Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ✝ Erlingur GísliGíslason, leik- ari, var fæddur í Reykjavík 13. mars 1933. Hann lést á heimili sínu 8. mars 2016. Erlingur var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara, og Kristínar Einars- dóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12. 1924, og Einar Ólafur, f. 6.4. 1929, d. 6.2. 2011. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12. 1955, og Frið- rik, f. 4.3. 1962. Eiginkona Guð- jóns er Bertha Ragnarsdóttir, f. 25.1. 1956. Synir þeirra eru Hannes Þór, f. 3.12. 1975, Knút- ur Þór, f. 17.10. 1985, og Frið- rik Þór, f. 24.1. 1987. Sonur Friðriks og Írisar Ásdísardótt- ur, f. 4.5. 1972, er Patrekur Kári, f. 13.5. 2006. Sambýlis- kona Friðriks er Kristín Þórð- ardóttir, f. 6.9. 1979. Synir þeirra eru Þórður Kalman, f. stjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leik- hópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbs- ins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalags- ins frá 1987 og sat í fram- kvæmdastjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Bene- diktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erling- ur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir hand- ritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Ís- lands Erling riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Erlingur starfaði við list sína fram til hinstu stundar, en síð- asta verkefni hans var upp- lestur á Illionskviðu fyrir Ríkis- útvarpið, sem hann lauk tveimur vikum fyrir andlát sitt. Erlingur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. mars 2016, kl. 15. 30.10. 2008, og Hjalti Kiljan, f. 5.10. 2012. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, f. 20.2. 1938, d. 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969. Eiginkona hans er Charlotte Bøving, f. 15.8. 1964. Dætur þeirra eru Anna Róshildur, f. 27.2. 1999, Brynja Maja og Freyja Marianna, f. 1.8. 2008. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í ís- lensku við HÍ 1953-54, lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954, prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leik- húsfræði við Háskólann í Vín- arborg og leiklist við Leiklist- arskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57, sótti leiklistarnám- skeið í London og Berlín 1965- 66 og námskeið í gerð kvik- myndahandrita hjá Dramatiska Institutet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leik- Við vorum krakkarnir og þau gamla settið, hafandi eytt vetrin- um í helstu menningarborgum Evrópu, búin að koma sér fyrir í íbúð á horni Bergþórugötu og Vitastígs; skemmtileg, fræðandi, meira að segja dálítið ánægð með okkur líka. Þessi mynd varð eig- inlega einkennandi fyrir samferð okkar í gegnum lífið, þó svo að hlutverk breyttust innbyrðis. Ux- um upp úr því að vera krakkarnir, kannski upp fyrir þau, stundum. Oftast gaman, alltaf dálítið raf- mögnuð spenna. Erlingur dóm- inerandi, fastur í hlutverki sögu- manns og leikara. Erfitt að keppa við hann, á hans heimavelli. En hver var maðurinn á bak við leikarann? Best er að láta Brynju eftir að lýsa manninum, en það gerði hún í bókinni „Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum“ (Ingunn Þóra Magnúsdóttir skráði), með tilvísan í dagbókar- brot sín síðla árs 1963: „Kaldur og viðkvæmur. Sígandi duglegur. Hvumpinn. Fuðrandi sjarmer- andi.“ Og bætti svo um betur í ársbyrjun 1964: „Erlingur er yndislegur, glaður og góður.“ Það er litlu við þetta að bæta. Við urðum samferða í gegnum lífið, áherslur leiddu okkur í mis- vísandi áttir, en alltaf var vinskap- ur og umhyggja, fjölskyldubönd sterk. Alltaf mátti treysta á Er- ling til að koma með ögrandi kom- ment og skoðanir, sem ekki var auðvelt að rökræða. Þryti rökin, þá hafði Erlingur röddina til að yfirgnæfa mótrökin. Já, þessi rödd. Mögnuð á sviði, enn magnaðri í upplestri texta eða ljóða. Ekki alls fyrir löngu hafði einn vina okkar, mikill aðdáandi Íslendingasagna, hlustað á upp- lestur Erlings á Fóstbræðrasögu. Varð honum þá að orði: „Það á enginn að lesa upp Íslendingasög- ur opinberlega nema Erlingur Gíslason.“ Og bætti svo við, glott- andi: „Og alls ekki konur.“ Erlingi var ekki lítið skemmt þegar hann heyrði söguna. Til hans var leitað fram til þess síðasta um upplest- ur, leik á sviði eða í kvikmyndum. Brynja varð bráðkvödd á Jóns- messu 2008, öllum harmdauði. Erlingur átti erfiðast, og náði sér aldrei almennilega eftir þetta áfall. Hann kaus að búa einn í stóra húsinu við Laufásveg, síð- ustu árin meira af þrjósku en getu. Hann hélt fullri andlegri reisn til síðasta dags, stutt var í kímnina og kaldhæðnina, sögur rifjaðar upp og hlegið. Ólíkt meistara dramatíkurinnar á hinu stóra sviði lífsins, þá fékk Erling- ur hægt andlát, einn heima í uppá- haldsstólnum sínum. Að vel ígrunduðu máli, þá var þetta dénouement, lyktirnar, kannski mesta dramatíkin. Góði mágur og svili, þökkum samfylgdina. Ingunn og Högni. Fyrstu ferðir okkar Baldurs bróður með strætó í bæinn voru til frænda okkar Guðjóns og Frið- riks á Laugaveginum. Ég man eftir því að ég þekkti tröppurnar og lakkið á hurðinni þar sem þeir áttu heima. Þarna var gaman að hitta Erling og Katrínu en svo var hann ekki lengur þar. Nokkru síð- ar var hann kominn með nýja konu í blæjuskóda á Evrópureisu og lítinn frænda til viðbótar, sem ég var látinn svæfa þegar við vor- um í fjölskylduhúsinu á Eyrar- bakka og fullorðna fólkið fór í kvöldgöngu. Á táningsárum mín- um þótti Erlingi ég hafa lítið að iðja eitt sumarið og munstraði mig þá til að fúaverja timbur- klæðningu með sér á hús sem þau Brynja höfðu keypt við Laufás- veg; dýfa endalausum stöflum af timbri ofan í efnabað sem hann útbjó með plastdúk undir. Það hvarflaði ekki að honum að kaupa svikið forfúavarið timbur á okur- verði. Nokkru síðar vorum við farnir að hittast hjá afa og ömmu þar sem afi skenkti okkur af sínu freyðandi heimagerða öli og amma sá um skemmtiatriðin. Stundum spilaði Erlingur á píanó- ið en þurfti eins og ég að lúta goggunarröð kynslóðanna. Amma dómíneraði með sögum um sam- skipti fólks þar sem merking og þungi var í öllum aðstæðum og til- svörum. Stundum rann þessi sagnaheimur inn í samtímann þegar hún dró fram dýptina í orðaskiptum dagsins; splæsti aldrei í setningu nema hlaða á hana yfir- og undirtónum hlýju og hrjúfrar hæðni – og las eins í orð annarra. Það var alltaf sérstaklega skemmtilegt að hitta þau Erling og Brynju, vistarverur stækkuðu um leið og það birti yfir í návist þeirra. Það var ekki síður upplyft- ing að fara með Erlingi í hesta upp í Stykki þar sem við áttum í seli um skeið í tóft Malakoffs í Grafarkoti, sem Erlingur refti yf- ir til að halda við landnáms- bænum. Fráfall Brynju hafði þungbær áhrif á hann en þó héld- um við glaðir áfram að snúast í kringum Eyrarbakka og fengum okkur jafnvel ölglas sem við bár- um saman við framleiðslu afa. Sérlega eftirminnilegt er þegar við Guðrún, kona mín, hittum Er- ling á Krumshólum í Borgarfirði fyrir nokkrum árum þar sem Benni og Charlotte voru í hesta- stússi. Þar sat hann úlfgrár, þung- fær og fótstirður í sólinni sunnan undir vegg og sagði Guðrúnu sög- ur með öllum sínum bestu tilburð- um. Honum dvaldist við samband langafa og langömmu minnar eft- ir að þau voru komin á elliheimilið Grund, og Ólafur afi hans var svo úr heimi hallur að hann hélt sig vera að tala við Guðrúnu konu sína þegar hjúkrunarkona hélt í höndina á honum – sem var heim- ild Erlings að ástarjátningum hans. Sjálfur dró hann það ekki svo lengi að tjá hug sinn, ávarpaði stóru systur sína innilega strax á sjötugsafmæli hennar til að brenna örugglega ekki inni með tilfinningar sínar og hélt fagur- samda ræðu yfir mér fertugum, þegar ég, eins og ungir menn gera í fornsögum, hafði leitað skjóls hjá móðurbróður mínum og vantaði húsnæði fyrir stórveislu – sem var nærtækast að halda í Skemmti- húsinu í garðinum hjá þeim Brynju. Stórt skarð stendur nú opið eftir að Erlingur hefur geng- ið inn í þann sagnaheim sem hann kunni flestum betur að láta lifna við. Gísli Sigurðsson. „Kýr baular – Elli gaf kúna“ var hátíðleg yfirlýsing undirrit- aðs, þá tveggja ára, sem fullorðna fólkinu fannst ástæða til að rifja upp reglulega. Erlingur hafði gef- ið mér forláta kú í jólagjöf sem gat baulað. Þessi merkilega kýr var lengi í miklu uppáhaldi, sem og gefandinn. Erlingur tók nefnilega hlutverk móðurbróðurins alvar- lega, sýndi okkur strákunum allt- af athygli, talaði við okkur eins og fullorðið fólk – eða eins og full- borgandi áhorfendur í leikhúsi sem ættu rétt á fyrsta flokks sagnaskemmtun. Í þeirri afstöðu sinni var hann heill til hinstu stundar. Við Guðjón, elsti sonur Erlings, vorum á svipuðu reki og þótti gaman að hittast hjá afa og ömmu eða heima hjá okkur í Karfavogi eða á Laugaveginum. Friðrik og Gísli voru litlu bræðurnir sem við Guðjón töldum okkur bera ábyrgð á. Svo skildi leiðir en þótt sam- band okkar við þá bræður og Katrínu hafi rofnað um skeið höf- um við ræktað frændsemi okkar á fullorðinsárum. Erlingur var mikill fram- kvæmda- og atorkumaður til allra verka. Afi og amma áttu tvær fasteignir utan borgarinnar, ann- ars vegar litla spildu sem vinur þeirra, Björn bóndi í Grafarholti, hafði ánafnað þeim þegar borgin lagði undir sig sumarbústaðaland þeirra í Fossvogi. Hitt var æsku- heimili afa á Eyrarbakka ásamt nokkrum kartöflu- og kálgörðum sem húsinu fylgdu. Erlingur lét sér mjög annt um þessar eignir og hafði mikil umsvif í kringum þær. Í Grafarkoti hlóð hann upp tóft- arbrot frá landnámsöld og gerði þannig úr garði að vel mátti hafast þar við, og var með reiðhesta fjöl- skyldunnar í túninu. Smám sam- an lagði Golfklúbburinn undir sig landið í kring og þrengdi svo að spildunni með fulltingi borgarinn- ar að hún varð ónothæf og ekki um annað að gera en selja. Á Eyrarbakka tóku Erlingur og Brynja fullan þátt í kartöflu- og annarri grænmetisrækt afa og ömmu, sem sá fjölskyldunni fyrir kartöflum langt fram á vor, dvöldu þar reglulega og höfðu lengi veg og vanda af fram- kvæmdum og viðhaldi. Vor og haust komu þrjár kynslóðir sam- an til að setja niður og taka upp og fjórða kynslóðin bættist við þegar dætur okkar Evu urðu liðtækar. Afi og amma réðu ferðinni, en eft- ir því sem þau drógu saman seglin færðust þau Erlingur og Brynja í aukana með liðstyrk Benedikts yngri og Róshildar ömmu. Á hverju vori skeggræddu þeir feðgar, Erlingur og afi, hvernig best væri að standa að niðursetn- ingunni þetta árið, hvaða garða ætti að nota og hverja ætti að hvíla, veðurhorfur sumarsins, hvar væri besta sprettan, hvernig beðin ættu að snúa, hvernig göt- urnar ættu að vera, hve mikið ætti að bera á og hvernig best mundi að verjast illgresi. Það var eins og hvorugur myndi hvernig gert hafði verið árin á undan svo þeir gátu rætt þetta fram og til baka vel og lengi. Niðurstaðan varð að lokum alltaf jafn ný og óháð af- leiðing þessara vangaveltna, sú sama og í fyrra. Erlingur var gæddur töfrandi frásagnargáfu sem hann tók sennilega í arf frá Kristínu ömmu. Þeim var báðum lagið að gera hversdagslegustu atburði að sögulegum tíðindum. Blessuð sé minning Erlings. Baldur Sigurðsson. Ekki ætla ég að reyna að lýsa með mínum fátæklegu orðum ferli Erlings Gíslasonar í leiklistinni eða hvaða sess hann skapaði sér í íslenskri leiklistarsögu. Þar var stórmenni á ferð. Læt ég öðrum og mér fróðari mönnum það eftir, enda af nógu af taka. Þeim verður eflaust vandi á höndum, en það var ekki lítil upplifun unglings á gagnfræðaárum sínum, 1963, að fylgjast með upprennandi ungum landsþekktum leikara að sunnan leika aðalhlutverk með áhugaleik- húsi á sviði leikfimisalarins í Reykjaskóla í Hrútafirði. Þannig hófust okkar kynni er hafa haldist óslitin síðan. Hann kynntist for- eldrum mínum fyrir norðan, þau höfðu óbilandi áhuga á leiklist og var Erlingur haukur í horni þessa litla leikfélags. En með upplifun þessa unga gagnfræðanema á leikhúsheiminum í leikfimisalnum norður í Hrútafirði, var framtíð hans ráðin og fylgdist Erlingur grannt með skólagöngu hans til útskriftar. Alltaf var hann til stað- ar og var þessum unga manni inn- anhandar er spurningar vöknuðu um leikhús og var aldrei komið að tómum kofanum þar. Erlingur var ærlegur, glettinn í tilsvörum og hafði mikla rökhugsun. Hann sá alla hluti í víðu leiklistarlegu samhengi og er honum fannst að umræðan væri farin að snúast um smámuni, þá átti hann til að varpa ljósi á samhengi hlutanna frá öðru sjónarhorni og með spaugsömum hætti. Vertu sæll, Erlingur minn, og þú fyrirgefur mér þó að þetta sé ekki lengra og að ég hafi ekki verið þér sammála um að þínu hlutverki hafi verið lokið með lestri á Ódysseifskviðu Hómers í útvarpinu og ættir þess vegna mikið eftir. En þú komst mér í opna skjöldu með endalok lífsins, þó svo að þú hafir marglýst því yf- ir að þú værir ekki hræddur við að fara. Votta ég aðstandendum dýpstu samúð mína. Þórir Steingrímsson. Við Erlingur vorum samferða alla mína veru í leikhúsinu. Mitt fyrsta starf í leikhúsi var að vera aðstoðarmaður Erlings í hrað- skiptingum í gamla Iðnó. Það var 1964. Og það síðasta sem við lék- um báðir saman var í mynd Bene- dikts „Hross í oss“ fyrir þrem sumrum. Okkur var alltaf vel til vina. Erlingur var Steinn Steinarr leikarastéttarinnar. Skarpur, snjall rýnir bæði á manneskjur og samfélag, gat verið meinhæðinn. Lagði ekkert sérstaklega upp úr því að vera þægilegur ef honum þótti listrænn metnaður vera aukaatriði í vinnunni. Mélkisuleg tilfinningasemi var ekki hans te- bolli. Því er það mér ógleyman- legt þegar hann hélt ræðu í brúð- kaupi sonarins yngsta, Benedikts og Carlottu konu hans. Ræðan var svo óvænt og svo „óerlingsk“ að ég man hana enn efnislega. Honum mæltist eitthvað á þessa leið: Engilsaxneskir menn sem búa hér í álfunni vestan við okkur eru gjarnan með á vörunum, í tíma og ótíma, fagurgalann „I love you“. Það er ekki heilsast án þess að þessi yfirlýsing komi í há- stemmdri upphrópun „I love you“. Mæður hlaupa á eftir börn- um sínum í skólarútuna til að kalla inn í bílinn „I love you“ á hverjum degi. Þegar fjölskyldur hittast þá hljómar þetta úr öllum áttum: „I love you“ og er ekki laust við að okkur kaldlyndum norðurálfubúum finnist að stund- um sé nóg komið af svo góðu. Hitt er annað að sennilega hættir okk- ur við öfgunum í hina áttina. Trú- lega erum við of naumir á yfirlýs- ingar að þessu tagi. Við Benni sonur minn höfum alltaf verið nánir og sótt mikið hvor til annars. Og á tímabili vor- um við svo til óaðskiljanlegir. Það var þegar Brynja kona mín var á nær stanslausu leikferðalagi í þrjú ár með Inúksýninguna sína um veröldina. Meðan hún var að sigra heiminn sáum við Benni hvor um annan. Við feðgar vorum þá nánir og erum það ennþá. En … en … en ég held að ég hafi aldrei sagt við hann Benedikt: „Ég elska þig.“ Og sem sagt nú skal úr því bætt og það sagt: „Benni minn, ég elska þig.“ Og nú, nú, úr því að, að þessi skilaboð hafa ratað rétta leið þá er það svo að í góðri og elskuríkri sambúð- inni með þér Brynja mín – Brynja sat við hlið Erlings við veisluborð- ið, að sjálfsögðu – þá er ég ekki viss um að þessi orð hafi nokkru sinni verið sögð af minni hálfu. En nú skal bætt úr því: „Brynja mín, ég elska þig! Ég elska ykkur bæði. Við skulum lyfta glösum! Kæru brúðhjón, megið þið njóta gæfuríkar samvistar, eins og við mamma þín höfum gert, Benni minn. Til hamingju með daginn.“ Blessuð sé minning Erlings Gíslasonar. Ég votta ykkur bræðrunum og fjölskyldunni allri samúð mína. Kjartan Ragnarsson. Við töluðum saman í síma hinn 3. mars. Erlingur var glaður og reifur og benti á að fyrst ég kæmi eftir viku gætum við verið saman á afmælinu hans. Undanfarin ár hafði hann hýst mig þegar ég var á landinu; svo góður og gefandi. Áður hafði ég leitað til hans vegna ritgerðar um Dario Fo; í ljós kom að ekki einasta hafði Erlingur leikið í einþáttungum Fos, heldur höfðu þau Brynja hitt Fo og Fröncu Rama á Ítalíu. Vissulega hófust kynni okkar þó löngu fyrir Fo, eiginlega um það leyti sem ég fæddist, en Er- lingur var stórvinur föður míns og síðar samstarfsmaður móður minnar og afa. Í stöku tilvikum hafði hann gert tilraun til að ala mig upp; til dæmis með því að segja: Það er nú engin ástæða til að vera alltaf svona þægileg, Þór- dís mín, þegar ég var sérstaklega andstyggileg. En í þetta skipti innti hann mig eftir því hvort ég væri áreiðanlega af hjarta þakklát fyrir skammvinnan glæpaferil móður minnar. Ég fullvissaði hann um að svo væri og vegna þess að hann var svo sérstakur í tali og hugsun leiddi ég ekki hug- ann að því hvers vegna honum væri svo mikið í mun að ræða þetta þar og þá. Svo var tekið upp léttara hjal um sameiginleg hugð- arefni; lifrarpylsu, rófustöppu og Tanqueray. Að kvöldi komudagsins sá ég sjónvarpsfréttir. Erlingur Gísla- son látinn. Og skil loks núna hvers vegna hann var að þýfga mig um upprunasögu mína: Hann hefur ætlað að færa sínum gamla vini, Gumma hvíta, þessa staðfestingu á algjörri sátt minni. Þakka af hjarta þessa löngu samfylgd, skemmtilegi og örláti félagi. Þórdís Bachmann. Á annan í jólum 1973 sýndi RÚV leikritið Vér morðingjar eft- ir Guðmund Kamban. Þetta var metnaðarfullt verkefni fyrir sjón- varp sem hafði aðeins starfað í sjö ár. Erlingur Gíslason var fenginn sem leikstjóri að verkinu og hann valdi okkur Þorstein Gunnarsson til að leika hjónin Normu og Er- nest. Við fengum að æfa allt sumarið í stórum sal í sjónvarpshúsinu. Sólin lék við landsmenn og við sem æfðum innan fjögurra veggja vorum með sól í huga og hjarta og nutum þess að velta okkur upp úr þessu dásamlega leikriti með okk- ar djúpvitra leikstjóra. Þetta varð eitt skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað. Starfsmenn sjónvarpsins voru í sumarfríi og við höfðum góðan tíma til að kafa djúpt í þetta flókna og vel skrifaða leikrit. Er- lingur gjörþekkti verkið þar sem hann hafði sjálfur leikið í því í Þjóðleikhúsinu nokkrum árum áður. Hann hafði stytt leikritið örlítið fyrir sjónvarpsútgáfuna, en hafði þá róttæku hugmynd að láta svo- kallaðan „eftirleik“, sem aldrei hafði verið sýndur áður, fylgja með sem ramma utan um sýn- inguna. Þar spjalla nokkrir spila- Erlingur Gísli Gíslason Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.