Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ✝ Hlynur Ingi-marsson fædd- ist á Akureyri 5. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu Goðheimum 26, Reykjavík, 13. mars 2016. Hann var elsta barn hjónanna Óskar Hallgríms- dóttur, f. 31. októ- ber 1910, d. 28. desember 1988, og Ingimars Júlíussonar, f. 12. desember 1911, d. 12. júlí 1987. Systkini Hlyns eru Heimir, Grétar, lát- inn, Jón, Ísleifur, Hallveig og Óttarr. Hlynur kvæntist 25. desember 1956 Kristínu (Gógó) Magnúsdóttur, f. 15. júlí 1938, d. 27. janúar 1997. Foreldrar hennar voru Magnús Ingimund- arson og María Sigurðardóttir. Börn Hlyns og Kristínar eru Magnús, f. 1956, Ómar, f. 1959, Linda Björk, f. 1960, og Kristín Ósk, f. 1967. Börn Magnúsar 1974. Börn Guðna Hrafns eru Grétar Hrafn, Arnar Hrafn og Hrafntinna. Dóttir Hafsteins Hrafns er Jóhanna Ósk. Dætur Tinnu eru Ragnheiður Kolka og Æsa Margrét. Hlynur ólst upp á Bíldudal til sextán ára aldurs er hann fór til náms á Patreksfirði þar sem hann lauk námi í vélvirkjun ár- ið 1955. Hann lauk vélstjóra- prófi frá Vélskólanum í Reykja- vík 1958 og prófi í rafmagns- deild 1959 og hlaut síðar meist- araréttindi. Hann var vélstjóri á Ólafi Jóhannessyni frá Pat- reksfirði 1959-1961. Frá 1961- 1968 starfaði hann hjá Lýsi hf. í Reykjavík. Árin 1968-1971 starfaði hann hjá Björgun hf. og Olíuverslun Íslands. Hlynur starfaði sem verkstjóri hjá Berki hf. í Hafnarfirði frá 1971-1982. Þá fór hann til starfa hjá friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna í Ísrael, Líban- on, Sýrlandi, Íran og síðast í Kúveit til vorsins 1995. Hann var yfirvélstjóri á Sindra og síðast Sighvati Bjarnasyni frá Vestmannaeyjum til ársins 2005 þegar hann lét af störfum. Útför Hlyns fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, 22. mars 2016, kl. 15. eru Stefán Þór, Kári Freyr og María Sif. Börn Ómars eru Hlynur Gauti, Björn, Pétur Karl, Gréta Krist- ín, Ásgeir Kári og Emil Hrafn. Börn Lindu Bjarkar eru Lísa Rún, Silja Brá, Eygló Hlín og Ingimar Logi. Börn Kristínar Óskar eru Ingibjörg Ósk, Birg- itta Saga og Kristófer Orri. Langafabörnin eru 14. Hlynur kvæntist seinni konu sinni, Ragnheiði Guðnadóttur, f. 26. október 1941, þann 29. desember 2001. Fyrri eig- inmaður Ragnheiðar var Grét- ar Hafsteinsson, f. 7. október 1937, d. 23. júlí 1985. Foreldrar Ragnheiðar voru Guðni Gunn- arsson og Guðlaug Gísladóttir. Börn Ragnheiðar eru Guðni Hrafn, f. 1969, Hafsteinn Hrafn, f. 1973, og Tinna, f. Elsku hjartans afi minn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir afa. Ég man þegar ég var lítil þá voruð þið amma alltaf á flakki í útlöndum og alltaf beið maður eftir því að fá að knúsa ykkur. Ég gleymi því ekki þegar ég vaknaði í kringum fjögurra eða fimm ára aldurinn eftir hræðilegan draum sem virtist frekar saklaus. Það var þá sem það uppgötvaðist að ég var ber- dreymin. Vaknaði hágrátandi og sagði að þú hefðir rakað af þér allt skeggið. Ég var svo vön að sjá þig með skegg og draum- urinn var ráðinn þannig að eitt- hvað hefði komið fyrir þig. Þú varst í útlöndum, man ekki hvar. En þegar þú komst heim varstu fótbrotinn. Svona hefur þú verið rauður þráður í gegnum líf mitt, ein- hvern veginn á hliðarlínunni en samt með svo mikil áhrif á mitt líf. Þegar amma dó tók ég á móti þér er þú komst grátandi heim og sagðir okkur að hún væri dá- in. Við vorum öll harmi slegin og þessi minning er alltaf brenni- merkt inn í sálu mína. Ástin sem þú barst til ömmu var svo mikil og hún lýsti sér svo vel þarna. Nú ertu kominn í faðminn henn- ar ömmu aftur. Við getum horft á það á fallegan hátt þrátt fyrir að Inga frænka hafi sagt að amma Gógó hefði verið frek að sækja þig svona snemma. Þú varst afskaplega heppinn að fá að eignast aðra ást í lífinu en sem betur fer valdir þú hana ömmu Ragnheiði. Svo ljúfa og góða konu þér við hlið og hún yngdi þig upp með sínum holla lífsstíl, góða mat og umlukti þig væntumþykju og ást svo augu þín ljómuðu alltaf. Elsku besti afi minn, ég er svo þakklát fyrir tímana sem við spjölluðum saman, þótt ég hefði viljað að þeir hefðu verið fleiri. Ég mun alltaf, alltaf geyma afaknús-tilfinninguna innst inni í hjartanu og hlakka til að fá að knúsa þig næst þegar við hitt- umst. Ég veit að við eigum eftir að gleðjast meira saman seinna í öðru lífi. Mig langar að þakka þér fyrir að taka mér alltaf ná- kvæmlega eins og ég var, þú gagnrýndir mig aldrei eða ætl- aðist til meira af mér en ég var, ég var alltaf nóg. Þú umluktir mig umhyggju og í hvert sinn sem ég sá þig ljómuðu augu þín af lífsgleði og ást. Ég hef og mun alltaf líta upp til þess hvað þú flakkaðir mikið um heiminn og hvað þú varst víðsýnn og opinn fyrir nýjum stöðum og nýju fólki. Ég hefði t.d. aldrei þorað að fara lengst til Suður-Ameríku en þið amma tókuð best í ferðahug minn og óskuðuð mér alls hins besta á meðan ég þurfti að færa rök fyr- ir för minni fyrir flestum öðrum. Þetta var allt eitthvað svo eðli- legt. Í hvert sinn sem ég sé þig ljóma augu þín elsku afi. Í hvert sinn sem ég sá þig ljómuðu augu þín. Ó elsku afi. Ég mun aldrei, aldrei, aldrei aftur sjá fallegu augu þín, brosandi, hlýju augun þín. Ekki í þessum heimi, ekki í þessu lífi. Takk fyrir allt elsku afi minn. Takk fyrir að vera þú og takk fyrir að leyfa mér að vera ég. Þegar ég kvaddi þig opnuðust augu þín ekki. Ég sá þau ekki ljóma. Ég kyssti þig á kinn og sagði: „Bless elsku afi minn. Takk fyrir allt. Sjáumst.“ Aldrei að segja aldrei, hlakka til að sjá þig, elsku afi minn. P.s. knúsaðu ömmu frá mér. Þín afastelpa, Lísa Rún Guðlaugsdóttir. Kæri afi Hlynur þú hvílir í hjarta mér ég kveð þig en því miður okkur vantar þig hér. Ömmu okkar þú misstir en ólifuð voru ævintýri nokkur svo aðra konu þú kysstir og nýja ömmu þú gafst okkur Á bátnum þið siglduð saman þó það væri rigning, sól eða bylur ég veit að þið höfðuð gaman því þú varst minn afi Hlynur. Þitt knús var það hlýjasta þínar sögur voru ekkert sveitó þitt bros var það bjartasta og þínar vöfflur algjört leyndó. Þú sagðir ætíð að gott væri að sjá mig, með þér mér fannst ávallt gaman þó þú stundum segðir ekkert við mig við bara nutum þess að vera saman. Þú varst aldrei að flýta þér þú sem vildir sitja, njóta og vera svo jákvæður þú virtist mér ég vildi að við hefðum meira að gera. Afa dautur og gamlar ljósmyndir þú vildir stanslaust deila með mér og erlendar Disney-myndir við systkinin gláptum á hjá þér. Afi, þú sagðir alltaf við mig Eygló „haltu áfram að vera þú“ ég vild’ ég hefði sagt það við þig „þú hjálpaðir mér að hafa á mér trú“. Vildi ég ei láta skilaboðin liggja í bergmálandi huga mér svo því munum við öll því fylgja því sem afi sagði mér. Afa minn þið komuð til að kveðja ég held hann hefði við alla sagt „haldið þið áfram að vera þið“ og ég veðja hann hafi hamingjusamur á rúmið sitt lagt. Kæri afi Hlynur þú hvílir í hjarta mér ég kveð þig en því miður okkur vantar þig hér. (Eygló Hlín Guðlaugsdóttir.) Þín afastelpa, Eygló Hlín Guðlaugsdóttir. Í dag kveðjum við elsku Hlyn okkar með kæru þakklæti og djúpum söknuði. Það var mikill fengur fyrir okkur systkinin þegar mamma og Hlynur kynnt- ust og ákváðu að eyða ævinni saman. Augljóslega höfðu þau fundið í hvort öðru kærleiksrík- an lífsförunaut. Það var aðdáun- arvert hvernig þau leiddu hvort annað á vit ævintýra og gerðu ástríður hvort annars að sínum. Mamma taldi það ekki eftir sér að kasta sér í ískaldan sjóinn og koma sér inn í björgunarbát á hvolfi til að ná pungaprófinu og gerast fyrsti stýrimaður með skipstjóra Hlyni í siglingum þeirra. Að sama skapi fylgdi Hlynur mömmu fast eftir í ótelj- andi leiðöngrum um fjöll og firn- indi. Hlynur var glæsilegur maður. Hann var einstakur, traustur og kær vinur. Hann fyllti í föður- skarðið og snerti okkur djúpt með hlýju sinni, ástúð, gjafmildi og gleði. Það var ávallt bjart yfir Hlyni og hann var ætíð tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði fyrir ástvini sína. Hlynur var yndislegur afi barnanna okkar sem leituðu mikið til hans enda sérlegur leiðbeinandi þeirra hvort sem það var við smíðar í sveitinni eða píanóæfingar í Goð- heimunum. Í fjallgöngum kenndi hann kappsfullum afabörnum sínum að staldra við og njóta. Afi gat allt, hann vissi allt og lagaði það sem bilaði. Það var notalegt að hjúfra sig hjá afa, hlusta á hann spila á gítarinn og strjúka mjúka hárið hans. Ekk- ert var eins gott og afagrautur og afavöfflur. Hlynur ólst upp á Vestfjörð- um. Það má segja að hann hafi verið vestfirskur heimsborgari. Vegir hans lágu víða um höf og lönd. Hann vann fyrir Samein- uðu þjóðirnar í Miðausturlönd- um og bjó að reynslu, skilningi og innsýn um menn og málefni á þeim slóðum. Víðsýni hans og fordómaleysi var eftirtektarvert. Hlynur var mikill mannvinur og laðaði að sér fólk með ljúfri nær- veru, kímni og skemmtilegum frásögnum. Hann hafði skapandi huga og ósjaldan tók hann upp blað og blýant til að rissa upp hugmyndir eða til nánari útskýr- ingar. Hlynur naut sín best siglandi fyrir fullum seglum hvort sem var við Íslandsstrendur, í Mið- jarðarhafinu eða Karíbahafinu. Mörg okkar fengu tækifæri til að sigla með Hlyni og mömmu. Þetta eru ógleymanlegar sigl- ingar, þau svo eldklár, samrýmd og samstiga rétt eins og í lífinu. Alltaf gengu siglingarnar vel og við sem fylgdumst með þeim heima biðum spennt eftir margra blaðsíðna ferðalýsingum sem drógu upp litrík samskipti þeirra við heimamenn og aðra siglingakappa í ólíkum höfum og höfnum. Undirbúningur fyrir fjölskylduferð suður á bóginn var þegar hafinn en Hlyni voru ætluð önnur ferðaplön. Minning- in um kæran vin lifir, elska hans og leiðsögn. Guðni Hrafn, Hafsteinn Hrafn og Tinna. Hvít segl ber við himininn, skútan siglir beggja skauta byr og færist nær sólarupprásinni og að ströndinni hinum megin. Við stýrið stendur Hlynur frændi minn og stýrir styrkri hendi. Hann hefur leyst land- festar í síðasta sinn og lagt upp í sína hinstu siglingu. Við sem eft- ir stöndum vitum að hann verður tilbúinn að taka á móti spott- anum þegar okkar fley ber að ströndinni hinum megin. Góðan byr, elsku frændi, ég kveð þig með þakklæti fyrir all- ar liðnu stundirnar á sjó og landi. Ástvinum þínum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Margrét (Magga) frænka. Það er sárt að horfa á eftir nánum vini sem manni þykir vænt um. Manni sem veitti hverjum þeim sem honum kynntist óskipta athygli og hlýj- an vinarhug með orðum eða verkum. Þannig hafa kynni mín af Hlyni verið og dálæti mitt á honum vaxið með hverju árinu sem liðið hefur. Ég kynntist Hlyni og Ragnheiði um það leyti er þau giftu sig, en þar runnu saman tvær fjölskyldur. Fjöl- skyldur sem Hlynur og Ragn- heiður hafa ræktað í gegnum ár- in og ég hef notið margra skemmtilegra samverustunda með. Þar hafa afa- og langafa- börnin verið í fyrirrúmi, en Hlynur sýndi börnum fádæma athygli, virðingu og væntum- þykju. Það fór ekki fram hjá neinum sem með því fylgdist. Hlynur bjó yfir mörgum mann- kostum en hann var fylginn sér, forvitinn, íhugull, hæverskur, tryggur og greiðvikinn. Verkviti bjó hann yfir sem gerði það að verkum að allt lék í höndunum á honum. Í honum bjó sterk þrá eftir að láta drauma sína rætast og láta gott af sér leiða. Það lýsir sér meðal annars í störfum hans fyrir Sameinuðu þjóðirnar eða í áhuga hans á að sigla um á skútu um heimsins höf. Það fór ekki á milli mála að þeirra tíma naut hann til fulls og var þeim mun ánægðari ef honum tókst að draga fólk inn í þessa reynslu- heima og ræða af fordómaleysi um stór mál eða mikilvæg smá- atriði. Sögurnar kveiktu í honum frásagnargleði sem unun var á að hlusta og margt hægt að læra af, hvort sem var af árum hans í friðargæslu Sameinuðu þjóð- anna, sjómennsku eða árunum þegar hann var að alast upp á Bíldudal. Ragnheiði og öðrum aðstandendum færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hlyns verður sárt saknað. Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Hlynur Ingimarsson Elskulegur og kær vinur okkar hjóna, Páll Helga- son, er látinn langt um aldur fram. Fáir samferðamenn hafa haft eins mikil áhrif á lífshlaup okkar og Páll Helgason. Í 45 ár höfum við átt hann að vinnu- félaga, kórstjóra og ferðafélaga og það má eiginlega segja að við höfum sungið okkur í gegnum líf- ið með þeim hjónum Páli Helga- syni og elskulegri eiginkonu hans, Bjarneyju Einarsdóttur, eða Palla og Böddu, sem alltaf eru nefnd í sama orðinu sem einn maður. Ógleymanlegar eru ferðir Ála- fosskórsins til Rússlands og Bandaríkjanna, ógleymanlegir eru útreiðartúrarnir þar sem kjötsúpa var höfð í hávegum og ógleymanlegar eru allar ferðirn- ar með Karlakór Kjalnesinga og Vorboðum bæði innanlands og Páll Helgason ✝ Páll Helgasonfæddist 23. október 1944. Hann lést 5. mars 2016. Útför Páls fór fram 15. mars 2016. utan og síðast en ekki síst samstarfið með þeim hjónum og vinkonu okkar Guðríði Pálsdóttir í Glaða genginu. Það er efni í heila bók allt það sem Páll Helgason hefur afrekað um ævina og kom það engum á óvart þegar Páll var valinn bæjarlista- maður Mosfellsbæjar 2012 og fylgdi því eftir með tónleikum og kynningu á kórunum sem hann hefur stofnað og stjórnað og tón- listarveislan sem Páll stóð fyrir í Langholtskirkju á 70 ára afmæl- isdaginn sinn er mörgum í fersku minni. Já, margs er að minnast og margs að sakna og kærar þakkir fyrir samfylgdina, Páll Helgason, sárastur er söknuður elsku Böddu okkar, barnanna Helga, Einars og Anítu og allrar fjöl- skyldunnar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Úlfhildur Geirsdóttir og Sigvaldi Haraldsson (Úlla og Silli). Elsku amma mín er látin. Það voru mjög daprar fréttir sem bárust miðvikudagsmorgunn 9. mars, en þá hringdi mamma og til- kynnti mér um andlát hennar. Ég var svo heppinn að geta fengið að kveðja hana deginum áður. Ég missti ekki bara ömmu, líka góða og trausta vinkonu. Ég minnist hennar á svo marg- an hátt. Það var oft sem hún bað mig um að aðstoða sig við hitt og þetta sem var bara skemmtilegt, eins og t.d. að keyra sig út í búð, banka eða bara þangað sem hún þurfti að fara og gera eða bara á rúntinn. Við brölluðum margt skemmti- legt og alltaf var gott að tala við hana um allt, því alltaf var hún hreinskilin og sagði það sem henni fannst. Við gátum talað um allt og ef okkur lá eitthvað á hjarta gát- um við talað um það. Ég fékk að upplifa með henni gleðina, sorgina og hamingjuna. Mér fannst alltaf gaman að hlusta á sögurnar henn- ar. Hún sagði mér oft sögur frá gamla tímanum og hvernig hún upplifði hann. Ég man svo vel þegar hún var að passa okkur Hlyn bróður þegar við vorum börn á meðan foreldrar okkar voru að vinna. Hún undi sér best í eldhúsinu og var algjör hús- móðir. Tók á móti okkur þegar við komum úr skólanum með hlýju og mat. Þegar ég varð eldri og amma hætt að passa okkur þá kom ég Kristín Jónína Sigurjónsdóttir ✝ Kristín JónínaSigurjóns- dóttir, Dúa, fæddist 23. júlí 1932. Hún lést 9. mars 2016. Útför hennar fór fram 18. mars 2016. Meira: mbl.is/ minning svo oft til hennar upp á Sléttahraun eftir skóla. Við brölluðum margt saman þar. Ég man alltaf eftir plokkfisknum sem hún gerði úr saltfisk- inum. Hann var í uppáhaldi hjá mér. Við elduðum oft sam- an í hádeginu í gegn- um árin. Svo allar veislurn- ar sem hún hélt, hún kunni það sko. Hún var alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á að halda. Hvort sem það var bara til að hlusta, spjalla eða hughreysta mig. Nú mun engin skötuveisla verða hjá okkur ömmu. Það var fastur liður. Undanfarna daga er ég oft á leiðinni að hringja til hennar og mér finnst skrýtið að geta það ekki meir. Ég hugsa hana núna komna til hans afa eftir margra ára fjarveru og veit ég að þau munu eiga góðan tíma saman. Hann hefur örugg- lega komið á „Gullvagninum“ að sækja hana. … og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég er svo þakklát fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég er líka þakklát fyrir að börn- in mín fengu að eiga svona góða langömmu og mun ég passa að við- halda minningu hennar með þeim. Guð veri með þér og varðveiti þig. Þín dótturdóttir, Helga Lucia. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.