Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ✝ Anna MaríaAðalsteins- dóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1950. Hún lést á heimili sínu 14. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn H. Vígmundsson, f. 17. mars 1920, d. 16. júní 1997, og Beta Guðjóns- dóttir, f. 11. september 1920, d. 5. apríl 1965. Bróðir hennar var Örn Pálmi Aðalsteinsson, f. 30. mars 1941, d. 2. júlí 1993. Hinn 2. maí 1970 giftist Anna María eftirlifandi eigin- manni sínum Jóhanni Gunn- arssyni vélfræðingi, f. 15. apr- sambýlismaður Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, f. 16. nóvember 1971. Börn þeirra eru Arnar Freyr, Ásrún Inga og Eyrún Anna. Anna María vann við versl- unarstörf á yngri árum og hóf síðan störf á leikskólanum Hlíðaborg árið 1972. Hún færði sig síðan til á leikskóla Landspítalans við Engihlíð þar til hún hóf nám í Fósturskóla Íslands. Eftir útskrift úr Fóst- urskólanum hóf hún vinnu á leikskólanum Hamraborg/- -Björtuhlíð þar sem hún starf- aði til æviloka. Anna María tók þátt í þróunarverkefni um vísindaleik barna ásamt sam- starfsfólki í samstarfi við H.Í frá 2004. Árið 2012 bættist svo við þróunarverkefni í stjörnu- fræði. Hún hélt marga fyrir- lestra um þessi verkefni hérlendis og erlendis. Útför Önnu Maríu fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 22. mars 2016, klukkan 13. íl 1948. Sonur hjónanna Gunnars Jóhannssonar, f. 18. ágúst 1920, d. 31. júlí 2005, og Valgerðar Bald- vinsdóttur, f. 17. október 1920, d. 28. janúar 1991. Anna María og Jó- hann eignuðust tvö börn. 1) Aðal- steinn Jóhannsson, vélfræðingur, f. 15. janúar 1971, sambýliskona Harpa Sif Jóhannsdóttir, starfsmaður hjá Icelandair, f. 26 febrúar 1971. Börn þeirra eru Jóhann Karl, Gunnar Árni og Anna María. 2) Gerður Beta Jóhannsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 18. febrúar 1976, Margar góðar minningar eru til um mömmu sem gera þennan erfiða tíma þó léttari fyrir fjöl- skyldu og vini sem kveðja mikla og góða konu sem sýndi öllum ástúð, umhyggju, vináttu og skilning enda verður minningin um hana geymd að eilífu í hjarta okkar. Fjölskyldan var mömmu mik- ilvæg og fátt þótti henni skemmtilegra en að fá okkur öll í Fljótshlíðina, þar sem hún og pabbi höfðu byggt upp sannkall- aðan sælureit í gegnum árin. Þessi sælureitur stækkaði síðan með hverju barnabarninu til að vel færi um alla, enda hugsaði mamma ávallt vel um þá sem henni voru næstir. Hún naut þess að gefa af sér og gerði það af ástríðu sem smitaði út frá sér til allra. Þetta sást vel í leikskólanum þar sem okkar börn voru það heppin að fá að vera með henni og kynnast vísindaverkefninu sem hún var virkilega stolt af, enda var hún vakin og sofin yfir því hvar sem hún var. Ávallt var hún að viða að sér efniviði í vísindastarfið og skipti þar engu hvort hún var með okkur í útlöndum, bústaðn- um eða heima. Við vorum heppin að geta ferðast með þér í gegnum lífið og erum enn að átta okkur á því að seinustu sporin hafa verið tekin hjá þér, enda eru þetta of stórar fréttir til að meðtaka strax fyrir alla. Þetta sýnir okk- ur þó að við þurfum að nota þann tíma sem við fáum vel saman því við vitum aldrei hve- nær kallið kemur. Þegar mamma fékk slæmu fréttirnar tók hún því af æðruleysi eins og ávallt og sagði: „Ég er búin að eiga æðislegt líf og njóta þess með þeim sem ég elska.“ Þú varst mamma, eiginkona, tengdó, amma, vinur, hjartahlý, falleg að innan sem utan, elsku mamma, og þannig muntu lifa hjá okkur. Aðalsteinn (Steini). Elsku yndislega, fallega, lífs- glaða mamma mín kvaddi okkur eftir stutta en erfiða baráttu við veikindi. Þetta er allt saman svo óraunverulegt og sárt. Fjórtán dögum eftir að hún fór inn á spítala kvaddi hún okkur en við fengum að njóta þess að vera með henni síðustu klukkustund- irnar hennar heima. Fyrir það er ég óendanlega þakklát elsku mamma mín, að þú gast fengið að koma heim. Nú reyni ég að ylja mér við allar minningarnar, þær eru svo margar og góðar. Þess á milli veit ég ekki hvernig ég á að fara að því að lifa án þín. Ég elskaði þig svo heitt, þú varst ekki bara mamma mín heldur líka besta vinkona mín, með hjarta úr gulli. Þú hélst svo þétt utan um okkur öll, þú varst límið í fjöl- skyldunni og hugsaðir alltaf um hag okkar fyrst og fremst. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér, þið pabbi hugsuðuð um barnabörnin á svo einstakan hátt. Við munum halda áfram ásamt pabba að umvefja þau og passa upp á allt sem þú lagir áherslu á. Við erum samhent fjölskylda og munum halda áfram að hafa gildi þín og lífs- gleði til fyrirmyndar. Það verð- ur erfitt en þú sáðir svo vel elsku mamma, þú kenndir mér svo margt og varst mín helsta fyrirmynd. Mig skortir orð, þú munt allt- af lifa í hjarta mínu, elsku mamma mín. Ég veit að þú sendir okkur ljósið og munt vaka yfir okkur. Hvíl í friði, elsku mamma. Tárin streyma í stríðum straumum. Hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? Hvernig get ég lifað út daginn? Allt er svo tómlegt hér án þín. Stóllinn sem þú sast svo oft í, ég horfi á hann oft á dag. Bara ég gæti fengið þig til baka, þá myndi allt komast aftur í lag. En sú draumastund mun aldrei koma, raunveruleikinn blasir við mér. Að kveðjustund okkar er komið og þú gengur í gegnum hið gullna hlið. Minningar um þig um huga minn reika margar góðar eru í skjóðunni þar. Við áttum svo marga góða tíma, já, mikið um gleði hjá okkur var. Ávallt gat ég til þín leitað aldrei hunsaðir þú mig. Reyndir alltaf mig að hugga ó, hve sárt er að missa þig. Þitt bros og þín gleði aldrei sé ég það á ný. Ég vil bara ekki trúa að þitt líf sé fyrir bí. Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma, þú og ég. Við áttum svo mikið eftir að segja, ó, hvað veröldin getur verið óútreiknanleg. Ég þarf nú að taka stóra skrefið, treysta á minn innri styrk. Takast á við lífið svo framtíðin verði ei myrk. Ég veit að þú munt yfir mér vaka verða mér alltaf nær. Þú varst og ert alltaf mér best, elsku móðir mín kær. (Katrín Ruth 1979) Gerður Beta Jóhannsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Anna María Aðalsteinsdóttir, lést hinn 14. mars síðastliðinn í faðmi fjölskyldunnar heima í Fiskakvísl. Ef það er eitthvað eitt sem einkenndi Önnu Maríu má segja að það hafi verið hversu góða nærveru hún hafði og væntum- þykja hennar fyrir fjölskyld- unni, Jóhanni, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörn- um. Sumarbústaðurinn í Fljóts- hlíð var tengdamóður minni mikils virði. Þar var hún á heimavelli og naut hverrar stundar í þeirri fallegu sveit. Eyjafjallajökullinn, Þórsmörk- in, Tindfjöllin og Fljótshlíðin eru að margra mati gersemar íslenskrar náttúru. Frá þeirri náttúru var tengdamóðir mín sprottin og mikil gersemi var hún tengdamóðir mín. Við sitj- um nú eftir með söknuð í hjarta. Anna María varð þeirrar gæfu aðnjótandi að halda reisn sinni til hinstu stundar. Það urðu allir betri í návist hennar. Nú er ævi þinni lokið og er ég handviss um að kær vinkona taki á móti þér með faðminn út- breiddan. Ég sé fyrir mér bros- ið ykkar hlýja og kærleikurinn í fyrirrúmi í veröld þar sem birki- ilmurinn berst að vitum, ljúfur lækjarniður að eyrum og sumardýrðin skartar sínu feg- ursta ykkur til dýrðar. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þakka þér fyrir allt, Anna María mín kæra, og Guð blessi þig og geymi í eilífðinni. Arnar Þór Sævarsson. Mín besta vinkona og tengda- mamma, Anna María, kvaddi þennan heim þann 14. mars. Þvílíkur missir að þessari ein- stöku konu. Það er enginn búinn að átta sig á að þú sért farin frá okkur, elsku Anna mín. Ég á svo ótrúlega margar fallegar og skemmtilegar minningar um þig að erfitt er að velja nokkrar til að deila hér að leiðarlokum. Þessi setning samt lýsir þér einna best: „Þetta er ekkert mál, ég er tvær mínútur að þessu,“ þegar þú varst að bjóða fram þína einstöku hjálp. Þú vildir allt fyrir alla gera. Vildir alltaf vera til taks fyrir barna- börnin, okkur fjölskylduna, baka kökur fyrir fjölskylduboð, skutlast með krakkana á æfing- ar, hjálpa til við framkvæmdir, flutning, ég get endalaust talið upp. Þú varst líka þeim góða kosti gædd að bjóða fram að- stoð, jafnvel áður en maður sjálfur áttaði sig á því að maður þyrfti aðstoð. Ég man þegar krakkarnir voru litlir og Steini mikið erlendis vegna vinnunnar, þú komst svo oft til mín í Eski- hlíðina og sópaðir að þér flís- peysunum, útigöllum, úlpum og öðru af krökkunum. „Skelli þessu í vélina, þetta kemur allt þvegið til þín á morgun.“ Barna- börnin urðu alltaf að vera hrein og fín og ég tala ekki um vel klippt. Ég veit að Jóhann Karl á eftir að sakna stundanna þegar þú fórst með hann í klippingu og svo var farið að „kringlast“ á eftir. Þetta voru ykkar stundir alveg undir það síðasta. Svona stundir fengu öll ömmugullin þín að eiga með þér. Við tvær vorum líka svo óendanlega ánægðar með hvor aðra og við sögðum það reglu- lega. Vinkonur mínar margar öfunduðu mig af okkar frábæra sambandi. Við bara smullum einhvern veginn alveg saman strax þegar ég kom inn í fjöl- skylduna ykkar. Þú varst mín fyrirmynd í svo ótalmörgu og stoð og stytta þegar á reyndi. Við gátum alltaf leitað til hvorr- ar annarrar með hvað sem var. Við áttum líka mörg „trúnómó- ment“ Anna mín. Það var líka ótrúlega gaman að vera í kring- um þig, þú sagðir svo skemmti- lega frá, varst með svo hressan og smitandi hlátur og svo féllstu alls staðar strax í hópinn, skipti engu hvort það var fjölskyldan mín, vinkonur eða vinnufélagar. Fram undan er vorið, tíminn sem við fjölskyldan fórum að fara meira saman að sumarbú- stað fjölskyldunnar í Fljótshlíð- inni. Yndislegur staður sem þið Jói voruð búin að gera að al- gjörri paradís þannig að vel færi um alla. Þarna var þinn staður, þarna liggja ræturnar þínar og hvað það var gaman að fara með ykkur Jóa og krökkunum um Fljótshlíðina og heyra þig segja frá æskuminningum. Það verður erfitt að fara í Fljótshlíðina án þín. Elsku Anna mín, þú varst einstök eiginkona, mamma og amma. Þú varst svo mikil fyr- irmynd í öllum þínum hlutverk- um. Ég sagði oft við þig og vin- konur mínar að ég myndi taka svo margt sem ég lærði af þér með inn í mitt næsta stóra nýja hlutverk, sem vonandi verður einhvern tímann, að verða amma. Minning um yndislega og einstaka konu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku Anna mín. Þín Harpa Sif. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú kennd- ir okkur og allar dýrmætu stundirnar sem við áttum sam- an. Það verður alltaf kveikt á ljósinu þínu, amma. Hvíl í friði. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Jóhann Karl, Gunnar Árni og Anna María. Þegar ég fékk fréttirnar um að frænka mín, hún Anna María, væri farin yfir móðuna miklu helltist yfir mig tifinning sem erfitt er að lýsa. Anna María var góð kona. Maður hef- ur á tilfinningunni að allir sem þekktu hana séu á sama máli. Hún passaði mig þegar ég var yngri og mín fyrsta minning um hana er þegar hún var að knúsa mann í kaf. Í minningunni var þetta óþarflega langt og fast faðmlag sem mér fannst ekkert voðalegt gott á þeim tíma, enda ekki annálaður faðmari. Anna María lagði mikla áherslu á að fólk væri snyrtilegt í klæða- burði, t.d. þegar hún átti að fara út með mig setti hún það skil- yrði að móðir mín væri búin að klæða mig smekklega, annars neitaði hún að passa mig. Hún vildi ekki láta sjá sig á almanna- færi með hallærislegan ungan dreng í sínu föruneyti. Anna María kenndi mér á unga aldri að maður getur ekki valið sér fjölskyldu, en maður getur valið sér vini. Enda gerði hún það af kostgæfni og varð fljótt mjög vinmörg. Hins vegar var hún ekki mikil kattakona, í eitt skipti var hún að greiða sér fyr- ir framan spegilinn og ég laug því að kettir væru komnir inn í stofu. Henni brá svo mikið að hún stökk upp úr stólnum með þeim afleiðingum að greiðan sem var með oddmjóum enda öðrum megin stakkst í öxl henn- ar, henni til lítillar skemmtunar. Eins og aðrir í föðurfjölskyld- unni byrjaði hún snemma að vinna í Mjólkursamsölunni. En eftir að Steini kom í heiminn fann hún fjölina sína og ákvað að mennta sig sem leikskóla- kennari. Áður en barnabörnin komu hafði hún verið mjög yf- irlýsingaglöð með það að hún ætlaði ekki að vera alltaf pass- andi einhver barnabörn, hún hefði engan tíma í það. Þessi ummæli hennar reyndust ekki vera rétt, hún var frábær amma og boðin og búin að vera með barnabörnin mun oftar en þurfti og stóð sig frábærlega í því hlutverki eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Önnur ástríða Önnu var sumarbústað- ur þeirra, eða höllin, eins og ég kýs að kalla hann, þau hjónin byggðu sumarbústaðarparadís sem fjölskyldan hefur unað sér vel í. Anna María hafði gaman af því þegar ég mætti í heim- sókn í fyrra og spurði hana hvort ég mætti ekki kíkja út í fjós, þá svaraði hún sposk á svip: „Þú getur gert það, en fjósið fór fyrir tíu árum. Hins vegar get ég sýnt þér hótelið sem er komið í staðinn“ – og hló svo mikið. Ég hef verið svo lánsamur að hafa Önnu María fylgjandi mér allt mitt líf og það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að njóta návistar hennar og vináttu lengur. Þess í stað ylja ég mér við ljúfar minningar um frábæra frænku sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt. Anna María var svo lánsöm að kynnast frábærum manni, hon- um Jóa, og eiga með honum tvo magnaða einstaklinga, þau Steina og Gerðu Betu. Fjöl- skyldunni og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Stefán Arnarson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Í dag kveðjum við góða vin- konu okkar. Það er ekki hægt að segja að hún hafi setið við hótelgluggann og beðið. Hún var skyndilega hrifin brott eftir stutt veikindi en eftir situr minning um yndislega konu. Hún hafði mikla ánægju af starfi sínu sem leikskólakenn- ari, eða fóstra eins og hún sagði sjálf. Hún naut þess að miðla til barna og kveikja áhuga þeirra á lífinu og tilverunni. Hún var alltaf svo hrifnæm yfir því hvað börnin voru að gera og hvatti þau til dáða að gera hinar ýmsu tilraunir og athuganir. Anna María var góður vinur og sam- starfsfélagi, stutt í húmorinn og brosið, réttlætiskennd var henni í blóð borin. Við getum yljað okkur við margar skemmtilegar minningar um góða vinkonu. Elsku Jói, Steini, Gerður og fjölskyldur, við sendum ykkur öllum innilegustu samúðar- kveðjur. Við minnumst Önnu Maríu Aðalsteinsdóttur með gleði, guð blessi ykkur öll. Bryndís, Dýrleif, Karitas og Nanna Mín kæra æskuvinkona er horfin á braut, eins og á ör- skotsstundu var klippt á lífs- þráðinn og hún Anna vinkona horfin á vit feðranna þá leið sem sérhvert okkar þarf að fara. Við vorum ungar þegar leiðir okkar lágu saman, aðeins fjög- urra ára þegar feður okkar byggðu fjölskyldum sínum hús- næði í Eskihlíð á árum húsnæð- isskorts eftir síðari heimsstyrj- öld. Þar hófust okkar góðu kynni og hafa varað síðan. Sam- an lá skólagangan, fram á full- orðinsár . Anna var kona traust og áreiðanleg og trygg fjölskyldu sinni og vinum, sem kom vel fram í öllum samskiptum henn- ar almennt. Ung þurfti hún að takast á við sorg og erfiðleika við móðurmissi, sem eflaust hef- ur mótað persónuleika hennar og haft áhrif á trausta skapgerð hennar. Fullorðinsárin voru henni gjöful á flestan hátt, hún eignaðist góðan og dugmikinn eiginmann í Jóhanni, börnin urðu tvö, myndarleg og vel gerð, og í kjölfarið barnabörn sem voru henni afar mikils virði. Vinátta okkar hélst fram á síð- asta dag; hún var mér sem kær systir og söknuðurinn er mikill við óvænt og ótímabært fráfall hennar. Litlu hlutirnir skipta oft meira máli en við gerum okkur grein fyrir, aðeins það að geta ekki lyft upp símtólinu og hringt í vinkonu mína og talað saman um það sem okkur lá á hjarta í góða stund eins og vani okkar var fyllir mig söknuði . Ég er þakklát fyrir liðnar stundir sem ég og mitt fólk átt- um með þeim hjónum. Ég óska aðstandendum Guðs blessunar á erfiðri stundu. Hvíli í friði, mín kæra vin- kona. Lilja. Mundu það helga og háa því hjartanu veitir það frið. Líttu á það auma og lága og láttu það koma þér við. (Margrét Pálmadóttir frá Sauða- felli) Þessi staka minnir mig á hvað mín kæra vinkona var allt- af umhyggjusöm og kærleiksrík við unga sem aldna. Blessuð sé minning minnar elskulegu, tryggu, skemmtilegu og ham- ingjusömu vinkonu sem ég sakna svo sárt. Fari hún vel til nýrra heima með þökkum fyrir dýrmæta samfylgd á þessari jörð. Sjáið minningar svífa í lofti uppi yfir leiðum látinna vina. Gróa þar blóm á grænum stofni höfuð sín hneigja himins til. (Margrét Pálmadóttir frá Sauðafelli) Elsku Jói, Steini, Harpa, Gerður Beta, Arnar og börn. Einlægar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldan ykkur öllum. Fríða. Anna María Aðalsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.