Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnun fisk-veiða við Ís-land er rós í hnappagat ís- lensks sjávar- útvegs. Afli hefur verið ákvarðaður út frá forsendum rannsókna og vísinda. Mark- miðið er að ekki verði tjaldað til einnar nætur í sjávar- útvegi, heldur til frambúðar. Þegar aflamark er ákveðið koma iðulega upp deilur og eru sjómenn þá allajafna á því máli að þeir sjái mun fleiri fiska í sjónum en vísinda- mennirnir. Þetta kerfi hefur hins vegar gert það að verkum að íslenskur sjávarútvegur hefur dafnað og vaxið og við- gangur fiskistofna hefur verið tryggður um leið. Íslenska fiskveiðikerfið á fáar hliðstæður. Víðast hvar í heiminum er ofveiði og ólög- legar veiðar gríðarlegt vanda- mál. Undanfarin ár hefur starfshópur í Bandaríkjunum leitað leiða til að sporna við ólöglegum og eftirlitslausum veiðum. Fyrir nokkrum vikum voru kynntar aðgerðir, sem grípa á til síðar á árinu. Aðgerðirnar byggjast á því fiskafurðir verði rekjanlegar. Hafa bandarísk stjórnvöld gefið út lista yfir 16 tegundir af sjáv- arfangi, sem taldar eru í út- rýmingarhættu vegna ólög- legra og eftirlitslausra veiða. Samkvæmt rannsóknum eru allt að 32% sjávarfangs, sem flutt er inn til Bandaríkjanna, veidd með ólöglegum hætti. Safna á upplýsingum um veið- ar, löndun og birgja fisks og fiskafurða. Á listanum má finna rækjur, sverðfisk og krabba. Á listanum er einnig Atlants- hafsþorskur og hafa íslensk stjórnvöld mótmælt því. Eftir- litið sé hvorki slakt, né mikil hætta á ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi. Þessu komu Íslendingar til skila meðan aðgerðirnar voru und- irbúnar, en allt kom fyrir ekki. Í sjálfu sér ættu aðgerðir af þessu tagi að þjóna hags- munum þeirra sem stunda löglegar veiðar. Engu að síður eru þær áhyggjuefni. Það er ekki gott að fisktegund, sem Íslend- ingar hafa áratugum saman selt á Bandaríkjamarkaði, skuli spyrt við sjóræn- ingjaveiðar. Ljóst er að þessar boðuðu aðgerðir vekja ugg hjá ís- lenskum útflytjendum. Jens Garðar Helgason, formaður Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi, seg- ir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að þessi ákvörðun geti skaðað orðspor íslenska fisks- ins og miklir hagsmunir séu í húfi. Margt sé enn óskýrt um hið nýja kerfi sem taka eigi upp í Bandaríkjunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, gagnrýnir Bandaríkjamenn í Morgun- blaðinu í dag og segir fráleitt að bandarísk stjórnvöld skuli tengja Atlantshafsþorskinn við áhættumat vegna ólög- legra veiða. „Raunin er sú að það kerfi eftirlits og rekjan- leika sem við erum með er eitt það besta í heiminum,“ segir Sigurður Ingi og bætir við gagnrýni á einleik banda- rískra yfirvalda í þessu máli. Ekki gangi að hvert markaðs- svæði setji sér reglur í stað þess að vinna að eftirliti og rekjanleika á alþjóðavísu. Eins og kom fram í viðtali við Brynhildi Benedikts- dóttur, sérfræðing á sviði auð- lindanýtingar í atvinnuvega- ráðuneytinu, í Morgunblaðinu á laugardag hafa Íslendingar verið í sambandi við Norð- menn og Kanadamenn vegna þessa máls. Aðgerðirnar voru kynntar í byrjun febrúar. Í 60 daga upp frá því er hægt að gera at- hugasemdir. Sá gluggi lokast í byrjun apríl. Síðan má búast við að kerfið taki gildi í sept- ember eða október. Eins og fram hefur komið í umfjöllun Morgunblaðsins er auðvelt að færa rök að því að Atlantshafslaxinn eigi ekki heima á listanum. Bandaríkja- mönnum hefur verið bent á þetta, en svör þeirra hafa ver- ið óskýr. Þá er þegar fyrir hendi rekjanleikakerfi hér á landi. Af Íslands hálfu hefur verið lögð áhersla á að íslenskur fiskur uppfylli kröfur um rekj- anleika. Það er mikilvægt að það komist til skila þannig að hið nýja kerfi leiði ekki til tæknilegra hindrana á út- flutningi á fiski. Það væri öfugsnúið og ómaklegt ef að- gerðir gegn ólöglegum og eftirlitslausum veiðum kæmu niður á þjóð sem hefur verið í fararbroddi í heiminum um að koma á eftirliti, stöðva sóun í sjávarútvegi og stýra fisk- veiðum. Bandaríkjamenn setja Atlantshafs- þorsk á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu} Vanhugsaðar aðgerðir gegn ræningjaveiðum? U mræðan um kventónlistarmenn á útihátíðum kemur upp árlega og þá sérstaklega í tengslum við þjóðhátíð, þó að kynjahlutföll á öðrum hátíðum séu einnig stundum tekin fyrir. Eins og hefur verið tíund- að margoft skiptir það máli að kventónlistar- menn troði upp á slíkum viðburðum þar sem fyrirmyndir skipta máli í heimi tónlistarinnar sem og annars staðar. Þá er tónleikahald nú orðið að helstu tekjulind tónlistarmanna í kjöl- far dvínandi plötusölu og þegar eitt gigg leiðir af öðru geta stórar hátíðir skipt gríðarlegu máli. Þjóðhátíðarnefnd hefur enda sýnt sérstaka þvermóðsku þegar kemur að þessu málefni en ef ske kynni að þetta áhugaleysi nefndarinnar á kvenkyns tónlistarmönnum væri í raun bara yfirvarp vegna skorts á þekkingu er hér stuttur listi yfir nokkrar tónlistarkonur og hljómsveitir sem innihalda eina eða fleiri konur og spila afar fjölbreytta tónlist. Reykjavíkurdætur, Amabadama, Vök, Hildur, Rökk- urró, Ylja, Glowie, Hjaltalín, Sóley, Greta Salóme, Sam- aris, Lára Rúnars, Emilíana Torrini, Karó, Sykur, Cell7, Dream Wife, Sísí Ey, Mammút, My Bubba, María Ólafs- dóttir, Hljómsveitt, Halleluwah, Steed Lord, Þórunn Ant- ónía, Alda Dís, Kúra, Young Karin, Védís Hervör, East of My Youth, FM Belfast, Elísabet Ormslev, Ceasetone, Grúska Babúska, Himbrimi, Hide Your Kids, Hymnalaya, Ojba Rasta, Bara Heiða, Of Monsters and Men. Og hvern- ig væri svo smá Dúkkulísu, Grýlu eða jafnvel Nylon „come back“? Ég bið allar frábæru tónlistarkonurnar sem eru ekki á þessum lista innilega afsökunar. Krafan um að tónlistarkonur landsins séu listaðar upp í hvert skipti sem kynjamisrétti tónlistargeirans ber á góma er átakanlega asnaleg og sýnir nákvæm- lega hvers vegna þörf er á meiri sýnileika. Þjóðhátíðarnefnd veit, alveg eins og við hin, að sölutölur munu seint ef einhvern tíma knýja hana til að gera breytingar á hugsunarhætti sínum. En við vitum líka að sölutölur myndu ekki lækka jafnvel þó að hún setti birting- armynd alls þess sem meðal draugfulli og pollagallasveitti sveitalagatrallarinn hatar mest, dj. flugvél og geimskip, á stóra sviðið í dalnum. Og það væri enginn ósigur í því að segja: „Hey, við skulum pæla í þessu næst fyrst þetta er svona mikilvægt fyrir svona stóran hóp af fólki.“ Rökin um fáa kvenkynstónlistarmenn halda ekki vatni og því síður rökin um vinsælustu/skemmtilegustu skemmtikraftana. Þau síðarnefndu eru raunar alveg ein- staklega hjákátleg þegar litið er til þess að árum saman var einn af „hápunktum“ þjóðhátíðar laglaus þingmaður. Í ár hefur verið tilkynnt um átta tónlistaratriði auk þjóðhátíðarlagsins sem verður alfarið flutt af körlum venju samkvæmt. Aðeins ein kona er formlegur meðlimur þessa tónlistaratriða, Þorbjörg Roach í Retro Stefson, allt að því venju samkvæmt. Kæra þjóðhátíðarnefnd, þetta er ekki fyrsti pistillinn minn um þetta mál. Við erum ekki sammála um margt en við getum svo sannarlega verið sammála um að þessi um- ræða er orðir ansi þreytt. En það er bara annað okkar sem getur bundið enda á hana og það er ekki ég. annamarsy@mbl.is Anna Marsibil Clausen Pistill Bað einhver um lista? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Umræðan um uppbygginguferðamannastaða, ítengslum við fjölgun er-lendra ferðamanna hér á landi, hefur verið umfangsmikil síð- ustu misseri og knúið yfirvöld til að- gerða. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði skýrslu fyrir Alþingi í síðustu viku um stöðu ferðamála í landinu þar sem stiklað er á stóru um áherslur ferðamálayfirvalda fram til þessa og á komandi misserum. Í skýrslunni segir meðal annars að Stjórnstöð ferðamála beini sjónum einna helst að öryggismálum á ferða- mannastöðum, en fyrir ríkisstjórn liggja nú úrbótatillögur í þeim efn- um. Aðilar í ferðaþjónustustörfum hafa farið mikinn síðustu misseri og bent á vankanta í umhverfi ferða- mannsins hér á landi. Morgunblaðið birti síðast í gær frétt um stórslysa- hættu við Gullfoss, þar sem ferða- menn höfðu ítrekað hundsað lokun og viðvaranir lögreglu og hætt sér út á snjóhengju við fossinn. Einnig hafa verið fluttar fregnir af ferðamönnum í hættu við Reynisfjöru, þar sem merkingum var þó ábótavant. Tafir á uppbyggingu Á yfirstandandi kjörtímabili hef- ur 2,2 milljörðum króna verið varið úr framkvæmdasjóði ferðamála til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Árið 2014 var um 600 milljónum út- hlutað úr sjóðnum, og af þeim voru 380 milljónir sérstaklega eyrna- merktar verkefnum sem talin voru brýn vegna verndunar- og öryggis- sjónarmiða. Um var að ræða fram- kvæmdir við stígagerð, uppsetningu öryggishandriða og palla. Í skýrslu ráðherra kemur þó fram, að í raun hafi meira fé verið veitt úr sjóðnum en hægt hafi verið að framkvæma fyrir. 103 verkefni sem fengu úthlutun úr sjóðnum árið 2014 eru þannig ókl- áruð, en alls var úthlutað úr sjóðnum vegna 139 verkefna árið 2014. Við nánari skoðun sem ráðherra lét framkvæma kom í ljós að helstu ástæður þessa væru meðal annars tafir vegna skipulagsmála, tíma- frekrar hönnunarvinnu, deilna milli landeigenda og skorts á verktökum til að vinna verkin. Ekki hefur fund- ist varanleg lausn vegna lélegrar nýt- ingar fjármagns úr sjóðnum. Forgangsmál stjórnstöðvar Fyrir ríkisstjórninni liggja nú tillögur Stjórnstöðvar ferðamála um öryggi ferðamanna, líkt og áður sagði. Áður höfðu þær viðkomu í við- eigandi ráðuneytum. Stjórnstöðin var stofnuð síðla árs 2015, en hún er hugsuð sem sam- ráðsvettvangur þeirra ráðherra sem ferðamál varða og hagsmunaaðila úr ferðaþjónustunni. Verkefni hennar eru skilgreind í Vegvísi ferðamála, en í verkáætlun fyrir árin 2016-2017 er sérstök áhersla lögð á 18 forgangs- mál. Öryggismál eru eitt forgangs- málanna, en á vefsíðu stjórnstöðv- arinnar segir m.a. að haft hafi verið samstarf við starfshóp á vegum innanríkisráðuneytisins sem vann áður að tillögum um ör- yggi ferðamanna. Ekki er ljóst hvenær til- lögur Stjórnstöðvar ferðamála komast til framkvæmda, verði þær samþykktar, en á vef- síðu stjórnstöðvarinnar er lagt til grundvallar að tillögurnar verði hægt að framkvæma á þessu ári. Öryggi ferðamanna á borði ríkisstjórnar Gullfoss Fjöldi ferðamanna leggur leið sína að Gullfossi á hverjum degi. Ýmsir telja öryggismálum ábótavant þar sem fólksfjöldi er hvað mestur. Að sögn Víðis Reynissonar, lög- reglu- og almannavarnafulltrúa á Suðurlandi, binda menn vonir við tillögur Stjórnstöðvar ferða- mála. Markvissar breytingar verði ekki gerðar nema með heildrænum hætti. „Það þarf að vinna með staðina, aðgengi á stöðunum sjálfum og að leið- beiningar á svæðunum séu góð- ar. Það þarf líka að fjölga eftir- litsaðilum, t.d. landvörðum og lögreglumönnum. Það þarf líka að gera átak í fræðslumálum, t.d. að fjölga tungumálum sem upplýsingar eru gefnar út á,“ segir hann. Spurður um aðgangsstýringu, segir hann að misskilnings gæti um hugtakið. Það merki ekki keðjur og lása, heldur frekar að ferðafólki sé stýrt inn á svæði sem vitað er að séu örugg á hverjum tíma. Margt sem þarf að laga HEILDRÆNAR ÚRBÆTUR Víðir Reynisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.