Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 FFriðþór Sófus Sigur-mundsson landfræð-ingur er að skrifa doktorsritgerð um þróun landgæða í Austur-Skaftafells- sýslu frá landnámi til 1900. „Óhætt er að segja að land- gæðum hafi hnignað frá land- námi, t.d. hefur gróðurþekja minnkað töluvert frá land- námi og birkiskógar bæði eyðst og dregist saman. Meginorsök þess má rekja til tveggja þátta. Þar eru nátt- úrulegir þættir svo sem eldgos og jökulhlaup sem þeim fylgja, t.d. í Öræfajökli og Gríms- vötnum. En svo er það einnig ofnýting manna og er ofbeit þar stærsta vandamálið. Í dag er ástandið að batna í flestum hinna gömlu hreppa en þó er enn ofbeit í Nesjum og á hluta Lónsöræfa, t.d. drapst birki- skógur á allt að 190 hektara svæði í Skyndidal í Lóns- öræfum. Þar er ofbeit um að kenna, gömul tré drepast út af möðkum en skógurinn end- urnýjast ekki því það er enginn teinungur sem kemur upp af trjánum því sauðféð hefur bitið hann.“ Friðþór hefur áður skrifað um eyðingu skóga en meistaraverkefni hans var um eyðingu Þjórsárdalsskóga. „Ég hef alltaf verið mikið náttúrubarn og mín aðaláhugamál eru útivist og göngutúrar. Ég reyni að ganga eins oft og ég get, líka á vet- urna,“ en Friðþór gekk síðast milli Selvogs og Þorlákshafnar. „Svo ætla ég í dag að keyra upp að Heklu og sjá til hvort ég labba eitthvað í kringum hana. Ég er hættur að fara upp á hana meðan ástandið er svona. Land við Heklu er að rísa og alls óvíst hvenær hún getur gosið og þar sem stuttur tími er til að bregðast við ef svo færi þá tek ég ekki sénsinn á því.“ Eiginkona Friðþórs er Sigurbjörg Rut Hoffritz lögfræðingur sem vinnur í stjórnsýslunni. Friðþór er alinn upp í Kirkjutúni í Laugar- dælahverfinu í Flóa, steinsnar frá þar sem leiði Bobby Fischers er. Foreldrar Friðþórs eru Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Nautauppeldistöðvar Bændasamtaka Íslands, og Sig- urmundur Guðbjörnsson, fyrrverandi ráðunautur og forstöðumaður Kynbótastöðvar Búnaðarsamband Suðurlands. Við Selsund Friðþór við gróður- mælingar, Hekla í baksýn. Gengur ekki á Heklu í þessu ástandi hennar Friðþór S. Sigurmundsson er fertugur í dag G uðrún fæddist í Nes- kaupstað 22.3. 1956, ólst upp á Húsavík til átta ára aldurs en flutti þá í Borgarnes. Þar átti hún heima öll grunnskóla- árin sín, lauk landsprófi frá Grunnskóla Borgarness árið 1972 en þá flutti fjölskyldan á Sauðár- krók. Þá um haustið hóf Guðrún nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, útskrifaðist þaðan sem stúdent í desember 1975, hóf nám í bygg- ingarverkfræði í Háskóla Íslands haustið 1976 og útskrifaðist þaðan með BSc- prófi í byggingaverk- fræði vorið 1980. Guðrún hóf störf hjá Verkfræði- Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri í Borgarbyggð – 60 ára Fjölskyldan Guðrún og Gunnar með börnum sínum, Elínborgu Huldu og Jóhanni Hilmi, og Huldu, móður Guðrúnar. Með áhyggjur af slæmri umgengni ferðamanna Við mælingar Guðrún með samstarfsmönnum, þeim Baldri og Ámunda. Húsavík María Ósk Sævarsdóttir fæddist 12. febrúar 2015 kl. 08.55 á Akureyri. Hún vó 3.508 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Júlía Margrét Birgis- dóttir og Sævar Veigar Agnarsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Fermingargjöfin í ár? við kynnum arc-tic Retro Fyrir Stráka og Stelpur VERÐ AÐEINS: 29.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.