Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ✝ Guðbjörg Aðal-heiður Guð- mundsdóttir fædd- ist í Eyrarhúsum á Tálknafirði þann 17. maí 1933. Hún lést þann 13. mars 2016 á Hrafnistu, Boðaþingi í Kópa- vogi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- ríður Guðbjarts- dóttir, f. 9.11. 1897, d. 5.4. 1987, og Guðmundur Ólafur Guð- mundsson, f. 13.8. 1902, d. 21.6. 1978. Systkini hennar eru Guð- ríður Magndís Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Guð- mundur S. Guðmundsson og drengur sem lést rétt eftir fæð- ingu. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Halldór Sigurðsson, f. 15.3. 1932. Foreldrar hans voru Sigurður Viggó Pálmason, f. 25.11. 1894, d. 11.1. 1944, og Gróa Halldórsdóttir, f. 17.10. 1901, d. 17.1. 1941. Börn Guðbjargar Aðalheiðar og Halldórs eru 1) Gróa Hall- munda María, Íris, Pálmi og Gauti, barnabörnin eru fimm. 6) Halldór Halldórsson, f. 16.7. 1963, dætur hans eru Eydís Þuríður og Unnur Aðalheiður. 7) Sigurjón Halldórsson, f. 2.6. 1966. 8) Ásgeir Halldórsson, f. 25.1. 1973, eiginkona hans er Steinunn Ingvarsdóttir, f. 5.10. 1982, börn þeirra eru Róbert Vilhjálmur, Ísabella Björt og Ír- is Ylva. Guðbjörg Aðalheiður, eða Heiða eins og hún var alltaf kölluð, fluttist ásamt fjölskyldu sinni að Köldukinn 3 í Hafnar- firði árið 1947. Hún útskrifaðist frá Flensborgarskóla árið 1950 sem gagnfræðingur. Hún inn- ritaði sig í kjölfarið í Hús- mæðraskólann á Varmalandi, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1952. Hún hóf samband með eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Sigurðssyni, árið 1950 og gengu þau í hjónaband þann 26.12. 1953. Heiða og Halldór bjuggu alla tíð í Kópavogi, í Hátröð 9, Löngubrekku 8 og Lyngbrekku 6 þar sem þau bjuggu lengst og ólu saman upp sinn stóra barna- hóp. Ásamt því að sinna hús- móðurhlutverki sínu rak hún ásamt Halldóri Skóiðjuna frá árunum 1965-1990. Eftir hana liggur mikið af handprjónuðum fatnaði ásamt ýmsum útsaumi. Útför Heiðu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 22. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. dórsdóttir, f. 27.6. 1953, eiginmaður hennar er Þorkell J. Sigurðsson, f. 4.8. 1950, börn þeirra eru Aðal- heiður Sigríður, Halldór og Helga, barnabörnin eru sjö. 2) Bjarni Her- mann Halldórsson, f. 28.6. 1955, eigin- kona hans er Guðný Kristín Harðardóttir, f. 12.2. 1955, börn þeirra eru Heiða Björg, Hörður Sigurjón og Vignir Ingi, barnabörnin eru sjö. 3) Ingibjörg Herdís Hall- dórsdóttir, f. 25.9. 1957, börn hennar eru Guðmundur Jó- hann, Halldór, Viktor Breki og Aldís Björk, barnabörnin eru þrjú. 4) Guðmundur Ólafur Halldórsson, f. 15.4. 1960, börn hans eru Guðbjörg Aðalheiður, Sigurjón Ingi, Aron Freyr, Elv- ar Snær og Sigurbjörg Alída, barnabörnin eru fimm. 5) Sig- urður Viggó Halldórsson, f. 15.4. 1960, eiginkona hans er Ingibjörg Ingadóttir, f. 2.5. 1964, börn þeirra eru Guð- Elsku mamma mín, þín er sárt saknað. Það er margs að minnast og ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Ég á mjög erfitt með að átta mig á því að þú sért farin frá mér, á hverjum degi finnst mér að ég þurfi að tala við þig í síma eins og við gerðum svo oft, ef ekki, þá vantaði eitthvað upp á daginn. Hvað það var gott að vita af þér, geta alltaf treyst á þig þegar ég átti erfitt. Þú varst alltaf boðin og búin að hugsa um börnin mín. Mig langar þó að setja á blað þetta fallega ljóð sem segir svo mikið í þó svo fáum orðum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég kveð þig með söknuði. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Þín dóttir, Gróa Halldórsdóttir. Elsku mamma mín, mikið sakna ég þín. Það er erfitt að stinga niður penna og skrifa um þær fallegu minningar sem ég á um æsku mína. Ein er mér of- arlega í huga en það er hvað ég beið alltaf með mikilli tilhlökkun að þú kæmir inn í svefnherbergi til þess að faðma mig og kyssa góða nótt og fara með bænirnar. Þið pabbi óluð okkur systkinin upp í trúnni með Guði og sú trú gefur mér þá huggun að ég eigi eftir að sjá þig aftur á öðrum stað. Þangað til mun ég horfa upp til stjarnanna á himnum og líta eftir þér, elsku mamma. Þinn sonur, Guðmundur Ólafur Halldórsson. Nú er elsku amma farin frá okkur. Eftir meira en tuttugu ára samfylgd með ömmu Heiðu langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um ömmu Heiðu sé ég hana fyrir mér sitja í stofunni í Gullsmáranum að hlusta á út- varpið og prjóna, umkringd púð- um, teppum, veggmyndum og klukkustrengjum sem hún hafði sjálf prjónað eða saumað. Þó að amma hafi átt hátt í 60 afkom- endur sló hún ekki slöku við og prjónaði á hvern og einn einasta, það var alltaf svo gott að eiga peysu, húfu eða teppi sem amma hafði prjónað. Við systurnar eig- um svo margar góðar minningar um ömmu, kraftaverkabörnin hennar eins og hún kallaði okk- ur. Það er jú sannkallað krafta- verk að við systur stöndum hér í dag en það er ömmu, afa og bar- áttuvilja þeirra að þakka að pabbi okkar komst í gegnum erf- ið veikindi sín. Amma var trúuð kona og hún sagði mér reglulega að hún hefði beðið til Guðs um að hjálpa pabba í veikindunum og að Guð hefði hlustað. Alltaf bað amma Guð um að geyma okkur. Amma var svo stolt af okkur krökkunum og minntist reglulega á það að hún hefði passað okkur þegar við vorum litlar ásamt öðrum frændsystk- inum okkar, hún var svo ánægð með það. Sérstaklega var amma stolt að eiga nöfnur og átti hún þónokkrar, meðal annars systur mína Unni Aðalheiði. Amma sagði alltaf með hlýlegu röddinni sinni „nafna mín“ og brosti sínu breiðasta. Amma var alltaf svo róleg, svo ljúf og góð, hún var með svo góða nærveru og það var alltaf svo góð lykt af henni. Síðustu dagana hennar ömmu með okkur vorum við frænkurn- ar duglegar að bera á okkur handáburðinn hennar ömmu svo við hefðum „ömmulykt“. Amma var svo ótrúlega stolt af uppruna sínum. Það var ósjaldan sem við systur fengum að heyra sögur frá Tálknafirði og lífinu þar og sögur úr Hafn- arfirðinum. Amma var svo ótrú- lega minnug og góð í að segja frá. Ég gleymi því aldrei þegar mamma mín sagði við mig að njóta þess að hlusta á ömmu segja sögur, það væri svo dýr- mætt. Ég er svo þakklát í dag fyrir að hafa hlustað á sögurnar hennar ömmu og ylja mér við minningar af þessum stundum. Annað dæmi um hversu minnug amma var er að hún mundi alla afmælisdaga afkomenda sinna og það var alltaf gott að fá sím- tal frá ömmu Heiðu þegar mað- ur átti afmæli. Það er erfið vika að baki að þurfa að kveðja ömmu Heiðu. Við frænkurnar, ég og Aldís Björk, heiðruðum ömmu á dán- ardegi hennar með bleiku nagla- lakki og kveiktum á bleiku kerti fyrir ömmu en amma var alltaf svo hrifin af bleikum og alltaf með vel lakkaðar neglur. Afi Haddi sér nú á eftir lífsförunaut sínum til margra ára með mikl- um söknuði. Elsku afi minn, ég bið Guð að veita þér styrk í sorginni. Ég er viss um að ömmu líður vel núna og að hún er á góðum stað. Ég elska þig, amma mín, Guð geymi þig. Þín sonardóttir, Eydís Þuríður Halldórsdóttir. Elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustund. Á svona stundu hellast yfir mann minningarnar. Ég er stolt af því að tilheyra þín- um stóra hópi afkomenda. Þið afi eigið von á ykkar sextugasta afkomanda nú í sumar. Það verður að teljast mikið afrek, amma mín. Þú varst hjartahlý, sanngjörn, ákveðin og skoðanas- terk. Ástæðan fyrir því að ég segi skoðanasterk er sú að þegar ég fæddist ætlaði mamma að skíra mig nafni sem þér líkaði ekki og þú hikaðir ekki við að segja henni að hún færi nú ekki að skíra mig þessu nafni. Það er nokkuð sem ég mun alltaf þakka þér fyrir, amma mín, því ég er mjög fegin að heita ekki um- ræddu nafni. Ótal minningar um heimsókn- ir til ykkar afa þar sem að þú dróst fram málbandið og mældir mann í bak og fyrir því þú varst að byrja á einhverju meistara- stykki, en öll handavinna dans- aði í höndunum á þér. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa náð því að eignast barn áður en þú kvaddir okkur þar sem frægu heimferðarsettin og rúmfötin, sem þú saumaðir fyrir Daníel, eru nokkuð sem ég mun passa upp á alla mína ævi. Það sem er líka í miklu uppáhaldi er stóra sófateppið sem þú heklaðir handa mér og sennilega flestum í fjölskyldunni, en ég man þegar þú sagðist vera að byrja á mínu teppi sumarið 2012, rétt áður en ég byrjaði að búa. Það leið varla vika þegar þú hringdir og sagð- ist vera búin með teppið. Því- líkur hraði, amma. Þú varst þekkt fyrir að vera rösk og of- boðslega dugleg. Mamma hefur oft orð á því að ég minni hana á þig þar sem að ég á það til að gera hlutina hratt. Við mamma skellum líka oft upp úr því henni finnst hún stundum vera að horfa á þig þegar ég kem heim og ríf af mér allt skart og set upp á hillu. Við tvær alltaf í bleiku með fallegt skart en um leið og heim er komið þá er eitt- hvað óþægilegt við að hafa skartið. Ég veit ekki hvað þetta er, en fyndið engu að síður að þetta skuli vera eiginleiki sem við deildum. Elsku amma mín, þú fylgdist alltaf vel með öllu því sem var í gangi hjá öllum börnum þínum, barnabörnum og barnabarna- börnum, mundir alla afmælis- daga og hringdir þegar einhver átti afmæli. Varst með á hreinu þegar einhver var að fara utan, flytja, byrja í námi eða útskrif- ast. Það var svo gaman að hringja í þig og spjalla við þig um fortíðina því þú sagðir svo skemmtilega frá. Ég man eftir því þegar ég hringdi í þig þegar ég var að skrifa ritgerð í skól- anum um Halldór, kraftaverka- son þinn sem þið afi börðust fyr- ir í mörg ár. Í þeirri ritgerð eru skemmtilegar og ótrúlegar sög- ur af þeirri lífsreynslu, en eitt tókstu oftar en einu sinni fram, það var að góður Guð passaði upp á ykkur og kom ykkur í gegnum veikindi Halldórs. Trúin átti stóran sess í lífi þínu og ég veit að nú ertu komin á góðan stað með Guði og öllum engl- unum. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals.) Guð geymi þig, amma mín. Þín dótturdóttir, Aldís. Nú ert þú farin, amma mín. Mér varð hugsað til baka, þegar ég sat hjá þér á dánarbeðinum, þá daga þegar ég var hjá þér og afa í Lyngbrekkunni, hversu hlý og góð þið voruð alltaf við mig, og ég man, amma mín, þegar þú sast við rúmstokkinn hjá mér, þegar ég svaf hjá ykkur, og kenndir mér faðirvorið, svo fór ég oft með þér í kirkjuna á sunnudögum þegar Sigurjón var í fermingarfræðslunni og við sungum saman sálmana hátt og skýrt. Ég tala nú ekki um það þegar þú varst að vinna í Skóiðj- unni niðri í kjallara og þú sagðir oft: Jæja, eigum við ekki að fá okkur mola? Þú geymdir brjóst- sykursmola í skúffu við hliðina á saumavélinni. Öll handavinnan þín var stórkostleg og það sem þú prjónaðir á dætur mínar, ég er þér endalaust þakklát fyrir það. Elsku amma mín, ég elska þig og sakna þín. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti þér, sem ég veit hann gerir. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín, Helga Þorkelsdóttir. Elsku Heiða systir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína. Kveðja frá Gógó systur. Guðríður Magndís Guðmundsdóttir. Guðbjörg Aðalheiður Guðmundsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON JÚLÍUSSON, Þorkelshóli 2, Víðidal, sem lést 10. mars, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju miðvikudaginn 23. mars kl. 14. . Eggert Aðalsteinn, Sesselja Árnadóttir, Júlíus Guðni, Kristin Lundberg, Teitur Jóhann, Rattana Uthai, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, SARA SIGURBJÖRG HELGADÓTTIR, Bakkagerði 11, Reykjavík, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 20. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 23. mars kl. 13. . Gísli Óskarsson, Amnuay Thitkrathok. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI AÐALSTEINSSON, Bólstaðarhlíð 62, fyrrum skólastjóri að Reykjum í Hrútafirði, andaðist á líknardeild Landspítalans 13. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 22. mars kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Guðrún Kristjánsdóttir, Guðlaug Bjarnadóttir, Alda Bjarnadóttir, Einar Sigtryggsson, Steinunn K. Bjarnadóttir, Aðalsteinn Þ. Sigurðsson, Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Kristján Pétur Hilmarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR SVANE, fædd í Hrafnsgerði í Fellum 24. ágúst 1925, andaðist á heimili sínu í Lystrup í Danmörku 12. mars 2016. Útförin fer fram þriðjudaginn 22. mars frá Elsted-kirkju í Lystrup. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða MS félagið. . Jón Olaf, Elsebeth Svane og börn, Axel Torstein, Inger og börn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS ÓSKARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Kastalagerði 13, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum þann 13. mars síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. mars klukkan 13. . Benedikt Gunnarsson, Valgerður Benediktsdóttir, Grímur Björnsson, Gunnar Grímsson, Sóley Grímsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA HALLDÓRSDÓTTIR, Granaskjóli 17, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 19. mars 2016. . Bjarni Már Ragnarsson, Guðrún Fjóla Gränz, Ragna María Ragnarsdóttir, Guðmundur Þ. Harðarson, Halldór Kolbeinsson, Hildur Petersen, Kristinn Kolbeinsson, Gunnþórunn Geirsdóttir, Þór Kolbeinsson, Lucia Helena Jacques.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.