Morgunblaðið - 22.03.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 22.03.2016, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ✝ Árni Guð-mundsson, fyrrverandi skóla- stjóri Íþróttakenn- araskóla Íslands á Laugarvatni, fædd- ist á Sauðárkróki 12. september 1927. Hann lést á LSH Fossvogi 7. mars 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson frá Hóli í Sæmund- arhlíð, fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, f. 11. mars 1893, d. 19. október 1967, og Dýrleif Árnadóttir húsmóðir frá Utan- verðunesi, f. 4. júlí 1899, d. 8. mars 1993. Árni átti fimm systk- in sem komust á legg: Sigur- björg, f. 6. apríl 1920, d. 5. jan- úar 2006, Sveinn, f. 3. ágúst 1922, d. 29. maí 2013, Anna Pála, f. 2. september 1923, Hall- fríður, f. 29. janúar 1931, og Stefán Sigurður, f. 24. maí 1932, d. 10. september 2011. Eftirlif- andi eiginkona Árna er Hjördís Þórðardóttir frá Ísafirði, f. 5. júní 1926. Foreldrar hennar kennaranám við íþróttakenn- araskóla í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Árni sótti auk þess fjölmörg námskeið í faginu. Árni kom heim á Sauðárkrók þau sumur sem hann var í námi og sumrin 1943 til 1948 var Árni leiðbeinandi í íþróttum í Skaga- firði. Hann starfaði sem íþrótta- kennari við Barnaskólana á Hofsósi og Blönduósi 1948 og 1949 ásamt því að vera þjálfari. Hann var íþróttakennari við skólana á Laugarvatni 1949 til 1950, kennari við Íþróttakenn- araskóla Íslands 1952 til 1953 og 1955 til 1956. Hann varð skóla- stjóri Íþróttakennaraskóla Ís- lands 1956 og gegndi því starfi í rúma fjóra áratugi eða til ársins 1997, er hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Árni tók þátt í rannsóknum á sviði íþrótta og íþróttameiðsla og var meðhöfundur á fræði- greinum í alþjóðlegum vísinda- tímaritum. Árni var félagi í Lionsklúbbi Laugardals og var formaður klúbbsins um skeið. Árni lét slysavarnir og öryggis- mál sig varða og var hvatamað- ur að stofnun Björgunarsveitar- innar Ingunnar á Laugarvatni og fyrsti formaður sveitarinnar. Útför Árna Guðmundssonar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 22. mars 2016, klukkan 13. voru Þórður Jó- hannsson, úrsmiður á Ísafirði, f. 16. des- ember 1888, d. 13. desember 1979, og Kristín Magnús- dóttir húsmóðir, f. 22. ágúst 1898, d. 26. september 1991. Sonur Árna og Hjördísar er Árni Árnason, f. 6. febrúar 1963, kvæntur Dóru G. Wild, f. 4. október 1962. Sonur Árna og Dóru er Árni Haukur Árnason, f. 2. febrúar 1999. Fyrir átti Dóra Egil K. Wild, f. 9. ágúst 1986, og Agnesi Wild, f. 10. október 1989. Árni ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í barna- og ungl- ingaskólann. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1945, Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947, Íþróttakenn- araskóla Íslands 1948, Kennara- skóla Íslands 1952 og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1954. Auk þess sem hann hafði styttri námsdvöl og kynnti sér íþrótta- Elsku pabbi, ég þakka þér fyr- ir öll 53 árin sem við höfum verið saman. Fyrstu minningarnar eru bundnar við fjölskylduna á Laug- arvatni þegar þið mamma dróg- uð mig á sleða. Smám saman urðu ferðirnar sem við fórum saman lengri og meira krefjandi. Oft var farið á fjöllin í nágrenni Laugarvatns gangandi eða á gönguskíðum. Einnig eru ógleymanlegar stundirnar sem við áttum við vatnsströndina eða á báti úti á vatni oft með veiði- stöng meðferðis. Og ekki má gleyma skautaferðunum á vet- urna þegar ætt var um ísilagt vatnið og ef snjóaði varð ísinn að gönguskíðasvæði. Þú kenndir mér einnig snemma að varast hættur við vötn, ár og fjöll, þann- ig að vatnið og fjallið ofan við Laugarvatn varð snemma eitt helsta leiksvæði okkar vinanna. Þú kenndir mér að meta og virða náttúruna, fylgjast með fuglum og gróðri og njóta þess að sjá lífið vaxa og dafna. Alltaf hafðir þú tíma til að ræða málin og þróa spennandi hugmyndir með ung- um dreng og margar þessara hugmynda urðu að veruleika með þinni aðstoð. Þegar ég óx úr grasi lá beint við að æfa íþróttir og þar varst þú frábær kennari með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu og þær voru margar æfingarnar og íþróttamótin sem við fórum saman á. Það var stór- kostlegt að alast upp á Laugar- vatni á þessum árum og verða vitni að þeirri uppbyggingu sem var í tengslum við Íþróttakenn- araskólann þar sem þú varst skólastjóri. Með tilkomu nýja íþróttahússins og sundlaugarinn- ar gjörbreyttist öll aðstaða til íþróttaiðkunar og með auknu heimavistarrými var hægt að svara mikilli þörf og áhuga á náminu með því taka fleiri nem- endur inn í skólann. Samt kom- ust alltaf færri að en vildu. En þessi uppbygging gerðist ekki að sjálfu sér og krafðist óhemju vinnu og þrautseigju af þinni hálfu til margra ára. Stuðningur þinn við mig í gegn um allt námið mitt er ómetanleg- ur, alltaf gast þú gefið góð ráð og ekki síst í tengslum við rann- sóknarverkefni í doktorsnámi mínu, en þar tókst þú virkan þátt m.a. þegar við gerðum mælingar á knattspyrnumönnum. Það voru mikil forréttindi fyrir mig, sem verða seint þökkuð, að fá að vinna með þér að slíku verkefni. Ég lærði líka mikið af þér varðandi uppeldi sonar míns. Hann var mikið hjá ykkur mömmu þegar hann var lítill og þá hófust aftur gömlu leikirnir sem ég hafði upplifað sem barn ásamt lestri Íslendingasagna og fleiri góðra bóka. Sumarhúsið á Laugarvatni, ykkar sælureitur, var einnig vinsæll viðkomustaður þar sem fylgst var með dýralífi og gróðri og landið ræktað í sátt og samlyndi við þann gróður sem fyrir var á svæðinu. Þú varst einnig óþreytandi við að segja honum til við allskonar leiki og íþróttir, fyrst í garðinum við sumarbústaðinn og síðar á íþróttavellinum. Og það er ekki lengra síðan en síðastliðið sumar að við fórum allir þrír út á tún og þú sagðir honum til við kringlu- kast. Elsku pabbi, innilegar þakkir fyrir það frábæra veganesti sem þú hefur gefið mér út í lífið. Takk fyrir að kenna mér að virða nátt- úruna og lífríkið og að líta á björtu hliðarnar í lífinu. Guð blessi minningu þína, þinn sonur Árni Árnason. Elsku afi minn. Takk innilega fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Þú hefur kennt mér svo margt og verið mér svo góður og ég er óendanlega þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst allaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á því að halda og varst alltaf tilbú- inn að hjálpa þegar þess þurfti. Þú varst og verður alltaf einn af mínum bestu vinum og ég á mjög erfitt með að ímynda mér heim þar sem ég get ekki spurt þig ráða, hlustað á sögurnar þínar eða bara skroppið í heimsókn og spjallað. Takk fyrir að vera þú, elsku afi minn, og ég vona að ég geti orðið að eins góðum manni og þú varst. Í eigin heimi stjarfur stari, veit ei hvað skal segja. Ég tala en býst ekki við svari, afi ekki deyja. Góður maður kvatt nú hefur, ég vildi að mig væri að dreyma. Í hinsta svefni nú þú sefur, ég aldrei mun þér gleyma. Nú hvílir þú afi kroppinn lúna, en ég græt ekki vegna þín. Hvað á ég að gera núna? Ég græt vegna mín. Árni Haukur Árnason. Árni, móðurbróðir okkar, var góður frændi. Ræddi við okkur börn eins og fullorðið fólk, hafði þolinmæði til að hlusta af athygli og virðingu, leggja til málanna og hlusta enn. Hann hafði góða nær- veru, hógvær, nærgætinn og um- hyggjusamur og aflaði trausts svo við hann var gott að tala. Hann valdi íþróttir sem við- fangsefni og lífsviðurværi, var leiðandi í íþróttastarfi á Krókn- um á uppvaxtarárum og síðar gerður heiðursfélaga Ung- mennafélagsins Tindastóls. Við- horf hans var að íþróttir bættu einstaklinginn, að óregla og aga- leysi væri íþróttum verst, boðaði það og lifði og starfaði sam- kvæmt því. Þessi viðhorf tileink- aði hann sér ungur fyrir áhrif heiman að og þeirra Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra, og Jón- asar Kristjánssonar, læknis, þeirra miklu boðbera heilbrigðs lífernis. Sagði frá því þegar hann varð fyrir slæmsku einn vetur í barnaskóla. Fór til Jónasar læknis sem sagði að strákur þyrfti frí frá skóla þann vetur til að vera úti að leika sér. Jón Þ. samþykkti þetta strax. Jónas bjó í Læknishúsinu við Suðurgötuna, gegnt æskuheimili Árna, og á hverjum degi í hádeginu þennan vetur kallaði Jónas af götunni til Árna að koma og halda við tryppi sem hann átti á meðan Jónas sótti mjólk handa því inn í hús. Þegar tryppið hafði drukkið þurfti að koma því í hús suður í brekkunni ofan við Flæðarnar og Jónas sagði að nú tækju þeir sprettinn. „Og það var góður sprettur, alveg suður fyrir Ingi- mund.“ Þannig náði Jónas að hreyfa sig og tryppið og strákinn líka. Þegar Árni kom í Héraðs- skólann á Laugarvatni svaraði hann berklaprófi jákvætt og sannfærðist um að Jónas hefði greint sig með berkla forðum og læknisráðið var útivist og hreyf- ing. Þennan vetur vaknaði áhugi hans á íþróttum og heilbrigðu líf- erni. Hin eldri okkar tók Árni til sín og Hjördísar á Laugarvatni til vorvistar og námsdvalar við skóla á Laugarvatni, í annan heim sem hafði mikil áhrif og góð. Þau hafa enst. Ungur fór hann til mennta í íþróttafræðum í skólum nor- rænna höfuðborga, kom stundum heim á Krók á sumrin og þá var fagnaðarhátíð í Suðurgötunni. Árni, engum líkur, hafði pláss í ferðatöskunni fyrir leikföng handa okkur systkinabörnunum, svo flott, að þau hafa fylgt okkur fram á þennan dag – eins og ráð- in hans í samtölunum forðum og á Laugarvatni. Þau hafa reynst gott veganesti á lífsins vegi og þegar í brekkur kom á þeim vegi var gott að leita til Árna, alltaf sami umhyggjusami vinurinn. Það munum við þakka og muna á meðan við höldum höfði. Hjördísi, Árna yngri og fjöl- skyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd barna Önnu Pálu, Árni Ragnarsson. Í dag er móðurbróðir minn, Árni Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands, kvaddur hinstu kveðju. Það er með virðingu og þökk sem ég vil minnast hans með örfáum orðum. Hugurinn leitar aftur í tímann. Árni fæddist og ólst upp á Sauð- árkróki, sem var honum einstak- lega kær sem og Skagafjörður- inn. Árni bjó lengst af á Laugarvatni ásamt Hjördísi konu sinni og syninum Árna Árnasyni. Samrýmdari hjón en Árna og Hjördísi held ég að erfitt hafi verið að finna. Árni var hæg- ur, rólegur og yfirvegaður í allri framkomu. Í mínum huga var hann alltaf ímynd þess hrausta og trausta og máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama fannst mér alltaf sniðin fyrir Árna frænda. Ég var alin upp á þeim tímum þegar fjölskyldurnar fóru í bíltúr á sunnudögum. Því urðu þær nokkuð tíðar ferðirnar austur á Laugarvatn í heimsókn til Árna og Hjördísar. Við systkinin feng- um líka stundum að dvelja hjá þeim um tíma. Þá var farið á ára- bát út á vatn að veiða silung, sem síðan var borðaður með bestu lyst. Oft fór Árni með okkur upp í íþróttakennaraskóla þar sem við fengum að leika okkur í íþrótta- salnum eða fara í sundlaugina. Þá dvöldum við bróðir minn í mánuð hjá þeim þegar systir okkar fæddist. Hús Árna og Hjördísar á Laugarvatni var sérlega fallegt. Í öðrum enda stofunnar var stórt blómabeð með alls kyns plöntum en inn á milli þeirra afar fallegir steinar, kuðungar og fleira úr náttúrunni sem naut sín svo vel þarna í skeljasandinum. Þarna sat ég oft á gólfinu við þetta blómabeð og naut þess að horfa á þetta allt. Í kjallaranum var heimavist stúlknanna sem voru á íþróttakennaraskólanum. En drengirnir bjuggu í litlu timbur- húsi þar rétt hjá. Umhverfið í kring fannst mér líka alltaf æv- intýri líkast. Þarna var Laugar- vatnið sjálft rétt hjá húsinu og gufuhverinn þar sem við fengum að fara með þeim að baka rúg- brauð sem grafið var niður í sandinn og sótt aftur eftir sólar- hring. Betra brauð var varla nokkurs staðar hægt að fá. Þá var sundlaugin mikið notuð. Þar lærðum við systkinin að synda hjá krökkunum á íþróttakenn- araskólanum, þegar þau voru að æfa sig í sundkennslu á vorin. Á kvöldin settist svo Hjördís stund- um við píanóið og kenndi okkur aragrúa af lögum, vísum og bæn- um. Ég man enn í dag hvað mér fannst þetta skemmtilegar stundir. Einn er sá hlutur í eigu minni sem er mér hvað kærastur. Það er servéttuhringur úr silfri sem Árni gaf mér í skírnargjöf. Á lít- inn miða inni í öskjunni skrifaði Árni með fallegu rithöndinni sinni: „Gæfunnar hendur þig geymi um gleðina og friðinn þig dreymi.“ Þetta læt ég verða mín loka- orð. Ég votta Hjördísi, Árna, Dóru og börnunum innilega samúð. Dýrleif Egilsdóttir. Mig langar til að minnast Árna með nokkrum orðum. Ég kynnt- ist þeim mætu hjónum Árna og eftirlifandi eiginkonu hans Hjör- dísi fyrir um það bil 20 árum þeg- ar dóttir mín Dóra giftist syni þeirra Árna. Þetta voru góðir tímar, við hittumst oft og áttum góðar stundir saman, fórum í ferðalög á haustin til að tína ber, en þau hjón voru með ólæknandi berjadellu eins og ég. Árni var mjög hógvær maður og hafði góða nærveru, aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Börnum dóttur minnar af fyrra hjónabandi, þeim Agli og Agnesi, fagnaði hann jafn inni- lega og sonarsyni sínum, Árna Hauki. Vil ég þakka af alhug fyr- ir það. Elsku Hjördís, missir þinn er mikill. Ég sendi þér, syni ykkar, tengdadóttur og barna- börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Kveð Árna með söknuði og óska honum góðrar heimkomu. María Guðmundsdóttir. Kveðja frá Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ á Laugarvatni Látinn er Árni Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Íþrótta- kennaraskóla Íslands á Laugar- vatni. Ötult lífsstarf Árna beind- ist fyrst og fremst að því að efla og styrkja menntun íþróttakenn- ara á Íslandi. Alla tíð barðist Árni fyrir aukinni menntun þeirra, færði námið úr einu ári í tvö og vann að því að koma nám- inu á háskólastig sem og varð um það bil sem hann hætti störfum sökum aldurs. Sem dæmi um framsýni og atorku Árna þá var hann frumkvöðull í að láta byggja frábært fjölnota íþrótta- hús, sundlaug, fullkominn keppn- isvöll fyrir knattspyrnu og frjáls- íþróttir og fleira sem enn stendur fyrir sínu. Við sem störfuðum með Árna á Laugarvatni fengum að njóta skýrrar leiðsagnar hans við kennslu og alúð við nemendur. Það var heiður að fá að starfa með Árna og framfylgja síðan hugsjónum hans. Hjördísi, Árna og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Hafþór B. Guðmundsson, námsbrautarstjóri. Árni Guðmundsson Elsku mamma mín. Það er erfið- ara en tárum taki að þú sért farin og að hugsa til þess að geta ekki hringt í þig, hitt þig, faðmað og spjallað. Ég þakka nú fyrir þann tíma sem við vorum sam- an í Gautaborg síðustu vikurnar þínar og að hafa getað verið til staðar fyrir þig. Þetta var erf- iður tími en það komu líka góð- ar stundir sem ég þakka fyrir, nú þegar ég hef þig ekki lengur hjá mér. Við spjölluðum saman og skipulögðum það sem við ætluðum að gera þegar við Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir ✝ Heiðrún Guð-björg Alfreðs- dóttir fæddist 10. september 1946. Hún lést 25. febr- úar 2016. Útför Heiðrúnar fór fram 18. mars 2016. kæmum heim aftur og það var svo ná- lægt því að það tækist, aðeins 10 til 14 dagar í heimferð þegar kallið kom skyndilega. Símtal- ið sem ég fékk um nóttina er það erf- iðasta sem ég hef fengið. Þú varst farin og það voru þung og erfið spor að fara heim án þín elsku mamma mín. Það er örlítil huggun að nú líður þér vel og þjáningarnar sem þú hafðir gengið í gegnum í allt of mörg ár loksins á enda. Elsku mamma mín. Ég vil þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til stað- ar fyrir mig og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Megi algóður guð vaka yfir þér og þú verður ætíð í huga okkar. Börnin mín og fjöl- skyldur þeirra biðja fyrir kveðju til þín og minnast þín sem þeirrar kærleiksríku ömmu og langömmu sem þú ætíð varst þeim. Hvíl í friði elsku mamma mín. Þín dóttir að eilífu, Friðfinna Lilja (Lilla). Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kvödd hefur verið yndisleg vinkona mín og frænka eftir erfið veikindi. Það var árið 2005 sem ég kynntist Heiðrúnu á ríkisspít- alanum í Danmörku en þar lág- um við vegna veikinda okkar. Í fyrstu vissum við ekki af skyld- leika okkar en hann kom í ljós við nánari kynni. Heiðrún var alltaf glöð og kát, alveg sama hvernig á stóð vegna veikinda hennar. Oft gisti hún hjá mér og fjöl- skyldu minni þegar hún þurfti að leita til læknis í Reykjavík og iðulega kom hún með fal- legar prjónagjafir handa ömmustelpunum mínum og mér, því Heiðrún var sí-prjón- andi fram á síðasta dag. Oft hittumst við vinkonurnar fjórar sem erum allar samskonar líf- færaþegar. Það verður því skarð fyrir skildi þegar Heiðrún er ekki með okkur næst þegar við hittumst. Í sumar fór ég og systur mínar ásamt nöfnu minni sex ára gamalli í heimsókn til Heið- rúnar og Símonar að Bæ á Höfðaströnd en þar dvöldum við í fimm daga og nutum mik- illar gestrisni þeirra hjóna og skemmtum okkur vel en það eru ógleymanlegir dagar. Hennar er sárt saknað af mér, systkinum mínum og fjöl- skyldu minni. Við viljum senda Símoni og fjölskyldu hans ásamt móður hennar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Erla Sölvadóttir og fjölskylda. á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.