Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Syndsamlega góður eftirréttur ...með engri fyrirhöfn Samninganefndir níu aðildarfélaga BHM og Sambands íslenskra sveit- arfélaga undirrituðu undir morgun í gær samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila. Aðildarfélög BHM sem standa að samkomulaginu eru Dýrlækna- félag Íslands, Félag íslenskra félags- vísindamanna, Félag íslenskra nátt- úrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfa- félag Íslands, Sálfræðingafélag Ís- lands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroska- þjálfafélag Íslands, samkvæmt upp- lýsingum á vefsíðu BHM í gær. Nýi samningurinn verður kynntur fé- lagsmönnum á næstu dögum og kos- ið um hann. Tilkynna þarf niður- stöðu kosninga um samninginn ekki síðar en 5. apríl. Níu BHM-félög náðu kjarasamningum Sátt Viðræður BHM og sveitarfélaga hafa staðið yfir í húsnæði Ríkissáttasemjara. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég get ekki sagt það en það er skemmtileg tilviljun að hann hafi líka verið formaður Orators. Stóri bróðir er mikil fyrirmynd en hann var í þessu áður en ég fæddist,“ segir Sig- ríður Erla Sturludóttir, nýkjörinn formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Hún var spurð að því hvort það hefði haft áhrif á að hún sóttist eftir formennskunni að bróðir hennar, Gunnar Sturluson lög- maður, var formaður fyrir 28 árum. Sigríður Erla er að ljúka öðru ári í lagadeild. „Ég sóttist eftir þessu vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt að vinna fyrir Orator. Ég hef starfað þar frá því að ég byrj- aði í náminu, var til að mynda hags- munafulltrúi á fyrsta árinu.“ Þriðji lögfræðingurinn „Ég tók lögfræðiáfanga í Versló og fannst hann áhugaverður. Lögfræðin nær yfir helstu svið mannlegra sam- skipta. Ég hef mikinn áhuga á fólki og samskiptum við fólk. Ég tel að það geti líka haft áhrif að pabbi [Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra] var á þingi og tók þar þátt í að setja lög. Mér fannst það áhuga- vert. Það spilar líka inn í að mamma mín og bróðir minn eru lögfræðingar en þó á mismunandi sviðum,“ segir Sigríður Erla. Móðir hennar, Hall- gerður Gunnarsdóttir, úrskrifaðist sem lögfræðingur 55 ára gömul og starfar hjá gjafsóknarnefnd hjá Sýslumanninum á Vesturlandi í Stykkishólmi. Gunnar er lögmaður og eigandi hjá Logos, stærstu lög- mannsstofu landsins. „Það virðist vera að áhugi á fé- lagsmálum plagi þessa fjölskyldu,“ segir Gunnar Sturluson. Mörg þeirra hafa starfað í stúdentapólitíkinni á háskólaárunum, meðal annars El- ínborg sem er nú prestur í Stafholti og starfandi í félagsmálum þjóðkirkj- unnar. Ásthildur er bæjarstjóri í Vesturbyggð og Böðvar hefur starf- að innan Sjálfstæðisflokksins. Sjálfur hefur Gunnar verið í forystusveit hestamanna síðustu tíu árin, fyrst sem stjórnarmaður í Landssambandi hestamannafélaga og síðar sem for- seti FEIF sem eru alþjóðasamtök um íslenska hestinn. Hann notar líkindi úr hrossarækt- inni og segir að félagsmálaáhuginn virðist erfast vel. Móðurafi systk- inanna, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli, formaður Stéttar- sambands bænda, var einnig í flest- um nefndum og stjórnum í sveit sinni og héraði og föðuramma þeirra, El- ínborg Ágústsdóttir í Ólafsvík var í fararbroddi við að koma á og sjá um húsmæðraorlof og starfaði einnig mikið í leikfélaginu. Margir áberandi menn í þjóðfélag- inu hafa byrjað þátttöku í opinberu lífi sem formenn Orators, og emb- ættið hefur stundum verið stökk- pallur fyrir áhugasama stjórnmála- menn. Sigríður Erla segir ekkert slíkt vaka fyrir sér. „Ég er ekki spennt fyrir því að setjast á Alþingi, eins og staðan er í dag, en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Sem dóttir stjórnmálamanns get ég ekki sagt að það sé spennandi starf þótt mér finnist áhugavert að vinna fyrir samfélagið og gefa þannig af mér. En ég hef lært að maður á aldrei að segja aldrei.“ Fræðastarfið mikilvægt Formaður Orators á að vera andlit félagsins út á við og gæta hagsmuna nemenda við lagadeildina. Hann stýrir almennri starfsemi félagsins og sér til þess að allir séu að sinna sínum verkum. „Þetta er heilmikið starf. Orator er með mikla starfsemi, skemmtanir og fræðastarf, og miklar hefðir eru við lagadeildina sem þarf að sjá um að hafðar séu í heiðri,“ seg- ir hún. Félagið var stofnað 1928. Sigríður Erla lætur þess getið að hún hafi tek- ið við formennskunni af Silju Rán Arnarsdóttur úr Grundarfirði og því haldist embættið á Snæfellsnesi. Gunnar segist ekki hafa fylgst nógu vel með starfi Orators til að geta gefið nýkjörnum formanni ráð. Hann segir þó að mjög merkilegt starf hafi verið unnið á þeim vett- vangi. Nefnir hagsmunabaráttuna og baráttu félagsins fyrir því að bæta laganámið. Einnig hafi þar verið öfl- ugt fræðastarf, ekki síst með útgáfu Úlfljóts sem lengi vel hafi verið eitt helsta fræðitímarit landsins um lög- fræði. Kosin formaður Orators 28 árum á eftir stóra bróður  Félagsmálaáhugi plagar Sigríði Erlu Sturludóttur og systkini úr Stykkishólmi Morgunblaðið/Árni Sæberg Systkini Sigríður Erla Sturludóttir, nýkjörinn formaður Orators, getur leitað í smiðju til bróður síns, Gunnars, sem var kosinn formaður fyrir 28 árum. Gunnar er elstur fimm systkina úr Stykkishólmi og Sigríður Erla yngst. 607 tilkynningar bárust um hegn- ingarlagabrot í febrúar, sem gerir um það bil 21 tilkynningu á dag. Þar af bár- ust 63 tilkynn- ingar um innbrot í febrúar, skv. afbrotatölfræði lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki hafa borist jafn fáar til- kynningar um innbrot í einum mánuði síðan í febrúar 2014. Til- kynnt voru 18 kynferðisbrot í mán- uðinum sem er nokkur aukning frá janúar. Það sem af er ári hafa bor- ist færri tilkynningar um kynferðis- brot miðað við meðalfjölda árin 2013 til 2015. Brotum þar sem öku- maður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgar á milli mánaða og hefur skráðum brotum fjölgað í hverjum mánuði frá því í október 2015. Ekki færri innbrot frá febrúar 2014 Tekið var fyrir mál Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Grindavík og Ölfusi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð er áætluð í maí á þessu ári. Snýst málið um eignarrétt að landsvæði sem liggur að öllum nefndum sveitar- félögum. Öll sveitarfélögin ásamt Seltjarn- arnesi, sem einnig var stefnt, hafa þó ákveðið að láta málið ekki til sín taka. Miklir hagsmunir í húfi Landsvæðið sem deilurnar standa um er til að mynda allt Bláfjalla- svæðið, hálendið upp af Reykjavík og Kópavogi þar sem finna má m.a. Þríhnjúkagíg og það sem fyrir augu ber þegar keyrt er upp á Hellisheiði. Óbyggðanefnd hafði upphaflega úr- skurðað landsvæðið þjóðlendu sem staðfest var af Hæstarétti. En fyrir tveimur árum var þeirri niðurstöðu hnekkt í öðru máli þar sem óbyggða- nefnd komst að þeirri niðurstöðu að svæðið væri innan staðarmarka Kópavogs. Þetta segir lögmaður stefnda Kópavogs, Guðjón Ár- mannsson, hrl. Í umræddu dómsmáli gerir Reykjavíkurborg þá kröfu að úr- skurði Óbyggðanefndar verði hnekkt og svæðið allt verði talið inn- an staðarmarka borgarinnar. Kópavogsbær krefst hins vegar sýknu og að úrskurður óbyggða- nefndar standi þannig að svæðið verði allt talið innan staðarmarka sveitarfélagsins. Segir Guðjón að málið sé viðamik- ið og flókið því þarna komi til dæmis inn í umráðasvæði Orkuveitu Reykjavíkur því þarna séu vatns- verndarsvæði höfuðborgarsvæðis- ins. „Þetta er stórt og umdeilt mál enda miklir hagsmunir í húfi.“ Miklir hagsmunir í deilu sveitarfélaga  Deila um landsvæði við Hellisheiði Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómsmál Bláfjallasvæðið er hluti þess landsvæðis sem deilt er um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.