Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 24
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verslunin LOKAR á Laugavegi 30-50% afsláttur Úr – demantar –gull – silfur giftingahringirKíktu á úrvaliðí vefversluninni á michelsen.is/fermingar Laugavegi 15 og Kringlunni Sími 511 1900 - www.michelsen.is Casio Retro 11.900 kr. Michelsen Tradition 73.000 kr. Armani Classic 40.200 kr. Jacques Lemans Liverpool 25.700 kr. Fossil Grant 21.100 kr. Fallegar fermingar- gjafir – fyrir stráka Íslenska þjóðfylk- ingin (ÍÞ) er nýstofn- aður stjórnmálaflokk- ur sem fjölmargir hafa beðið eftir og mikið hefur verið tal- að um eftir stofnun hans. Stjórnmála- flokkur sem er af- rakstur viðræðna fjölda einstaklinga og hópa, þ.m.t. stjórn- málaflokksins Hægri grænir, sem hafa nú ákveðið að sameinast í borgaralega þjóðholla stjórn- málafylkingu, landi voru og þjóð til heilla. Grunnstefnan skýr Andstætt t.d. píratískum anark- isma hefur ÍÞ lagt fram skýra og afdráttarlausa grunnstefnu í helstu þjóðmálum líðandi stundar og ætla ég að leyfa mér að minnast á þau hér að neðan. Það er von okkar í ÍÞ að sá fjöldi sem aðhyllist þjóð- holl borgaraleg gildi og viðhorf komi nú til liðs við Þjóðfylkinguna. Því þörfin hefur aldrei verið brýnni en nú, ekki síst í ljósi þeirrar póli- tísku upplausnar og umróts sem nú er í íslenskum stjórnmálum og raunar á sviði heimsmálanna í dag. Bráðabirgðastjórn vinnur að því að skipuleggja framhaldsstofnfund sem fyrst þar sem við munum formlega kjósa okkur formann og stjórn. Á þeim fundi munum við líka útfæra lög flokksins og grunn- stefnuna nánar. ÍÞ vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun rík- isafskipta, gagnsær, sjálfbær rík- isrekstur (báknið birt), beint lýð- ræði, náttúruvernd, friðsöm og haftalaus milliríkjaviðskipti. ÍÞ beitir sér ætíð fyrir jafnvægi í byggð landsins, málefnum fjöl- skyldunnar, heimilanna og smærri fyrirtækja í einkarekstri sem eru hornsteinar samfélagsins. Málefni öryrkja og aldraðra eru ætíð í fyr- irrúmi og stefnt skal að útrýmingu fátæktar á Íslandi. Í utanríkismálum höfnum við al- farið aðild að ESB, krefjumst úrsagnar úr Schengen strax og viljum endurskoðun á EES-samningnum. Við styðjum eindregið aðild að NATO, SÞ, EFTA og norrænu samstarfi. Við höfnum TISA-samningnum. Flokkurinn stefnir að hertu landamæraeftir- liti og strangari inn- flytjendalöggjöf. Í innanríkismálum er það stefna okkar að stórefla lög- gæslu, landhelgisgæslu og toll. Við teljum brýnt að Varnarmálastofn- un Íslands verði endurreist og Ís- lendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum með beinum hætti. Það er líka algjörlega nauðsynlegt að hér verði gerð almenn íbúðaskuldaleið- rétting og í kjölfarið tekin upp ný mynt (ríkisdalur) sem tengd verði USA-dollar með ákveðnum vik- mörkum og verðtrygging afnumin í leiðinni. ÍÞ vill að beinu lýðræði verði komið á í lífeyrissjóðum landsins og sjóðsfélagar einir kjósi í stjórn- ir. Bundinn verði endi á aðild stétt- arfélaga og atvinnurekenda. Tekið verði á fákeppni á öllum sviðum og tryggt verði að t.d. bankar og tryggingafélög fái samkeppni. Við viljum að teknar verði upp þjóðaratkvæðagreiðslur að hætti Sviss og að ákvæði um stjórnlaga- dómstól verði sett í stjórnarskrá. ÍÞ stefnir að hækkun persónu- afsláttar í þrjú hundruð þúsund krónur sem kemur þeim tekju- lægstu til góða og samhliða því yrðu tekjutengingar aldraðra og öryrkja afnumdar með öllu. Við viljum breytta sjávarútvegsstefnu og leyfa frjálsar strandveiðar strax. Ekki skal hróflað við stað- setningu Reykjavíkurflugvallar. Við teljum annað ekki koma til greina en að Landsvirkjun verði ávallt í fullri eigu þjóðarinnar. Kristin trú og gildi eru nátengd ís- lenskri þjóðmenningu sem og Ásatrú og flokkurinn vill eindregið styðja við þessi gildi. Flokkurinn er alfarið á móti því að moskur séu reistar á Íslandi og styðst í því sambandi við þróun mála á Norð- urlöndum og Evrópu. Við viljum líka bregðast strax við og lögleiða bann við búrkum, umskurði mey- barna af trúarlegum ástæðum og að skólar íslamista verði stofnaðir á Íslandi. Andsnúin útlendingum? Ég vil að lokum aðeins minnast á ótrúlegan útúrsnúning „góða“ fólksins sem heldur því fram að flokkurinn vilji ala á andúð á út- lendingum og helst senda fólk af erlendu bergi brotnu úr landi. Maður getur ekki annað en spurt: Hverjum dettur svona vitleysa í hug? Þvert á móti fögnum við fólki sem kemur hingað af góðum hug, aðlagast okkur, leggur á sig að læra málið okkar og tekur upp okkar siði og venjur. Fólk sem kemur hingað og vill gerast Íslend- ingar með öllum þeim skyldum sem íslenskur ríkisborgarréttur krefst er velkomið. Að vera nýr Ís- lendingur fylgir ekki bara rétti, heldur skyldu sem allir ættu að vilja kostgæfa að fylgja. Íslenska þjóðfylkingin Eftir Helga Helgason » Þvert á móti fögnum við fólki sem kemur hingað af góðum hug, aðlagast okkur, leggur á sig að læra málið okkar og tekur upp okkar siði og venjur. Helgi Helgason Höfundur er talsmaður og situr í bráðabirgðastjórn Íslensku þjóðfylk- ingarinnar. Sá háttur útgerðar- manna að drepa loðnuna rétt fyrir hrygningu með þeim rökum að hrognin séu svo verðmæt er al- gjört sjálfskaparvíti. Stöðugt minnkandi kvóti undanfarin ár er blóðugt vitni um þessa glæpsamlegu hegðun gagnvart loðnunni. Þetta er svona eins og á hrein- dýraveiðum væru ein- ungis drepnar kálf- fullar kýr að vori, svona eins og sauð- fjárbóndi myndi slátra rollunum sínum að vori rétt fyrir burð og skilja svo ekkert í því að roll- unum færi fækkandi, svona eins og þorskur- inn væri veiddur skefjalaust rétt fyrir hrygningu og fengi ekkert „fæðingarorlof“, svona eins og Kristján Loftsson veiddi bara kálffullar hvalakýr, svona eins og gæsin og aðrir fuglar væru drepnir er þeir væru að undirbúa hreiður- gerð og svona mætti lengi telja. Er það takmark loðnuútgerðar- manna að ganga svo að loðnunni með þessari skefjalausri hrogna- töku að á endanum væri bara ein hrognafull loðna eftir og hún væri elt um allan sjó að því að hún er 500.000.000 króna virði? Hver myndi kaupa þau hrogn? Bara þeir sem eru á sífækkandi lista yfir rík- ustu menn heims og hittast í Davos í Sviss? Er þetta framtíðarsýnin sem einhverjir hafa? Og hvar er Hafró í þessu dæmi? Er það vís- indalega sannað að það sé gott fyrir loðnustofninn að veiða hana rétt fyrir hrygningu? Ég ætla bara að vona að þetta sé fyrirhyggjuleysi og að menn hafi ekki pælt í þessu afleiðingum frekar en að menn séu svo forhertir. Nei, loðnuútgerðarmenn og sjó- menn verða að fara að hætta að kenna um hvölum eða hlýnandi sjó eða breyttu göngumynstri loðnunn- ar heldur horfast í augu við sjálfa sig og fara að spyrja sig spurninga á heiðvirðan hátt. Er græðgivæðing okkar í rosalega verðmæt loðnu- hrogn að ganga af stofninum dauð- um? Ég segi, gefið loðnunni frið til að hrygna í friði og þá mun ávöxtur náttúrunnar springa út í blóma öll- um til hagsbóta. Eru loðnuútgerðarmenn og loðnusjómenn hálfvitar? Eftir Ragnar Þ. Þóroddsson Ragnar Þ Þóroddsson »Ég man þá tíð er kvótinn var í kring- um milljón tonn. Nú slefar hann í um 100.000 tonn. Höfundur er bókagerðamaður og býr í Reykjanesbæ. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.