Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Hjólin dregin fram Þegar vorið lætur á sér kræla lifnar yfir fólki og sumir draga fram reiðhjólin sín, en þeir sem eiga vélhjólafáka njóta þess líka að taka þá til kostanna. Styrmir Kári Nú hefur sá sem þetta skrifar setið við stjórnvöl Kvennaskól- ans í Reykjavík, sem starfað hefur samfellt frá árinu 1874, frá því um síðustu áramót eftir 16 ára starf við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það hefur komið mér á óvart að ekki hafi tekist að reka þennan góða skóla innan fjárheimilda á síðustu árum. Eftir þeim gögnum sem ég hef kynnt mér hefur skólinn geng- ið mjög langt í hagræðingu og ég sé ekki að unnt verði að ganga lengra. Reyndar tel ég að á sum- um sviðum beri reksturinn þess merki að svo hart hafi verið sorfið að ýmsum þáttum hans að það geti reynst skólanum skaðlegt ef heldur fram sem horfir. Árangur vinnu síðustu ára er að mikill meirihluti nemenda lýkur stúdentsprófi á þremur árum. Nemendahópar eru innan rekstr- armarka í langflestum tilvikum og hvergi er bruðlað í námsframboði. Brotthvarf er nánast ekkert og örugglega með því minnsta sem þekkist. Yfirvinna kennara er lítil og eignakaup hafa verið nánast engin um árabil. Ráðuneytið fer fram á meiri hagræð- ingu og spyr hvað skólinn ætli til bragðs að taka til að vinna á hallarekstri síðustu ára. Á að skera niður kennslu? Námskráin er mjög þétt og mikið vinnuálag er á nem- endum ætli þeir að ljúka námi sínu sam- kvæmt þriggja ára kerfi um leið og þeir uppfylli inntökukröfur hinna ýmsu háskóla- deilda sem hafðar eru til hlið- sjónar við skipulag námsbrauta. Nánast fullkomin skilvirkni Á haustönn 2015 voru 657 nem- endur í skólanum sem skiluðu honum 687 ársnemendum. Þessar tölur sýna að nemendur þurfa að hafa sig alla við til þess að geta lokið 200 eininga stúdentsprófi á þremur árum. Þeir eru með þétta stundaskrá allar annir og fá kennslu í samræmi við það. Þessir ársnemendur verða ekki til með auknum fjölda nemenda í skól- anum heldur vegna meiri árang- urs, fleiri eininga á hvern nem- anda og hverfandi brotthvarfs. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðaherra, og fulltrúar mennta- og menningar- málaráðuneytis hafa staðhæft á fundum með skólameisturum að hagræðing sú sem fæst með stytt- ingu náms til stúdentsprófs eigi að verða eftir í skólunum. Þess sér ekki stað í framlögum til Kvenna- skólans í Reykjavík sem er orðinn nær hreinn þriggja ára skóli þar eð um 90% nemenda ljúka stúd- entsprófi innan hinna nýju tíma- marka. „Til hvaða ráða hyggst skólinn grípa?“ Í bréfi frá ráðuneytinu í lok síð- asta árs er óskað eftir því að lögð verði fram greinargerð „sem skýr- ir til hvaða aðgerða skólinn telur að hann þurfi að grípa, svo hægt verði að treysta forsendur rekstr- aráætlunar og koma í veg fyrir frekari hallarekstur og að greiða niður uppsafnaðan rekstrarhalla á næstu 2-3 árum“. Við höfum bent á nokkra mikilvæga rekstrarþætti sem skólinn telur sig ekki hafa nægilegt fé til þess að greiða fyr- ir. Með hliðsjón af þeim aðgerðum og þeim góða árangri sem lýst hefur verið hér að framan komum við ekki auga á hvernig hagræða ætti frekar í rekstrinum. Aftur á móti höfum við bent á nokkra mik- ilvæga rekstrarþætti sem skólinn telur sig ekki hafa nægilegt fé til þess að greiða fyrir. Árum saman hefur skólinn þurft að hagræða og taka fé úr almennum rekstri til þess að geta staðið við skuldbind- ingar ríkisins gagnvart kennurum og öðru starfsfólki. Ef lengra verður gengið getur skólinn ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem honum ber skylda til samkvæmt lögum um framhaldsskóla og aðal- námskrá. Við hverju má búast; verður þetta leiðrétt? Við treystum okkur til þess að skila hallalausum rekstri og gera upp halla fyrri ára svo fremi sem framlög miðist við þau meðallaun kennara sem greidd eru í skólanum og tekið verði tillit til annarra kjarasamn- ingsbundinna þátta eins og aldurs- tengds kennsluafsláttar. Til að mæta þessu hafa verið tekin hund- ruð milljóna úr almennum rekstri framhaldsskólanna á undanförnum árum. Síðast en ekki síst eigum við eftir að fá uppgerðar bætur vegna launahækkana 2014 og 2015 upp á að minnsta kosti þá fjárhæð sem ríkissjóður metur svo að eiga inni í tilviki Kvennaskólans Það er í hæsta máta óeðlilegt að umtalsverður hluti launa og launa- tengds kostnaður sé tekinn af hinu litla ráðstöfunarfé skólans til ann- ars rekstrar ár eftir ár og ekki sér fyrir endann á. Um síðustu áramót var rekstr- arhallinn í heild um 23 milljónir króna og hafði skólanum þó tekist að greiða annað eins upp í upp- safnaðan halla. Vegna þess að skólinn skuldaði ríkissjóði við þessi tímamót hefur hann ekki fengið nokkurt framlag til al- menns rekstrar þá daga sem liðnir eru af nýju ári og er kominn í milljóna vanskil þegar þetta er skrifað. Útreikningar okkar og greinargerðir til ráðuneytis, sem fylgt hafa fjárhagsáætlun, hafa ekki fengið umfjöllun og engin svör um úrbætur hafa verið gefin heldur þvert á móti spurt hvað skólinn hyggist gera í málinu. Kvennaskólinn í Reykjavík er að- eins eitt dæmi af mörgum um það hvernig búið er að íslenskum framhaldsskólum og hefur þetta ástand varað um margra ára skeið. Tillögur okkar stjórnenda framhaldsskólanna til að bæta og tryggja að skólunum séu reiknuð rétt og raunhæf framlög til rekstr- ar hafa ekki hlotið hljómgrunn. Eftir Hjalta Jón Sveinsson » Tillögur stjórnenda framhaldsskólanna til að bæta og tryggja að skólunum séu reiknuð rétt og raunhæf framlög til rekstrar hafa ekki hlotið hljómgrunn. Hjalti Jón Sveinsson Höfundur er skólameistari Kvenna- skólans í Reykjavík og formaður Skólameistarafélags Íslands. Framhaldsskóli í rekstrarvanda – hver á sökina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.