Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er tímabært að safna kröftum og endurskipuleggja sig fyrir það sem eftir er af árinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Nágranni eða fjölskyldumeðlimur virð- ist ætla að eyðileggja næðið sem þú metur svo mikils. Til allrar hamingju hefur þú mikla hæfileika til að bera á sviði sam- skipta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Enginn hefur beðið þig að bæta eitthvað eða bæta neinu við, sem skapar furðulega tilfinningu. Hvernig væri að syngja aðeins hærra? Fólk dansar við tónlistina þína núna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvers vegna að eyða öllum skipu- lagshæfileikunum í vinnuna? Einkalífið hefði gott af því að njóta þeirra hæfileika. Hristu af þér slenið, brettu upp ermarnar og taktu til hendinni! 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagblöð, lagatexti, minnisblöð og þess háttar felur í sér vísbendingar. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leið- ast. Leggðu drög að því að komast í gott ferðalag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Draumar um fjar- læga staði gera dagana djúpa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sjötta skilningarvitið verður fyrirferð- armikið í dag. Smáatriði vefjast ekki fyrir þér og þú finnur fljótlegustu leiðina að réttri lausn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ástarsambönd gætu slitnað í dag. Láttu ekki hugfallast því á endanum stendur þú með pálmann í höndunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert í léttu skapi þessa dag- ana og átt auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Dyttaðu að heima og lagfærðu það sem bilað er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Maður getur víst aldrei verið of ríkur eða of mjór. Stattu fast á sjálfstæði þínu. Lítil ævintýri geta vel glatt svo þú skalt ekki fúlsa við þeim. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Frestaðu ferðalögum svo þú getir sinnt daglegum skyldum þínum. Hann gefst upp þegar hann sér að orð hans hrína ekki á þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér hefur vegnað vel í starfi og finnst tími til kominn að fá einhverja umbun fyrir. Ef þú spyrð ekki, þá færðu ekki. Sigrún Haraldsdóttir birti fjórarbraghendur á Leirnum á sunnu- daginn, sem hún kallaði „Jafndægur á vori“: Skúrir væta, skarir molna, skaflar hjaðna, sytrar vatn um svörð og rætur, söm er lengdin dags og nætur. Sólin er á sinni vissu sigurgöngu, hærra mun á himni rísa, heimi öllum skærar lýsa. Vekja mun hún vallargrös og vorsins angan, kalla úr suðri kæra gesti, kríur, lóur, spóa og þresti. Folöldum hún fagna mun og frískum lömbum, glæða von og gleðja sinnið, gluða lit á náfölt skinnið. Síðan skoraði hún á Sigmund Benediktsson að yrkja braghend- urnar upp undir öðrum bragarhætti, helst hæku, – en þau hafa verið að leika sér að slíkum vísnaleik. Ekki er við því að búast að Sigmundur yrki undir japönskum bragarháttum fyrirvaralaust, – svo að hann verði fyllilega ánægður! En hann hefur góð tök á hringhendunni. „Góa kveður í dag,“ sagði hann í gær og síðan: Drunga gáruð fölleit fer, feigðarbárur rugga. Klökkvasára kveðju ber koma tár á glugga. Vorhugur er í Gunnari J. Straumland: Blíður morgunbláminn hlýr bræðir drunga nætur þegar Drottins dagur nýr dregur mig á fætur. Ingólfur Ómar er á sömu nótum: Roðar græði grund og hlíð glitrar bárukögur. Morgunsólin björt og blíð brosir undurfögur. Forsetaframbjóðendum fjölgar dag frá degi eins og farfuglunum á vorin. Hallmundur Kristinsson kvað og kallar „Skrautfjaðrir“: Fjöðrum í framboðs röðum fjölgar nú skrefum hröðum. En leiðin er löng og líkast til þröng brautin að Bessastöðum. Gústi Mar litaðist um á Borgar- sandi og þar voru aðrir fuglar: Tjaldur kátur kominn þar kembdi svangur fjörurnar. Sílamávur soltinn var á Sauðármýrum álftapar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Jafndægur á vori og fuglarnir Í klípu „BRÚ ER STERK OG ÁREIÐANLEG. NÚNA ÞARF ÉG ENDURSKOÐANDA, EKKI BRÚ.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BÖDDI, ÞÚ VERÐUR AÐ ÚTKLJÁ ÞETTA. ER ÞESSI ÖR FRÁ APÖSUM EÐA SÍUXUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ...það sem gerir sambandið svo einstakt. ÉG VAR AÐ KYSSA LÍSU GÓÐA NÓTTKYSSSSS! TAKK FYRIR ÚTSKÝRINGUNA ÉG HÉLT AÐ EINHVER VÆRI AÐ LOSA STÍFLAÐ KLÓSETT ÉG ER KOMINN FRÁ FRAKKLANDI! ER EITTHVAÐ TIL MÍN Í POKANUM? ÞAÐ ER ALLT TIL ÞÍN! ÞAÐ ER ÓHREINA- TAUIÐ MITT Víkverji horfði á leik Everton ogArsenal í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag á bresku sjónvarpsstöðinni BT Sport. Þjón- ustan við áhorfendur í þeirri lýsingu var mögnuð. Leiknum lýsti einn fremsti sparkþulur Breta undan- farna áratugi, Ian Darke, en honum til aðstoðar voru Glenn Hoddle, fyrr- verandi landsliðsþjálfari Englands, og Michael Owen, fyrrverandi lands- liðsmiðherji. Uppsöfnuð þekking og innsýn í leikinn var því sannarlega ekki af skornum skammti en Hoddle og Owen skiptust á að skýra leikinn meðfram því sem Darke lýsti hon- um. x x x Ekki nóg með það. Þegar dóm-gæsluleg álitamál komu upp var skipt yfir á Howard Webb, sem um árabil var í hópi fremstu dómara Englands en hefur nú lagt flautuna á hilluna. Í fyrri hálfleik féll Alexis Sánchez, útherji Arsenal í teig Ever- ton, og brást illur við þegar hann fékk ekki vítaspyrnu hjá Mark Clattenburg dómara. Darke gaf þá Webb strax orðið. Hann sagði eitt- hvað á þessa leið undir endursýn- ingu á atvikinu: „Hér er Sánchez brugðið. Hann reynir á hinn bóginn að standa í fæturna en missir jafn- vægið og lendir á næsta varnar- manni. Seinni snertingin verð- skuldar ekki vítaspyrnu en sú fyrri gerir það klárlega. Þetta hefði átt að vera víti!“ Málið dautt. x x x Þarna var boðið upp á framúrskar-andi þjónustu við áhorfendur og Víkverji hvetur SkjáEinn og Símann Sport, sem munu sýna beint frá leikjum á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar, til að taka þennan hátt upp. Hafa Kristin Jak- obsson, Gylfa Þór Orrason eða ein- hvern annan dómara til taks og láta þá meta vafaatriði af þessu tagi í beinni útsendingu. Alla vega í stærstu leikjunum. x x x Annars er upphitun fyrir EM hafiná SkjáEinum. Þvílík veisla sem við eigum í vændum! víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? Sálm. 27:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.