Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklumeira, en bara ódýrt frá 3.995 frá 795 Hjólkoppar 12” 13” 14” 15” 16” Jeppa/fólksbíla tjakkur 2,25T lyftihæð 52 cm Sonax vörur í úrvali á frábæru verði 12V fjöltengi m/USB Straumbreytar 12V í 230V, margar gerðir 4.995 Bílabónvél Hjólastandur f/bíl Viðgerðarkollur, hækkanlegur frá 4.995 8.995 Loftdæla 12V 35L 2.995 Loftmælir Bíla- og glugga- þvottakústar frá 6.995 Þjöppumælar Mössunarvél 1200W, hraðastýrðmeð púðum Avomælar frá 1.695 7.999 19.995 Verðmæta- skápar mikið úrvalfrá 6.995                                     !" #  # $#%  # $ % $# &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $ %# #   $ $ $    % % $! $#  !!# ##"  #!" $# !    ! %" $!#  #%% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Yfir 96% tóku tilboði í hlutabréf í Bakkavör sem til- kynnt var um í lok febrúar, þegar félag í eigu bandaríska fjárfestingarfélags- ins Baupost Group og stofnenda Bakkavarar, Ágústs og Lýðs Guðmunds- sona, bauð í um 10% hlutafjár. Eftir útboðið fer félag Baupost, Ágústs og Lýðs með samtals 99,5% hlutafjár í Bakkavör. Alls fengu um 2.800 íslenskir hluthafar í Bakkavör tilboð og mun sala þeirra hluthafa sem tóku tilboðinu ganga í gegn þriðjudaginn 29. mars og er dagsetning greiðslu- uppgjörs 12. apríl næstkomandi. Baupost, Ágúst og Lýður með 99,5% í Bakkavör Ágúst Guðmundsson ● Flugakademía Keilis hefur gert sam- starfssamning við Framtíðina náms- lánasjóð hf. sem gefa mun nemendum Keilis, sem hyggjast stunda nám í sam- tvinnuðu atvinnuflugmannsnámi, aukin tækifæri til töku námslána fyrir skóla- gjöldum. Framtíðin er námslánasjóður sem hóf göngu sína snemma árs 2015. Framtíðin veitir lán til atvinnuflugmannsnáms STUTTAR FRÉTTIR ... Dröfn, sem eins og áður segir nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Hefði Guðný náð fleiri at- kvæðum en ein þeirra, hefðu einka- fjárfestarnir náð meirihluta í stjórninni. Snerist á hæli á lokametrunum Innan við sólarhring fyrir aðal- fundinn barst tilkynning í gegnum fréttakerfi Kauphallarinnar að Guð- mundur Þórðarson og Jóhann Hall- dórsson hefðu dregið framboð sín til baka. Því var ljóst að ekki var hægt að ljúka stjórnarkjörinu á aðalfundinum 17. mars því aðeins einn karlmaður var í framboði. Skjóta varð fundinum á frest og verður hann haldinn þann 6. apríl næstkomandi. Áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma að tvær ástæður séu fyrir því að tví- menningarnir hafi dregið framboð sín til baka. Annars vegar vildu þeir halda opnum þeim möguleika að geta losað um hluti sína í félaginu, en stjórnarmenn sem fruminnherjar eru bundnir af ströngum reglum þar um. Hins vegar hafi þeir ekki viljað að stjórnarkjörinu myndi vinda fram þegar ljóst varð að Jostein Sørvoll myndi ekki mynda meirihluta með Guðmundi og Guðnýju Hansdóttur í stjórninni og tryggja að skipt yrði um stjórnarformann. Skákað í skjóli kynjakvóta við stjórnarkjör hjá VÍS Morgunblaðið/Styrmir Kári Stjórn Átök hafa komið upp innan eigendahóps VÍS eftir að stjórn félagsins lækkaði arðgreiðslutillögu sína verulega.  Hugðust mynda blokk gegn lífeyrissjóðum  Norðmaðurinn gekk úr skaftinu BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Einkafjárfestar, með umtalsverðan eignarhlut í tryggingafélaginu VÍS, freistuðu þess í aðdraganda aðal- fundar félagsins að ná meirihluta í stjórn félagsins og skáka til hliðar nú- verandi stjórnarformanni, Herdísi Dröfn Fjeldsted. Hún hefur notið stuðnings Lífeyrissjóðs verslunar- manna í stjórn félagsins en hún er einnig framkvæmdastjóri Framtaks- sjóðs Íslands, sem er í eigu 15 lífeyr- issjóða, Landsbankans og VÍS. Fjárfestahópurinn hugðist nýta reglur um kynjakvóta til að tryggja hópnum þrjá stjórnarmenn í kosn- ingu á aðalfundi og sæti stjórnarfor- manns. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins. Byggðist aðferðin á því að ef aðeins tveir ein- staklingar af öðru kyninu bjóða sig fram til stjórnar, eru þeir hinir sömu sjálfkjörnir í stjórn. Þegar svo stend- ur á geta þeir hluthafar sem að öðr- um kosti myndu ljá viðkomandi at- kvæðismagn sitt nýtt þau til að tryggja öðrum frambjóðendum brautargengi. Í stjórnarkjörinu voru þrír karlar í framboði, allir fulltrúar einkafjárfesta en þá voru einnig í framboði fjórar konur, þrjár sem nutu stuðnings lífeyrissjóða en ein sem einkafjárfestarnir hugðust styðja. Markmið fjárfestahópsins var að fá tvo karlkyns frambjóðendur sjálf- kjörna inn með því að einn hinna þriggja sem í framboði voru drægi framboð sitt til baka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti það að vera Jóhann Halldórsson en að Guðmundur Þórðarson og Jostein Sørvoll, sem báðir hafa átt sæti í stjórninni frá aðalfundi síðasta árs, héldu framboðum sínum til streitu. Í kjölfar þess að Jóhann drægi fram- boð sitt til baka hefðu einkafjárfestar sem annars hefðu greitt Guðmundi og Jostein atkvæði sín, stutt Guðnýju Hansdóttur. Samtakamáttur einka- fjárfestanna hefði þá að öllum líkind- um tryggt Guðnýju fleiri atkvæði en einhverri þeirra þriggja kvenna sem þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins styðja til stjórnar. Í framboði voru þær Helga Jónsdóttir, sem nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Helga Hlín Hákonardóttir, sem nýtur stuðnings Gildis og Herdís Regluleg laun landsmanna voru að jafnaði 7,2% hærri á árinu 2015 en 2014, sem gaf að meðaltali 5,5% kaupmáttaraukningu. Þá voru laun á 4. ársfjórðungi liðins árs 8,8% hærri en á sama ársfjórðungi 2014 og kaupmátturinn var 6,7% meiri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Segir þar að kaupmáttur launa á Íslandi sé nú meiri en hann hafi „ver- ið nokkurn tímann áður“. „Kaupmáttur út frá launavísitölu varð hæstur í ágúst 2007 og náði svo aftur sama stigi í nóvember 2014 og hefur aukist um 8,3% síðan þá. Launahækkanir hafa verið miklar síðustu mánuði og var 12 mánaða launahækkunartaktur tæp 10% í janúar og febrúar í ár,“ segir um þróun launa í Hagsjánni. Ferðaþjónusta á þátt í hækkun Fram kemur að frá 4. ársfjórðungi 2014 hafi laun hækkað mest í sam- göngum eða flutningum, eða um 10,3%, og er í því efni bent á mikinn uppgang í ferðaþjónustu. „Hækkan- ir í hinum ýmsu greinum eru í kring- um 9% nema í fjármálaþjónustu þar sem hækkunin er einungis 7,7%,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Kaupmáttur launa aldrei verið meiri Launaþróun og kaupmáttur Vísitala, janúar 2011=100 Laun Kaupmáttur Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans. 145 140 135 130 125 120 115 110 105 100 95 jan úar ´11 ágú st´ 11 ma rs´ 12 okt .´1 2 ma í ´1 3 des .´1 3 júlí ´14 feb .´1 5 sep .´1 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.