Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Ársfundur VIRK Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl á Grand Hótel Reykjavík kl. 13.00-15.00. Dagskrá auk hefðbundinna ársfundarstarfa: • Starfsemi VIRK Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK • Ávinningur af starfsemi VIRK 2015 Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur • Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu Jónína Waagfjörð, deildarstjóri hjá VIRK Ársfundurinn er öllum opinn en meðlimir fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt. Heilbrigðisráðherra kynnti í gærátak til að stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum. Til átaksins á að verja rúmum átta hundruð millj- ónum króna á þessu ári og svipaðri upphæð samanlagt á næstu tveimur ár- um.    Með þessu erstefnt að því að hámarksbið verði 90 dagar, en síðustu árin hefur fólk þurft að bíða margfaldan þann tíma eftir mikilvægum aðgerðum með tilheyr- andi óþægindum, hættu og kostnaði.    Og munurinn á þessum fjár-útlátum ríkisins og ýmsum öðr- um er að þessi hafa ekki í för með sér viðbótarkostnað og jafnvel tals- verðan sparnað þegar horft er til þess að fólk verður fyrr virkara eft- ir sjúkdóm en ella.    Það sparast ekkert við að hafafólk á biðlistum, nema að vísu ef fólk fellur frá, sem seint verður talið markmiðið.    Aðgerðirnar sem kynntar voru ígær þýða gjörbreytingu fyrir þá sem bíða eftir liðskiptaaðgerð- um, augasteinsaðgerðum og hjarta- þræðingum. Biðlistarnir hverfa ekki í einni svipan, en þeir verða fljótlega miklu nær því að vera viðunandi.    Átakið er fagnaðarefni og sýnirað ríkisstjórninni er alvara með að taka á vanda heilbrigðis- kerfisins.    Vonandi ber stjórnarandstaðangæfu til að styðja þetta fram- tak, jafnvel þó að samningar heil- brigðisráðherra séu að hluta til við einkaaðila, sem stjórnarandstaðan telur að megi hvergi nærri heil- brigðisþjónustu koma. Kristján Þór Júlíusson Biðin (hér um bil) á enda STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki -1 léttskýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 8 skýjað Dublin 7 alskýjað Glasgow 10 alskýjað London 11 skýjað París 8 alskýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skúrir Vín 11 léttskýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 skúrir Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 16 heiðskírt Winnipeg -1 skýjað Montreal 2 skýjað New York 6 heiðskírt Chicago 6 léttskýjað Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:19 19:51 ÍSAFJÖRÐUR 7:23 19:57 SIGLUFJÖRÐUR 7:06 19:40 DJÚPIVOGUR 6:49 19:20 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Leikfélag Hólmavíkur í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík frumsýndi leikritið Ballið á Bessa- stöðum eftir Gerði Kristnýju um helgina. „Það er ljómandi skemmtilegt að vera forseti þegar maður hefur hafið sig yfir leið- indin sem fylgja öllum þessum bréfum sem maður fær og þarf að svara,“ segir Jón Jónsson, sem leikur aðalhlutverkið. Jón segir að ákveðið hafi verið að setja verkið upp meðal annars vegna þess að embætti forsetans sé í brennidepli um þessar mundir. „Þetta liggur í loftinu og verkið hentar því vel, auk þess sem verk- ið er skemmtilegur söng- og gleði- leikur fyrir börn og fullorðna,“ segir hann. Þó Ballið á Bessastöðum sé gleðileikur er forsetinn leiður á starfinu og vill gera eitthvað ann- að. „Hann lendir í miklum ævin- týrum,“ segir Jón. „Þetta er forseti sem hefur líf og fjör í fyrirrúmi á Bessastöðum og er upptekinn af því.“ Barnamenningarhátíð Sýningarnar tvær um helgina voru í tengslum við barnamenning- arhátíð í Strandabyggð. Jón segir að verkinu hafi verið mjög vel tek- ið en þrjár sýningar eru eftir á Hólmavík, sú næsta í kvöld, og ver- ið er að skoða að vera með sýn- ingu í Búðardal. Um 30 til 40 manns koma að sýningunni, sem Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir leik- stýrir, og þar af um 15 leikarar, en um 500 manns búa á Hólmavík og í nágrenni. Leikfélagið hefur verið mjög virkt í áratugi og hefur sett upp leiksýningu árlega, þar af sameig- inlega með grunnskólanum annað hvert ár með blöndu af eldri áhugaleikurum og 14 til 16 ára krökkum. „Þetta er samstarfsverk- efni kynslóðanna,“ segir Jón og bætir við að áhersla hafi verið lögð á farsa og gamanleikrit. Forsetinn leiður á bréfunum Ballið á Bessastöðum Frá vinstri: Jón Valur Jónsson (Lárus Auðarson), Ester Sigfúsdóttir (Auður) og Jón Jónsson (forsetinn).  Ballinu á Bessastöðum vel tekið á Hólmavík  Samstarfsverkefni kynslóð- anna  Fyrirhugað að fara í sýningarferð til Búðardals í næsta mánuði Ljósmynd/Eiríkur Valdimarsson Um miðjan dag í gær var tilkynnt um mann sem hafði hellt yfir sig bensíni og hótaði að kveikja í sér. Jafnframt hafði hann hellt bensíni yfir útidyrahurð að gistiheimili og hótaði að kveikja í henni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu höf- uðborgarsvæðis. Þar segir að mað- urinn sé hælisleitandi sem hafði verið vísað út af gistiheimilinu sem staðsett er við Grensásveg. Maður- inn var handtekinn og færður á lög- reglustöð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð- inu var óskað eftir aðstoð þeirra en lögreglan hafði yfirbugað manninn þegar lögregla kom á staðinn. Hælisleitandi hótaði að kveikja í sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.