Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ÚRVALS SÓSUR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA B ra nd en b ur g Ekki laumupokast Breyting á endurvinnslustöðvum. Gerðu öllum auðveldara fyrir og komdumeð blandaða úrganginn í glærum poka Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is Elstu kórbjöllu landsins, að talið er, er að finna í Heydalakirkju í Breið- dal. Kristján heitinn Eldjárn, fyrr- verandi þjóðminjavörður og síðar for- seti Íslands, áleit á sínum tíma að bjallan væri frá 12. öld. Þessi dýr- gripur hefur verið geymdur í sér- stökum viðhafnarskáp í Heydala- kirkju allt frá árinu 1958, án þess að gegna sérstöku hlutverki undanfarið. „Við tókum á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í kirkj- unni árið 2001 og hringdum þá bjöll- unni og aftur sumardaginn fyrsta 2015, þegar Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra heimsótti okkur á hátíð og hélt ræðu í minningu séra Einars Sigurðssonar, prests og sálmaskálds í Heydölum. Þá var ákveðið að bjallan yrði aftur tekin til notkunar við helgihaldið í kirkjunni,“ sagði séra Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum. Ákveðið var að kórbjallan fengi hlutverk í fermingarathöfnum í Heydalakirkju þannig að hvert fermingarbarn hringdi bjöllunni til að minnast ferm- ingar sinnar. Guðni Berg Hauksson varð þess heiðurs aðnjótandi að hringja bjöll- unni fyrstur fermingarbarna þegar hann fermdist í Heydalakirkju laug- ardaginn 19. mars sl. Aþena Sól Káradóttir hélt á bjöllunni. Hún er í fermingarfræðslu fyrir austan en ætl- ar að fermast í Reykjavík. Anna Þorsteinsdóttir, prestsfrú í Heydölum í 40 ár til ársins 1987, skrifaði að Stefán Guðmundsson í Felli hefði afhent henni bjölluna sum- arið 1958. Hann kvaðst hafa tekið hana til varðveislu þegar prestslaust varð á staðnum eftir séra Vigfús Þórðarson. Bjallan var í kirkjunni fram yfir aldamótin 1900. Henni var hringt við sérstakar athafnir eins og skírn, hjónavígslu eða innleiðslu en konur voru leiddar í Heydalakirkju eftir barnsburð allt til ársins 1903. gudni@mbl.is Ljósmynd/Sif Kjartansdóttir Heydalakirkja Aþena Sól Káradóttir og fermingardrengurinn Guðni Berg Hauksson með elstu kórbjöllu landsins sem talið er að sé frá 12. öld. Börn hringja elstu kórbjöllunni  Hringja í tilefni fermingar sinnar Reykjavíkurborg auglýsir eftir hugmyndum að rekstri á hjóla- leigu í Reykja- vík. Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa í for- vali eftir áhuga- sömum aðilum til að koma á fót og reka hjólaleigu í Reykjavík. Aðkoma borgarinnar verður fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu og leggja til borgar- land, en sérhæfðum aðilum látið eftir að sjá um uppsetningu og allan rekstur. Auk upplýsinga um þátt- takanda, hvort heldur einstakling eða lögaðila, er óskað eftir lýsingu á hvernig viðkomandi sér rekstur- inn fyrir sér. Sérstaklega er óskað eftir lýsingu á þremur þáttum: Hugmyndir um fjölda hjóla og leigustöðva. Lýsing á tæknilegum lausnum sem boðið er upp á. Hugmyndum að staðsetning stöðva á borgarlandi, ef það er hluti af hugmyndinni. Auglýsa eftir fólki til reksturs hjólaleigu Fjórir fulltrúar af framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi hafa óskað eftir að vera leystir und- an setu í sveitarstjórn út kjörtíma- bilið. Ástæðan er sú að þeir geta ekki gegnt störfum varafulltrúa fyrir sitj- andi fulltrúa. Erna Björnsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins, segir að ákveðin rúlletta hafi farið í gang þegar Friðrik Sig- urðsson, oddviti flokksins í sveitar- stjórn, sagði af sér störfum vegna flutnings til Akureyrar. Erna var fyrsti varamaður og tók sæti Frið- riks og var kosin forseti sveitar- stjórnar í hans stað. Kom í ljós að næsta fólk á listanum sem að öðru jöfnu hefði átt að starfa sem vara- fulltrúar gat ekki sinnt þeim störfum af mismunandi ástæðum. Meðal ann- ars er einn fluttur úr landi, tveir upp- teknir við nám og tveir eru í þannig störfum og búsettir það langt í burtu að þeir eiga erfitt með að mæta á fundi. Erna segir að fulltrúar flokksins geti ekki boðað hvaða fulltrúa sem er neðar á listanum, þeir þurfi að hafa kjörbréf sem varamenn. Varamenn verða nú Stefán Jón Sigurgeirsson, Jóhanna Kristjánsdóttir og Kristín Ýr Einarsdóttir. Þau voru í 9., 10. og 12. sæti framboðslistans við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Erna tekur fram að þessar breyt- ingar hafi engin áhrif á meirihluta- samstarf Sjálfstæðisflokks og VG í sveitarstjórn Norðurþings. Hreyfing á fólki Mikið er um að vera í sveitarfé- laginu vegna iðnaðaruppbyggingar- innar á Bakka. Erna segir að það kunni að eiga þátt í því að talsverð hreyfing sé á fólki. Þegar fasteigna- verði hækki losni um og fólk sem lengi hafi viljað selja geti kannski gert það og fengið eðlilegt verð fyrir. helgi@mbl.is Varafulltrúar sóttir niður fyrir miðjan framboðslista  Hreyfing á framboðslista Sjálfstæðisflokks í Norðurþingi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Húsavík Mikið umrót er í Norður- þingi þessi árin og margir flytja. Rannsókn á málum lögreglumann- anna tveggja, sem störfuðu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stendur enn yfir hjá héraðssaksóknara og ríkis- saksóknara. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um framhald málanna, en málið sem ríkissaksóknari er með til skoðunar er þó á seinni stigum. Fyrri lögreglumaðurinn var sett- ur í gæsluvarðhald milli jóla og ný- árs en hann er grunaður um óeðli- leg samskipti við brotamenn með því að hafa lekið upplýsingum og jafnvel þegið greiðslur fyrir. Barst saksóknara í hendur upptaka af samskiptum mannsins við brota- mann. Í seinna málinu er einnig um að ræða lögreglumann sem sakaður er um að hafa átt í óeðlilegum sam- skiptum við brotamenn. Er það mál til rannsóknar hjá embætti héraðs- saksóknara. thorsteinn@mbl.is Lögreglumenn enn til rannsóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.