Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Siffon- mussur Str. S-XXL | Tveir litir Nýtt kortatímabil Kr. 8.900 Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Mc Planet og 3322 - Vor 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is og facebook.com/laxdal.is Fisléttar Dúnúlpur - margir litir Vattjakkar - kr. 19.900 Gallabuxnaúrval - verðlækkun Krakkar, mömmur, pabbar, ömmur og afar! Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til páskaeggjaleitar og páska- eggjabingós víðsvegar um borgina, fimmtudaginn 24. mars (skírdag) og laugardaginn 26. mars. Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá súkkulaðiegg. Munið að taka með körfur eða poka undir eggin Páskaeggjaleit í Laugardalnum Leit hefst við þvottalaugarnar í Laugardalnum, fimmtudaginn 24. mars, skírdag, kl. 11:00. Leynigestur ræsir keppnina. Félög sjálfstæðismanna í Langholti og Háaleitishverfi. Páskaeggjaleit áÆgissíðunni Leit hefst við grásleppuskúrana við Ægissíðu, fimmtudaginn 24. mars, kl. 13:00. Leynigestur ræsir keppnina, en einnig verður haldin húlahoppkeppni og boðnar kaffiveitingar. Félög sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæ og Norðurmýri. Páskaeggjabingó í Grafarvogi Bingóið hefst í sjálfstæðisheimilinu í Grafarvogi í Hverafold 1-3 (3. hæð), laugardaginn 26. mars, kl. 11:00. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður er bingóstjóri og spjaldið kostar 250 kr. Húsið opnar kl. 10:30. Afar veglegir vinningar í boði. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Páskaeggjaleit & páskabingó Hittumst hress í páskaskapi. Allir velkomnir! › Á RÉTTRI LEIÐ TIL FRAMTÍÐAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Stjórn Landssambands lögreglu- manna fagnar þeim sinnaskiptum sem hún segir að virðist hafa orðið hjá fjármálaráðherra. Segir í ályktun að sinnaskiptin birtist í þeirri vinnu sem lögð var í nýlegt svar ráðherrans við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns VG, um þróun launa lögreglumanna. „LL hef- ur margítrekað, í kjarasamnings- viðræðum undanfarin ár, beðið um að fjármálaráðuneytið vinni þá vinnu sem birtist í svari ráðherrans. Þeim beiðnum LL hefur í hvert sinn, m.a. við úrvinnslu gerðardóms í kjaradeil- um LL, verið tekið fálega. Á sama tíma hefur ráðuneytið blásið á þau gögn sem LL hefur látið vinna sem sýnt hafa fram á þá þróun sem birtist í svari ráðherrans,“ segir þar. Jafn- framt segir að svör ráðherrans hafi ekki slegið á þá miklu ólgu og reiði sem sé innan raða lögreglumanna. „LL er því, á þessum tímapunkti spurn, hvað ráðherrann hyggist gera í þessum efnum og sér í lagi í ljósi þess að síðasta framlengingar- samkomulag kjarasamningsins var samþykkt á lagatæknilegum atriðum, með minnihluta já atkvæða.“ LL segist fagna sinna- skiptum fjármálaráðherra Velferðarráðuneytið vinnur að því að greina mögulegan ávinning af því að flytja undir eitt þak Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, TMF Tölvumiðstöð og Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöð fyrir blinda, sjón- skerta og daufblinda einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgn- iskýrslu Ríkisendurskoðunar sem sagt er frá í tilkynningu á vef Rík- isendurskoðunar. Þar segir að árið 2013 hafi Ríkis- endurskoðun hvatt velferðarráðu- neytið til að meta faglegan og fjár- hagslegan ávinning að flutningi þriggja þessara ríkisstofnana sem þjóna einstaklingum með skerta færni í sameiginlegt húsnæði. Einn- ig taldi Ríkisendurskoðun rétt að kanna hvort ávinningur fælist í því að TMF Tölvumiðstöð og Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra flyttust undir eitt þak með fyrrnefndum stofnunum. Samskiptamiðstöðin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðu- neytið. Í hinni nýju eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að nú þremur árum síðar er unnið að því að greina mögulegan ávinning af flutningi umræddra stofnana í sam- eiginlegt húsnæði, þ.e. allra nema Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra en viðræður eru í gangi um að fella hana undir Há- skóla Íslands. Morgunblaðið/Golli Sameiningar Velferðarráðuneytið skoðar sameiningar stofnana. Möguleg sameining könnuð  Þrjár stofnanir undir eitt þak mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.