Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. vegna ársins 2015 verður haldinn miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 19.00 á skrif- stofu félagsins í Hnífsdal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um hluta- félög. 3. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs verður haldið á skipinu DUUS.IS, KE, fnr. 7772 (farþegaskip), fimmtudaginn 31.mars nk. kl. 09:30 á skifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Þinglýstur eigandi er Upplifum Reykjanes ehf., gerðarbeiðandi er Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 21.mars 2016 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur 1 kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. 14. Postulín 1 og tálgað í tré kl. 13. Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Handa- vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. . MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Boðinn Handavinna kl 9-15 (Leiðbeinandi á staðnum) og bridge/ kanasta kl 13. Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10:40, útskurður kl. 13:00, dans kl. 13:30 og leshópur kl. 13:00. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Valdir Passíusálmar verða lesnir í kyrrðarstund þriðjudaginn 22. mars kl. 12. Eftir lesturinn er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarsalnum á vægu verði. Verið velkomin Furugerði 1 Morgunmatur kl. 8.10-9. Handavinnustofa opin án leiðbeinanda. Leikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Botsía kl. 14. Kaffi kl. 14.30-15.30. Kvöldmatur kl. 18-19, Garðabæ Bútasaumur kl.13:00, Bónusrúta frá Jónshúsi kl.14.45. opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl.14 - 16. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Perlusaumur kl. 9-12. Keramik- málun án brennslu og opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10, gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Leikfimi Milan og Maríu kl. 10.20. Starf Félags heyrnarlausra kl. 11.30-15.30.Tiffany glervinna með leiðbeinanda kl. 13-16. Gjábakki Handavinna kl. 9, tréúrskurður kl. 9, stólaleikfimi kl. 9.10, jóga kl. 10.50, handavinna kl. 13, alkort kl. 13.30, jafnvægisþjálfun kl. 14, létt hreyfing kl. 15, línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, Jóga kl. 9.30, Ganga kl. 10, Kanasta kl. 13, Jóga kl. 17.15 Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9– 14. Gönguhópur kl. 10:30 – þegar færð leyfir. Morgunleikfimi kl. 9.45. Boccia kl.10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, jóga kl. 8.30, 9.30, 10.30 og 11.30, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa frá kl. 13, tálgun, myndlist o.fl. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistanámskeið kl. 9, Thai Chi. kl. 9, leikfimi kl.10. Bónusbíll kl.12.40, brids kl. 13, Kríur myndlistahópur kl. 13 bókabíll kl. 14.15, kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Boccia í Digranesi vestursal kl.16.00. Enginn línudans í dag, næsti línudans 29. mars. Uppl. í síma 698-5857 og á www.glod.is Korpúlfar Sundleikfimi kl. 9:30 í Grafarvogssundlaug, helgistund kl. 10:30 í Borgum, Qigong kl. 11 í Borgum, fimleikahópur Korpúlfa kl. 12:30 í Egilshöll, fimleikasal. Heimanám í páskafríi og spænsku- kennsla kl. 16:00 í Borgum í dag. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja/listasmiðja kl. 9-12, stólaleikfimi á 2. hæð kl. 10, lesið úr blöðum kl. 10.15, bókmennta- hópur kl. 11, opin listasmiðja m. leiðbeinanda kl. 13-16, kaffihúsaferð m. starfsmanni kl. 14, boccia, spil og leikir kl.15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið Kaffi og kíkt í blöðin kl. 8.30-10.30, framhaldssaga kl. 10, hádegismatur kl. 11.30-12.30, bónusbíll kl. 12.40, handavinna kl. 13, bókabíll kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30 og línudans hjá Ingu kl. 15. Allir eru velkomnir í félagsstarfið óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug kl. 07.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kl. 14.00. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9. Glerskurður (Tifffanýs) kl. 13-16, leiðbeinandi Vigdís Hansen. Nánari upplýsingar í síma 535-2740. Vitatorg Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, upplestur framhaldssögu kl. 12.30. handavinna kl. 13, með leiðsögn kl. 13.15, félagsvist fyrir alla kl. 13.30. Félagslíf  FJÖLNIR 6016032219 I Pf. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Bókhald NP Þjónusta Tek að mér bókhald, endurútreikning og vsk. Hafið samband í síma: 861-6164. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Nýkomnir frábærir og einstak- lega mjúkir dömuskór úr lambs- skinni. Þeir þeir hreinlega gæla við fótinn! Teg. 658301 Litur „Fume“. Stærðir: 36-40. Verð: 12.680.- Teg. 557115 Litur: 9069. Stærðir: 36-41. Verð: 8.650.- Teg. 556001 Litur: 9211. Stærðir: 36-41. Verð: 11.870.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Aðalfundur Lóðafélagins Móhella 4ae verður haldinn fimmtudaginn 31. mars 2016 kl. 17.00 á Hótel Hafnarfirði. 1. Kosning fundastjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2015 3. Ársreikningar lagðir fram 4. Kosning formanns, stjórnar og varamanna. 5. Kosning endurskoðenda 6. Rekstar - ogframkvæmdaáætlun fyrir næsta ár 7. Ákvörðun húsgjalda. 8. Tillaga um sérstaka greiðslu vegna aukinna öryggismála. 9. Önnur mál. Reikningar ársins 2015 liggja frammi að Birkigrund 57, Kópavogi frá kl.14-16, 30. mars 2016. Nánar á heimasíðu félagsins www.mohella.is Stjórnin. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. mbl.is alltaf - allstaðar Elsku besta mamma, þín er sárt saknað, þú varst ætíð til staðar fyrir okkur dætur þínar. Alltaf svo blíð og ráðagóð. Nú situr eftir tómarúm sem ekki er hægt að fylla. Minning- arnar eru margar og góðar. Oft sátum við systur með þér við eldhúsborðið og ræddum heims- ins mál, ferðalögin bæði innan- og utanlands. það var svo gam- an að hlusta á frásagnir þínar, spekingslegar og oft líka mjög fyndnar – þá var mikið hlegið. Okkur er líka hugsað til allra matarboðanna á fallega heimili ykkar pabba, þá svignaði borðið undan öllum kræsingunum. Börnin okkar hændust svo að þér, þú varst svo góð við þau. Oft tala þau um jólaboðin þegar þau fengu að halda leiksýningu fyrir okkur fullorðna fólkið og auðvita varð Lögguamma að leikstýra. Mamma greindist með illvígan sjúkdóm fyrir Elín Jóhanna Hammer Guðmundsdóttir ✝ Elín JóhannaHammer Guð- mundsdóttir fædd- ist 30. janúar 1937. Hún lést 6. febrúar 2016. Útför Elínar fór fram 12. febrúar 2016. þremur árum. Í þeirri baráttu sýndi hún fádæma æðru- leysi og jákvæðni, hún hafði frekar áhuga á að heyra hvernig aðrir hefðu það en að tala um eigin líðan. Mamma og pabbi voru óað- skiljanleg. Pabbi vék ekki frá henni í veikindunum, hann var við hlið hennar allt til síðustu stundar. Máttugust allra manna er móðir móðir vor. Huggar er þú grætur og þerrar tár. Faðmar þig af mikilli ást ef þú átt sárt. Ástin er það sem hún gaf til að gefa áfram. Máttugust allra manna þú yndisleg móðir móðir vor. Elsku pabbi, missir þinn er mikill, megi góður Guð styrkja þig og varðveita. Elsku mamma, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þínar dætur, Jóna Hammer, Lára Hammer og Berglind Hammer Gylfadætur. ✝ Örn HaukurIngólfsson fæddist í Reykjavík 12. október 1939. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 14. mars 2016. Foreldrar hans voru Ingólfur Guð- mundsson, f. 17. maí 1912, frá Mel- um í Árneshreppi, Strandasýslu, og Karitas Magn- úsdóttir, f. 1. maí 1918, frá Heinabergi á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þau eru bæði látin. Systkini Arnar eru Elísabet Guðrún, f. 17. febrúar 1942, Ing- ólfur Ragnar, f. 6. ágúst 1949, Matthildur Magnea, f. 14. ágúst 1950, d. 16. september 2010, Dóra Jóhanna, f. 3. apríl 1955, d. 6. apríl 1957, Guðmundur Ólaf- ur, f. 3. maí 1957, Ríkharður Þór, f. 24. apríl 1962, og Karl Jó- hann, f. 12. febrúar 1964. Örn kvæntist 29. apríl 1961 Jóhönnu Magnúsdóttur, f. í Reykjavík 2. september 1938. Foreldrar hennar voru Magnús Halldórsson, f. 22. september 1912, d. 8. apríl 1942, og Sabína Unnur Jóhannsdóttir, f. 13. sept- ember 1911, d. 3. október 2012. Dóttir Arnar og Jóhönnu er Unnur, f. 17. nóvember 1955, hennar maður er Jóhann M. Kristjánsson, f. 21. október 1953. Börn þeirra eru Laufey, f. 12. apríl 1973, maki Einar Sig- urður Axelsson, f. 2. september 1973, þeirra synir eru Örn Haukur, Hrafn Már og Þröstur. Fanney, f. 2. des. 1981, maki Guð- mundur Níels Erl- ingsson, f. 10. október 1973, þeirra börn eru Erlingur og Unnur, sonur Fanneyjar er Bjartur Snær. Kristján, f. 3. september 1987, dóttir hans er Natalía Sól. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau hjónin í Reykjavík en árið 1965 fluttu þau í Garðabæ þar sem þau bjuggu óslitið síðan. Örn nam húsasmíði hjá föður sínum og var meistari í því fagi. Starfaði hann með honum á Landakotsspítala og á fleiri stöðum, meðal annars við bygg- ingu Systraheimilisins Holts- búðar í Garðabæ og víðar. Eftir að sjúkrahúsin voru sameinuð starfaði hann á Borgarspítalan- um þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Arnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Kynni okkar Arnar hófust í kringum aldamótin þegar hann hóf störf sem smiður á Borgar- spítalanum og kunningsskapur okkar varð fljótt að vináttu. Örn var elstur í hópi iðnaðar- manna sem þar unnu. Hann var engu að síður yngstur í anda af öllum. Örn var til í allar uppá- komur og stóð fyrir þeim mörg- um. Hans mottó var alltaf að vera með. Á kaffistofunni var hann hrók- ur alls fagnaðar en vandaði íhald- inu ekki alltaf kveðjurnar. Ekki held ég að Örn hafi hagnast mikið á vinnu sinni. Honum nægði oft klapp á bakið eða þétt handtak. Við vinirnir fórum í ýmsar ferðir saman, bæði til að spila golf og í „vinnuferðir“ ásamt fleiri góðum félögum. Fyrir nokkrum árum fór ég með Erni í ferðalag norður á Strandir. Sú ferð er með öllu ógleymanleg. Þar var sól og heiðríkja yfir öllu, eins og yfir vináttu okkar. Mér leið vel í ná- vist Arnar. Við unnum vel saman og sögðum hvor öðrum vísur og sögur. Við hlógum saman og átt- um gott með að þegja saman. Vertu kært kvaddur, vinur minn. Valur Oddsson. Örn Haukur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.