Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Bandaríski laga- höfundurinn og tónlistarmaður- inn Burt Bach- arach heldur tón- leika í Eldborg- arsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí nk. Bach- arach er orðinn 87 ára og hefur á 60 ára löngum ferli samið yfir 500 lög og mörg feikivinsæl, m.a. „Anyone Who Had A Heart“ og „Do You Know The Way To San Jose“. Hann hefur hlotið átta Grammy- verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun og Golden Globe-verðlaun og árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin- verðlaun. Bacharach í Hörpu Burt Bacharach Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríski blússöngvarinn og munnhörpuleikarinn Chicago Beau, réttu nafni Lincoln T. Beauchamp Jr., er einn af heiðursgestum Blúshátíðar í Reykjavík sem hófst á laugardaginn, og kemur fram á fyrstu stórtónleikum hátíðarinnar af þrennum á Hilton Reykjavík Nor- dica hótelinu á miðvikudaginn kl. 20, ásamt hljómsveitinni Vinir Dóra. Beau var gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur laugardag- inn sl. þegar hinn árvissi blúsdagur var haldinn hátíðlegur á Skólavörðu- stíg en auk þess að vera blústónlist- armaður hefur hann starfað sem rit- höfundur og ritstjóri, stýrt upp- tökum annarra tónlistarmanna og unnið með sögufrægum blús- kempum á borð við Pinetop Perkins. Beau var tíður gestur hér á landi á árunum 1991-95 og lék hér síðast ár- ið 2002. Hafði hann mikil áhrif á ís- lenskt blústónlistarlíf og kom á sterku menningarsambandi milli ís- lenskra og bandarískra blústónlist- armanna og vann ötullega að út- breiðslu blústónlistar og kynningu á íslenskum blústónlistarmönnum er- lendis, eins og segir í tilkynningu frá Blúsfélagi Reykjavíkur. Beau ferð- aðist um tíma með Vinum Dóra og kom fram með þeim á fjölmörgum tónleikum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Hann er því vel að heiðrinum kominn. Úr steppdansi í blús Eins og listamannsnafnið gefur til kynna er Beau fæddur og uppalinn í Chicago, fæddist í suðurhluta borg- arinnar 13. febrúar árið 1949 og er því nýorðinn 68 ára. Milli 10 og 15 ára aldurs stundaði hann nám í steppdansi hjá dansaranum og dans- höfundinum Jimmy Payne og tók þátt í nk. kabarettsýningum þar sem m.a. var boðið upp á steppdans, töfrabrögð og djass- og blústónlist. Þar kviknaði fyrir alvöru áhugi hans á blúsnum og fór hann að sækja blúsklúbba og æfingar blús- hljómsveita. Meðal þeirra klúbba sem táning- urinn Beau laumaði sér inn á var 708 Club þar sem stórstjörnur í blúsnum komu fram, m.a. Muddy Waters, Big Mama Thornton og Billy Boy Arn- old. Málin þróuðust þannig að hann kynntist bæði Arnold og Waters, sá fyrrnefndi kenndi honum að leika á munnhörpu og Waters gaf honum listamannsnafnið Chicago Beau sem hefur fylgt honum æ síðan. Beau hóf 17 ára að leika á munn- hörpu og syngja í litlum klúbbum og á götuhornum hinna ýmsu borga, m.a. Chicago og Amsterdam og flutti til Parísar þar sem hann kynntist saxófónleikaranum Acrhie Shepp sem hann kom fram með á tón- leikum og lék með á plötu, að því er fram kemur á blúsvefnum Blues.gr. Hófst þá ferill hans sem atvinnu- tónlistarmanns. Beau hefur á ferli sínum átt í samstarfi við marga heimskunna tónlistarmenn, m.a. Memphis Slim, Lester Bowie og Frank Zappa og gefið út plötur með mörgum bestu blústónlistarmönnum Chicago, auk þess að gefa út bækur um blúsmenningu á vegum útgáf- unnar Literati Internazionale sem hann stofnaði árið 1988. Virðing fyrir rótunum „Mér finnst íslenskir blústónlist- armenn bera mikla virðingu fyrir rótum tónlistarinnar,“ segir Beau, beðinn um álit sitt á íslenskum blús. Blámann megi tengja við ýmislegt í Íslandssögunni, m.a. undirokun þeg- ar landið heyrði undir Danaveldi og einnig megi sjá tengingu milli nor- rænnar goðafræði og afrískra trúar- bragða. -Blúsinn er líka miklu meira en tónlist, ekki satt? „Ójú, algjörlega. Ég hef verið að reyna að koma fólki í skilning um það í Bandaríkjunum en það skilur það ekki,“ segir Beau og hlær og bætir við að það eigi aðeins við um hluta þjóðarinnar. Tónlistin sé ein- ungis hluti af blúsnum því hann byggi líka á ríkri sagnahefð og dansi. -Vel á minnst, dans, þú lærðir steppdans ungur að árum. Ætlarðu kannski að taka nokkur spor á Blúshátíð? Beau skellihlær og segist ekki vera með réttu skóna til þess. Þá sé langt um liðið frá því hann steppaði síðast. „Ég tek kannski nokkur spor, ég dansa alltaf eitthvað hvort eð er,“ bætir hann við og hlær enn. Beau eldri og Beau yngri Eins og sönnum blúsmanni sæmir kann Beau margar sögur og ein þeirra segir af því hvernig hann fékk nafnið Chicago Beau. Sem fyrr segir var það sjálfur Muddy Waters sem fór að kalla hann því nafni. Beau seg- ir Waters hafa verið með hálfgerðan einkaþjón sem gegndi einnig hlut- verki lífvarðar og hét sá Beau. Sá náungi var harður í horn að taka, að sögn Beau, sem var um 17 ára aldur þegar hann fékk að umgangast Wat- ers og læra af honum. „Beau eldri var með hníf í vasanum sem hann brá leifturhratt á hálsinn á mér. Hann var í gríðarstórum buxum með rúmgóðum vösum sem höfðu líklega að geyma ýmislegt annað en hnífinn, hugsanlega önnur vopn. Muddy var orðinn eitthvað þreyttur á okkur, sagði við Beau eldri að hann væri of gamall til að atast í mér og þegar hann kallaði á Beau stóðum við báðir upp. Þá sagðist Muddy ætla að kalla mig Chicago Beau svo við vissum hvorn hann ætti við,“ segir Beau og hlær að minningunni. Öll tónlist talar til fólks -Þú hefur starfað með mörgum stórstjörnum blússins. Hefur ein- hver þeirra veitt þér meiri inn- blástur en önnur? „Tja, Sonny Boy Williams hafði eflaust mikil áhrif á mig, þó ég hafi aldrei hitt hann, því hann bjó yfir miklum persónutöfrum. Muddy Waters veitti mér sannarlega mik- inn innblástur en innblástur er skondið fyrirbæri, ég get í raun ekki nefnt einhvern einn í því samhengi. Maður lærir ólíka hluti af ólíku fólki. Munnhörpuleikarinn Big Walter „Shakey“ Hornton, sem lést árið 1981, var góðvinur minn og hann sagði mér að líkja ekki eftir öðrum heldur móta minn eigin stíl. Annars yrði ég bara hálfdrættingur á við þá eða jafnvel síðri. Þetta hef ég alltaf haft hugfast. Big Walter var bæði mikill listamaður og ljúfmenni og ég bar mikla virðingu fyrir honum.“ Beau er spurður að því hvaða eig- inleikum góður blússöngvari þurfi að búa yfir. „Ég myndi segja að tilfinn- ing sé lykilatriði, að trúa því sem þú ert að segja og syngja um,“ segir Beau. Þetta eigi ekki aðeins við um blúsinn, óperusöngvari geti lært að syngja rétt og fallega en ef hann viti ekki um hvað hann er að syngja muni enginn taka hann trúanlegan. „Þetta á ekki bara við um blússöng heldur líka hljóðfæraleik. Góður blússöngvari verður að trúa á orðin og skilja að blússöngvari er sendi- boði. Þú ert að tala við fólk og öll tónlist talar til fólks. Stundum er erfitt að koma auga á það, t.d. hjá þessum strákasöngsveitum,“ segir Beau og skellihlær. Samt sem áður séu slíkar sveitir að bera ákveðin skilaboð sem skili sér til markhóps- ins. „En skilaboð blússins eru stund- um svo tilfinningaþrungin að fólk vill ekki hlusta á þau. Það þarf því sér- staka manngerð til að vefa þau,“ segir Beau. Hann segir blúsinn í flestum til- fellum fjalla um ást í ýmsum mynd- um og þá m.a. ástarsorg en stundum laumi pólitík sér inn í textann. Misvitrir gagnrýnendur Og nú vandar Beau tónlistargagn- rýnendum ekki kveðjurnar og segir þá marga hverja óttaleg fífl. „Ég gaf fyrir mörgum árum út plötuna My Ancestors og gagnrýnendur sögðu að platan væri ekki nógu blúsuð af því ég var að fjalla um forfeður mína, glæpi í Chicago og börn að drepa hvert annað. Blúsmaður, í huga gagnrýnandans, á að vera sofandi gagnvart mikilvægum málefnum líð- andi stundar,“ segir Beau. Blúsinn eigi ekki alltaf að fjalla um ást og eymd heldur líka ástandið í sam- félaginu. „Ætla menn að halda því fram að Malcolm X og Martin Lut- her King hafi ekki verið með blús í hjarta?“ spyr Beau og bætir við að pólitík sé vandmeðfarin í tónlist og þá sérstaklega í Ameríku. „Maður þarf að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mann.“ Dagskrá Blúshátíðar er á blues.is. Tilfinning og trú lykilatriði  Chicago Beau, nývígður heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur, kemur fram á fyrstu stórtónleikum Blúshátíðar í Reykjavík annað kvöld með Vinum Dóra Ljósmynd/Ásta Magnúsdóttir Blúsmaður Chicago Beau ber íslenskum blúsmönnum vel söguna og hefur oft haldið tónleika með þeim á Íslandi. Hér sést hann leika á als oddi á Skólavörðustíg á fyrsta degi Blúshátíðar í Reykjavík, á laugardaginn var. Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 562 4485 • jarnsteypan.is Klassískasti útibekkur landsins - Nú er rétti tíminn til að panta. KUNG FU PANDA 3 1:50, 3:55 ÍSL.TAL KUNG FU PANDA 3 3D 3:55, 6 ÍSL.TAL KUNG FU PANDA 3 6 ENS.TAL BROTHERS GRIMSBY 8, 10:10 ZOOTROPOLIS 2, 5 ÍSL.TAL FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8, 10:10 DEADPOOL 10:10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 1:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar MIÐNÆTUR FORSÝNING KL: 00:05 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.