Morgunblaðið - 22.03.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.03.2016, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 ✝ Guðríður Þór-hallsdóttir fæddist 26. mars 1930 í Reykjavík. Hún lést 12. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Þórhallur Bjarnason prent- ari, f. 21. júlí 1881, d. 27. ágúst 1961, og kona hans, Jón- ína Eyþóra Guð- mundsdóttir, f. 3. júní 1893, d. 30. mars 1986. Guðríður var yngst fjögurra systkina. Sigurleif Þórhallsdóttir, f. 11.12. 1917, d. 7.1. 1984, Sveinbjörn Þórhallsson, f. 30.8. 1922, d. 8.2. 1983, Guð- (vor) og 1977 (haust). Starfaði í mörg ár við miðasölu Lista- hátíðar í Reykjavík frá upp- hafsárum þeirrar hátíðar, 1979. Í stjórn Stéttarfélags barnakennara Reykjavíkur 1967-70, þar sem formaður 1968. Í ritnefnd Foreldra- blaðsins. Var virk í starfsemi IBBY á Íslandi, sem eru frjáls félagasamtök áhugamanna um barnabókmenntir. Vann um tíma á bókasafni Norræna hússins. Í Melaskólanum eignaðist hún marga góða vini. Nán- astar voru samkennarar henn- ar Jóna Sveinsdóttir, Dagný Albertsson, Þóra Kristinsdótt- ir og Sigríður María Jóns- dóttir. Alla starfsævina bjó Guðríður að Hringbraut 73 í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, 22. mars 2016, klukkan 13. mundur Þórhalls- son, f. 2.12. 1926, giftur Björk Guð- jónsdóttur, f. 25.7. 1930. Systkinabörn Guðríðar eru ell- efu. Guðríður gekk í gagnfræða- skóla Reykjavíkur 1945-48. Lærar- skolen á Storð, Noregi, 1948- 1949. Lauk hún kennaraprófi 1952. Kennari við Melaskól- ann í Reykjavík frá 1952 til starfsloka 1996. Nám í bóka- safnsfræðum við Háskóla Ís- lands 1978-1981. Námsferðir til Kaupmannahafnar 1976 Í huganum er ég komin 55 ár aftur í tímann í bekkinn minn í Melaskóla. Kennarinn er Guð- ríður Þórhallsdóttir, bráð- skemmtilegur, fyndinn og góð- ur kennari – tiltölulega nýkomin til starfa í þessum skóla. Henni er illa við að sjá töskur nemendanna liggja í gangveginum og segist ekki hafa hugsað sér að vera á ein- hverju dansiballi í tímunum. Þetta er nóg til að nemend- urnir reisa töskurnar við. Þegar ég var í ellefu ára bekk var ég svo óheppin að handleggsbrotna á þeirri hendi sem ég skrifaði með. Þá voru góð ráð dýr, enda skammt til prófa. Guðríður, samviskusöm að vanda, vildi leysa vandann, þar sem sýnt var að ég gæti ekki tekið skrifleg próf það vorið. Próf yrði ég að taka samt. Í samráði við foreldra mína ákváðu hún og Ingi skóla- stjóri að ég skyldi taka munn- leg próf inni á skrifstofu hans. Ég gat krafsað nokkurn veginn læsilegar tölur á blað með hinni hendinni, svo að ég gat tekið reikningsprófið líka. Þetta var Guðríði líkt. Í rauninni kenndi hún okkur miklu meira en bara námsefn- ið, því að hún ól okkur líka dá- lítið upp, brýndi m.a. fyrir okk- ur reglusemi og bindindi, og sagðist ekki geta hugsað sér það að nemendur sínir væru verr á sig komnir en hún þegar þeir styddu sig upp stigann í elliheimilinu. Við vissum hvað þetta þýddi, enda þurfti Guð- ríður sjaldan að segja mörg orð til þess að gera okkur hugsun sína skiljanlega. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tíma skipt skapi við okkur, hvað sem á gekk, en talaði ákveðin við okkur ef henni þótti ástæða til, annars ávallt lundgóð og lífssýnin eftir því. Hún uppskar líka eftir þessu, enda þótti okkur vænt um þennan kennara okkar, sem við höfðum síðustu þrjú árin í Melaskóla, og ekki ástæða til annars. Foreldrar mínir höfðu kynnst henni áður en ég kom í bekkinn hennar, þar sem þau höfðu búið um tíma í sama húsi og Silla systir hennar og fjölskylda, og Guðríður oft komið í heimsókn þangað. Systurnar voru líka vel sam- rýndar. Það sá ég þegar atvik höguðu því svo að ég var sam- tímis þeim í bókasafnsfræði- námi í HÍ. Mér þótti þá allsér- stætt að ég skyldi lenda þarna með mínum gamla, góða kenn- ara. Þarna kynntist ég samt hlið á henni sem ég hafði ekki kynnst áður. Sama má líka segja þegar ég keypti mér íbúð í næsta húsi við hana á Hringbrautinni í lok níunda áratugarins. Við urðum upp frá því ágætis kunningja- konur og töluðum alltaf saman, hvar sem við hittumst. Þá heyrði ég og sá að hún hafði lítið breyst frá því ég kynntist henni fyrst, alltaf jafn skemmtileg og fyndin þegar til- efni gafst, ævinlega án þess að það kæmi illa við neinn. Þegar ég nú kveð hana hinstu kveðju er efst í huga mér ómælt þakklæti fyrir árin þrjú í Melaskóla og góða við- kynningu gegnum árin, um leið og ég bið henni allrar blessunar Guðs, þar sem hún er nú. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Guðríðar Þórhallsdóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Guðríður Þórhallsdóttir HINSTA KVEÐJA Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Dúdda (Guðríð- ur)! Við þökkum þér órofa tryggð og vináttu margra áratuga. Minningar um ljúfa samveru lifa áfram í hugskoti okkar. Aðstand- endum öllum vottum við innilega samúð. Þínar vinkonur, Dagný, Jóna og Þóra. ✝ Bjarni Aðal-steinsson fæddist í Bolungar- vík 1. febrúar 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 13. mars. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Bjarnason, f. 13. desember 1908, d. 2. júní 1938 og Guðlaug Kristins- dóttir, f. 17. september 1906, d. 20. desember 1980. Seinni mað- ur Guðlaugar og stjúpfaðir Bjarna var Eyjólfur Ellert Júl- íusson, f. 26. október 1908, d. 19. desember 1997. Bróðir Bjarna er Guðmundur Hálfdán Eyjólfsson, f. 19. mars 1941. Bjarni kvæntist 18. júlí 1964 Guðrúnu Hólmfríði Kristjáns- dóttur, f. 26. nóvember 1942. Foreldrar hennar voru Kristján Júlíusson, kennari, f. 17. júní 1913, d. 6. júní 1973, og Ketil- og tvíburarnir Kári Bjarni og Lilja Guðrún, f. 2013. Bjarni ólst upp í Bolungarvík og lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1952. Hann varð stúdent frá ML 1956. Að stúdentsprófi loknu fór hann í Loftskeytaskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi 1958. Hann lauk BA-prófi í ensku og dönsku frá HÍ 1963. Meðfram námi og á sumrum var Bjarni loftskeytamaður á ýmsum tog- urum og millilandaskipum. Um árabil var hann leiðsögumaður við Vatnsdalsá á sumrin. Hann var kennari við Héraðsskólann á Reykjum frá 1963 og skóla- stjóri þar 1981-1988 þar til hér- aðsskólinn var lagður niður. Hann var skólastjóri Skólabúð- anna á Reykjum 1988-1999. Bjarni var hreppsnefndar- maður í Staðarhreppi 1973- 1998. Að starfsferli loknum fluttu þau Guðrún til Reykja- víkur. Bjarni lagði stund á há- skólanám á efri árum og lauk BA-prófi í latínu og frönsku frá HÍ 2007. Útför Bjarna Aðalsteins- sonar fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 22. mars 2016, klukkan 13. ríður Jakobsdóttir, f. 22. desember 1921, d. 24. nóv- ember 1982. Dætur Bjarna og Guð- rúnar eru: 1) Guð- laug, f. 27. júlí 1965. Hennar börn eru: Björgvin, f. 1988, Guðrún, f. 1992, Eyjólfur, f. 2000, og Bjartur Bragi, f. 2005. 2) Alda, f. 6. apríl 1967, maki Ein- ar Sigtryggsson, f. 1968. Þeirra börn eru: Bjarni, f. 1993, Lára, f. 1995, Jóhann, f. 1997 og Óli, f. 2002. 3) Steinunn Kristín, f. 27. september 1973, maki Aðal- steinn Þór Sigurðsson, f. 1975. Þeirra synir eru: Bjarni, f. 1999, Hákon Atli, f. 2004, Davíð Örn, f. 2006 og Kristófer Áki, f. 2012. 4) Eyrún Jenný, f. 16. maí 1980, maki Kristján Pétur Hilmarsson, f. 1978. Þeirra börn eru: Hilmar Karl, f. 2011 Hinsta kveðja til gamals kenn- ara. Allir grútar okkar lands eru í Hrútafirði. Þó er útlit ekki hans eldhúsklútavirði. Þannig orti Bjarni Jónsson, úrsmiður á Akureyri, um Hrúta- fjörðinn um miðja síðustu öld. Þeim unglingum sem settust í 1. bekk í Reykjaskóla í Hrútafirði haustið 1963 vildi það til happs að Bjarni Aðalsteinsson hafði trúlega aldrei heyrt þessa vísu. Hann var ekki nema 28 ára gam- all og þótt nafni hans hafi sjálf- sagt ort vísuna í góðlátlegri kerskni, er allt eins líklegt að þessi ungi maður hefði frekar ró- ið á aðra firði, hefði hann kunnað vísuna. En næstu þrjá vetur kenndi hann þessum unglingum dönsku og til viðbótar miklu meiri ís- lensku en þeir vissu að væri til. Og Hrútafjörðurinn reyndist ekki óálitlegri en svo, að hann hafði þar viðdvöl í meira en 40 ár. Bjarni hafði þann fágæta eigin- leika að geta haldið athygli ung- linga alveg áreynslulaust. Okkur lærðist sem sé mjög fljótlega að þykja vænt um hann. Hann var yfirvegaður, rósamur og kannski umfram allt hjartahlýr maður. Og alltaf hafði hann tíma til að tala við okkur, þyrftum við ein- hvers við. Sennilega var það þess vegna sem ég sneri mér einmitt til hans með áleitna spurningu síðla vetr- ar 1966. Ég var fremur ófram- færinn unglingur, en herti upp hugann og spurði Bjarna hvernig það væri að vera kennari. Ég var að velta Kennaraskólanum fyrir mér. Og rétt um þessar mundir er liðin nákvæmlega hálf öld frá þessu samtali. Bjarni svaraði mér af ein- lægni. Hann sagði mér að starfið skapaði vellíðan. Ég þykist líka muna rétt að hann hafi sagt það skemmtilegra en sig hefði órað fyrir. Þótt ég þykist að auki muna orðið „mannbætandi“, er óvíst að hugtakið hafi verið til. Ég gerðist kennari nokkrum árum síðar, að vísu án réttinda, en Bjarni laug engu. Kennslan reyndist mér gríðarlega skemmtileg. Hún veitti mér al- veg nýja innsýn í mannlífið og var svo sannarlega mannbæt- andi. Þrjátíu árum seinna fluttist ég heim í Hrútafjörðinn og átti þar heima í nokkur ár. Þá kynntumst við upp á nýtt. Báðir fullorðnir menn. Bjarni virtist í meginatrið- um alveg óbreyttur, en reyndist eiga eitthvað uppi í erminni. Nú fékk ég nefnilega að sjá að hann hafði húmor. Meira að segja bæði fallegan og fíngerðan húmor. Látnir lifa í minningu okkar sem þótti vænt um þá. Og mér þótt vænt um Bjarna. Ég minnist hans bæði af djúpri virðingu og mikilli væntumþykju. Og þótt ég hafi ekkert formlegt umboð þyk- ist ég þess fullviss að þessi hinsta kveðja megi líka vera frá öllum hinum. Þeim stóra hópi sem Bjarni kenndi fyrstu þrjú árin sín í Reykjaskóla. Okkur, sem í sumar ætlum að hittast til að minnast hálfrar aldar útskriftar- afmælis. Í því hófi verður ekki aðeins mínútu þögn, heldur verður glös- um einnig lyft honum til heiðurs. Og mig grunar að honum hefði þótt vænna um hið síðarnefnda. Að því sögðu leyfi ég mér að votta eftirlifandi ástvinum Bjarna, ekki einungis mína sam- úð, heldur einnig allra hinna, sem hann kenndi svo ótrúlega mikið, þegar hann var svo kornungur fyrir svo óskaplega mörgum ár- um. Jón Daníelsson. Við fráfall Bjarna Aðalsteins- sonar hefur mér orðið hugsað til vináttunnar. Hún lætur lítið yfir sér. Hún kviknar smám saman í samskiptum sem fólk finnur að hvíla á heilum grunni. Líkt og perlur sem finna sér þráð þar sem atvikin dýrmætu safnast saman hvert við annað í einni festingu. Bjáti á kemur vinur strax til hjálpar. Ekki að vinur eigi það inni að fá hjálp, heldur er hjálpin veitt af væntumþykju. Best reynast þau samskipti fólks þar sem enga samninga þarf um gagnkvæmni, aðstoð er veitt orðalaust. Vinátta okkar Bjarna hvíldi kannski eilítið á öðrum grunni. Sá grunnur var endalaus gam- ansemi þegar við fundum að við höfðum skylda kímnigáfu. Við- horf okkar til samfélagsins voru lík. Við kynntumst á Gamla Garði í Reykjavík þar sem her- bergi stúdenta voru. Hann var stúdent frá Laugarvatni og ég frá Akureyri. Eftir stúdentspróf fór Bjarni í Loftskeytaskólann og réð sig á togara sem loft- skeytamann. Hann var af sjó- sóknurum kominn á Ströndum en ólst upp í Bolungarvík og sjó- mennska var alltaf sterk í eðli hans. Tæknimálin vöfðust heldur ekki fyrir honum, þar var hann snöggur að sjá lausnir. Þegar við höfðum lokið há- skólanámi skildi leiðir um sinn. Hann fór norður að Reykjaskóla í Hrútafirði til að koma ung- mennum til meiri þroska en ég á Reykholtsskóla í Borgarfirði. Ég fór þó norður til hans eftir Reyk- holtsveturinn og við tókum upp þráðinn okkar og bættum við skotveiðiferðum og öðrum fjalla- ferðum. Ég gleymi ekki svipnum þegar hann tók á móti mér við Staðarskála í Hrútafirði haustið 1965 og spurði með nokkrum kvíða í röddinni hvort ég væri búinn að leggja af „skurruskap- inn“. Fyrri hluti nafnorðsins er latneska orðið scurra sem merkir fífl. Ég svaraði að svo væri ekki og myndi vonandi aldrei verða. Þá létti honum greinilega. Hjá okkur bjó í þessu það gaman sem illa gekk að rökstyðja en okkur fannst eiga fullan rétt á sér. Bjarni reyndist ágætiskenn- ari, það hef ég frá fyrrverandi nemendum. Til marks um það er líka að hann tók að sér að kenna íslenskuna til lands- og gagn- fræðaprófs, en þá grein hafði hann ekki lært í háskóla heldur byggði á góðu íslenskunámi á Laugarvatni. Þegar Ólafur H. Kristjánsson lét af stjórn Reykjaskóla tók Bjarni við og hefur haft nógu að sinna. Síðar voru héraðsskólarnir lagðir niður og Bjarni tók við Skólabúðum þar á Reykjum sem tóku á móti ungu fólki úr þéttbýli sem skyldi læra um náttúru, menningu og umhverfi. Ég ætla að þar hafi hann notið sín til fulls jafnfróður og hann var um sjómennsku, fjörulíf og náttúru hafsins. 1964 gekk Bjarni að eiga Guð- rúnu Kristjánsdóttur frá Bolung- arvík sem varð organisti þar í sókninni árum saman, söngkenn- ari og söngkona. Þar sem svo ágæt kona var komin inn í líf Bjarna varð úr þessu farsælt og hamingjuríkt hjónaband. Þau eignuðust fjórar dætur og fjölda barnabarna. Slíkt er gæfa sem ekkert jafnast á við. – Ég votta eftirlifandi eiginkonu og börnun- um öllum mína dýpstu samúð. Haukur Sigurðsson. Látinn er í Reykjavík Bjarni Aðalsteinsson, fyrrum skóla- stjóri, á 82. aldursári. Það dregur heldur úr glað- værðinni við að rödd Bjarna Að- alsteinssonar hefur nú hljóðnað en hans verður jafnan fyrir margt minnst en ekki sízt fyrir glaðan hug og fjörlegt viðmót. Bolvíkingurinn síungi var gæfumaður í lífi og starfi. Hann var farsæll fjölskyldumaður og stólpi glæsilegs ættboga. Hann var brautryðjandi í æskulýðs- starfi sem skólastjóri og kennari, lengst af á Reykjaskóla í Hrúta- firði. Hann var leiðsögumaður stangveiðimanna og ók helzt ekki á öðrum ökutækjum en Saab. Hann var snjall málamaður, sí- ungur nemandi ekki síður en kennari og gat sér gott orð við nám í frönsku, spænsku og latínu eftir að starfsferlinum lauk, að- allega sér til skemmtunar. Hvað eina lék í höndunum á Bjarna, sem hann tók sér fyrir hendur á andlega sviðinu. Minni hans var þvílíkt að það hálfa væri nóg eins og sagt er og næsta víst er að hann hefði spjarað sig ágætlega í lífinu þótt hann hefði aðeins búið yfir helmingnum af sínum eðlis- gáfum. En með yfirburði sína fór heiðursmaðurinn og höfðinginn Bjarni afar vel þannig að við, sem stóðum honum að baki, fundum lítt fyrir því. Minni Bjarna var einstakt og ekki sízt vísnaminni hans. Hann hafði á takteinum kynstur af kveðskap, sem hann kastaði fram af ýmsu tilefni og virtust engin takmörk því sett hvað komst fyr- ir í hans kolli að þessu leyti. Hann var spurður hvernig hann færi að því að muna þetta allt saman og svarið var að hann hefði ekkert fyrir því, þetta væri bara þarna. Hann var einnig snjall hagyrðingur og textasmið- ur góður og til fyrirmyndar um þjóðlegar hefðir í því efni á tím- um, þegar lágkúran í ljóðagerð og textasmíð virðist eiga furðu auðvelt uppdráttar í menntakerf- inu. Á sinn hátt var Bjarni Aðal- steinsson stórmenni ekki síður en hversdagshetja. Hann var hógvær og fyrirferðarlítill, eftir- minnilegur í látleysi sínu. Það er sannur heiður og mikil forrétt- indi að hafa kynnst þessum heið- ursmanni. Sverrir Ólafsson. Stúdentahópurinn sem út- skrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1956 var ekki stór, aðeins 20 manns. Með árunum hefur fækkað í afmæl- isárgöngum, og nú þegar að því líður að halda upp á sextíu árin er enn einn fallinn frá. Erum við þá tólf eftir lifandi. Okkur langar að minnast Bjarna Aðalsteins- sonar með nokkrum orðum um leið og við vottum Guðrúnu og dætrunum samúð okkar. Bjarni var mikill tungumálamaður og hélt til dæmis áfram að glíma við latínu þar til yfir lauk. Á Laug- arvatni sat hann með okkur á kvöldin og hjálpaði okkur að skilja Nicholas Nickelby eftir Charles Dickens. Bjarni var hnyttinn í orðum og stríðinn án meinfýsi, gerði góðlátlegt grín að mönnum og málefnum, hafði gjarnan vísur á hraðbergi, alltaf reiðubúinn að leggja öðrum lið, og annt um fjölskyldu sína. Hans er sárt saknað. Fyrir hönd Laugarvatnsstúd- enta 1956, Jóhann Gunnarsson og Jón Ingi Hannesson. Bjarni Aðalsteinsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.