Skipið Galileo 2000 kom til landsins síðla í febrúar. Meirihluti landsmanna, eða tæp- lega 52%, er hlynntur því að stað- göngumæðrun verði leyfð hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrr-ar skoðanakönnunar Mask- ínu. Tæpur fjórðungur, eða 23-24%. er því hins vegar andvíg. Karlar eru hlynntari því að leyfa stað- göngumæðrun en konur eða rúm- lega 56% á móti 46-47%. Yngra fólk er að sama skapi mun hlynnt- ara staðgöngumæðrun en þeir sem eldri eru. Þeir sem eru háskóla- menntaðir eru hins vegar síður líklegir til þess að styðja stað- göngumæðrun en þeir sem hafa minni formlega menntun. Ef horft er til stjórnmálaflokka er minnstur stuðningur við stað- göngumæðrun á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar. Minni hluti stuðningsmanna flokk- anna styður staðgöngumæðrun en meirihluti stuðningsmanna hinna flokkanna. Meirihluti hlynntur staðgöngumæðrun Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þar sem manni var gert að sæta gæslu- varðhaldi í fjórar vikur eða til 8. apr- íl vegna líkamsárásar sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 12. mars í Vestmannaeyjum. „Verður að fallast á það með lög- reglustjóra að ætla megi að kærði muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið og að rök- studdur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðs- bundnum dómi,“ segir í úrskurði héraðsdóms sem Hæstiréttur stað- festir. Maðurinn sem um ræðir á að sögn lögreglustjóra langa brotahrinu að baki þrátt fyrir ungan aldur og þá aðallega líkamsárásir og fíkniefna- lagabrot frá því í maí 2014. Hann hafi hlotið fjóra dóma fyrir slík brot auk þjófnaða, gripdeild og nytja- stuld. Telur lögreglustjóri jafnframt að mögulegt sé að afgreiða hratt og örugglega fyrir dómstólum þau ell- efu mál sem enn er ólokið á hendur manninum í réttarvörslukerfinu ef hann verði vistaður í gæsluvarðhaldi á meðan. Maðurinn hafi ennfremur með háttsemi sinni reynt að hafa áhrif á vitni í máli sem þegar hafi verið þingfest. Lögreglustjórinn telur nauðsyn- legt að maðurinn verði vistaður í sí- brotagæslu til að koma í veg fyrir að hann haldi brotum sínum áfram á meðan málum hans er ekki lokið. Fór hann því fram á gæsluvarðhald til 14. apríl en héraðsdómur hafnar því. Tekið er fram í niðurstöðum dómsins að gæsluvarðhaldi verði ekki markaður lengri tími en 4 vikur í senn samkvæmt lögum. Morgunblaðið / Kristinn Vist Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Með langan brotafer- il í gæsluvarðhaldi  Kærður vegna líkamsárásar í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.