Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 13
„Samfélagið okkar er svolítið sniðið að A-týpunni,“ segir Erla Björnsdóttir. Hún bendir á að vinnudagurinn sé oft skipulagð- ur frá 8-4 eða 9-5 sem henti A- týpunni vel. Nátthröfnum, B- týpunum svonefndu, líði betur ef þeir geta farið seint að sofa og lúrt fram eftir á morgnana. Því fólki gæti hentað vel að vinna til dæmis frá kl. 11 á morgnana og fram að kvöldmatartíma, segir Erla. Slíkt sé þó oft erfiðara vegna þess ramma sem atvinnu- lífið starfar samkvæmt. „B-fólk er oft litið hornauga og það jafnvel talið latt,“ segir Erla. „Þetta er ósanngjarnt því auðvitað er hægt að afkasta al- veg jafn miklu þó unnið sé á öðr- um tímum. En staðreyndin er sú að B-manneskjur verða oft að þröngva sér inn í þennan hefð- bundna ramma og rannsóknir sýna að í þess hópi eru svefn- vandamál nokkuð algeng.“ B-týpan litin hornauga FLESTIR VINNA FRÁ 8-4 Rjóminn af tískuelítunni í Hollywood var mættur á hina árlegu verðlaunahátíð The Daily Front Row Fashion í Los Angeles á sunnudaginn. Hátíðin fór fram á Sunset Tower-hótelinu þar sem mikið var um dýrðir og gestir í sínu fínasta pússi. Allir kepptust um athyglina og ljósmyndarar lágu ekki á liði sínu. Lady Gaga var þó óumdeild stjarna hátíðarinnar, fékk enda titilinn ritstjóri ársins fyrir framlag sitt sem gestaritstjóri V Maga- zine. „Lady Gaga er gríðarlega hæfileikarík og einn margslungnasti og undursamlegasti lista- maður samtímans,“ sagði ritstjóri The Daily Front Row, sem er tískufréttaveita á netinu, þegar verð- launin voru afhent. Eins og gengur gátu sumir baðað sig meira í sviðsljósinu en aðrir, því óneitanlega beindist athyglin meira að verðlaunahöfum kvöldsins. Til dæmis Evu Chow sem var valin fatahönnuður ársins og Bellu Hadid fyrirsætu ársins. Lady Gaga valin ritstjóri ársins á tískuhátíð í Los Angeles Tískufyrirsæta ársins Bella Hadid þótti flottasta fyrirsætan. Tískufólk í fremstu röð Fatahönnuður ársins Eva Chow ásamt einum sem vildi vera með. Ritstjóri ársins Lady Gaga engri lík. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ökumaður Mörg umferðarslys verða þegar ökumenn sofna undir stýri. Hvíld í korter getur gert gæfumuninn. hugsunum og atferli sem hafa trufl- andi áhrif á svefn. Þessi meðferð er árangursríkari leið en langvarandi notkun svefnlyfja sem getur haft skaðleg áhrif. Lyf bæla niður ein- kenni vandans í stað þess að fara að rótunum,“ segir Erla. Aðspurð hvernig hugrænni at- ferlismeðferð í þessum aðstæðum sé háttað segir hún að fyrsta skrefið sé að sjúklingur skrái svefnvenjur í eina til tvær vikur, svefnmynstrið sé kortlagt og samkvæmt þeim upplýs- ingum megi útbúa einstaklings- áætlun. Eðlilegt að rumska „Svefnvandi er einstaklings- bundinn. Stundum eru mikil streita eða önnur vandamál til staðar. Því þarf fólk að vera tilbúið að breyta lífsstíl sínum og venjum,“ segir Erla. Það er eðlilegt að rumska á nóttunni og slíkt eykst um fertugs- aldurinn. Að vakna upp 1-2 sinnum á nóttu, en sofna aftur, sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Að liggja andvaka heilu næturnar sé hins vegar alvar- legt mál og þá sé aðstoðar þörf. „Við erum öll misjafnlega upplögð á dag- inn og orkan breytileg eftir því. Ef við hins vegar ítrekað sofnum yfir sjónvarpinu, á fundum eða slíkt ætti fólk að leita til læknis og fá ráð,“ segir Erla sem rekur fyrirtækið Betri svefn. Á vefsetri þess, á slóð- inni betrisvefn.is, er boðið upp á meðferð yfir netið og reynslan af því er góð. Þá sinnir hún rannsóknum á þessu sviði með vísindamönnum á Landspítalanum, sem á sínu sviði hafa náð góðum árangri. Lánsöm í starfi „Ég er svo lánsöm að vera um- kringd frábærum vísindamönnum á Landspítalanum þar sem mikil virkni er í svefnrannsóknum undir styrkri stjórn Þórarins Gíslasonar og Bryndísar Benediktsdóttur lækna. Íslenski hópurinn stendur framarlega á alþjóðavettvangi og ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með fremstu vísinda- mönnum heims á sviði svefnrann- sókna,“ segir Erla. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 María K. Jónsdóttir Sölufulltrúi www.fr.is Sylvía G.Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali. sylvia@fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDUNÚNA 8208081 Garpar Ætli fólk sér að ganga á jökulinn þarf það að vera í þokkalegu formi og vel útbúið, því jöklaferðir krefjast góðs undirbúnings og þjálfunar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Snæfellsjökull 1.446 m. hár og sést víða að. Útsýnið af hnúknum er einstakt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.